Alþýðublaðið - 18.03.1927, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 18.03.1927, Blaðsíða 4
4 ALÞ.ÝÐUBLAÐIÐ SaEnsSmggviBF hai.'Iakófs K. F. U. M. Karlakór K. F. U. M. hefir und- an farið haldið opinbera sam- söngva. Aðsókn hefir verið mikil, enda söngurinn hinn ágætasti. En sannast að segja finst mér hálf- gerð skömm að því, hve nauða- lítið blöðin hafa sagt um söng- inn, sérstaklega þegar litið er á það taumlausa skjalí, sem erlendir miðlungsmenn jafnán hljóta hér. En munurinn er að eins sá, að þessi karlakór ætti skilið alt það lof, sem hinir fá óverðskuldað. Tvímælalaust hefiraldrei heyrst hér betri karlakórssöngur en nú hjá flokknum. Kórinn hefir ágæta söngkrafta, prýðilega samræmda og samæfða, og öll meðferð lag- anna er af glöggum skilningi. Er þetta einkum söngstjóranum að þakka, sem virðist vera afar- smekkvís og ötull. Sennilega hefir söngskrá flpkks- ins aldrei verið jafn-vel valin, því lögin voru hvert öðru betra að undan skildum vorvísunum (Á. Th.), sem bæði er tilkomulítíð og hégómlegt lag. Hins vegar var síðasta lagið á söngskránni (Varde) afburða-fagurt og stór- fenglegt. Var það og erfiðasta viðfangsefnið, en einmitt þar nutu sín bezt kraftar fiokksins. Óskar Norðmann söng tika einsönginn af hreinustu snild, og þykir mér hann hafa fegurstu karlmanns- rödd, sem ég hefi heyrt. Það má með einu orði segja, að öll væri frammistaða flokksins hin snildar- legasta, ekki einungis sjálfum honum til sóma, heldur ogíslenzkri sönglist til hins rnesta vegsauka. Raflýsing sveitanna. Eftir Halldór Kiljcin Laxness. —- . (Frh.) Nú munu ýmsir kann ske veigra sér við að lesa lengra af ótta fyrir því, að ég fari að draga heil- an hóp af villandi ályktunum út frá einstöku dæmi, sem heýri til undantekningum. En ég hefi sem sagt íarið um byggðir landsins og óbyggðir og dvalið í pllum lands- fjórðungunr að sumar lagi og vetrar, þekki bæði kot og höfuð- ból og veit nákvæmlega, hvað ég er að fara. Ég veit sem sagt vel, að í hVerri sveit eru til nokkrir stórbæir, þar sem þingmenn gista .á yfirreiðum og útlendir skemti- ferðamenn byggja á dóma sína um islenzkt sveitaiíf. Það er satt, að á höfuðbölunum er ýmislegt eins og á aó vera. En smábæirnir eru tuttugu sinnum fleiri en stór- bæirnir, og þar er ekkert eins og á að vera. Ég er sérfrceðing'ur í kotunum. Það er i kotunum, sem þjóðin býr, alþýðan. Þar er hin kjarngóða bændamenning, sem stofulygararnir í kaupstöðunum leika með loddarabrögðin í dag- blöðunurn. Einyrkinn tekur gest- inum af mikilli risnu; dúkur er Myndi kórinn gera íslandi sóma hvar sem væri erlendis, og er ósk- andi ,að hann, áður en langt um líður, komist aftur út fyrir pollinn til að bera vitni íslenzkri söng- ment. í þessu sambandi vildi ég skjóta inn þeirri tillögu, að hann skifti um nafn áður. Þess saknaði ég mjög á sam- söngvunum, að ekkert lag var þar sungið eftir Svbj. Sveinbjömsson. Hefði mér þótt það sjálfsagt og afar-vel viðeigandi nú, í virðing- arskyni við hið nýlátna tónskáld, auk þess, að Svbj. Svbj. hefir samið skínandi falleg karlakórs- lög (m. a. Móðurmálið, sem flokk- urinn hefir sungið áður), en þau hafa heyrst hér alt of lítið. Fyrir það ætti að bæta síðar, því að kórinn á vonandi eftir að halda aragrúa af samsöngvum, að minsta kosti verðskuldar hann endalausa aðsókn. Ég hefi veriö að undrast, hvers vegna kórinn hefir aldrei sungið í víðvarpið. Þá ánægju ætti hann að gera þeim landsbúum, sem móttökutæki eiga, og það sem oftast. Erlenclur Þ. H. B. Snjór í Jerasalém. Það er afar-fátítt, að snjór falii á Austurlöndum, en um miðjan mánuðinn, sem leið, skail á mikill bylur í Jerúsalem, borginni helgu. Hefir þetta ekki komið fyrir .síðan 1821', og hefir, sem vonlegt er, orðið af því nokkur usli. T. d. hefir bfotnað niður mæniás og rjáfiir á allmörgum húsum, því að þau eru ekki þar í landi gerð méð það fyrir augum að þurfa að bera slíkan þunga. Piima Rakvéiablöð komin aftur; kosta stk er „Mja!!aru-dropiim. Frá bæjarstjórnarfundi í gærkvöidi Hann stóð yfir að eins eina klukkustund. Samþyktur var tii 2. umræðu 1000 kr. styrkurinn til leiksýninga Guðmundar Kambans með 12 atkv. gegn 1 og lögð fullnaðarsamþykt á 1500 kr. styrk- veitingu til Féiags