Helgarpósturinn - 21.09.1979, Blaðsíða 7

Helgarpósturinn - 21.09.1979, Blaðsíða 7
,—Jie/garpÓSturínrL. Fösludagur 21. september 1979 Bob Starr: „Það var ég sem kom þessu af stao". AÐ SELJA FOLK Þeir sem oft koma á Hótel Esju kannast ef laust viö þéttholda Bandaríkjamann, sem gjarnan er á stjái viö afgreiðslu hótelsins. Otlit og klæöaburöur hans vekja athygli Islendinga, sem ekki eru vanir sama frjáls- ræöi í klæöaburoi og þeir í Ameríkunni.Hanner yf irleitt meö sólgleraugú/ og þegar Helgarpósturinn hitti hann á afgreiöslu hótélsins var hann i köflóttum buxum og skyrtu bjartri yfirlitum. Hann á líka skringilegan hatt og síöan frakka sem hann bregöur sér f þegar hann fer út. Maöurinn heitir Bob Starr, og kemur frá Houston I Bandarikj- unum. Astæðan fyrir veru hans hér er ekki slöur óvenjuleg fyrir lslendinga en maourinn sjálfur: Hann er sölumaður, sem selur fólk. Nánar tiltekið körfubolta- menn. ) Hann á heiöurinn af þvi aö hér á landi leika erlendir, banda-1 riskir, körfuknattleikskappar. Kannski hefðu þeir komið hing- að þótt Bob Starr kœmi hvergi nærri, en þao var þó hann sem hringdi fyrir nokkrum árum 1 Gylfa Kristjánsson þáverandi. framkvæmdastjóra Körfuknatt- leikssambandsins, og spurði hvort tsland vantaði ekki góöa kana. Þá hafði engum dottiö sá möguleiki I hug að styrkja islensku liðin meö erlendum leikmönnum hvað þá meira. En BobStarrhaföi menn á boðstól - um, og eftir talsveröar mála- lengingar komu Jimmy Rogers til Armanns og Trukkurinn sœll- ar minningar til KR. Bob Starr er stoltur af þessu og segist geta litiö til baka ánægour: „Eftir nokkur ár þegar islenskur körfuknattleikur e» orðinn ennþá vinsælli en hann er i dag, þegar liöin eru orðin öflug, og á- horfendur fylla hallirnar, og þegar auglýsendur og stórfyrir- tæki eru farin að sjá hagnað I að styrkja liðin þá get ég sagt við sjálfan mig: Það var ég, Bob Starr, sem fyrstur kom með bandariska leikmenn til Islands, það var ég sem kom þessu af stað". Bob Starr er hér i þriðja skipti núna. Hann kom í örstutta heimsókn árið 1975, um það bil þegar Jimmy Rogers og Trukk- urinn komu, og hann var hér i þrjá mánuði i fyrra, og er búinn að vera núna I nokkrar vikur. Allan timann hefur hann búið á hóteli. „Jú, það er vissulega dýrt fyrir mig að vera hérna, en ég vil gera allt til að hjálpa islenskum körfuknattleikslið- um. Mér finnst það einhvers- konar skylda min að dvelja hér a landi og fylgjast náið með framvindu mála. Mér finnst ég að einhverju leyti bera ábyrgö á þesu öllu saman. Það væri hug- leysingi sem hlypist á brott frá hálfkláruðu verki. Ég er ekki hugleysingi, og ég fer ekki héð- an fyrr en ég er ánægöur meö þetta allt". Umboösskrifstofa Bob Starr hefur aðsetur I New York, og þaöan eru viðskiptin rekin. Bob Starr sjálfur er hinsvegar stöð- ugt á þvælingi um heiminn. „Það er ekki nóg að þekkja íeikmennina sem maður selur, þú verður lika að þekkja liðin og landið sem þeir eru að fara til. Þess vegna verð ég að fara til landanna, horfa á liðin, 'kynna mér aðstæður. Það er alltof algengt i þessum