Alþýðublaðið - 03.01.1927, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 03.01.1927, Blaðsíða 3
aLEÝÐUBLAÐIÐ 3 sóma út á við, þegar þa'ð með klaufatilburðum er að herma eft- ir spjátrungslegasta glamrara- blaðinu í Kaupmannahöfn, „Poli- tiken“. En það skilur ef til vill, þegar það sér, að góðir íhalds- menn eru saddir. Elmreiðin hefir frá því, er hún fyrst fór að koma út og í tíð allra ritstjóranna, verið mjög vinsæl með aimenn- ingi og það að maklegiegleikum. Það kann þess vegna að þykja hótfyndni að vera að hafa orð á því, að síðasta heftið (okt.—dez. 1926) er með þeim allra megurstu heftum, sem út hafa komið af rit- inu. En þó er það satt. Er fyrst kvæði eftir Einar Benediktsson, „Elivogar“, óskiljanlegur - rnold- viðrismökkur, en skáld eins og Einar, sem um langa æfi hefir lausið í þjóð sína fjársjóðum góðs og rauðs ljóðagulls, minkar ekk- ert við það, þó að það hendi hann að vera „biankur“ eitt skifti eða fleiri. „Sálarlíf kvenna“ er út- dráttur úr riti Ginu Ferrero um það efni eftir frú Aðalbjörgu Sig- urðardóttur. Er það mjög eftir- tektarverður dómur konu um konur, og kann margt í honum að vera rétt. En ályktun sú, sem frú Aðalbjörg dregur um hagkvæmi þess, að kvenmenn taki þátt í stjórnmálum af lýsingu frú Fer- rero, sýnist hæpin. Ef skapgerð kvenna væri eins og frú Ferrero lýsir, mætti miklu frekar ætla þær óhæfar til að fást við stjórnmál; karlmenn myndu hlunnfara þær og þær engu fá ráðið. En reynsl- an sýnir,' að kvenmenn, sem feng- ið hafa færi á að fást við stjórn- mái, hafa þar hagað sér á sama hátt og karlmenn, og ekkert bor- ið þar á þeim eiginiegleikum, sem greinin vill láta þær hafa. Þær hafa þvert á móti reynst á- hrifameiri og slyngari karlmönn- um um margt á því sviði, en mist að engu leyti hina góði eig- jnlegleika kVlenna fyjír það. „Fiskiróður fyrir fjörutíu árum“ eftir Odd Oddsson er bezta skrifiþ 1 heftinu bæði skemtilegt og fróð- legt með tveim ágætum teikning- um eftir Finn málara Jónsson. Um lagið „Þú ert —“ eftir Þórarinn jGuðmundsson yviejbða þlef/r íað dæma, sem bera skyn á slíkt. Um „Beinagrindina“, smásögu eftir Ra- bindranath Tagore er óhætt að segja, að það sé ekki fyrir hana, sem hann náði hsimsfrægð. Kvæð- iskorn, „Sem engan grunar", eftir Ólinu Andrésdóttur, gerir svo sem hvorki til né frá. Ólína er nú „móðins“ á sama hátt og Sig- urður Nordal er og Guðmundur Finnbogason var. Það er háska- legt fyrir menn að verða „móð- ins“; það stelur af þeim dóm- greind, af því að verkum þeirra er íalt af tekið vel, meðan þeir eru „móðins“, — tízkan heimt- ar það. En eftirtímanum verður oft litið nokkuð öðrum augum á það, sem áður var tízka; menn þurfa ekki annað en að líta á mannamyndir frá 1890 og vita, hvað mönnum lízt á búningana. Þá er „Jólanæturkvæði" eftir Guð- mund Friðjónsson og svo „Lækn- ingaundrin í Lourdes“ eftir rit- stjórann. Þau leggur hann óðara undir andatrúna. Segist hann vera sannfærður um undrin „meðal annars af því, að svipað hafi gerst annars staðar og það enda hér heima“. Eigi hann með því við lækningakuklið, sem verið var með hér laust eftir aldamót- in, þá er hann mjög lítilþægur urn sönnunargögn. Þá