Alþýðublaðið - 16.03.1927, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 16.03.1927, Blaðsíða 2
ALÞ. ÝÐUBLAÐIÐ 2 ]ALÞÝÐUBLAÐIÐ < kemur út á hverjum virkum degi. 1 Afgreiðsla í Alpýðuhúsinu við < Hverfisgötu 8 opin frá kl. 9 árd. ! til kl. 7 síðd. ISkrifstofa á sama stað opin kl. 9V3—10Va árd. og kl. 8—9 síðd. Simar: 988 (afgreiðslan) og 1294 < (skrifstofan). Verðlag: Áskriftarverð kr. 1,50 á mánuði. Auglýsingaverð kr. 0,15 hver mm. eindálka. Prent smiðja: Alpýðuprentsmiðjan (í sama húsi, sömu símar). Kaupgjald verkakvemia Árlega farast tugir, jafnvel hundruð sjómanna á bezta aldri við íslandsstrendur. Systur, mæð- ur og eiginkonur þessara manna missa fyrfrvinnu sína. Hvað verður um pær? Margar peirra leita til útgerð- armannanna um atvinnu, fara í fiskvinnu, — reyna þannig að foalda uppi heimilum sínum. Hyer eru þá kjörin, sem út- gerðarmenn bjóða þessum kon- um og öðrum, er þessa atvinnu stunda? — í fyrra vetur lánaðist verkakon- um eftir mjög harðsnúna mót- spyrnu atvinnurekenda að ná samningum um 80 aura kaup um klukkustund í dagvinnu. Svo mögnuð var mótspyrna atvinnu- rekenda, að það kostaði alt að hálísmánaðar verkfalli að ná samningi þessurn, og var þó sam- ið um 10 aurum lægra kaup um tímann en verið hafði árið áður. I haust, er leið, var svo útrunn- inn samningstíminn. Gripu þá út- gerðarmenn óðara tækifærið og lækkuðu kaupið niður í 60, 55 eða 50 aura um tímann. Hver út- gerðarmaður setti það kaup, sem lund hans bauð honum, á sinni stöð, samdi við stúlkurnar hverja fyrir sig eða borgaði umtalslaust það, sem honum sýndist. Mega verkakonur af þessu sjá, hver kjör útgerðarmenn myndu bjóða þeim, ef þeir væru jafnan látnir einráðir um kaupið, ef eng- inn íélagsskapur væri ti', er gætti hagi.muna verkakvenna sérstak- lega. AUan þennan tíma hefir staðið í sífeldu sámningaþófi milli stjórnar verkakvennafélagsins og stjórnar „Félags ís'enzkra botn- vörpuskipaeigenda". Nú er sýnt, að þóf þetta verður með öllu árangurslaust Meðan ekki var vonlaust með öllu um, að samningax kynnu að nást á friðsamlegan hátt, hlífð- ist stjörn verkakvcnnafélagsins við að ganga ti! hins ítrasta og stöðva vinnu. Orslitatilþoð útgerðarmanna var 65 aura kaup um klukkustund. Þegar verkakvennafélagið vildi ekki möglunarlaust og í auðmýkt taka þessu tilboði, ákváðu þeir að greiða að eins 60 aura um klukku- stund. Þessi kjör telja útgerðarmenn að sæmi verkakonum, konum, sem margar hverjar hafa mist fyrir- vinnu sína í þjónustu þeirra. Rétt er að athugá hlutföllin milli þessa kaups og þess, sem verið hefir undanfarin ár. Árið 1925 var kaupið kr. 0,90 um klukkustund, árið 1926 kr. 0,80 um klst. og nú kr. 0,60 um klst. Kaupið hefir þannig lækkað úr 90 niður í 60 aura eða um full- an þriðjung á 2 árum. Kaup karl- manna hefir á sama tíma lækkað úr 140 niður í 120 aura eða um h. u. b. 14o/o. Samanburður á kaupi karla og kvenna þrjú síðustu ár lítur þann- ig út: Ár 1925 var kaup karla kr. 1,40 um tímann, en kvenna 90 aurar eða um s/4 hlutar karl- mannakaupsins. Árið 1926 var kaup karla óbreytt, en kaup kvenna lækkaði niður í 80 aura eða fjóra sjöundu hluta. Nú er kaup karla kr. 1,20, en kaup kvenna vilja atvinnureke.ndur á- kveða 60 aura eða að eins helm- ing karlmannakaupsins. Hvergi á landinu er kaup verkakvenna mér vitanlega lægra en 65 aurar, og víðast hvar