Alþýðublaðið - 14.03.1927, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 14.03.1927, Blaðsíða 2
2 ALÞ.ÝÐUBLAÐIÐ ] &L8»ÝÐIJBLABIðI 3 kemur út á hverjum virkum degi. ► < Afgreiðsla í Alpýðuhúsinu við ► ) Hverfisgötu 8 opin frá kl. 9 árd. ► Í til kl. 7 síðd. | j Skrifstofa á sama stað opin kl. \ i öVa—IQVa árd. og kl. 8—9 siðd. [ ; Simar: 988 (afgreiðslan) og 1294 ► . (skrifstofan). t J Verðlag: Áskriftarverð kr. 1,50 á [ < mánuði. Auglýsingaverð kr. 0,15 ► ; hver mm. eindálka. ) 4 Prentsmiðja: Alpýðuprentsmiðjan \ 5 (í sama húsi, sömu simar). t NTeðpl delM. ' Þar var á laugardaginn frv. um varnir gegn vörtupest afgreitt til e. d„ en áður var nafni þess breytt, og heitir það nú frv. um varnir gegn sýkingu nytjajurta. Eftir það stóð frh. 1. umr. um frv. um einkasölu á tilbúnum á- burði yfir í næstum þrjár stundir og var þá enn frestað. Þó var lítið rætt um frv. sjálft, heldur deilt um búnaðarmálastjóramálið. Tr. Þ. kvað stjórn Búnaðarfélags- ins myndu gefa landbúnaðar- nefndum alþingis skýrslu um málið, ef þær óski þess. Jörundur, sem er í landbún.-nefnd n. d., sagði, að ef engin ný málsskjöl liggi fyrir, sem nefndunum hafi ekki verið kunn á síðasta þingi, þá kæri hann sig ekkert um að fá skýrslu. Væri hún þá óþörf og að eins til að tefja nefndirnar. Um það, hvert starf Sigurður Sigurðs- sonar búnaðarmálastjóra væri nú, sagði Jörundur: Ég býzt við, að S. S. sé ékki settur inn í stöð- una og hafi ekki það verkefni, sem hann hafði; en ef ekki hafi verið um meiri sakir að ræða hjá honum en landbúnaðarnefndir alþingis í fyrra vissu um, þá kvaðst Jör. búast við, aÖ menn ættu að getq. sætt sig við, að S. S. staríi áfram fyrir Búnaðarfélagið. EfrS deild. Frv. um iðju og iðnað var tek- ið út af dagskrá vegna veikinda frmsm. allsharjarnefndar (Jóh. Jós.), en frv. um heimild lands- stjórnarinnar til að ábyrgjast lán handa landsbankanum fór um- yrðalaust til 2. umr. og fjár- hagsneíndar. Deildin ætlar að geyma orrustuna um það til 2. umr. Ný fpnnsvöpp offl tillögur. Ný bankavaxtabréf. Fjárhagsn. n. d. flytur frv. um heimild íyrir veðdeild Landsbanka íslands til að gefa út nýjan (n) floklt bankavaxtabréfa, er nemi alt að 4 millj. lir., og sé ríkisstjórn- inni heimilt að taka lán erlendis í því skyni, er nemi alt að 43/4 millj. kr. Er frv. flutt samkvæmt tilmælum fjármálaráðherrans, en stjórn Landsbankans hefir óskað slíkrar heimildar. Stúdentspróf við Akureyrar- skóla o. fl. Jónas Kr., Bernh., Jakob og Ein- ar Árn. fíytja þingsál.-till. í sam- einuðu alþingi um að skora á stjórnina að láta fara fram stú- dentspróf í vor við Akureyrar- skóla, þar eð nokkrir nemendur hans ætli að taka slíkt próf í vor, og spara þeim þar með suð- urferð til próftöku. Þá flytur Jón áf<Reynistað frv. um sölu þjóðjarðarinnar Sauðár í Skagafirði, og sé Sauðárkróks- hreppur kaupandinn. DreHpurim!, sem misíipmt var. Frásögn móðurinnar. Móðir drengsins, sem varð fyrir illu meðferðinni í Skagafirði, hefir sent Alþýðublaðinu bréf, þar sem nánara er skýrt frá ýmsu, er lýtur að málinu. Fer bréfið hér á eftir: iy|' í rp !1I Sauðárkróki, 20. febr. 1927. Hr. ritstjóri! I 3. tbl. af „Vikuútgáfu Alþýðu- blaðsins“ er grein með yfirskrift- inni: „Viðbjóðsleg misþyrming á barni.