Helgarpósturinn - 09.01.1981, Blaðsíða 9

Helgarpósturinn - 09.01.1981, Blaðsíða 9
9 hplj^rpA'z* pnn Föstudagur 9. janúar 1981 Skammdegismál Nú, þegar daginn er farið að lengja, þá er kannski orðið tima- bært að reyna að draga einskonar strik undir skammdegismálin, sem ég leyfi mér að nefna svo — og gera þá jafnframt eins- konartilraun til uppgjörs og hefja þá jafnframt samanburð á skemmdegismálum fyrri ára og sjá hvernig við höfum staðið okkur i vetur. Og mér virðist sem við getum verið harla ánægð með frammistöðuna það sem af er — en i þvi sambandi ber þó að hafa i huga, að þessi glæsilegi ár- angur er kannski ekki að öllu leyti okkur sjálfum að þakka. Við nut- um nefnilega aðstoðar útlend- ings —- ■ og þegar grannt er skoðað — tveggja útlendinga i þvi að gera þetta með skemmtilegri skammdegistima. Og hverjir eru svo þessir út- lendingar, kannt þú að spyrja, lesari minn. Nú, vitanlega þeir Patrick og Charles — Patrick Gervasoni og Charles Darwin. Þriðja skammdegismálið má tjelja alislenskt — eignarfallið af lækur eða Guðni Kolbeinsson. Otlendir kunningjar minir höfðu orð á þvi við mig fyrir Yiokkru, hversu sérkennilegt þetta skammdegisfyrirbæri okkar væri og satt best að segja, skyldu þeir hreint ekkert i þvi, hvernig flest blöð landsins og i vissum tilvikum svokallaðir rikisfjölmiðlar lika — helguðu þessum merku málum nær ótakmarkað rúm og tima. Vildu þeir meina, að ýmis- legt væri að gerast t.d. út i ,,hin- um stóra heimi” eins og stundum er sagt — og fóru að spyrja mig nánar út i fyrirbærið. Og satt best að segja, vafðist manni tunga um tönn. Litum aðeins nánar á hvert þessara skammdegismála og þá fyrst á mál Charles Darwin og þróunarkenningu hans. Eins og fleiri góð mál má rekja upphaf þess til gamla, góða Velvakanda en kveikjan að málinu munu vera sjónvarpsþættir Davids Atten- borough um þróun lifsins á jörð- inni. Að minu mati er þetta eitt- hvert merkasta, sérkennilegasta og þarfasta skammdegismál, sem rekið hefur á fjörur okkar um langt skeið — og er vonandi að annaðhvort haldi málið áfram fram á Góu eða þá að þvi verði áfram haldið næsta ár eða helst næstu árin. t flestum greinum uppfyllti Darwinsmálið þau skil- yrði sem svona skammdegismál þurfa að hafa: fjöldi manna leggur orð i belg: lærðir sem leikir láta málið til sin taka á siðum blaðanna: útvarpið dregst inn i málið eins og vera ber og há- punkturinn var vitanlega innlegg Herra Sigurbjörns biskups, sem eins og vænta mátti, var bæði þarft, frumlegt og timabært. Það er nánast útilokað að bæta nokkru við Guðnamálið — en þróun þess öll uppfyllti flestar kröfur, sem hægt er að gera til skammdegismáls — jafn og góður stigandi allt til þess að sjálft Nóbelsskáldið okkar lét það til sin taka á eftirminnilegan hátt. Mun málið eflaust þjóna sem frá- bært dæmi um þá erfiðleika, sem. menn geta ratað i þegar eignar- föllin eiga hlut að máli og spurn- ing hvort ekki sé rétt að reyna að forðast þessi eignarföll eftir bestu getu héðan i frá. Og þá er það Gervasoni-málið en það er nú orðið slikt að vöxt- um, að einna helst má likja við al- varlegar stjórnarkreppur, meiri- háttar náttúruhamfarir eða eitt- hvað þaðan af verra. Raunar skylst mér að uppi séu raddir um að „skira málið upp” og hafa menn þá væntanlega i huga sið- ustu atburði þvi tengda: vilja þessir aðilar láta það heita tveim nöfnum — þ.e. Guðrúnar- & Gervasoni-málið en aðrir vilja gangaenn lengra og kalla það ein- faldlega „Guðrúnarmálið”. Nú má það i sjálfu sér i léttu rúmi liggja, hvað málið er kallað — en hvalreki hlýtur það að teljast og er þá eingöngu fjallað um það i þvi samhengi, sem hér er verið að reyna að gera — sem skamm- degismál — án þess að lagður verði nokkur dómur á réttlæti eða ranglæti i garð mannsins Gerva- soni. En nú fer sennilega að fækka þessum málum i vetur — nema kannski ef / þegar Gervasoni snýraftur frá Danmörku með