Helgarpósturinn - 09.01.1981, Blaðsíða 14

Helgarpósturinn - 09.01.1981, Blaðsíða 14
14 Föstudagur 9. janúar 1981 —Jielgarpústurinru, MYNT Umsjón: Sigurveig Jónsdóttir MYNT seðlasöfnun. Má enda búast viö að margir velti þvi nú fyrir sér, hvort þeir eigi ekki að halda ein- hverju eftir af gömlu seðlunum. Á viðtölum þeim, sem birt eru hér á sfðunni, má þó ráða, aö best sé að skipta heila gillinu i nýkrónur og kaupa siðan sér- valda peninga i afgreiðslu Seöla- bankans ef menn vilja eiga eitt- hvað til minja um peningabaslið siðustu árin. Eitthvað fyrir peningasafnara 1 tilefni myntbreytingarinnar, sem gekk ylir þjóöina nú um ára- mótin, veröur Kristundapóstur- inn að mestu helgaður mynt- og ,,Við létum gefa út siðustu sláttuna af gömlu lýöveldismynt- inni sérunninni og þar sem hún seldist mjög vel er meiningin að gefa út sama upplag af nýju myntinni," sagöi Stefán Þórarinsson hjá Seðlabankanum, þegar hann var spuröur hvaö bankinn geröi fyrir safnara á þessum timamótum i peningaút- gáfu. Sérsláttan veröur geíin út i 15000 eintökum og kemur á markaöinn i marsmánuði. Enn- fremur sagði Stefán aö nýja myntin yrði laanleg i sérstökum plastumslögum i Seðlabankan um. Hins vegar kvað hann minna veröa gert varöandi seðl- ana. Unnt yröi aö fá ónotaöa seðla verður þó hægt að fá af þeim ónotuöum á næstúnni. Þegar búiö væri að innkalla seölana kvað Stefán útilokaö aö fá þá og þvi ættu þeir, sem vildu eignast þá aö verða sér úti um þá sem fyrst. Seðlabankinn hel'ur haft safn- ara heldur meira i huga siöustu árin, vegna vaxandi áhuga á mynt- og seðiasöfnun. Þó er ekki talið æskilegt að menn geti sótt þangaðótakmarkaðinn i söfn sin. „Saínarar veröa aö skilja þaö að þeir eiga ekki að geta íengið hvaða seðil sem er upp úr kjall- aranum," sagöi Stefán. „Það er auðvitað hluti af sportinu að ná i sjaldgæla seöla og eiga safn sem hækkar i verði. Þaö myndi þaö Þessi sérslátta Seðlabankans seldist upp fljótlega og hefur hækkað um nær helming i verði á liálfu ári. i mars ætlar bankinn að gefa út sams konar sláttu með nýju myntinni. Hver að verða síðastur að fá ónotuð eintök af gkr. i afgreiöslu Seölabankans, bæöi af nýju seðlunum og þeim gömlu. „Éins er ætlunin aö taka upp nokkra pakka af seölum meö sömu númerum af öllum stæröum, ef einhver hefði áhuga á aðeignast slik eintök al nýju seöl- unum,” sagöi hann. Gömlu seðlarnir veröa ekki seldir á þennan hátt, en eitthvaö ekki gera, ef allir gætu sótt þetta i Seðlabankann." Ennþá er ekki hægt aö fá tæmandi upplýsingar um alla þá seðla, sem gefnir hafa verið út hjá Seðlabankanum. Nú er bank- inn hins vegar i samvinnu viö Þjóðminjasafnið að setja upp seðla- og myntsaín, sem veröur væntanlega opnaö á næsta ári. Þar verður að finna alla þá pen- inga, sem gefnir voru út et'tir 1885 og mynt sem slegin var eftir 1873. 1 tengslum við safniö er verið að taka saman stutt sögulegt ágrip og jafnframt er verið aö taka saman tæmandi skrá yíir undir- skriftir. Við þetta ætti aöstaða safnara að batna mjög mikið. SEÐLASAFNARAR FARA SÉR HÆGT „Ég ætla ekki að taka strax frá eintök af nýju seðlunum,” sagði Kristján E. Halldórsson, toll- vörður, þegar Helgarpósturinn spurði hann hvað seðlasafnarar gerðu nú í tilefni af myntbreyt- ingu nni. „Verðbólgan verður að vinna með okkur söfnurum,” sagði hann, „og því tökum við seðlana frá eins seint og unnt er, eða þegar hver er að verða siðastur að leggja til hliðar seðla með sið- ustu