Helgarpósturinn - 09.01.1981, Blaðsíða 8

Helgarpósturinn - 09.01.1981, Blaðsíða 8
L-helgar— pósturinn— Utgefandi: Blaðaútgáfan Vitaðsgjafi. sem er dótturf yrirtæki Alþýðu- blaðsins, en með sjálfstæða stjórn. Framkvæmdastjóri: Jóhannes Guð- mundsson. Ritstjórar: Arni Þórarinsson, Björn Vignir Sigurpálsson. Biaðamenn: Guðjón Arngrimsson, Guðlaugur Bergmundsson, Guðmund- ur Arni Stefánsson og Þorgrimur Gestsson. utlit: Kristinn G. Harðarson. Ljósmyndir: Jim Smart. Auglýsinga- og sölustjóri: Höskuldur Dungal. Auglýsingar: Þóra Hafsteinsdóttir. Gjaldkeri: Halldóra Jónsdóttir. Dreifingarstjóri: Sigurður Steinars- son. Ritstjórn og auglýsingar eru að Siðumúla 11, Reykjavik. Simi 81866. Afgreiðsla að Hverfisgötu 8—10. Sim- ar: 81866, 81741, 14900 og 14906. Prentun: Blaðaprent hf. Askrift (með Alþýðublaðinu) er nýkr. 70,00 (gkr. 7000) á mánuði. Verð í lausasölu er nýkr. 6,00 (600) eintakið. Fjölmiðlar i kreppu Það er óhætt að segja að það séu miklar sviptingar i blaða- heiminum um þessar mundir. Uppsögn annars ritstjóra Visis liefur þótt tiðindum sæta og hún kemurá samatimaog töluverðar umræður hafa verið um erfiðan fjarhag isiensku blaðanna, aiira nema Morgunblaðsins. Þvi hefur verið haldið fram, að islenskur blaðamark- aður væri löngu ofmettaður og þyldi ekki allan þennan fjölda dagblaða eins og rakið er i Innlendri yfirsýn hér i blaðinu. Uöngum hafa þau blöð sem teljast hrein flokksblöð átt crfiðast uppdráttar. Hins vegar eru minni likur á að þau blöð verði lögð niður en hin sem rekin eru að mestu á viðskiptalegum grund- velli. Kngu að siður má sýna fram á, að á þeim blöðum sé ekki endi- lega horft á gæði þeirra sem fjöl- miðla heldur séu þetta miklu fremur valdastofnanir — tæki til áhrifa i Sjálfstæðisflokknum. Undir slikum kringumstæðum á fagleg blaðamennska oft erfitt uppdráttar. ólafur Ragnarsson, fyrrum ritstjóri Visis, telur lika i Yfirheyrslu Helgarpóstsins i dag •að sú áhersla sem hann lagði á sjálfstæði ritstjórnar sé undirrót uppsagnar hans. Ilann segir um ágreining þann sem sagður er hafa verið uppi milli hans og út- gáfustjórnar Visis: ,,Ég hef stað- ið fast á viðhorfum minum i sambandi við starfsvið og stöðu ritstjórnarinnar. Af minni hálfu hefur ekki veriö um persónulegan ágreining við einn eða neinn að ræða.” Kannski er það sjálfsblekking hjá Ólafi að halda að hann komist upp mcð slík viðhorf. Eða þvi heldur amk. Þröstur Haraldsson fram i fjölmiðlunarpistli hér i blaðinu í dag, þar sem hann segir að blaðamaður sem vilji vera langlifur á sinum vinnustað. Fostudagur 9. janúar 1981 hcal/jarnnczfl irinn komist fljótlega að þvi aö hann veröi að falla inn i ákveðinn ramma og geti ekki skrifað hvað> sem er, hvernig sem er. „Þessir rammar geta átt sér pólitiskar og efnahagslegar forsendur — beggja blands er algengast”, segir Þröstur en bætir þvi jafn- framt við að margir blaðamenn telji sér trú um aö blöð þeirra stundi eitthvaö sem heitir „hlut- laus fréttamennska” og aö þeir búi við óskcrt tjáningarfrelsi. „En meðan blaðamcnn eru upp- fulliraf sjálfsblekkingu, og meira og minnæóraunhæfir draumar um völd og áhrif koma i veg fyrir aö blaðamenn setji sér fagleg mark- mið veröur hlegiö að okkur um aldur og