er „fundabók Fjölnisfélagsins“, sem Matthías þjóðmynjavörður gefur út; hún er staklega leiðinleg og ófróðleg að öðru en því, að hún sýnir mynd af mönnum, sem eru sískrafandi og lengi skrafandi um merkilegt og ómerkilegt, aðallega hið síðar nefnda. Beri maður málæði þeirra saman við framtak Jóns Sigurðs- sonar, er auðskilið, hvers vegna það var hann, en ekki þeir, sem bar uppi baráttuna á öldinni sem leið. Svo eru ritdómar, og kastar þar eiginlega tólfunum. Það er ekki í ritdómum ritstjórans né Guðm. G. Hagalins og ekki held- jur í ritdómi Snæbjarnar Jónssonar um tvær skozkar orðabækur, þó að það sé alveg óskiljanlegt, því eigi að ritdæma þær í íslenzku tímariti. En það eru ritdómar Jóns Helgasonar og þö aðallegá annar, — um „Hugur og tunga“ eftir Alex. Jöhannesson, sem verða að ásteytingarsteini. Það mun ekki vera hægt að ásaka ritstjórann; hann hefir beðið Jón um ritdóm- ana í því trausti, að þeir yrðu sæmilegir, en hefði þó mátt muna tvo alveg ósæmiiega ritdóma Jóns, annan um Faust-þýðingu Bjarna frá Vogi og hinn um „Kvæðasafn“ Bókmentafélagsins. Nú eru í Eimreiðinni tveir rit- dómar eftir þennan mann, annar um IV. bindi af „Menn og mentir“ eftir P. E. Ó. og hinn um „Hugur og tunga“, og eru þeir að þvi leyti svipaðir, að þeir eru báðir meinhlutdrægir, svo að hver mað- ur fær séð það. Þó er það nokkuð sitt með hverjum hætti. J. H. er báðum höfundum ósammála um aðalniðurstöður þeirra, en að því, er til P. E. Ó. kemur, talar hann um þaðundirrós ótæps hóls,en umA. J. flennir hann þetta út með lítt lofsamlegum og naglalegum orða- tiltækjum svo sem til að sýna, hvert endemi A. J. sé. Þegar A. J. í ógáti hefir eignað Birni Hall- dórssyni dönsku þýðingar í orða- bók hans, — auðvitað veit A. J., að þær eru eftir Rask —, flýtir J. H. sér að negla það heldm" fast, en þegar P. E. Ól., þvert ofan í allar skammstöfunarvenjur þeirra daga leysir S. E. S. upp í s(íra) E(inar) S(igurðsson) í staðinn fyr- ir S(igfús) E(gils)s[on], þá kemst J. H. ekki lengra en að telja réttu upplausnina „sennilegri“. Það er ekki um aö villast, að J. H. beitir þá mismunandi tökum, Al- exander og Pál, og kemur það þnn beíur í Ijós í heildardómlnum. Rit Alexanders „líkist hálfunnum samtíningi", og á hann engar þakkir skilið. En-P. E. Ó. óskar J. H. til heilla með þetta þrekvirki, „sem mjög eykur þekkingu á bókmentum siðaskiftaaldar“, en tekur þó fram, að bókmentasaga sé ritið ekki, og ekki heldur saga í venjulegum skilningi, en hvað er það þá? Það segir J. H. ekki, en hitt segir hann (bls. 375—76), hvað ritið að hans dómi hefði átt að vera, en sé ekki. Ekkert af þessu er sagt í dómsskyni um rit P. E. Ól„ heldur til að sýna, að á hans riti tekur J. H. með silki- hönskum, en á riti A. J. með iberum hnefum. En svo óhöndu- lega er þetta gert, að allir mega sjá, enda stingur það mjög í stúf við það álit, sem A. J. nýtur er- lendis. Það er á allra vitorði, og tnenn tala um það sín á milli í hálfum hljóðum, að hér sé fræði- mannaklíka í landi, sem reyni að taka að sér einkasölu á mannviti og þekkingu. Þessir rnenn rit- dæma hver annan með hósíanna- ópum, en þola engan mann, sem ékki er í þessari