“ — Af þvi að þar eru nokkrar missagnir, vil ég undir- rituð móðir drengsins senda yð- ur nokkrar skýringar á málinu. Þá er þetta gsrðist, var ég 6 barna möðir, og var hið yngsta á 1. ári, en hið elzta 11 ára. Drengur sá, er urn ræðir, var þá á 8. ári. — Haíöi hann undanfarin ár verið á fóstri hjá Friðvin Ás- grímssyni á Reykjum á Reykja- strönd. En veturinn áður andað- íst Frjðvin, og ekkja hans flutt- ist hingað til Saúðárkróks og sá sér þá eigi fært að hafa drenginn lengur. Tók ég þá Jón litla heim til mín og hafði hann hjá mér. Um 12 vikur af sumri spurðu læknishjónin hér, hvort ég vildi lána Jón litla á gott heimili „úti í Fljótum“. Sögðu þau mér, að Guðmundur Davíðsson á Hraun- um, bróðir Ólafs sál. Davíðssonar þjóðsagnasafnanda, heíði símað og beðið þáý að útvega dreng á þessum aldri. Væri heimilið gott, og starf drengsins ætti að vera það að reka kýr og hirða þær á kvöldin, er þær kæmu heim. Tók ég trúanlegt það, er Guðm. Da- víðsson sagð! um heimili þetta. Varð það því úr, að ég gaf kost á því að lána drenginn. Nú leið fram í 17. vjku sumars; kom enginn að vitja drengsins og var ég orðin aíhuga för hans. Þá er það einn dag, að Hermann Jónsson sýslunefndarmaður kem- ur til þess að taka drenginn og var hann með hest handa honum. Sagði ég Hermanni, að ég vissi varla, hvort ég léti drenginn fara nokkuð, fyrst svo væri orðið á- liðið sumars. En Hermann sagði, að hjónin, scm hann yrði hjá, myndu lofa honum að vera yfir haustið og jafnvel eitthvað af vetrinum, og lét vel af heimilinu. Sagði ég honum, að ég yrði þó að fá tíma til að búa drenginn til farar. — En hann kvaðst ekkert mega bíða, og sagði ég honum þá, að hann yrði að fara án hans. 2 eða 3 dögum síðar fór póstirr héðan til Siglufjarðar. Hafði Her- xnann skilið eftir hestinn, sem drengurinn átti að hafa, og fór Jón litli með póstinum. Þegar kom yfir að Ártúnum á Höfða- strönd, var drengurinn orðinn svo lúinn að ríða, að pósturinn skildi hann þar eftir hjá hálfsystur drengsins, búandi konu þar. — Var drengurinn þar upp undir viku, en þá kom Guðbjörn tilvon- andi húsbóndi hans og sótti hann. En ekki var reiðver það, er hann lét drenginn hafa, annað en gæru- skinn, og sagði drengurinn síðar svo frá, að hann hefði verið orð- inn fleiðraöur, þá er hann kom að Reykjarhóli. Segir svo ekki aí drengnum fyrr en eftir hér um bil mánaðartíma, að fólk frá Saurbæ, sem er næsti bær við Reykjarhól, fann dreng- Gnn úti í haga. Tók það hann og flutti heim að Saurbæ, og var hann þá meðvitundarlítill eða jafnvel meðvitundarlaus um 3 klst. Var honum þar hjúkrað hið bezta af hjónunum þar, Þuríði og Guðbrandi. Var hann þar um vikutíma. Faðir barnanna minna andaðist 1923, og er ég alein síðan að vinna fyrir börnunum. Ekkert af þeim hefir verið einn dag á sveit- inni, en fæðingarhreppur minn var um tíma í ábyrgð fyrir því, sem Jón minn varð að vera á sjúkra- húsi, 13 vikur, en ég tók hann heim til mín með 40 stiga hita og hefi haft hann síðan og læt hon- um líða svo vel, sem ég get. Jón litli biður hjartanlega að heilsa. Hann var 10 ára 25. október 1926, Læt ég svo þessum línum lok- ið, en mikið hefir þessi mánaðar- vist á Reykjarhóli kostað bæði drenginn og ýmsa aðra. Með virðingu. Hólmfrídur Sveinsdóttir. íBréf tll prinzessu. IV. „Æ, æ!