ævi,” bætir hann við. Óskert tjáningarfrelsi hlýtur engu að siður að vera takmark islenskra biaöamanna. Slikt tak- mark er ekki „óraunhæfur draumur”, heldur lifsnauðsyn fjölmiðlun sem á að standa undir nafni. Skilyrði óskerts tjáningar- frelsis i islenskri fjölmiölun setja svip sinn á Helgarpóstinn i dag. t viðtalinu við Ólaf Ragnarsson kemur glögglega fram hversu nauðsynlegt það er að tryggja rit- stjórnum sjálfstæði frá ásælni valdagirugra f járaflamanna, sem telja sig með hlutabréfum geta keypt sér opna leið inn i fjölmiðlunina. t Innlendri yfirsýn kemur einnig glögglega i ljós hve veik staða islensku blaöanna er fjarhagslega, — hversu mikið þau ciga undir þvi að styggja ekki umhverfi sitt, fjársterka aug- lýsendur og áhrifamenn i stjórnmálum og viðskiptalifi, og ekki sist, hversu mikið þau eiga undir þvi að rikisvaldið skapi þeim lifvænlegri vaxtarskilyrði en nú eru fyrir hendi. í þessu efni reynir sannarlega á samstöðu þeirra sem við f jölmiöi- ana starfa, en á slika samstöðu hefur verulega skort. Um þaö höfum við nýleg dæmi. Sterk staða islensku blaðanna er mikil- vægari fyrir þjóðina er flesta grunar. Gömul og ný dæmi úr sögunni staðfesta að það er ekki „sjálfsblekking”. Stórmál frá liðnu ári Aramót eru gjarnan sá timi er menn lita til baka og skoða hvað helst hefur gerst á þessu þrjú- hundruösextiuogfimm daga timabili sem liðið er frá siðustu endurskoðun. Og skrifari Eyjapósts er engin undantekning frá þessari reglu. Hann grandskoðar þetta allt (einkum og sérilagi þó svunturn- ar i tékkheftinu sinu og það er langt frá þvi að vera skemmtileg skoðun) og dregur svo sinar ályktanir. En að tékkheftinuslepptu þykir skrifaranum eitt mál skera sig úr öðrum sem fréttnæm hafa orðið á árinu sem var að liða, Og það er málið mikla um manninn sem rekinn var úr landi fyrir þær sakir meðal annars að eiga ekki passa og sömuleiðis að neita að taka viö fræðslu i þvi athæfi að drepa samferðafólk sitt. Atburðir sem þessir eru fátiðir hér á landi, að þurfa að visa mönnum burt héðan, hefur þó að visu komið fyrir að gripa hefur þurft til sliks, og hefur þá i flest- um tilvikum verið um að ræða diplómata erlendra rikja sem staðnir hafa verið að þvi óguðlega athæfi að keyra niður konur og börn á gangbrautum höfuðborg- arinnar, grunaðir um ölvun að sögn. Ekki mun þó dómsmálaráð- herra fá slik mál til meðferðar, heldur er farið með þau á diplómska visu og viðkomandi visað heim til föðurhúsanna, þar sem hann getur fengið tilsögn i þvi hvernig best er aö koma kon- um og börnum fyrir kattarnef án þess að nota til þess diplómata- bifreið. Raunar man skrifari Eyjapósts ekki eftir öðrum tilvikum slikum að mönnum hafi verið visað úr landi en rússneska stráknum sem Ólafur Friðriksson aumkaði sig yfir hér um árið og svo Frans- manninum sögufræga sem allt ætlaði að gera vitlaust nú á jóla- föstunni. Háalvarlegt var það raunar, að maðurinn skyldi koma vega- bréfslaus inn i landið. (En hvernig er það annars, er ekki búið að afnema vegabréfsskyldu milli Frans og Islands? Alla vega fór skrifari Eyjapósts passalaus til Frakklands fyrir ekki alllöngu, lifði þar i vellystingum pragtug- lega og var ekki visað úr landi.) Þó var þetta nú ekkert