Alþýðublaðið - 16.03.1927, Síða 3

Alþýðublaðið - 16.03.1927, Síða 3
ALÞ. ÝÐUBLAÐIÐ 3 pí r> í ' / ••• •' ; -V^' . 1 í Pfe '■/ ’v//r:í ríV: Libys mjölkii lolir 9 . . - '■ Y'V „ saiai bnrð. Ef þið erað fótköld eða fótrök, eða ef skórnir eru harðir og ósléttir í botninn,' þá komið og fáið ykkur kork- eða strá-íleppa í sM?erzlii Jðis Stefánssonar, Laugavegi 17. frv. ákvæði, er stjórnin vill koma inn í lögin, um, að láta megi barnsföður vinna af sér barns- meðlagsskuld í fangelsi. Kvað Héðinn það minna á Mn nafn- kunnu flengingarlög Albertis. Þá hefir allshn. orðið ásátt um að leggja ti!, að daggjald, er vist- ráðið hjú fái í legukostnað, ef það slasast eða sýkist utan heim- iiis síns án pess, að neinum verði um kent, sé ákveðið 2 kr., í stað einnar kr. í frv. — Þá flytur Halld. Stef. br.-till. sínar uta, að menn eigi sveit þar, sem lög- heimili þeirra er. Þó lét hann þau ummæli fylgja, að ef sínar tillögur yrðu feldar áður en till. Héðins um að gera alt rikið að einu framfærslufélagi koma til atkvæða, þá myndi hann greiða (þeim atkvæði. Efrí deíld. Þar átti frv. til laga um laun skipherra og skipverja á varðeim- skípum rikisins að vera til 2. umr., en varð að fresta því vegna veik- inda nokkurra deildarmanna. Einhver, sem skrifar í Alþýðu- blaðið 11. þessa mánaðar um „Hús í svefni“, kvikmynd Guðm. Kambans, kemst ekki hjá því í fáeinum línum, sem eiga að vera lof um þessa mynd, að lýsa yfir, að „oss Austmönnum finnist alt vera mcð ólundar-loddarablæ, sem frá Vesturheimi er runnið". Það er auðvitað ekki gott að segja, hvað meint er með þessu, en það þarf áreiðanlega meira en meðalloddara-skaplyndi til að dala þannig. Hvað meinar maðurinn með Vesturheimi? Alla álfuna eins og hún er sýnd á landabréfum? Lát- um svo vera. „Alt með ólundar- loddarablæ, sem þaðan er runn- ið,“ að „oss Austmönnum finst“. Hverjir eru nú þessir „Aust- menn“, sem maðurinn talar um? Er það veröldin öll að Vestur- heimi undanskildum eða að eins Norðurálfan eða bara ísland? Eða mætti geta þess til, að það væri greinarhöfundur einn saman, orð- inn vanur að segja „vér“ og „oss“. Þá er auðvitað ekkert við þessu að segja, hvað greinarhöf- undinn snertir. Börnin rétta upp höndina og segja: Ég er svona stór. En það er önnur hlið á þessu máli. Hvers vegna flytja blöðin slíkan þvætting, skætings-gorgeir í garð ýmsra þjóða, gersamlega að ástæðulausu og ómaklega. Ný- lega var sett ofan í við „Morg- unblaðið" fyrir slíkt framferði í garð Frakka. Hvers vegna er þetta svona? Álíta blaðstjórar, ritstjór- ar eða hvað þeir heita, að ekkert mark sé tekið á því, sem þeir segja? Eða er þeim sama, hvort þeir flytja rétt mál eða rangt, ef mark er tekið á málafærsl- unni? Hver vill svara í einlægni? Eiríkur Hjartarson. Svar, Þér spyrjið x hjartans einfeldni, hvað átt sé við með Vesturheimi. Var yður ekkert kent um þaÖ, þeg- ar þér hér á árunum nutuð hinn- ar margrómuðu íslenzku barna- fræðslu? Hverjir „vér austmenn" ferum, ætti einnig að mega búast við að þér vissuð, enda vitið þér það, þó að þér • látið öðruvísi. Yður getur varla verið það ó- feunnugt, að „austmönnum" þyki mikill „humbugs“-bragur á því, 'sem er úr Vesturheimi, en ekk- ert hefir verið sagt hér í blaðinu: urn það, hvort það sé að mak- legu. Þér viðhafið orðið „mað- ur“ í óvirðulegri merkingu, en það orð má, eins og þér vitið, hafa um alla, yður líka. Annars virðist þér halda, að blöðin megi það eitt segja, sem öllum — og þá auðvitaÖ sérstaklega yður — líki. En með því móti myndu blöðin vera auð. Það er ekki hægt að gera svo, að öllum líki; ekki einu sinni yður tekst það, eins og þér sjáið á þessurn orðum. En annars má sjá það á orðum yðar, að ekki sé ofsögum sagt af því, hve skapstórir og stórorðir vér íslendingar erum, þó tilefni sé ekkert. Annars er þetta hé- gómamál yðar prentað og því svarað fyrir þá sök eina, að AI- þýðubl. veit, að þér eruð ágætur maður. Imtiastá fiHInflL Vestm.eyjum, FB., 15. marz. Drukkmm. Einn bátur fór á sjó í dag, „Blikinn", místi roann útbyrðis, Magnús Geirsson, Austfirðing. Næturlæknir er í nótt Friðrik Bjömsson, Thorvaldsensstræti 4, sími 1786. 