Helgarpósturinn - 24.08.1979, Blaðsíða 20

Helgarpósturinn - 24.08.1979, Blaðsíða 20
20 Föstudagur 24. ágúst 1979 he/garpústurinn. mm Orlagasaga Sumar bækur eru þannig að les- andi þeirra verður ekki samur maður á eftir lestri og undan. Ein slik bók liggur nýlesin á borði minu eftir talsverðar næturvök- ur, og mér þykir ómaksins vert aö segja lesendum Helgarpósts ofur- litil deili á henni, þó svo hennar hafi nýlega verið getið i ööru blaði (Þjóðviljanum). Þetta er skáld-- saga bandarisku konunnar Marilyn French, The Woraen’s Room (Kvennaídósettið). Hún var gefin út i Bandarikjunum árið 1977 og hefur siðan veriö á sigur- för um heiminn. Mun meira að segja væntanleg á markaðinn islensk þýðing á næsta ári. Kvennaklósettið er voldug saga bæði að efni og umfangi. 1 vasa- bókarbroti er hún næstum 700 blaðsiður, og hver siða er þrungin efni og alvöru. Að formi til nálg- ast hún að vera hópsaga (kollektif-róman), þótt ein persóna verði að visu mest áber- andi. Hópurinn sem frá er sagt er bandariskar konur og sögunni fundinn staður á þvi margum- rædda ári 1968 — en spannar vit- anlega einnig árin á undan og eft- örlög kvenna eru i sjálfu sér ekki alveg nýtt viðfangsefni i bók- menntum. en þó hefur ekki verið meiri gróska i nokkru efni á sið- ustu árum. Við höfum ekki farið varhluta af þessu hérlendis, þótt margt hafi verið um misjafnan sauðinn. Við höfum kynnst mörg- um hliðum umfjöllunarinnar, séð fáeinar mjög heiðarlegar tilraun- ir til að gera efninu skil, en einnig bæði frumsamin og þýdd verk sem virðast einungis til orðin sem söluvarningur, borin uppi af þeim sama kapitalisma og mörg heiðarlegustu verkin ráðast á. Það er einmitt heiðarleiki Marilyn French sem mér þykir mest um vert i þessari sögu. Vissulega deilir hún hart og óvægilega á margt — m.a. þann kynstofn sem undirritaður verður að játa aðild að, n.l. karlmenn. En hún gerir lika heiðarlegar til- raunir til að skilja og skilgreina — án þess að leita einungis að söku- dólgi. Það sem mest er um rætt i Kvennaklósettinu er tvennskonar einangrun kvenna. Annars vegar innilokun þeirra (sjálfvalin eða þvinguð) á heimilum, þar sem þær gerast ýmist einræðisherrar (einkum meðan barna nýtur við) eða leikbrúður. Hins vegar er mikið fjallað um tilfinningalega einangrun, og þá einnig þá hliö sem snýr að karlmönnum. Þvi þeir fara ekki varhluta af þeirri einangrun sem sprettur af óttan- um við tilfinningallfið, frjálst og óháð. Þetta er French vel ljóst, og hún gerir enga tilraun til einföld- unar. Meðal annars af þeim sök- um verður bók hennar ekki aðeins til þess að varpa ljósi á konurnar sem um er fjallað, hún getur einnig orðið til þess að karlar sjái sjálfa sig i nýju ljósi — og er ekki vanþörf á. sögujfí^S S'itiRSKOTALID HERTOGANS A HLJÓMSVEITARPALLI Duke Ellington samdi sina mögnuðu músik fyrir þá menn er hann hafði valiö sér sem sálufélaga. Þarna spiluðu saman all ólikar manngerðir. Mikilleiki Ellingtonhljóm- sveitarinnar fólstm.a. I þvi, hve Duke var óspar að færa sér I nyt hugmyndir undirmanna sinna. Segja má, að leiðtoginn hafi fyrst kannað hjartað, nýrun og lifrina i hverri kempu, leikið siðan á persónueinkenni og stil hvers og eins. Trompettrlóiö (og siöan kvartettinn) var toppurinn á bandinu, þar entust sólóistar yfirleitt skemur en í öðrum einingum hljómsveitarinnar. Cootie Williams setti standard- inn og fórfrumlega að horninu. Hann kom inn i Ellingtonút- gerðina 1929 og spilaöi þar með miklum glans þar til ’40. (Cootie varð aftur EUingtonmaður á sjöunda áratugnum). Williams var sérfræðingur sveitarinnar I svokallaðri ,,growl” leikaðferð (þ.e. með rifnum tón) og ,,vá — vá” demparaspili eins og glöggt heyrist á plötunni. „Echoes Of The Jungle” og ennfrekar I laginu „Echoes Of Harlem”. Duke sem hélt mikið uppá þennan sólóista sinn skrifaði fyrir hann margt merkilegt m.a. „Conserto for Cootie” (1939). Sá sem tók við af Cootie Williams var hinn fjölhæfi Ray Nance. Ilann var jafnvigur á fiðluna sem trompetinn (óvenjulegt), auk þess söng hann eins og engill og dansaði eins og púki. — ómissandi maður i EUingtonsjóinu næstu áratugi. „Perdido” og „Take The A Train” (fyrri innspilanir) eru ágæt dæmi um trompetstil hans, en bestu fiðlusólóarnir eru: „Frankie&Johnny” og „Moon Mist”. Ray Nance söng eftirminnilega „Riff Staccato” með bandinu en dæmi um fót- mennt kappans máðust jafn- harðan út sem þau voru stigin. Cat Anderson kom til EUingtons 1944 og var hjá honum jafnan siðan (með smá pásum). A vörum hans hvildi sá vandi að vera hátónaspesialisti hljóm- sveitarinnar. Aður en Anderson gerðist Ellingtonisti var hann i Swinghljómsveit vibrafón- meistarans Lionel Hamptons. Helstu plötur Cat Anderson með Duke eru: „Trumpet No End”, „Cat Walk” og „Perfume Suite”. Einn af spámönnum EUingtonsveitarinnar var hinn snjalli kornettisti Rex Stewart < 1907-’67). Hann nam pianó og fiðluleik af foreldrum sinum (klassik) og var ekki kenndur við jazz fram eftir árum. Rex, sem hafði ótviræða hæfileika i ýmsar áttir þ.á.m. til ritstarfa og félagsmála, lenti samt jazz- megin i lifinu. Hann er kominn með horn og farinn að svinga með Fletcher Henderson 1926. Eftir að hafa stýrt eigin liði um stund lá leiðin til EUingtons. Rex var heldur betur I essinu sinu frá 1934-’45. Hann bar af öðrum I duttlungaleik og skringilegheitaspili. Af mörgu góðu er hann afrekaði undir hatti Eliingtons má nefna sóló- stykkin „Boy Meets Horn” og „Trumpet In Spadesj’ sömuleiðis „Black, Brown and Beige”Jallt stórhugsað og snjallt. Rex Stewart var framarlega I baráttunni fyrir mannréttindum þeldökkra bæði i ræðu og riti. En árið 1947 varð hann samt orölaus og undrandi, þegar dóm s má la ráðherra ónefnds rikis (ekki austan- tjalds) lagði bann á, að Hljóm- sveit Rex Stewarts fengi að halda tónleika i Gamla biói! Einn góður, sem byrjaði hjá Duke 1955 var og er Clark Terry f. 1920. Hann varð frægur fyrir leik sinn á seinni „Perdido” plötunni með Ellington, sömu- leiðis fyrir sólóna á „Bensona- Iity”. Clark Terry er framúr- skarandi einleikari bæði á trompet og fliígelhorn. 1 seinni tið hefur hann starfað mikiö sem studiomúsikant I New York, en þar til fyrir örfáum árum fengu negrar ekki vinnu við slikt. Og það var Rex okkar (nærri þvi) Stewart sem hjálpaði til að opna þær dyr. Svo er Clark karlinn Terry væntan- legur í bæinn innan tiöar á vegum Jazz vakningar. — Breyttir timar það — ekki satt? Efstur á blaði af söxurum Ellingtonsveitarinnar er virtú- ósinn Johnny Hodges (1906- 1970). Hann var perfectistinn og „primadonna” Dukes númer eitt frá 1927 til dauðadags. Við þennan uppáhaldssólóista sinn dekraði Duke . sérstaklega. Til merkis um þaö er margt það fegursta er hann samdi um dagana, svo sem tónverkið „Never No Lament” sem I eru númerin „Dont Get Around Much Anymore” og „Warm Valley”. Flauelsmjúkur tónn Hodges hafði þá fyllingu og hlýju sem geröi leik hans svo fágaðan — og sexy. Johnny hafði óaöfinnanlega tækni eins og m.a. kemur I Ijós á „Main Stem” plötunni, þar sem allt er I botni. Oflék hann með smærri Ellingtoneiningum, þar sem hann svingaði fjandann ráöa- lausan. „Rendezvous With Rhythm” er (andskoti)gott dæmi um slikt. Johnny Hodges heyrist glöggt gegnum allt Ellingtonspilið ef undan er skilið brotthlaupstimabilið 1950- ’55 sem var frumhlaup. önnur „primadonnan” var klartnettleikarinn Barney Bigard f. 1906 i New Orleans. Hann var farinn að leika inná hljómplötur með King Oliver i Chicago 1926. Tveimur árum siðar er Bigard tekinn til við