mun það vera um tveir þriðju hlutar karlmannakaups á sama stað. Hvað segja verkakonur um þetta ? Spurull. Meðri deíld. Þar var stýfingarfrumvarpið fyrst til frh. 1. umr. I því er, eins og í fyrra, gert ráð fyrir gengisleitamefnd, er bundin sé þagnarskyldu. . Sé hún samansett af 5 mönnum á þann máta, að fjármálaráðherra skipar einn, bankarnir hafa ráð sinn á hvor- um manni, stjórn Félags ísl. botn- vörpuskipaeigenda tilnefnir einn og stjórn Sambands isl. samvinnu- félaga þann fimta. Héðinn Valdi- marsson benti á, að hverju slík samsetning stefndi. Nú hefir Jón Þorláksson játað, að hann hafi reynt að draga úr hækkun krón- unnar. Þess vegna væri því alls ekki traystandi, að hann veldi ekki manninn í sama tilgangi. ís- landsbanki hefir reyní að halda krónunni í óeðlilega lágu gengi. Þá er fulltrúi stórútgerðarinnar, fiskútflytjenda. Hví eiga þeir að eiga mann í þeirri nefnd, en ekkí verkalýðurinn eða Alþýðusam- band Islands né heldur innflutn- ingíkaupmenn? Mikill meiri hluti þjóðarinnar vill ekki, að krónan lækki. Hitt réði af líkindum, hver útkoman yrði, ef nefnd, sem þannig er sett saman, ssm nú •var lýst, yrði fengið fullkomið .vald til gengisskráningar. Tr. Þ. hafði ymprað á því til vara, ef frv. félli, að bæta sérstökum lán- takendum upp það, sem þeir tapi á hækkun krónunnar. (Ræktunar- sjóðslán og e. t. v. einhvsr fleiri.) Héðinn kvað rangt að veita slík- ar handahófsuppbætur. Sérstakir lántakendur ættu ekki frekar kröfu til þeirra en aðrir, lántak- endur úr Ræktunarsjóðnum ekki fremur en þeir, sem fengið hefðu lán t. d. hjá einstökum mönnum. Kvaðst hann verða á móti gengis- frv. þeirra Tr. Þ. við síðari um- ræðurnar, en yrði fyrir kurteisi sakir með því, að það fengi að fara til 2. umr. Það var sami formálinn og Tr. Þ. hafði áður haft þegar hann greiddi stjórnar- skrárfrv. H. V. atkv. til 2. umr. Frv. var vísað til 2. umr. með 20 atkv. gegn 6 og til fjárhagsn. Sveitarstjórnarlagafrv. var vísað til 3. umr. — Frv. um breytingu á fiskimatslögunum var nokkuð rætt (2. umr.), en umræðunni síð- an frestað að ósk atv.m.ráðherr- ans. Var orsökin br.-till. frá P. Ott. I stað þess að hafa einn landsyfixmatsmann, eins og frv. fer fram á, vill hann, að yfir- matsmennirnir komi saroan á fund einu sinni á ári til að ræða um endurbætur og samræmingu á matinu og að ákveðið sé í lög- unum, að þeir færi við og við til Miðjarðarhafslandanna [útveg- un nýrra markaða nefnir hann ekki], til þess að kynna sér kröf- ur neytendanna um verkun og meðferð fiskjarins. Deildu þeir Pétur og Ól. Th. um, hvor leiðin væri betri, Péturs eða frv. Vitn- aði Pétur m. a. til Kristjáns Bergssonar, forseta Fiskifélagsins, sem væri á sínu máli, en Ól. Th. til sjálfs sín, formanns Félags ísl. botnvörpuskipaeigenda, og var auðheyrt, að með þeim saman- burði þóttist hann skáka Pétri með Kr. B. á borðinu. Fátækralögin. Það frv. kom þá til 3. umr., og átti hún að halda áfram í dag. Héðinn Valdimarsson flytur merkilega breytingartillögu við frv., víðtæka réttarbót bæði fyrir gjaldendur og styrkþega, þá, að ríkíð uerdi alt sameiginlegt fram- fœrslufélag. Hver sá, er hefir ís- lenzkan ríkisborgararétt, hafi framfærslurétt I dvalarsveit sinni, eða í þeirri sveit, er hann kýs sér að dvelja í, ef hann er send- ur hingað heim frá öðru landi til framfærslu. Á þenna hátt falla