eða án vegabréfs — en þeirri hug- mynd er skotið svona fram undir lokin, að þessi árvissu skamm- degismál hljóti að teljast vera óaðskiljanlegur þáttur i menn- ingu okkar og lifsstil og er von- andi að svo verði um langa fram- tið. Eru þau nokkuð ómerkari ( rannsóknarefni en margt annað? E.S. Heyrði eftirfarandi orðaleik, sem tengist siðasta málinu — en orðaleikir og skammdegismál fara mjög oft saman: „Siðan Guðrún varð Frakkalaus, ber hún kápuna á báðum öxlum”. Heimir Pálsson— Hrafn Gunnlaugsson — Jónas Jónasson — Magnea J. Matthias- dóttir — Páll Heiðar Jónsson — Sigurður A. Magnússon — Þráinn Bertelsson Dansad í myrkrí Það má með sanni segja, að New York sé höfuðborg dans- listarinnar i heiminum i dag. Tveir stærstu og virtustu ballett- ar heimsins eiga hér aðsetur sitt, — New York City Ballet, sem hefur á að skipa mönnum eins og Helga Tómassyni og American Ballet Theatre, en rússneski stór- dansarinn, Baryshnikov, er þar nýskipaður forstjóri. Fyrir skömmu setti rússneska flótta- konan og balletstjarnan, Makarova, á stofn eigiö fyrirtæki. Er það trú manna að það eigi eftir að reynast hinum tveim skæöur keppinautur. Makarova dansaði áður með American Ballet Theatre. Hér þrifast einnig ótal margir danshópar, sem kenna sig við svo kallaðan „modern dance”, — nú- timadans. Nútimadanshreyfingin spratt upp i andspyrnu viö hefð- bundinn ballett og þótti upphaf- lega mjög róttæk. Nú hefur hún skapað sér fastan sess i lista- heiminum og er að margra mati engu róttækari en heföbundni ballettinn. Fyrirtæki þessi segja þó bara hálfa söguna. 1 New York eru margir danshópar, sem stunda alls kyns tilraunastarfsemi. Til dæmis heíur þeim hópum fjölgað að undanförnu, sem kenna sig viö „conceptual” dans. Hópar þessir nota dans, ekki til að tjá snilli, heldur til að miðla ákveðnum hugmyndum i dansi og meö orö- um. Fyrir stuttu fór ég á sýningu hjá einum slikum hóp, Terry Fox og félögum. Sýningin var haldin i stórum leikfimisal i Westbeth i vestur þorpinu (Greenwich Vill- age). Gestir sátu á púðum og bekkjum meðfram veggjum og eftir aðljósin voru slökkt heyrðist í'ótatak og stunur utan úr salnum, en enginn var sjáanlegur. Eítir drykklanga stund, þegar gestir voru farnir að ókyrrast i sætun- um, heyrðist djúp karlmannsrödd með blökkumannshreim út úr myrkrinu. Dansarinn tjáöi gestum að hann hefði fengið hugmyndina að þessum dans á höggmynda- sýningu. Þar lékk blint fólk að snerta listaverkin. Hann sagöist langa til að gera dans á sama hátt aðgengilegan fyrir blinda. Fyrst i staðhafði hann hugsaö sér aö láta gestina þreifa á sér. En sú leið reyndist ófær. Honum var illa við að láta fólk finna hvað hann svitnaði mikið. Einnig var hætt við að gestirnir yrðu meira og minna á kollinum, þar sem hann sparkar i allar áttir þegar hann dansar. — Svo dans i myrkri reyndist besta lausnin. Næsta atriði hófst á þvi, að hann bar móður sina, besta vin sinn og litla bróður inn i salinn og setti á stóla t'yrir framan áhorf- endur. Litii bróðir fór aö leika sér við spil, móðir hans tók upp handavinnu, en besti vinurinn sat aðgerðalaus. Hann byrjaði siðan að dansa og voru samræður hinna undirspilið. Þær fjölluöu um reynslu svertingja i Bandarikjun- um og áhrifamátt Gyðinga i bandarisku þjóðlifi. Hann mark- ast meðal annars á þvi aö nú eru allir karlmenn i iandinu um- skornir að gyðingasiö. Aö lokum voru sýndar skuggamyndir frá israel og dansarinn sagöi frá fundi sinum og svartra Gyðinga i þvi landi. Siðasta atriði sýningarinnar var hópdans. Tók fólk af öllum gerðum og stæröum þátt i honum og dansaði hver með sinu lagi. Kona um fimmtugt, sem greini- lega var steppdansari á sinum sokkabandsárum, stökk fram og dansaði stepp af mikilli list. Þrjár negrastelpur tróöu upp og sýndu áhorfendum leiki, sem krakkar i New York stytta sér stundir við á götum úti. Og svona iylgdi hver dansarinn af öðrum, — stórir og litlir, feitir og mjóir, svartir, gulir og hvitir, i litrikum klæöum og léku hundakúnstir. 