Alþýðublaðið - 19.09.1927, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 19.09.1927, Blaðsíða 5
19. september 1S27. ALÞÝÐUBLAÐIÐ 5, Fylgiblað, helgað málefnum ungra jafnaðarmanna. Hvað vilja ungir jafnaðarmenn? Saga ja fnaða rmannahreyfi ngar- innar hér á landi er ekki löng. Fyrir tæpum þrjátíu árum heyrö- ist fyrst gjalla í lúðrum verklýös- hreyfingarinnar. Lúðurþeytararnir voru fáir, og fáir veittu tónum þeirra athygli. Saga brautryðjenda er alt af eftirtektarverð. Hún er sagan um fórnir og misskilning, saga látlausrar baráttu gegn svefni og aldaranda, saga elds og ákafa og saga píslarvættis. Þann- ig var og saga þeirra, er fyrstir báru hingað frelsisanda og bræðrá- iagshugsjónir jaínaðarstefnunn- ar. Þeir börðust drengilega, veittu viðnám, hvar sem var, en voru hæddir, og andi íhaldsseminnar kastaði |ieim út í yztu myrkur almenningsálitsins. Sumir þeirra voru hraktir stað úr staö. Bjarg- ræði var þeim bannað, og þeir voru sviftir atvinnu sinni. Hat- röimnustu aiidstæðingaT jreirra söfnuðu glóðum elds að höfðum þeirra og sóttu svo að þeim af grimd svíðingsins. Um sarna leyti og þessir menn háðu baráttu sína sló árgali jafn- aðarstefnunnar hér á landi hörpu sína. Það vár Þorsteinn Erlings- son. Hann söng fagurt og hvelt. Islendingar hlustuðu á hann með óttablandinni hrifningu. Þeir höfðu aldrei heyrt sungið á þann veg, og þeir óttuðust dirfskuna og forðuðust „ofstækisnmnninn“. Þeir misskildu hann, óg þó söng hann svo, að allir hefðu skilið, ef hugsunarhátturinn hefði ekki ver- ið kreptur íhaldsknefum gamalla kenninga. Þorsteinn söng, svo að kvað við í fjöllunum. Hann söng um framtíöarlönd jainafiarstefn- unnar: ■' . t „Ég sé þessa fjarlægu fagnaðar- stund, er fólkið af hæðunum brunax og horfir þar loks yfir hauður og sund og heilsar þér, ástkæra, lang- þreyða grund, og ópið i dölunum dunar." Hann söng dauða og dóm yfir afturhald og kúgun: „Ef þú hatar herra þann, sem harðfjötrar þig og kúgar til að elska ekkert annað en sig, en kaupir hrós af hræddum þræl- um,] hvar sem hann fer, þá skal- ég iíka’ af heilum huga hata með þér,“ og „Því köngar að siðustu komast í mát og keisarar náblæjum falda' og guðirnir reka sinn brothætta bát ó blindsker í hafdjúpi alda.“ Hann söng biturt um sofandi- fjöldann, svo biturt, að marga sveið undan. Svo segir hann um auðvald og undirlægjuhátt fólks- ins: „En gaktu raklditt, gamla ljón! Þér gerir enginn nokkúrt tjón. Þín hjörð er næsta Jitið breytt I raun og veru þarf hún þig, að þrælka, kjassa og éta sig. Hvað á hún til að óttast þá og elta og sleikja, er þú ert frá ? Því þolá dýrin þrælaslög að þau eru bæði trygg og rög.“ Slíkir söng\rar glæddu eld í brjóstuni upprennandi kynslóðar. Hún skildi Þorstein, þött sú eldri gæti það ekki. Hann söng Jíka söngva um æskuna: „Ef æskan vill réttá þér örvandi hönd, þá ertu á framtíðarvegi," og hið gullfallega kvæði „Bökin mín" opnaði æskulýðnum ný við- fangsefni. Hann fór að rannsaka sjálfan sig. Æskumennirnir fóru að lesa „bókina sína“ og fundu á hverju blaði eihhverja lygi. En saga Þorsteins varð eins og sögur annara brautryðjenda: Hann var fyrirlitinn af valdhöfum og „betri“ borgurum, og auðsveip alþýðan, er hann unni svo heitt, benti á hann og hvæsti: „trúleysingi!