Helgarpósturinn - 09.01.1981, Blaðsíða 18

Helgarpósturinn - 09.01.1981, Blaðsíða 18
18 Föstudagur 9. janúar 1981 —he/garpásturinrL. Um Grjótaþorpið og f/eira Um fátt hefur verið þráttað i skipulagsmálum af jafnmiklu fjöri og andagift og þann fátæk- lega blett, Grjótaþorp. Allt frá byrjun þriðja áratugarins, þegar blekið tók að renna fyrir alvöru úr penna Guðjóns húsa- meistara, hafa menn rifist um hallirnar sem reisa skyldi við vestarienda miðbæjarins. Rétt- um þrjátiu árum eftir birtingu þorpsins fyrsta skipulags, reis svo eina höllin, sannkallaður „sómi þess, sverð og skjöldur” svo sem sagt var um þann sem bar purpurakápu iyðræðishug- sjónanna á öldinni sem leið. Ekki var þessi fyrsta og eina höll Grjótaþorpsins fyrr risin, en hótelhugleiöingamönnum og ráðhússprjónurum féll allur ketill i eld. Morgunblaðið hefur þvi i rúmlega tvo áratugi, staðið eitt háhýsa, likt og saltstólpi frammi fyrir þeirri Sódómu sem aldrei var i eyði lögð. Nú er ekki lengur þráttað um hinar ýmsu tillögur að „nýju Grjótaþorpi”, heldur hvort rifa á eða varðveita. Framfarasinn- uðum módernistum finnst að sjálfsögðu sem húsfriðunar- menn séu haldnir viðurstyggi- legri rómantik og vilji varðveita hvern kamar, hversu fúinn sem hann er. Hitt vekur furðu manna, hve máttvana hinirmiklufútúristarhafa verið allargötufrá 1924 (Þegar fyrstu hugmyndir að skipulagi Reykjavíkur fæddust). Allar tillögur að endurskipulagningu Grjótaþorpsins svo sem annarra hverfa flestra, virðast andvana fæddar á pappirnum. Meir að segja hin glæsilega tillaga frá 1945 varð aðeins draumur, þrátt fyrir dásamlegt dollaraflóð og enginn húsfriðunarmaður vaknaður til lifsins. Það sem reykvisku skipulagi hefur tekist er 1. þenja þessa smáborg yfír holt og hæðir eins og gatslitna amöbu 2. reisa heimsins stærsta torg miðað við ibúatölu vestur á Melum, svo Kári geti óhindrað svift upp pilsföldum á kvenlegum gestum Hótel Sögu 3. lagt drög að nýjum miðbæ úti i fúamýri með verslunarhöll, grunni að borgarleikhúsi, grunni að radió- húsi og nokkrum öðrum grunn- um á pappi'rnum, hliðabúum til augnayndis og sáluvermis 4. búið til i huganum raðhús á stólpum út i Tjörn, eih'fðarplan að þjóðarbókhlöðu og upp- hækkaðri hraðbraut yfir tollinn. Bravó, eða var einhver að tala um rómantik? Nú er svo komið skipulagi borgarinnar, að fólki sem vill reisa sér þak yfir höfuðið er gert að yfirgefa borgina og flytjast i önnur byggðalög svo varðveita megi freðmýrar og fúafen höf- uðstaðarins. Skipulag þetta ef eitthvert er, hlýtur að vera gert yfir fólk meö innilokunarkennd og vfðáttugrið. Maður hefur á tilfinningunni að mætist slikt fólk á götu (sem það gerir bless- unarlega sjaldan fyrir utan gamla miðbæinn), liggi þvi við köfnun. Hverjum heilvita manni Úr Grjótaþorpslitabókinni hans Gylfa — eitthvert besta framlag til varöveislu Grjótaþorpsins, segir Halldór Björn in.a. i umsögn sinni. dytti t.d. i hug að ganga Suður- landsbrautina eða Grensás- veginn sér til gleði. Þar sjást ekki menn nema þá hafi skolað af leið i fyllirii frá einhverju veitingapakkhúsinu. 1 miðju þessu stjórnlausa skipulagssvinarii eru sem sagt menn sem halda dauðahaldi i nokkur timburhús, vegna þess að þeir vilja búa i borg i stað dreifbýlislegs viðundurs sem dritað hefur verið út i' móa, likast broddskitu úr fælnu hrossi. Eitthvert besta framlag til varðveislu Grjótaþorpsins i langan tima, er litabók Gylfa Gislasonar, sem hann nefnir Grjótaþorpið og er um 60 siður, gefin út af Helgafelli 1980. Þessi bók sem tileinkuð er föður lista- mannsins Gisla Eirikssyni, rek- ur á liflegan og skýran hátt i máli og myndum, litrika sögu þessa litla hverfis. Myndirnar eru unnar með öruggu og grafisku handbragði, eins og sjá má á frummyndum sem hanga nú á Mokkakaffi. Þetta er tvimælalaust fallegasta og eigu- legasta litabók, sem ég hef séð. Til hamingju Gylfi. Lesandi góður, eftir að hafa séð sýningu Gylfa á Mokka og keypt bók hans, væri ekki úr vegi að lita inn á Kjarvalsstaði þar sem nú stendur yfir sýning á skipulagi þessa gamla hverfis. Sko/li úr sauðarlegg Þegar ég kenndi i Lærða skól- anum, var það vitaskuld meðal verkefna að láta lesa svosem eina tslendingasögu á vetri. Einu sinni var það Laxdæla. Vandinn var auðvitað að fá leti- blóðin til að lesa af athygli og reyna að skilja smávegis. 