viðskipt- um að leikmenn eru sendir til einhverra liða, sem sfðan eru bæði óánægð með þa, og leik- mennirnir óánægðir með félög- in. Það er bara vegna þess að ekki liggja fyrir nægar upplýs- ingar, og ég er hérna til að bæta úr því. Eftir veturinn i vetur þekki ég oröið nógu vel til islensku lið- anna til að geta sagt umhugs- unarlaust hvort leikmenn eiga heima f þeim hópi eða ekki. Ég þekki vandamálin sem við blasa". Þegar Bob Starr er hinsvegar spurður um umboðsskrifstofu sina verður fátt um svör: „Eg vil ekki segja neitt um hana annað en að þetta er alþjóðleg umboðsskrifstofa sem annast um sölu og ferðir bandariskra leikmanna til fjölmargra landa." Þegar Bob Starr er spurður af hverju hann vilji ekki segja frá umboðsskrifstofunni sinni segir hann að samkeppnis- aðilar hans „geri allt". Meira fæst ekki um þaö. Hann segist hinsvegar hafa sett sér það takmark að selja hundrað leikkmenn á ári, en þegar spurt er hvort það takist verður lika fátt um svör. Hann segist aftur á móti hafa marga afbragðs leikmenn a sinum snærum.og nefnir Stuart John- son, sem lék hér I fyrra með Ar- manni sem dæmi. Sá var at- vinnumaður f Bandarfkjunum I 9 ár aður en hann kom hingað, og nú er hann i Argentinu. Bob Starr hefur hinsvegar á- kveðið að verða við málaleitan Armanns um að þjálfa meist- araflokk félagsins i ár. Það seg- ist hann gera sem persónulegan greiða við Guðmund Sigurðs- son, formann körfuknattleiks- deildar féiagsins. ,,Ég hef hitt margt afbragösfólk hérna á tslandi og betra fólk en Helga Agústsson, hjá KR, og Guðmund, hef ég hvergi hitt I veröldinni." Meðan á blaðaleysinu stóð kom svo sjö feta maður til KR á vegum Bob Starr, og annar til Armanns skömmu siðar. Hvað Bob fær sjálfur i sinn hlut er ekki vitað, en hann ætlar að ansskóli igurðar 'arsonar Reykjavík — Kópavogur Innritun daglega kl. 10-12 og 1-7. BÖRN — UNGL. — FULLORÐNIR (pör eða einst.) Allir almennir samkvæmisdansar og fl. Kennt m.a. eftir „ALÞJÓÐADANS- KERFINU" einnig fyrir 'BRONS - SILFUR-GULL D.S.l. Ath. Kennarar i Reykjavik og Kópavogi Sigurður Hákonarson og Anna Maria Guðnadóttir. Innritun og upplýsingar i sima: 27613 DANSKENNARASAMBAND ÍSLANDS minnsta kosti ekki að dvelja & Hótelinu, sem hann segist þó kunna afskaplega vel við, þrátt fyrir dýrtiöina»i vetur. Armann ætlar að redda málunum. —GA eftir Guðjón Arngrímsson myndir: Friðþjófur roskahjálp Landsþing verður haldið láugardag og sunnudag 22. og 23. sept. n.k. að Hótel Loftleiðum (Kristalsal). Þingið hefst kl. 10 árdegis á laugardag. Framsöguerindi flytja: Dr. Peter Mittler prófessor við háskólann i Manchester: Þátttaka foreldra i kennslu og þjálfun þroskaheftra. Ingimar Sigurðsson deildarstjóri: Ný lög- gjöt um aðstoð við þroskahefta. Jón Sævar Alfonsson varaformaður Þroskahjálpar: Skipulagning á málefnum þroskaheftra. Þorsteinn Sigurðsson sérkennslufulltrúi og Maria Kjeld, sérkennari: Um málörv- un þroskeheftra barna. Aðalfundur Landssamtakanna Þroska- hjálpar hefst kl. 10 árdegis á sunnudag. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.