“ En þótt Þorsteinn sjálfur sæi ekki þær frelsisvonir rætast, er hann hafði vakið með þjöð sinni, þá lifðu þær samt í brjóstum æskumannanna, og nú er sú kyn- slóð, er skildi Þorstein, að kom- ast til ára og farin að bindast samtökum til eflingar þeirri hug- sjón, er hann hafði sungið um. Þessar frelsisöldur stíga hærra og hærra. Þær teygja fannhvitan haddinn upp yíir sveitir og bæi, og hugsjónir jafnaðarstefnunnar eru að taka eldskímina ‘ hjá ís- lenzku þjóðinni. Árið 1916 stofnaði islenzkur verkalýður flokk með sér, svo að hann gæti verið sterkari og viss- ari í baráttunni gegn óvinunum, auðvaldi og afturhaldí. Það eru að eins ellefu ár síðan, en bar- áttan hefir staðið lengur, þótt hún hafi hins vegar byrjað fyrst fyrir alvöru með stofnun Alþýðuflokks- ins. Á hverju ári styrkist Alþýðu- flokkurinn. Alþý’ðan skilur betur og betur, hvað er henni fyrir beztu. Hún skilur, að hún er vald, og að enginn er af gitdi útvalinn til að stjórna henni. Hún hefir legið á hnjánum fyrir penniga- mönnunum og sýnst þeir vera guðiT, en nú eT him að rísa á fætur, og þá sér hún, að þeir eru ekfci hærri en hún, — að þeir eru engir guðir, heldur menn eins og hún, — að eins menn og ekfc- ert annað. Og alþýðan finnur til máttar síns og eT farin að beita þeim mætti, ekki fyrir aðra, held- ur einnig fyrix sjálfa sig. Jafnað- arstefnan hefir náð tökum á hugs- unum hennar, og hún er gegnum sýrð af skoðunum og hugsjónum stefnunnar. Verkamennirnir tala um jafnaðarstefnuna við vinnu sina, og á verkamannalieirniInnurn er um litið annað talað en hana. Verkamanna-æskulýðurinn er alinn upp við hugsjónir jafnaðar- stefminnar. Hann vill starfa fyrir þær, og söngvar Þorsteins Erl- ingssonar hvetja hann til ’ dáða og drengskaparverka í þágu stefnunnar. Æskan skilur það, að jafnaðarstefnan er menningar- stefna nútímans, og að henni er þvi skylt að Ijá henni fylgi sitt. Litil eða engin samtök hafa ver- ið til meðal æskumanna, er hylia hugsjónir verklýðshreyfingarinnar, og því hefir. starfsemi þeirra gætt minna en annars hefði orðið. Þetta hafa htnir ábugasömustu skOið, og þetta skilja í raun og veru allir ungir jafnaðarmenn, þótt fram- kvæmdir í J)á átt að bæta úr því hafi vantað þar til nú nýlega, að nokfcrir ungir menn stigu fyrsta skrefið í áttiína. 8. nóvember síðast liðinn var stofnað hér í bæmum „Félag ungra jafnaðarmanna“. 40 unglingjar, stúlkur. og piltar, stofnuðu það, og á hverjum degi benast stjóm- inni fyrirspumir frá ungu og áhugasömu fólki um félagið og beiðnir um að gerast félagar og taka þátt í starfinu. Hér er á ferðinni alveg ný æskulýðshreyf- ing, — hreyfing, sem með timan- um mun vekja meiri athygli á sér en marga grunar í dag, og um hana mun sjálfsagt standa mikill styrr. Á stofnfundinum vorri samþykt lög og ályktun um tilgang félags- ins. Undirstöðuatriði þessa félags- skapar er að menta og fræða æskulýð- inn um hagfræðikenningar jafn- aðarstefnnnnar og á hvað hátt heppilegast er að starfa að framkvaemd stefnunnar, svo