undirskriftum.” Seðlasafnarar leggja yfirleitt áherslu á að eiga hverja seöla- tegund með öilum þeim undir- skriftum, sem veriöhafaá þeim. Fram, að myntbreytingunni eru um 40 undirskriltarmöguleikar á lýðveldisseðlunum. Á þeim seðlum, sem i gildi voru lram tii áramóta, eru til 7 undirskriftir á 500 og 5000 króna seölunum, en 11 á 100 og 1000 króna seölunum, Þessar undirskriítir er enn hægt að tá, en eldri seðlarnir eru ekki eins auðfengnir. „Þaö er þó ekki ótrúlegt að eitt- hvaðaf þessum seölum komi inn i bankana núna, þegar fólk skiptir þeim seðlum sem það hefur legiö meö heima,” sagði Kristján. ,,En þeim veröur ekki haldiö til haga fyrir safnara I bönkunum,svo þaö er ekki um annaö aö ræöa en aö spyrja og spyrja, ef maöur ætlar aö ná i þá. Þaö þykir hins vegar heldur vera kvahb i okkur". Kristján sagði, aö Seölabankinn veitti ekki upplýsingar um undir- skriftamöguleika og þvi yröu safnarar aö lylgjast meö sjálfir og skiptast á upplýsingum þar Hjá Seðlabankanuir fengum við þær upplýsingar að ein af öryggisráðstófunum gegn seðla- fölsun sé að breyta undirskrift- unum meðákveðnu millibili. Eins og kunnugt er, eru bankastjórar Seðlabankans þrir og skrifa tveir þeirra undir hvern seöil. Undir- skriftarmöguleikarnir eru þvi ,t.d. núna þessir: Jóhannes Nor- dal/ Guðmundur Hjartarson, Guðmundur Hjartarson / Davið Ölafsson, Jóhannes Nordal / Davið Ölafsson, / Guömuhdur Hjartarson / Jóhannes Nordal, / Davið Ólafsson / Guömundur Hjartarson, / Daviö Ólafsson / Jóhannes Nordal. Hver þessara undirskrifta eru á tilteknum seölanúmerum er skiljanlega ekki gefið upp. Þá væri þessi öryggisþáttur úr sög- unni. Kristján E. Halldórsson taldi þó, að Seðlabankinn gæti gert meira fyrir safnara en nú er. Til dæmis sagði hann að tilvalið hefði verið fyrir bankannað gefa út mynt úr gulli i tilefni mynt- breytingarinnar. Kristján á sjálf- ur alla iýðveldismyntina og nokkuð af kórónumyntinni, en hana kvaö hann erfiðara að fá en þá fyrr nefndu. „Þá mynt, sem i gildi var tram til áramóta, hefur enga þýöingu fyrir fólk að geyma,” sagði hann. „Það er sá urmull til af þessari mynt núna og hún verður seint nokkurs virði. Fólk getur nýtt gömlu krónurnar betur meö þvi aö láta bora á þær gat og nota þær siðan sem skiíur. Þannig getur sparast nokkurt fé." eða lipur jeppi? Keðjulaus á „drulludekkjum”, sem eru ekki heppileg I snjó, fór Su/.uki LJ80 það sem honum var ætlað. Smávaxinn japanskur fjórhjóladrifsbíll, sem eyðir 8 litrum á 100 km og kostað aðeins um 00 þúsiind nýkrónur. (Mynd: Jim Smart). Suzuki LJ80: Leikfang Fyrir fjórtán árum kom ný kynslóð fjórhjóladrifsbila á markaðinn hér og vöktu gifur- lega athygli. Þessir bilar þóttu sameina kosti gömlu góðu „jeppanna” i torfærum og aðrar erfiðar aðstæður og aksturs- hæfni fólksbila á góöum vegum. Frægastur bila af þessari gerö, og sá fyrsti hér á landi, er Ford Bronco, en sá siðasti, sem hingaö kom var Lada Sport, og náðu báðir bilarnir miklum vinsældum. Nú virðist vera aö gerast eins- konar afturhvarf til hrein- í ræktaðra torfærubila með drif á öllum hjólum og tvöfaldan gir- ! kassa, þar sem öllum lúxus er j fórnað fyrir aukna „jeppaeigin- j leika”. Fordumboðið, Þórir Jónsson, kynnti skömmu fyrir áramót einn þessara nýju bila „fjórhjóladrifsbilakynslóðar- innar”. Það er einn enn Japan- inn, Suzuki, sem ber viðurnefnið LJ80. Það sem fyrst vekur athygli, þegar þessi nýi japanski jeppi erskoðaður, er hversu ógnar