með passleysið hjá manninum, þegar i ljós kom hvern mann hann hafði að geyma innst inni. Þá fyrst kastaði tólfunum og útilokað að hýsa mann af sliku sauöahúsi hjá afkomendum Sturlunga. Það kom sumsé i ljós, aö maðurinn var gersamlega afhuga þvi að vilja læra aö drepa annað fólk sér til lifsviðurværis. Þá var ekki nema von að tsiendingum blöskraði enda hefur sjónvarpið dyggilega gengið fram i þvi að kenna mönn- um þessa sérstæðu atvinnugrein með mörgum dásamlegum þátt- um sem hér verða ekki til tindir. Dómsmálaráðherra var þvi nauðugur einn kostur að ganga á fund þess aðkomna og tilkynna honum að þvi miður yrði hann að hverfa ú r landi. Hefði hann verið dópsali eða fjárglæframaður á flótta frá Sinu heimalandi, hefði að sjálfsögðu verið ööru máli að gegna (enda höfum við fulla þörf fyrir starfsorku slikra manna) en þvi miður vanhagaöi tsland ekki um menn sem ekki vildu slagta fólki, það væru einmitt svoleiðis menn sem okkur bráðlægi á að fá inn i landið eins og viðhorfið væri um þessar mundir i stjórnmál- um og efnahagsmálum. Auðvitað stóð þjóðin einhuga að baki þessum aðgerðum dóms- málaráðherra og fékk hann fjöld- ann allan af traustsyfirlýsingum frá landsmönnum. Var þar á meðal yfirlýsing frá nemendum Stýrimannaskólans, en þar munu vera tveir lærifeður með sjóliðs- foringjamenntun sem auðvitað bera gott skynbragö á þann voða er getur fylgt þvi ef menn ekki vilja kála öðrum eftir fyrirskip- unum stjórnvalda. Þá komu einnig tveir galvaskir ungir menn úr fjölbrautarskóla Breiöholts með nokkur hundruð undirskriftir til stuðnings ráöherra. Ef ekki ibúar Breiðholts skilja þau vandamál sem upp geta komið þegar menn ekki vilja lemja hver a öðrum hverjir skyldu þá fatta það? Þá má ekki gleyma þætti út- gerðarmanna islenskra sem voru að sjálfsögðu fljótir að sjá hver vá væri fyrir dyrum ef þessum vand- ræðamanni yrði heimiluð land- vist. Hann væri vis með að fara til sjós og gæti siðan farið að standa upp i hárinu á Kristjáni Ragnars- syni. Enginn hefur þó minnst á þá ástæöu sem skrifari Eyjapósts þykir einna haldbærust til aö visa Fransaranum úr landi. Fram hefur komið að hann er iðnaðan maður (eða að minnsta kosti fúskari), hefur dundað við við- gerðir á gluggum og öðru sliku. Það sem einna alvarlegast er i þvi máli, að dómi Eyjapósts, er að hann var fenginn til að vinna verk i höfuðborginni og mætti þar á tilsettum tima, og það sem al- varlegra er, hann lauk verkinu lika á tilsettum tima. Þarna þykir skrifara komin gróf árás á rétt is- lenskra iðnaðarmanna og þá að- stöðu sem þeir hafa árum saman unnið sig upp i, að halda mönnum volgum vikum og mánuðum saman með loforðum og fyrir- heitum um mætingu til vinnu og sömuleiðis með rétt þeirra til að ljúka verkinu á þeim tima sem þeim hentar. Þessi framkoma Fransmanns- ins finnst skrifara gróf atlaga að rétti islenskra iðnaðarmanna og full ástæða til. að landssamtök þeirra hefðu látið frá sér fara yfirlýsingu til stuðnings ráðherra um að vJsa manninum þegari stað úr landi. Þá stangast viðhorf Frakkans (sem ekki vill drepa menn) algerlega á viö sjónarmið iðnaðarmanna sem eru i þvi að drepa hvern annan niður i formi tilboða, undirboða og yfirboða. Þvi ber að fagna þvi