að í samræmi sé við islenzkar aðstæður og pjóðfélagslíf. Eins og vant er að vera um þá æskumenn, sem taka þátt í ein hverri hrcyfingu, þá eru ungir jafnaðarmenn hugstórir og ætla sér að komast hratt yfir í starf- semi sinni. Þeir finna sem er, að margt þarf aö laga, og að marg- ar meinsemdir eru í þjóðfélagi voru, sem nauðsynlega þarf að sfcera í burtu. Þeir starfa í fullu samræmi við „Alþýðusamband ís- lands“ að hinum almennu áhuga- málum þess, eoi mörg mál heyra fyrst og fremst undir féiag þeirra, og munu þeir á þvi sviði hefja látlausa baráttu fyrir því að fá þær umbætur og gera þá byltingu, sem til bóta þarf. Ungir jafnaðarmenn gera ýmsar kröfur, og þeir munu hlífðarlaust hrinda þeim fram hvar sem er og við hvem sem er. Ungir jafnaðarmenn vilja fyrst og fremst sameina allan íslenzkan æskulýð til öflugrar baráttu fyr- ir þroskun og framförum alþýð- innnar í samræmi við hagfræði- og bræðralags-kenningar jafnaðar- stefnunnar. Þeir munu berjast fyrir því með oddi og egg, að aðstaöa æsku- lýðsins í þjóðfélaginu verði bætt Þess vegna bera þeir fram ýms- ar kröfur æskulýðnum til réttar- bóta, ög væri valdhöfunum ráð- legast að taka þær til rækilegr- ar íhugunar, svo að þeir þurfj ekki siðar meir að skammast sín og roðna yfir íhaldi sínu við fram- sókn æskunnar til bættra lífsskil- vrða fyrir sig og fjöldann. Þessar kröfur eru : (io: Tuttugu og eins árs kosn- ingarréttur verði nú þegar leidd- ur í lög, dö: Öll mentunarlöggjöf verði rækilega endurskoðuð og bætt á þann hátt, að mentun verði aukin, að öllum, sem hæfileika hafa til náms, verði gert færi á að nema, hvort sem þeir eru af ríku eða fátæku foreldri komnir, — að frelsi nemenda i opinberum skólum og yfirleitt í öllum skól- um sé ekki á minsta hátt heft, —- að gamlar, úreltar kenslubæk- ur séu úr gildi numdar og aðrar fcomi í staðinn, er séu í samræmí við það fullkomnasta og sannasta, sem vísindin vita nú, — að allir skólar séu nú þegar rannsakaðir og gengið írr skugga um, hvort þeir eru hæfir til að kenna í þeim, að öll íhaldssemi og nurlaraháttur sé numinn á burtu úr skóhipum, og kensluna hafi ekki á hendi gamlir menn, sem komnjr eru hálfa leið niður í grö'f- ina og ekkert sjá nema gamlar kreddur, er talin voru fullgild sannindi fyrir fimmtíu árum. ad: Lög um iðnaðarnám séu færð í það hoTf, að sæmi sibaðrf aðri þjóð, — að iðnnemum séu greidd svo há laun, meðan á nám- inu stendur, að þeif þurfi ekki að svelta eða að öðrum kosti aö liggja algerlega uppi á fátækum foreldunu, eins og nú á sér stað. ad: Öll ung]ingaþræ!kun sé .hönnuð. Ef til vill furðar ýmsa á þessari kröfu. En ef menn veita nokkra athygli þvi, sem fvrir aug- un ber, þá sjá þeir, að kraían er ekki resit á sandi. Þrælkun sendi- sveina i búðum er gifurleg og þrældómur sendisveina og nem- gnda í brauðgerðarhúsum er enn þá meiri. Verður ekki nánara rætt> um þetta að sinni, en það verður gert síðar. Þessar kröfur, sem ég hefi tekið hér, munu verða efst á baugi í starfsemi ungra jafmðarmanna. En kröíur þeirra eru þó fleiri. Til dæmis mun félagið láta sig

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.