lit- ill hann er. 1 rauninni er þetta aðeins tveggja manna bill, enda ekki nema rúmlega þriggja metra langur. Hann er heldur ekki breiður, træplega 1,40 m„ enda er olnbogarýmið undir stýri vægast sagt litið. Vélin er heldur ekki stór. Að rúmtaki er hún aðeins 797 rúmsentimetrar, en þó skilar vélin 41 hestafli við 3500 snún. Eyðslan er sögð vera 8 1. á 100 km. Geri aðrir jeppar betur! Enda þótt hestöflin séu ekki mörg skilast þau vel. Billinn er nefnilega ekki nema 740 kiló, og þegar við það bætist, að hann er á 16 tommu hjólum, og hæð und- ir lægsta punkt 24 sentimetrar, getum við að öllu samanlögðu sagt: Margur er knár þótt hann sé smár. Það var lika niðurstaðan úr (alltof) stuttum reynsluakstri einn eftirmiðdag meðan færðín var sem verst. 1 stuttu máli má segja, að billinn skilaði sér alveg þokkalega bæði i jafn- föllnum snjó og sköflum, og ekki þurfti að hafa áhyggjur af þvi þótt óslétt væri undir. Þó kom einn veikleiki strax i ljós. Billinn er einfaldlega heldur léttur og þvi gjarn á að spóla þótt fyrirstaða væri ekki mjög mikil. En meö þvi að rugga hon- um fram og til baka fór hann þó á endanum það sem honum var ætlað. Það skal samt tekið fram, að þessi tiltekni bill, sem var fenginn að láni hjá umboð- inu, er á venjulegum grófum og mjóum jeppadekkjum, nánast „drulludekkjum”, sem gefa ekki gott grip i snjó. Þeir bilar sem verða fluttir inn seinna i vetur verða hinsvegar á breiðari dekkjum, með heppi- legra snjómunstri. Þetta kemur heldur ekki að mikilli sök vegna þess, að billinn er svo léttur, að það er nóg, að einn maður ýti á hann komist hann ekki lengra. Það kom lika i ljós, að næðist hann á sæmilega ferð i skaflana flaug hann léttilega i gegnum þá, og virtist alls ekki skorta kraft. 1 bæjarakstri reyndist Suzuki jeppinn mjög lipur og þægilegur og naut þess i þæfingnum á göt- um borgarinnar þennan eftir- miðdag, að hafa fjórhjóladrif. Hinsvegar verður að segja, að i okkar „daglega skjökti” getur verið óþægilegt að geta ekki haft nema einn farþega. Og að sjálfsögðu er billinn afskaplega hastur, svo stuttur sem hann er. Smæð bilsins leiðir siðan hugann að notagildi hans. Er þetta bara leikfang, eða er hann lipur jeppi? Að sjálfsögðu er betta enginn fjölskyldubíll. Engum dettur það i hug. En þegar málið er hugleitt nánar verður niðurstaðan helst sú, að Suzuki LJ80 sé fyrst og fremst lipur jeppi, sem hentar vel sem vinnubíll, t.d. fyrir bændur, vinnuflokka upp um fjöll og firnindi (getu hans i virkilegum torfærum var að visu ekki hægt aðreyna i þetta sinn) og aðra þá sem þurfa að skjökta utan vega eða á slæmum vegum, með lítið hafurtask meðferðis (hann ber 250 kg). 1 þessum flokki gætu þá lika verið veiðimenn, sem hafa ekkert meðferðis annað en veiðarfæri, nesti, viðleguút- búnað, veiðina og sitthvað fleira smávegis. Eitt er vist, að þeir ættu ekki að þurfa að hafa miklar varabirgðir af bensini. Svo kemur eiginlega rúsinan i pylsuendanum, semsé verðið. Þegar þessir bilar koma á almennan markað hér i april er reiknað með, að þeir kosti um 60 þúsund nýkrónur. Til saman- burðar má geta þess, að nú má fá Lada Sport árgerð 1980 fyrir 72 þúsund krónur, og ný jeppa- gerð, sem væntanleg er innan skamms frá Daihatsu, systur- Skák: Guðmundur Arnlaugsson — Spil: Friðrik Dungal — Söfnun: AAagni R. Magnússon — Bilar: Porgrlmur Gestsson Bílar 1 dag skrifar Þorgrímur Gestssort um bíla

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.