samábyrgð; það er nokkurs konar andleg svart- liðastefna. Hún er alveg óþolandi, en auðvitað endar það með því, að klíkan springur í loft upp eins og alt slíkt. Ps. Um tiagima og veginxr. Næturlæknir er í nótt Maggi Magnús, Hvg. 30, sími 410. Við afgreiðslu Alþýðublaðsins er tekinn frá þessum áramótum Guðmundur Einarsson, Bjargar- stíg 3, heimasími 1862, og með honum Guðmundur Ó. Guðmunds- son, Þórsgötu 2, heimasími 732. Togararnir. „Gyllir“ kom af veiðum í nótt með 900 kassa og fór síðan til Englands með aflann. Brunaboðar Öllum Reykvikingum er nauð- synlegt að vita og muna, hvar næsti brunaboði er við húsið, sem þeir eiga heima í. Ef í kviknar er of seint að þurfa þá að svip- ast eftir honum í óvissu. Heil suf ar sf r éttir. (Ef.ir simtali í morgun við land- lækninn.) Enn er „kikhóstinn“ kominn á tvö heimili hér i borg- inni auk þeirra, sem áður hefir verið getið. Hafa samtals 9 sjúk- lingar fengið hann, síðan hann fluttist hingað nú. Að öðru leyti er gott heilsufar í borginni og „influenzan“ hér mjög að réna. Á Sauðárkróki eru orðnir alls 29 taugaveikisjúklingar; en veikin hefir ekki útbreiðst nú um hríð, og er útlit fyrir, að hún sé stöðv- uð. Einnig lítur út fyrir, að „kik- hóstinn" sé að réna í Blönduóss- héraði, enda eru litlar samgöngur þar nyrðra um þetta leyti árs, og bæirnir, sem veikin barst á í Skagafirði, voru þegar einangr- aðir. Strok úr gæsluvarðhaldi. Maður, sem settur hafði verið í gæzluvarðhald í Árnessýslu vegna rannsóknar út af brunanum á Stokkseyri, strauk úr því á fimtudaginn var. Eftirför var þeg- ar hafin, og fanst maðurinn í heyhúsi á Kolviðarhóli á gamla- ársdag. — Vitanlega sannar strok þetta hvorki til né frá um sekt mannsins. Vist í varðhaldi á ís- landi er ekki svo skemtileg, að fanga geti ekki fundist hún ein næg ástæða til að reyna að kom- ast burtu. Þenna dag árið 1832 fæddist sálmaskáldið Pétur Guðmundsson, prestur i Grímsey. i r .va- Sólmyrkvi er í dag, en sést ekki hér á landi. Það er hringmyrkvi. Nýtt tungl kemur í kvöld kl. 7,28 mín. Það er í almanakinu kallað jólatungl. „íslands Adressbog 1927“ er nú komin út, með sama sniði og fyrr. Veðrið. Frost 7—16 stig. Kaldast á Grímsstöðum. 8 stiga frost í Reykjavík. Norðlæg átt. Snarpur vindur hér um slóðir og víðast nokkuð hvast. Þurt veður. Loft- vægislægð fyrir suðaustan land. Otlit: Allhvöss norðan- og norð- austan-átt, hvössust á Suðaustur- landi. Hríðarveður á Austurlandi. Dálítil snjókoma í dag á Vest- fjörðum og Norðurlandi. Orkomu- laust á Suðvesturlandi alt til Breiðafjarðar. Alpýðumaður er sammála „Mgbl.“ um, að heppilegt hafi verið að líkja jafn- aðarstefnunni við vorboðana, t. d. lækinn, er hann brýzt úr klaka- dróma, — sérstaklega, þegar þess. er gætt, að hún verður stundum að brjóta sér veg í gegn um eins konar „Mgbls.“-jarðveg, svo sem aur og „ógróna jörð“. Frá ísafirði. ísafirði, FB., 31 dez. „Inflúenza" gengur hér og er fremur væg, en margir eru veikir. — Afli er góður i Djúpinu, þeg- ar gefur á sjó, en gæftir eru mjög stopular. — Hávarður ísfirðing- ur“ fór til Englands í fyrra dag. með rúml. 1090 kassa. V.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.