Helgarpósturinn - 09.01.1981, Blaðsíða 7

Helgarpósturinn - 09.01.1981, Blaðsíða 7
7 halrjarpncztl irinn Föstudagur 9. janúar 1981 AAO hefur tekið tæknina i sina þjónustu. — Þú ert sumsé aö spá i að stofna svona kommúnu hér? — Já, en við mundum reyna að stýra fram hjá þeim vanköntum sem við teljum að ennsé á þessari hreyfingu. Við mundum t.d. leyfa fólki að lifa i tvimennissambandi. Siðan mundum við að sjálfsögðu taka fólk í meðferð. Fyrsta skref yrði að hafa þriggja vikna námskeið i þvi að kenna fólki að hætta að reykja og drekka og jafnvel að einangra fólk einhvern tíma dagsins. Annað skref yrði hóp- meðferð. Þar mundi fólk, hverfa aftur til bernskra tilfinninga. Siðan yrði umræða eftir á. Einstaklingurinnyrðiþama tekin imeðferð ihópogþarmundi hann nálgast hitt fólkið. Þriðja skrefið yrði siðan leikræn tjáning, músik og myndlist. Þegar að fólk væri búiðaðganga i gegnum þessi þrjú skref, þá mundi kommúnan standa þeim opin. — Eru margir sem hafa áhuga á þessari kommúnu? — Já, já, og vonandi verður þróunin góð. Við munum senni- lega stofna hana úti á landi, fjarri glysi og glaumi borgarinnar. Likamslist eftir Otto Muehl, en hann er einn af forsprökkum hreyfing- arinnar. orku i að vera á móti öllum. Þeir ætla að reyna að mynda sitt eigið samfélag sem á að vera fyrir- myndarsamfélag og dæmi um þær hugsjónir sem þetta fólk hefur i praxis. — Hvað eru margar kommúnur starfræktar i þessum anda? — Það eru svona 12 kommúnur viða i Evrópu, ca 1000 manna hópur. Hreyfingin AAO er ekki lengur til. Þau leystu hana upp, þvi þau vildu ekki eyða svona miklum tima i stjómsýslustörf. Hver einasta kommúna er sjálf- stæð eining. Aður var þetta allt undir sameiginlegri stjórn. Þau eru hætt að vera nakin og tjá ein- hverjar yfirdrifnar tilfinningar, þau erubúin að fara i gegnum þaö stig. Þau eru ekki alltaf að gera það sama. Það mundi bara þýða að þau væru stöðnuð. Sameiginlegt uppeldi — Hvað er þá eftir? — Það er lifsstillinn. 1 fyrsta lagi þaö sem þeir kalla „selbsdarstellung”, það að þroska sig og dýpka sig til- finningalega, læra að tjá sig og vinna i hóp. Læra að láta sér liða vel og brenna upp þau áhrif sem má rekja til uppeldisins og við er- um öll meira og minna lituð af. Svo er það sameiginlegt uppeldi á börnum. Allur hópurinn tekur ábyrgð á börnunum. Það þýðir ekki að móðirin vanræki þau,hún er með bamið fyrst og fremst, a.m.k. meðan það er á brjósti. Siðan er það sett i barnahóp og allur hópurinn skiptist á um að sjá um börnin. Svo er það kynlifið. 1 okkar samfélagi eru tvenns kon- ar valkostir, annars vegar tvimennissamband og hins vegar það sem við getum kallað f jöllifi. 1 tvimennissambandi ert þú með einni manneskju sem þú smám saman eignar þér, þú ert afbrýði- samur ef hún er meðöðmm. Hún verður að fylgja vissum reglum, hvort sem að þær hæfa til- finningalegum þörfum hennar eöa þörfum fyrir mannleg sam- skipti. Ef þessir einstaklingar ganga siöan i hjónaband, þá verður þetta þráhyggjuhjóna- band. Svo er hitt, fjöllifi, það að fara á dansleiki kynnast strák eða stelpu og fara svo heim að sofa. Það eru yfirborðsleg samskipti og kynferðisleg fullnægja af svo- leiðis samböndum er litil. Þetta er hvort tveggja viöurkennt i okkar samfélagi. — Það er þá frjálst kynlif? — Já, innan vissra marka. — Hvernig er meö peningahlið- ina? Upphaflega voru þau sjálfum sér nóg og ekki háð verðlags- breytingum. Siðan þegar þau sviptu af sér hulunni, þá gátu þau fariö að vinna innan samfélags- ins. Þetta er yfirleitt menntað fólk og þaö einangrar sig ekki eins mikiðfrá samfélaginu og það gerði.. — Eru þau byltingarsinnuð? — Nei, þau leggja meira áherslu á lifspraxis en afstöðu til þjóðfélagsmála

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.