690 ár eru í dag, síðan Guðmundur biskup Arason góði ándaðist. Kaupgjaldsmálið veTður til umræðu á fundi verkakvennafélagsins annað kvqld. Otgerðarmenn ætla af náð sinni að skamta verkakonum 60 aura um tímann eða hálfu lægra en karlmenn hafa samið um. All- ar verkakonur, jafnt utan félags sem innan, ættu að koma á fund- inn. „íþöku“-fundur er í kvöld. Föstuguðþjónustur í kvöld: í dömkirkjunni kl. 6 Sigurbjörn Á. Gíslason guðfræð- ingur. Fríkirkjan: Sjá blaðið i gær. 1 Aðventkirkjunni kl. 8 séra O. J. Olsen. Heilsufarsfrétíir. (Eftir símtali í morgun við land- lækninn.) Hér í Reykjavik voru •um 150 nýir „kikhósta“-sjúkling- ar s. I. viku. Dálítið kvef. Aðr- ar íarsóttir ekki. Veðrið. fliti 5—0 stig. Víðast suðlæg átt, hvergi hvöss. Víðast þurt veð- :ur. Grunn loftvægislægð yfir ís- landi og fyrir suðvestan landið. Dtlit: Hægviðri. Dálítil snjókoma á Vestfjörðum og dálítil úrkoma á Norður- og Austur-landi. Verðlaun af Gjöf Jóns Sigurðssonar hlaut að þessu sinni ritgerð um „Sjálf- stæði íslands 1809.“ Reyndist hún vera eftir Helga P. Briem hag- fræðinema. Verðlaunin voru á- kveðin 500 kr. Þrjár aðrar rit- gerðir bárust dómnefndinni. Þær hétu: „Nýtt landnám" (safn af ýmsum ritgerðum og blaðagrein- um um landafundi Islendinga i Vesturheimi, um nýtt landnám g Grænlandi og Labrador og um landkosti í þeim löndum), „Rétt- arstaða Grænlands" og „Búfé rnanna til forna“. Dómnefndina skipuðu Hannes Þorsteinsson skjalavörður og háskólakennar- amir Sigurður Nordal og Ólafur Lárusson. Að ósk Ól. L. próf. dæmdi Einar próf. Arnórsson í hans stað um ritgerðina um rétt- arstöðu Grænlands. Togararnir. í morgun komu af veiðum: „Draupnir“ með 63 tunnur lifrar, „Gylíi“ með 92 og „Geir“ með 64 tn. „Þórólfur“ fór á veiðar í morgun. Norðlendingamót verður haldið í „Hótel ísland“ á föstudaginn. Menn geta skrifað sig á lista hjá Guðna Jónssyní úrsmið, Austurstræti 1. Innbrotin. í fyrri nótt var brotist fnn á tveimur stöðum í viðbót við þá tvo, er áður var frá skýrt. Þeir, er það gerðu, hafa þó lítið fémætt fundið. Tveir unglingspiltar hafa verið teknir til rannsóknar. Hafa þeir játað þessar sakir á sig og eitthvað fleira. Er ólánsbraut mik- il ungum mönnum að leggja slíka. óknytti fyrir sig. Samskot til drengsins í Skagafirði, af- hent AlþbL: Kr. 3,00 frá Bjössa, Völlu og Tótu. Sjúkrasamlag Reykjavíkur. Á framhaldsaðalfundi þess í gærkveldi voru lagabreytingar þær, er fyrir lágu, samþyktar, og hefir áður verið getið þeirra helztu. Jarðarfararsjóðsfrumvarp- ið var einnig samþykt með þeim viðbótum, að þeir, sem nú eru í samlaginu, hafi rétt til að verða stofnendur sjóðsins, ef þeir hafa tilkynt það fyrir næstu áramót, og að samlagsmenn á aldrinum 50—57 ára fái að verða sjóðfélag- ar, ef þeir ganga í sjóðfélagið á þessu ári. Samlagsmenn þurfi ekld þetta ár að leggja fram læknis- vottorð til þess að verða sjóðfé- lagar, en þess þurfi framvegis. Stjórnarráðið á eftir að staðfesta breytingartillögurnar og reglur jarðarfararsjóðsins, svo að þær óðlist gildi. öexigi erltntira myuta i ciag: Sterlingspund............kr. 22,15 100 kr. clansbar . . . . — 12164 100 kr. sænskar . . . . — 122 24 100 kr. norskar .... — 119,39 Dollar.................... — 4.57 100 frankar franskir, . . — 18.06 100 gyllini hollenzk . . — 183,12 100 gullœörk þýzk... — 108,38

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.