íslenzkra hjúkr- unarkvenna næsta sumar. Að ósk borgarstjóra var tekið á dagskrá, hvort bæjarstjórnin skyldi gera sérstakar ráðstafanir við jarðar- för Sveinbjarnar prófessors Svein- björnssons tónskálds, er bæjar- stjörnin hafði veitt heiðursborg- araréttindi, óg því máli vísað til „viðhafnarnefndar“ (borgarstjóra, forseta og skriíara). EyfaMaðlð, málgagn alþýðu í Vestmanneyjum fæst við Grundarstíg 17. Útsölu- maður Meyvant Ó. Hallgrímsson. Sími 1384. Reyptögl og silar seljast ódýrt. Ólafur Þorsteinsson. Engey. Hittist oft hjá Zimsen. Sokkar — Sokkaa* — Sokkae frá prjónastofunni Malin eru ís- lenzkir, endingarbeztir, hlýjastir. Veggmyndir, fallegar og ódýr- ar, Freyjugötu 11. Innrömmún á sama stað. Frá Alþýðubrauðgerðinni. Ot- sala á brauðum og kökum er opnuð á Framnesvegi 23. Harðfiskur, riklingur, smjör, tólg, ostur, saltkjöt; alt bezt og ódýrast í Kaupfélaginu. Verzlið vid Vikar! Það verður notadrtjgst. ftitstjórl og ábyrgðarBjaðnr H&ílbjöfK HaUdórssois. Áiþýðuprentsmiðjan. ■ § lagður á borð, og gesturinn er settur við mjólk, súr gvið, rúg- brauð og aðrar kræsingar. En á meðan situr bóndinn á kofforti úti í horni og hámar í sig súran blómur, lepur þunna súpu og spyr mann spjörunum úr um Jónas frá Hriflu og Kristján Albertsson í stað f)ess að leita fræðslu um guð og sálina. Fátæktin setur mark sitt á alt, - bæinn sjálfan, hyern búshíut, hverja flík, hverja hugs- un, hvert tillit. Ég hefi komið í jJau heruð á landinu, þar sem all- ir voru kryplinga'r, eða réttara sagt: Fólkið leit út fyrir að hafa gleypt kryplinga. Strit, háskar, hríðar, kuldi, barningur, prengsli, myrkur, fýla, fáfræði, vonleysi, uppgjöf: Þetta eru lexíurnar, sem ég les aftur og aftur í andliti manns eftir mann; þær standa skrifaðar í andlitsdráttunum, augnaráðinu, limaburðinum, vaxt- arlaginu, málróminum. Enginn hreyfir hönd né fót til að útmá þessar- hroðalegu lexíur; enginn þessara lögfestu spekinga vorra finnur hvöt hjá sér til að hreyfa litla fingurinn í áttina til að hefja menningarskilyrði jtjóðarinnar, heldur sýnist þeim það helzt þjóð- heillaverk(l) að, fárast og vand- lætast yfir einhverjum uppeldis- aðferðum, sem notaðar eru ein- hvers staðar í Vesturheimi, eins ög frá þeim sé íslenzku' menn- ingarástandi helzt böls að vænta. Sjá grein með fyrirsögninni „Sam- lagning", sem birt hefir verið í tímáriti aftuihaldssamra siðavand- lætara, sem farið er að koma hér út og á að vera „handa íslending- um“ og fræða menn um hinztu rök allrar tilveru. Grænland! segja stássstofu- mennirnir og þjóðernishetjurnar. Þar er framtíðin! Hrjáða annesja- barn! Dóttir afdalanna! Sonur heiðarinnar! Farið þiö til Græn- lands! Við eigum það samkvæmt gömlum skilríkjum. Þeir skrifa út hvern einasta sal- ernispappír, sem þeir ná til, og sanna það svart á hvítu, að við eigum Græulánd. Við eigum að stofna þar nýlendu og verða stór- veldi! Rétt eins og ísland væri of lítið handa þessum fáu hræðum hér! Eitt af okkar mestu mein- um er einmitt það, hvað landið er óviðráðanlega stórt. Það hefir neínilega stækkað svo afskaplega á síðustu árunum, síðan sam- göngutækin fóru að verða lífs- skilyrði. Rétt eins og standi ekki á sama, hver á Grænland! Eigi guð ekki Grænland, má grefill- inn eiga það! Skylcli ekki vera nauðsynlegra að rífast út af ein- hverju öðru á þessum tímum heldur en því, hver eigi lönd! Hversu fáránlegt, meðan bylting ier í aðsigi í hverju einsata þjóð- félagi, að heyra einhverja vera svo aftur úr að rífast út úr því, hver eigi lönd, og sanna eitthvað með iagabókstaf og skilríkjum! Auðvitað á sá sterkasti öll lönd! Spurningin er ekki sú á vorum tímum; Get ég klófest 'lönd? — heldur hin: Hver verður sterkast- ur í byltingunni? Skyldu þræi- arnir eiga sér uppreistarvon? Fyrir nokkrum áratugum var ís- lendingur einn að hugsa um að senda landa sína til Alaska. Þetta j)ótti óhæfá, enda lentu þar fáir. Margir lentu í Kanada, og líður þeim ólíkt betur en alþýðu á ís- landi. Endur fyrir löngu átti að flytja alla islendinga til Jótlands- heiða; ég harma alt af, að slikt skyldi ekkL hafa tekist; við vær- um nú voldugasta þjóðin á Norð- urlöndum, ef það hefði tekist.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.