að ráð- herra skuli hafa bein i nefi sinu til að visa frá slikum óþurftargeml- ingum, á sama hátt og við hljót- um að fagnaþvi að á sinum tima var héðan vísað stórhættulegum útsendara bolsévismans i liki rússnesks stráks sem áreiðanlega hefur verið á snærum heims- kommúnismans hingaö sendur til höfuðs islensku lýðræði. Nær væri að fá hingað Frans- menn úr hernum, menn sem bæði kunna og vilja lemja frá sér og væri það vel athugandi fyrir dómsmálaráðherra að reyna að heyja sér nokkra slika til full- tingis fyrir landsfundinn i vor. Skyldi Geir þá voga sér að fara að rifa kjaft? HÁKARL Albert og völvan Garún, Garún Djákna Alþýðubandalagsins, Ólafi Grimssyni, gengur bölvan- lega núá siðustu dögum, að halda Garúnu nokkurri á dróg þing- flokks sins, þar sem hann fer á þeysireið með nýjar efnahágs- ráðstafanir yfir forystumenn launþegasamtaka og stjórnar- andstöðuna. Primadonnan, Guðrún Helga- dóttir, stóðst ekki freistinguna þegar spyrlar fjölmiðla beindu að henni kastljósi sinu og minntu hana á einstök ummæli i þeim óstöðvandi fossi af yfirlýsingum, sem jafnan frá henni koma. Eyrun tolldu tæpast á samherj- um Guörúnar i þingflokk Alla- balla, þegar þeir heyröu yfirlýs- ingar hennar um andstöðu við efnahagslögin. Hún hafði tekið þátt i þingflokksfundi hinn 30. desember og átti þar sinn þátt i þvl að móta kröfur og afstöðu þingflokksins til efnahagslaganna og enginn hafði fundið minnstu merki þess, að hún ætlaði sér aö snúast gegn rikisstjórninni i þvi máli. Hún hafði að visu verið i hinu versta skapi vegna Gerva- soni-málsins og hafði ekki róast viö yfirlýsingar, sem gengu efnis- lega á þann veg, aö liöhlaupinn Friðjón myndi láta það afskipta- laust, þótt liöhiaupinn Petrekur sneri aftur hingaö til lands, þegar hann hefði fengið einhvers konar persónuskilriki i Danaveldi, sem allar likur séu á, að hann fái. Andstæðingum Guðrúnar í stjórnmálum kom þetta hins vegar ekki aö óvart. Hún hefur orð á sér fyrir ódrengilegar bar- áttuaöferöir og að svifast einskis þegar f æri gefst á þvi aö sýna sig i sviðsljósinu. Albert sparkar frá rnarki Gunnari Thoroddsen bárust tiðindin um andstöðu Guörúnár skömmu áður en hann skyidi flytja þjóðinni ávarp sitt á gamlársdag. Gunnar tók þeim með róscmi. Hann gerði boð fyrir aðra primadonnu, Albert knatt- spyrnukappa og fékk honum til lestrar þau, gögn, sem fylgja skyldu fyrirhuguðum ráðstöf- unum. Ekki beiddist Gunnar stuönings. Hann er klókari en svo og þekkir nú inn á hégómaskap Alberts. Albert hefur um alllanga hriö veriö að reyna aö skapa sér sérstöðu I islenskum stjórn- málum án þess aö hann hafi fundið hinn hreina tón. Gunnar vissi að Albert myndi aldrei taka við skoðun meirihluta þingflokks Sjálfstæöisflokksins á efnahags- lögunum. Yrði þingflokkurinn á móti lögunum, sem reyndar var öruggt, þá yrði Albert með þeim. Ef svo óliklega vildi til, að þing- flokkurinn styddi lögin, þá yrði Albert á móti þeim. En með þvi að sýna Albert þann trúnaö klukkutima, áður en ráð- stafanirnar uröu opinberar að fá honum gögnin, þá myndi Albert launa þann virðingarvott á þann hátt, sem dygöi til þess að lög- unum væri tryggöur þingmeiri- hluti. Viðbrögð stjórnarand- stöðunnar Fyrstu viöbrögð