1 þetta sinn yfirgaf ég salinn hvorki með stjörnur i augum né sviða i lófum, heldur sanntærö um að dans er ekki aöeins fyrir útvalda, heldur okkur hina lika. Þess má geta að Westbeth (þar sem danssýningin var haldin) var áður rannsóknarstofnun Bell simafyrirtækisins. Þegar sima- fyrirtækið flutti til New Jersey fyrir rúmum 11 árum var húsnæðinu breytt i listamanna- setur. Leigja listamenn þar hús- næði, sem er iverustaður og vinnustofa i senn, á vægu veröi. 1 húsinu eru einnig sýningarsalir og galleri. Fólk af öllum stærðum og gerðum.... ... og dansaði hver með sínu lagi. VETTVANGUR Enn um Þjóðleikhúsmálið i siðasta Helgarpósti fyrir jól lagði ég þrjár spurningar fyrir Jón Viðar Jónsson varðandi kjaramál leikara við fsiensk at- vinnuleikhús. Tilefni spurning- anna var grein hans i Helgarpóst- inum viku áður þar sem hann lét að þvi liggja að meint ófremdar- astand i Þjóðleikhúsinu ætti sér m.a. rætur i ósanngjörnum samn- ingum fyrir listrænum þrifum og kæmi i veg fyrir eðlilega endur- nýjun leikarahópsins. Tvennt var það sem fyrir mér vakti með þvi að spyrja Jón Viðar um þau mál sem hann fjallaði um i áöurnefndri grein: Annars vegar að gá hvort að baki skrifum hans væri einhver þekking á þvi sem hann var að tala um. Hins vegar að reyna að skapa umræðugrundvöll um það hvort samningar leikara væru leik- húsinu óeðlilega óhagstæðir og stæðu þvi fyrir þrifum. Svör sin birtir Jón Viðar i sama blaði en vikur sér undan að svara spurningum á þann hátt að hægt sé að henda reiður á skoðunum hans á þvi sem spurt var um. Aftur á móti verður ljóst af svargreininni að þó að Jón Viðar hafi e.t.v. vit til að skynja þaö þegareitthvað er ekki eins og besl verður á kosið, þá skortir hann þekkingu til að greina orsakirnar og er þar með ófær um aö ráð- leggja um leiðir til úrbóta. Er bágt til þess að vita þegar upphefst maður sem hefur kjark til að gagnrýna og það af þeirri hörkusem JóniViðari er lagið, að hann skuli ekki hafa vit á að afla sér nauðsynlegrar undirstöðu- þekkingar til að geta fjallað um málin af skynsemi. Læt ég þar með útrætt um Jón Viðar Jónsson og skrif hans. Eins og ég áður gat um var það annar tilgangur minn að skapa umræðugrundvöll um þær full- yrðingar sem heyrst hafa að samningar leikara séu islenskri leiklist tíl óþurftar þ.e. ákvæöi um ráðningartima og uppsagnar- frest. Þar sem enn hefur engin rökstudd gagnrýni komið fram um þessi atriði, aðeins órök- studdar fullyrðingar og dylgjur byggðar á vanþekkingu, sé ég ekki ástæðu til að eyða á það fleiri orðum að svo stöddu en er reiðu- búinn að ræða það ef verðugt til- efni gefst. Sigurður Karlsson leikari. P.S. Þetta greinarkorn hefði átt að birtast i si'ðasta blaði en vegna þess hóglifis sem jól og áramót leiða tíl, var það ekki tilbúið i tæka tið. S.K. Enn bregður Helgarpósturinn á þaðráð, til að þessi umræða slitni ekki I sundur, að gefa þeim sem orðum Sigurðar Karlssonar er beint til kost á að koma athuga- semdum sinum á framfæri, þar sem þau eru þess eölis að þau kalla á framhald rökræðna um leikarasamninga og Þjóðleik- húsið. Svar Jóns Viðars Jóns- sonar er eftirfarandi: Sigurður Karlsson brigslar mér um að tala af vanþekkingu um samningsmál Félags í'slenskra leikara og leikhúsanna. Jafn- framtlætur hann sem sér sé annt um að málefnaleg umræða fari fram um þessa hluti. Ég vænti þess þvi að hann sjái sér fært að svara hér i blaðinu eftirfarandi spurningu: Ahvaöaforsendum hefurFélag islenskra leikara hafnað ósk Þjóðleikhússins um að uppsagnarfrestur leikara á B- samningi verði styttur og þar með greitt fyrir mannaskiptum á þeirri tegund samninga? Raunar væri fróðlegt aö heyra álit formanns F.Í.L. og Þjóð- leikhússtjóra á þessu atriði. Jón ViðarJónsson

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.