1 þessu skyni setti ég fyrir verk- efnið: Hvernig mynduð þið búa til „happy end” á Laxdæla sögu? Og gætu þau það ekki skyldu þau útskyra hvers vegna. Með þessu vonaðist ég til að fá eitthvað annað en venju- lega ■ andlausa endursögn. Það bárust ýmsar lausnir. Og ein sú besta var frá Eddu nokk- urri Erlendsdóttur. Hún var I sem stystu máli á þá leið, að Guðrún ósvifursdóttir vaknar i afturelding, eftir að Bolli og bræður hennar eru að áeggjan hennar farnir til þess að sitja fyrir Kjartani. Hún rankar nú við sér og iðrast sáran. Hvað hef ég gert? Og þýtur upp úr rekkj- unni, hleypur berfætt i flakandi náttserknum einum fata með flaskandi hárið yfir holt og móa, fjöll og firnindi. Og kemur að i þann mund sem Bolli snýr að Kjartanimeð brugðiðsaxið Fót- bit. Hún fleygir sér á milli þeirra á siöustu stundu. 0..s.fr v. Siöan hefur Edda alltaf átt eitthvað hjá mér i leynihólfi. Rúmum áratug siðar kemur það aftur svolitið á óvart, hvaö felst undir yfirbragði sætleik- ans. Edda hélt pianótónleika á Klömbrum á laugardaginn var. Efnisskráin var tviskipt á skýran máta: Fyrir hlé Shön- berg, Anton Webern og Alban Berg frumkvöðlar hins svo- nefnda Nýja Vinarskóla, sem spratt úr siðrómantlk. Allir lifðu - i Éyrna lyst eftir Arna Björnsson þeir innan aldursmarka hins fyrstnefnda 1874-1951. Eftir hlé tveir forvigismenn hinnar eigin- legu rómantikur i músik snemma á 19. öld, Schubertog Schumann. Það skiptir ekki máli hér, hvort manni þykir eitt verkið fallegra en annað. 811151 er hverfult. Aðalatriðiö er, að það bar hvergi skuggann á i flutn- ingnum. Edda á sumsé bæði til finleik, snerpu og þunga einsog vera ber.En það vekur eftirtekt, hversu.skýrir þessir eiginleikar eru allir i tjáningunni. Ekkert rugl eða flumbruháttur. En um- fram allt eru lika einhverjir kátir púkar á kreiki, sem erfitt er aö henda reiður á. Og af þeim sökum kæmi mér ekki á óvart, þótt hún ætti eftir að birtast enn á ný eins og skolli úr sauðarlegg með einhverja nýstárlega túlkun, eftir að hafa sýnt og Edda Erlendsdóttir — ekkert rugl eða flumbruháttur. sannað, að hún kann giska vel til verka með almennt viðurkennd- um aðferðum. Plötur ársins 1980 Um áramót er það siður margra að lita yfir nýliðið ár og velta vöngum yfir þvi hvort það hafi verið gjöfult á góöa hluti eða ekki. Það er t.a.m. siður gagnrýnenda að velja bækur kvikmyndir og" plötur ársins. Þaðsiðast nefnda hef ég einmitt verið að dunda mér við að gera yfir hátiðirnar og hér á eftir birti ég lista yfir þær plötur sem mérþykja merkilegastar þeirra sem út komu á árinu 1980. 1. David Bowie — Scary Monsters Þetta er sú plata sem ég held aðóhættsé að segja að hafi veitt mérmesta ánægju á árinu. Hún hefur verið öðrum plötum tiðari gestur á fóninum hjá mér, á þeim mánuöum sem liönir eru siðan hún kom út og alltaf er hún jafn fersk og skemmtileg. Það sem einkum gerir Scary Monsters aö góðri plötu eru góð lög, frumlegar útsetningar og frábær hljóðfæraleikur. 2. Bruce Springsteen — The River Við fengum að biða lengi eftir þessu nýjasta afkvæmi Spring- steen en nú orðið er ég þeirrar skoðunar að biðin hafi verið þess virði. 