m. a. íáíækraflutningar niður af sjálfu sér. Þá eru ákvæði um, hversu jafna skuli fátækragjöldin (eða útsvörin í því skyni) á landinu, ,svo að sú tilviljun, í hvaða hreppi gjaldandi á heima, ráði ekki fátækraskatti hans. 1 lok hvers reikningsárs eða eigi sið- ar en 1. íebrúar næsta ár sendi hver sveitarstjórn stjórnarráðinu .yfirlit yfir framfærslukostnað í þeirri sveit á árinu, sannað með hægum skilríkjum. Síðan lætur stjórnarráðið reikna út hlutfallið á milli fátækraútgjalda, er orðið Jiafa í hverjum hreppi um sig, og gjaldþols hreppsbúa, og sé gjald- þo’ið fundið með því að fara að hálíu leyti eftir samanlögðu skatt- mati fasteigna í hreppnum í hlut- falli við skattmat allra fasteigna á landinu, en að hálfu leyti eftir samanlagðri fjárhæð skuldlausra eigna og tekna af eign og at- vinnu í sveitinni í hlutfalli við tilsvarandi fjárhæðir á öllu land- inu samanlagðar. Síðan sé gjalda- mismunurinn jaínaður þannig, að þeir hreppar, sem greitt hafa meira en þeim bar hlutfallslega eftir efnum og ástæðum, fái mis- muninn endurgreiddan, en þeim, sem greitt hafa minna en þeim bar eftir sömu reglu, sé gert að greiða mismuninn. Skal þeim inn- heimtum og endurgreiðslum fyrfr liðið ár lokið fyrir byrjun næsta júlímánaðar. Benti Héðinn á þá staðreynd, að-sumir hreppar hafa orðið mjög illa úti vegna fátækra- gjalda, en aðrir sloppið léttilega, án þess að stjórnum hreppanna væri sá munur að kenna eða þakka. — Á þenna hátt myndu fátækralögin styttast að miklum mun og verða greiðari í notkun. "• Tillögur þær, er Héðinn fluttl við 2. umr. þessa frv. til þess að heimta rétt styrkþega þeim. til handa, voru birtar hér í blað- inu 3. og 5. þ. m. Tillögur hans um, að eigi megi skilja hjón sam- visturn, þó að ■' styrkþegar séu, nema með leyfi þeirra sjálfra, né taka börn frá foreldrum án sam- þykkis foreldranná, nema þau fari illa með börnin eða heimili þeirra geti talist siðspillandi fyrir þau,. eiga eftir að koma til atkvæða- Héðinn gat þess í gær, að þó að börn geti átt gott á vandalausu heimili, sem sveitarstjórn kemur þeim fyrir á, þá er það tiltölulega sjaldan, að þau njóti þar slíkrar ástúðar sem börn gera hjá góÖ- um foreldrum. — Einnig flytur Héðinn nú breytingartill. um, að styrkur veittur sextugum manni, eða vegna ómegðar þeim karl- manni, er á f jögur eða fleiri heim- ilisföst börn, eða konu, er hef- ir tvö eða ileiri börn heimilis- föst, eða vegna slysa éða heilsu- leysis styrkþega sjálfs, er sann- ar með vottorði læknis, að hann hafi af þeim sökum verið ófær til vinnu í þrjá mánuði í senn eða Ifengur, skuli ekld ta'inn sveitar- styrkur. Þ. e. styrkþegi haldi rétt- indum sínum, en ef styrkurinn er ekki geíinn eftir, telst hann að eins vera lán. — Svéitarstjórn skuii jalnan heimilt að gefa upp þeginn sveitarstyrk hvenær sem er í stað þess, að í frv. stjórn- arinnar er heimildin bundin því skryrði, að maðurinn ha'i ekki íengið styrk á tveimur siðustu ár- unum áður. Benti H. V. á, að það yrði hvatning manni, sem geíin væri upp sveitarskuld, að reyna á e'tir að komast hjá að þurfa sveitarstyrks á ný. — Þá leggur Héðinn til, að það ákvæði falli úr lögunum, að tekin sé æfiferils- skýrsla af mcnnum, sem styrkur er veittur. Er það óþarft ákvæði. 'en þeim til leiðinda. — Loks legg- ur H. V. til, að felt verði úr

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.