“ sagði maður í gær á Lækjartorgi. Þessi maður, sem veinaði svona upphátt, var ég. En það, sem kom mér til þess, var ung stúlka, sem gekk með unnusta sínum álengdar. Mér þykir alt af gaman að sjá þau, þessi tvö, sem ég sá þarna, því að þau eru bæði ung og frið; einkum ber stúlkan af ungum meyjum. En nú gerði hun þann fjahda að hrækja; — ef þið yiss- uð, stúlkur! hvað það er Ijótt að sjá það, þá gerðuð þið það aldrei. Það var trú gamla fólksins, að verjast mætti draugúm og afíur- göngum með því að hrækja. Ég skal ekkert segja um, hvað áhrifa- mikið það hefir verið, en heldur er ég vantrúaður á áhrifin. Að minsta kosti býst ég við, að *æði- mikið þyrfti að hrækja til þess að losna við Hjaltastaðafjandann. En hver svo sem áhrifin kunna að vera á drauga, þá er víst um, hver þau eru á ungu piltana, já, á alla, meira að segja gamla staf- karla. Þess vegna gef ég ungum stúlkum þetta ráð: Ef einhver piltur hefir felt geð til ykkar eða er skotinn í ykkur, sem það nú vanalega er kallað, en þið viljið losna við hann, þá hrækið oft og rækilega í návist hans. Það fer þá ekki hjá því, að hugur hans til ykkar kulnar. En spyrjið mig ekkí, hvað þið eigið að gera, ef þið megið ekki hrækja. Þið eigið ekkert að gera; þið eigið bara að hætta því. Hér á dögunum þurfti ég að tala nokkur orð við stúlku, sem var að stakka saltfiski — ufsan- um stóra —, eins og hann kom upp úr togaranum. Stúlkan var með skýlu og olíusvuntu; samt var hún hin geðslegasta (á reyk- víksku ,,sæt“). 1 annað skifti sá ég þessa stúlku. Hún var að skúra gólf. (Skúruð gólf ættu að afnemast og hverfa eins og sulla- veikin). Hún var með strigasvuntu og hélt á gólfklútnum í blautum höndunum og strauk lokkinn frá hægra auganu með handarbakinu. Hún bauð saint af sér hinn bezta þokka, enda er hún lagleg (á reykvíksku ,,pen“). f þriðja sinn sá ég hana. Það var í afmælis- veizlu. Ég kom of seint; fólkið sat alt við súkkulaðidrykkju, þegar ég kom, og hún líka. En hvað haldið þið að ég hafi þá sagt? Ég sagði: Og helv.! auðvitað bara við sjálfan mig. Stúlkan var prúð- búin, en með svartar neglur. Þið þvoið ykkur allar um hend- urnar, stúlkur! en hvernig stendur á því, að þið skiljið neglurnar eftir? Það má nú kann ske segja, að þið gætuð orðið góðar eiginkon- ur og góðar mæður, þó þið væruð með svartar neglur. En það gætuð þið líka orðið, þó þið kynnuð hvorki lestur né skrift. Stcifkarl. E.S. Ég þakka fyrir bréfið, er mér var sent til ritstj. Alþýðu- blaðsins. Ég ætla að athuga málið. Stafkarl. iMnlend fsðlndi.. Vík í Mýrdal, 12. marz. Góðnr afli. Bezta tíð síðan á góu. Ágætis fiski síðustu daga og von um á- framhald, ef á sjó verður komist. „Kikhóstinn“ er ekli kominn hing- að enn og heilsufar að öðru leyti gott. Dánardagur Karls Marxs er í dag. Hanra. andaðist árið 1883.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.