stjórnarand- stöðunnar gegn efnahagslögunum misstu marks. Máliö snýst alls ekki um það hvort Guðrún og A1 bert greiða atkvæði meö eða á móti eða sitja hjá i Neðri-deild. Þaö kemur allt i ljós og lögin eru formlega gild, þangað til Alþingi neitar að fallast á þau eða þingi lýkur i vor. Kjarni málsins er hins vegar sá, hvort yfirleitt sé réttlætanlegt að beita útgáfu bráöabirgðalaga meðan þingmenn eru i jólaleyfi. Vissulega hefur þaö oft verið gert, en þaö er kominn timi til að sliku ljúki. Þingmennirnir eru flestir staddir i Reykjavik um þessar mundir og þar hafa undanfama daga verið haldnir margir svo til fullskipaðir þing- flokksfundir, þótt að visu hafi vantað sólbrúnan skiöamann á fundi Framsóknarþingmanna. En þaö sýnir best álit rikis- stjörnarleiðtoga síðustu ára á ráösnilli samþingsmanna sinna, að ekki hefur þótt taka þvi að setja meiri háttar löggjöf um efnahagsmál, nema senda þing- menn I fri og gefa lögin út I formi bráðabirgðalaga. Næst á að senda þingiö heim fyrir páska til þess aðhægt sé að setja ný bráða- birgðalög áöur en næsta holskefla riður yfir i efnahagsmálum. Heimildin til útgáfu bráöabirgöa- laga var upphaflega sett i stjórnarskrána, þegar Alþingi kom stutt og sjaldan til þingfunda og ferðalög milli landshluta voru miklum erfiðleikum bundin. Þá var heldur ekki simi eða önnur tæki til tafarlausra tjáskipta manna á milli. Ef á annað borð þingmönnum er treystandi fyrir löggjafar- starfi, þá átti auðvitað aö kalla þá til reglulegra þingfunda milli jóla- og nýárs og algreiða efna- hagslögin þar með tilskildum hætti. Misnotkun bráðabirgðalaga verður að ljúka. Slik lög eiga að vera neyðarúrræði, sem einungis sé beitt i styrjöld eða eftir stór- kostlegarnáttúruhamfarir, þegar þingiö er lamað. En til venjulegs löggjafarstarfs á ekki aö nota heimildina til útgáfu slikra laga. Setning bráðabirgðalaga viö nú- tima aðstæöurer i raun vantraust á Alþingi. Ef taka á þingræöiö al- varlega, þá verður Alþingi að sitja allt árið með stuttum hléum og það á svo til undantekningar- laust að annast setningu laga, fen ekki bara að staðfesta löggjafar- starf framkvæmdavaldsins, sem ræður eitt hálft árið. Áhrif efnahagsráð- stafananna Tilgangur efnahagsráðstafan- anna er að eyöa verðbólguáhrif- um siðustu almennu kjarasamn- inga. Fyrsta atriðið er mikilvæg- ast en það er að draga 7 prósentu- stig af verðbótum á laun hinn 1. mars n.k., sem annars heföu oröiö 14%. Jafnframt á að byggja styrkan stiflugarð gegn verö- hækkunum á vörum og þjónustu. I vor ætlar svo forsætisráðherra að ávarpa þjóðina á nýjan leik og segja, að verðbólguvöxturinn haf i minnkað stórlega, en tilað koma i veg fyrir nýja flóöbylgju hækk- ana þurfi enn frekari aðgerðir. t þvi skyndi verða svo klipnar meö bráöabirgðalögum ca. 6% af launaverðbótum hinn 1. júni er ella y rðu um 12% Ekki er fariö aö hugsa til haustsins, en koma timar, koma ráð og kannski verður Steingrimur þá heima Guðrún fær sinn Gervasoni og Al- bert fær að leika hinn sterka mann, sem engum er háöur, enda spáir Jónas Kristjánsson, spá- kona þvi að Albert muni leysa vandamál Sjálf- stæðisflokksins á landsfundi hans i vor. HÁKARL.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.