1 fyrstu var ég að visu á báöum áttum hvað gæðin varðaði, en idager égekki efins lengur. Bruce Springsteen og hljóm- sveit hans The E Street Band, sem reyndar er einstök hljóm- sveit, eru með það á hreinu hvernig spila skuli rokktónlist, hvort sem um er að ræða hröö lög eða róleg. •CLOSER' 3. Joy Division — Closer 1 upphafi árs var Joy Division ein af þeim hljómsveitum sem hvað mestri velgengni var spáð á árinu. Söngvari hljómsveit- arinnar, Ian Curtis, sá þó um að þeir spádómar rættust ekki, þvi fyrripart sumars hengdi hann sig. Áður höfðu þeir þó lokið upptöku þessarar plötu, sem er gott dæmi um skemmtilegar leiðir sem byrjað er að troða undirmerkjum nýju bylgjunnar svokölluðu. !1 ;i|‘V' i : i 1 li :■ 4. ElvisCostello—GetHappy Costello kom mörgum á óvart meöplötu þessari. A henni er að finna tuttugu lög i anda Stax tónlistar. Virðist svo sem almenningur hafi ekki verið viöbúinn þeim breytingum sem oröið höfðu á tónlist hans frá eldri plötunum, þvi ég held þaöséóhætt að segja að þetta sé hans verst selda plata fram að þessu. Þó aö tónlistarlega sé hún ein sú besta. 5. Ry Cooder — Borderline Ry Cooder er einn af fáum bandariskum tónlistarmönnum sem fram komu i upphafi siðasta áratugs, og enn er að gera góða hluti. Það er sama hvort maður vill þægilega bak- grunnstónlist eða eitthvað til að leggja eyrun frekar eftir, Ry Cooder passar alltaf. Ég hef áður lýst Borderline sem hrifandi plötu og stend enn viö þau orð. 6. Talking Heads — Remain In Light Af bandarlskum nýbylgju- hljómsveitum er vist óhætt að segja að Talking Heads séu fremstir i flokki. Remain In Light er þriðja platan sem þau gera I samstarfi við Brian Eno. Aöaláhrifavaldurinn að þessu sinni er tónlist blökkumanna i Afriku og er sérlega vel að verki staöið, þar sem hvergi er gert of mikiö úr þessum áhrifum. 7. Magazine — Correct Use Of Soap og Play Magazine er hljómsveit sem allir þeir sem hafa gaman af nýbylgjutónlist ættu að kynna sér. Þeir sendu frá sér á árinu tvær stórar plötur og þegar ég ætlaði að fara aö velja á milli þeirra vissi ég ekki hvora ég ætti að velja, svo ég valdi bara báöar. Correct Use Of Soap er þeirra besta stúdió-plata fram að þessu, en Play er hins vegar besta hljómleikaplata ársins. Tónlist Magazine er kraftmikið og framsækið rokk I fyrsta flokks flutningi. 8. The Jam-Sound Affects Hljómsveitin The Jam hefur verið starfandi frá bernskudög- um pönksins. Með hverri nýrri plötu hefur mátt heyra framför og fullkomnun stils, sem siðan náði hápunkti með Setting Sons, sem út kom i fyrra. Sound Affects er hins vegar upphaf nýs skeiðs i tónlistar- sköpun og greinilegt er að þeir hafa enn upp á margt gott að bjóða. 9. Tom Waits — Hcartattack & Vine Annaðhvort elska menn Tom Waits eða hata hann. Sumir segja hann ekkert geta sungið, en aðrir telja fáa betri. Vlst er þó að ekki er um marga betri textsmiði að ræða. Tónlist hans erhrá og blúskennd og fellur vel að sögum hans af drykkju- hrútum og hórum, svoaðekki sé nú minnst á vonleysið i ástar- málunum. 10. Peter Gabriel Gabriel er einmitt maðurinn sem Genesis mátti ekki við að missa. A meðan þeir hafa sent frá sér hverja plötuna annarri leiðinlegri, hefur hann sent frá sér plötur sem eru hver ann- arri betrioger þessi hans besta. Ég held að ekki geti ég lokið þessu greinarkorni án þess að minnst sé á innlendu framleiðsl- una. Þar er þvi miður, eins og undanfarin ár fátt um fina drætti. Aðeins ein plata kom út á árinu sem ég tel virkilega góða, en það er plata Utangarðs- manna, Geislavirkir. Aðrar plötur sem eru þess virði að þeirra sé getið eru ísbjarnar- blúsin hans Bubba og platan sem hljómsveitin Þeyr sendi frá sér. Sú siðarnefnda er að visu ekki mjög sterk heild, en hljóm- sveitin Þeyr er að minu mati einhver súalefnilegasta I brans- anum i dag. Þrjár góðar plötur á einu ári er kannski ekki góð frammi- staða, en þetta er þó þremur fleiri góðar plötur en komu út 1979, svo ég sé ekki ástæðu til annars en aö vera bjartsýnn. dT'EflftftH B BnmSO TJ JXT AJTJTECrrS p ■i

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.