að spá i rörið hjá hertoganum sjálfum, þar sem hann briller- aði næstu 14 árin, þó ekki á hliöarhljóðfæriö tenorsax, heldur á gamla góða Albert- system klarinettið sem sumum þykir óþjált — öðrum ekki. Barney Bigard var afsprengi gamallar samfarahefðar i Ameriku þannig, að i honum blandaðist Spánverjinn svert- ingjanum og Frakkinn indi- ánanum —eða öfugt. Sagt er að svona mikið mixaöar blöndur geti orðið — svona allavega. En eintakið Barney Bigard fékk fjölbreytta hæfileika I vöggu- gjöf. Hann ávaxtaði ættar- pundið með rentu og er aöal- maðurinn á eldri Ellington- klassikinni svo sem „Mood Indigo”, „Clarinett Lament”, „Black And Tan Fantasy” auk fjölda annarra. Hann var andrikur snillingur með persónulegan stfl mjög frá- brugðin t.d. Benny Goodmans. Eftir dagana með Duke lék Barney við hvurn sinn fingur i All Stars sextett Louis Armstrongs frá 1946-’52, en þaö er önnur ella. Siðast þegar til hans spurðist var gaukurinn enn að spila og á biðilsbuxum (það er I ættinni). Sá sem tók við af hinum litrika Barney Bigard hjá Ellington var ekki jafn krassandi karakter. Það var akademiskur nákvæmnisspilari af Goodmanskólanum hét sá Jimmy Hamilton. Hann gerði samt margt fallega þáu 26 ár sem hann andaöi f hólkinn hjá Duke. Ellington átti ekki ^tcnór- saxsólóistaláni að fagna fyrr en I janúar 1940. Þá fékk hann lika Marilyn French segir margar ævisögur i bók sinni, og engin þeirra skal rakin hér. Allar eru þær sögur bandariskra kvenna, en um leið og frásögnin verður þjóðleg i besta skilningi (henni er fundinn nákvæmur staður i bandarisku þjóðlifi þessara tima) verður hún iika alþjóðleg, sam- þjóðleg. Hún verður breyttu breytanda sagan um mig og þig og okkur öll. Þess vegna á hún brýnt erindi við okkur. Samkvæmt þvi sem segir á kápusiðu bókarinnar hefur French áður m.a. fengist við að skrifa um bókmenntir og gefið út bók um þann mann sem hún sjálf' kallar pungrottuna James Joyce (að visu orðað með þeirri kurteis- einn sem átti eftir aö skyggja á alla eftirkomendur sina, það var Ben Webster. Frá þvi að Ben birtist I bandinu og þar til hann sagði sig úr þvi 1945 voru sannkallaöir dýrðardagar hjá Duke h.f. enda eru allar Ellingtonplötur þessara ára mjög eftirsóknarverðar. Og ef einhver skákaði einhverjum þá var það Webster sem mátaði mannskapinn. Ben Webster (f.1909) átti eftir að ylja mörgu hjartanu með hugljúfum leik allt þar til hann lést I Kaupmannahöfn 1973. Uppúr 1950 fékk Ellington aftur tenorsólóista er hann sætti sig við, það var Paul Gonsalves, hefðbundinn saxófónisti sem þræðir slóö Coleman Hawkins, samt með ivafi þar sem örlar á fruntaskap. Paul Gonsalves gefur að heyra á öllum siðari tima upptökum Ellingtons, hann á fræga sóló á „Diminuendu and Crescendo in Blue” o.mfl. Harry Carney (1910-’74) gerði baritonsaxó- fóninn að fullgildu einleiks- hljóðfæri i jazzinum. Hann var valinn i Elingtonsamstæðuna 1926. Þaðan af er hann á öllum hljóöritunum sem gerðar voru i nafni Ellingtons. Harry Carney var lunkinn spilari og ekki aliur á yfirborðinu. Eins konar isjaki i sveit meistarans — en þó heit- ari en nokkurhver— (ef út i það er farið). 1 trombóntrióinu þekktist ekki tæpitunga. Fimastur og frum- legastur var „Tricky Sam” Naton, sem var enn ein „prima- donnan” og grinisti I öllum æðum. Hann lét horn sitt tala annarlegum tungum (Hkt og Einar okkar Gisla I Filadelfiu). Okkur til ánægju er hann á flestum skem m tilegustu Ellingtonplötunum, þar puntar Tricky Sam heldur betur uppá flutninginn með „Jungle style” sinum. Juan Tizolsá fyrst sólina I Porto Rico 1919. Hann stúderaði öll hljómsveitarhljóð- færin áður en hann sættist á trombóninn. Hann leiddi básúnutrióið frá 1929-’41 og aftur frá ’59 og áfram. Juan Tizol kunni lika þá list að láta sig falla i skuggann af öðrum á réttan hátt. Lawrence Brown kom til Ellingtons eftir að hafa verið heilaþvegiinn hraustlega af Louis Armstrong 1932. Brown kannaði botnnót- urnar I bandinu, var annars léttur I upphæðum. Hann gerði margar rósir um dagana. Lawrence Brown var t.d. aðal- maðurinn á hinu sigilda „Times A Wastin” með D.E. A slagæð hljómsveitarinnar, slagverkinu, hvlldi ómæid ábyrgð. Að drifa áfram EUingtonbandiö i öllum sinum blæbrigðarika ham var slikt verk, að jafnvel bestu tromm- arar heims fengu fyrir hjartað viö tilhugsunina eina. En Sonny Greer var vanur vandanum. Hann lék með Duke frá 1919-’51 legu skammstöfun mcp). Kynni hennar af bókmenntum hafa bor- ið rikulegan ávöxt. Hún skrifar ekki aðeins eins og sá sem þekk- inguna hefur heldur einnigeins og henni sé gefiö allt vald. Ég held ég megi fullyrða að ég hef aldrei lesið enskan texta sem haft hefur jafn beinskeytt áhrif á mig og þessi bók. Mér dettur að visu ekki i hug að ég sé neinn sérfræðingur um það efni, en þó þykist ég finna mun á vondum og góðum texta á þvi máli. Það er ekki spurningin um áhuga á jafnréttisbaráttu sem á að ráða hvort maður les bók sem þessa. Það er spurningin um manninn sem slikan, hvert kyn- ferði sem hann hefnr svo hlotið, spurningin um að vilja skilja manneskjuna i okkur sjálfum og náungum okkar. Marilyn French leysiraðvisu litinn vanda þar. En hún fær mann til að hugsa, og það er ekki litið hrós um bók ef ég get sagt að ég hafi lagt hana frá mér með tárin i augunum. Þannig er þessi bók. Johhny Hodges primadonna nr.i á þann hátt, að menn voru sam- mála um, að þar færi saman réttur ásláttur við púls meistar- ans. Sá sterkhjartaði sem þá tók við kjuðunum var margfaldur methafi I hverslags trommusól- óum og I raun og veru forseti alþjóðasamtaka trommuslag- ara skammstafað W.D.A. (sem eru Htið þekkt hérlendis) sá heitir Louis Bellson. Hann er e.t.v. eini hviti maðurinn sem sæti hefur átt i hljómsveitinni. Þær voru ferlegar 15 minútna sólóarnar hjá forseta W.D.A. i „Skin Deep” og „Hawk Talks”. Sam Woodyard tók við (leifunum af) settinu 1955. Hann var aftur á móti nútimaútgáfa af Sonny Greer og stendur fyrir sinu — (skinni). Duke sagöi jafnan, að trommarar yrðu að vera menn danslistarinnar, sem færu I splitt fyrir hádegi (hvort sem þeir væru vaknaðir eða ekki). Ekki fór neinum sögum af framúrskaraiidi bassaleik- urum I hljómsveit Ellingtons þar til hann hitti Jimmy Blanton I St. Louis 1039. Blanton var þá um tvitugt og hafði mjög tak- markaða spilareynslu. Jimmy Blanton varð brátt meistari kontrabassans. Hann gjör- breytti öllum leikaðferðum I jazzbassaleik þ.e. úr grunn- tónaspili i leik með bassalinu sem var nú bundin og „syngjandi” en ekki „staccato” (snögg) eins og áður. Frægustu plötur Blantons eru dúettarnir með Duke, þar gauka þeir músikölsku góðgætinu hver i annars eyra — vinirnir. Núm- erin eru: „Body and Soul”, „J.B. BIues”,„Sophisticated Lady” og tvö önnur. Auk þess á hann heiður af öllum bassa- gangi (sem var mikill) á plötum EUingtons frá 1939-’41. Þá veiktist sá sem vonirnar voru bundnar við. Jimmy Blanton einn mesti bassaleikari jazzins lést úr tærinu 1942 aðeins 23ja ára. Hann lagði linuna fyrir alla siðari tima kontrabassaleikara. 1 rýþmasveitinni sat Duke við pianóiö, þegar hljómsveitin var i sjálfstýringu. Hann var ekki sá einleikari sem maöur átti ein- hvern veginn von á — eða hvað? Hann var hóflega tekniskur en gjörhuguil kafari á þann hátt, að oftar varð sólóinn að öðru tónverki sem rimaöi við það verk sem verið var að flytja. Stundum voru þvi sólóar EUingtons teknar nótu fyrir nótu og útfærðar i hljómsveitar- búningi — þannig var Duke Ellington bestur.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.