Helgarpósturinn - 09.01.1981, Blaðsíða 20

Helgarpósturinn - 09.01.1981, Blaðsíða 20
20 Föstudagur 9. janúar 1981 Á leið yfir eyðimörkina Paradisarheimt: Anna Björns færir Jóni Laxdal kaffið forboðna — réttur skilningur leikstjóra á bókinni, en höfuðgalii myndarinnar er ónóg persónuleikstjórn, segir Jón Viðar m.a. i umsögn sinni. Paradfsarheimt Sjónvarpskvikmynd i þrem þáttum eftir sögu Halldórs Lax- ness Leikstjórn og handrit: Kolf H'ádrich Tónlist: Jón Þórarinsson Leikmynd: Björn Björnsson Búningar: Ulla-Britt Söderlund Hijoð: Hans Diestel Klipping: Ingeborg Bohmann Kvikmyndataka: Frank A. Banuscher F r a m I ei ða n d i : Dieter Meichsner llelstu leikendur: Jón Laxdai, Friða Gylfadóttir, Róbert Arn- finnsson, Gunnar Eyjoifsson, Arnhildur Jónsdóttir, Þóröur B. Sigurðsson, Jóhann Tómasson Helga Bachmann, Helgi Skúla- son, Rúrik Haraldsson. Stundum virðist manni sjón- varpskvikmyndir nútimans, a.m.k. þær sem eru af engilsax- neskum ættum, vera búnar til handa fólki sem sé ævinlega komið að þvi að annaðhvort sofna fyrir framan tækið eða hlaupa frá þvi við fyrsta tæki- færi. Athygli áhorfandans er i þessari tegund mynda haldið fanginni með háþróuðustu brell- um frá fyrsta andartaki.uns svo er komið að spennan hefur fjötrað hann fyrir framan skerminn og hann á ekki ann- arra kosta völ en biöa, sveittur I lófum og með dynjandi hjart- slátt, eftir langþráðri lausn flækjunnar. Kvikmyndin Para- disarheimt er gerð eftir skóla- bók, sem gengur þvert á þessa og virðist ætlað að reyna svo á þolrif áhorfenda með löngum myndskotum, seinlegri hrynj- andi frásagnar og hægum leik, að þegar yfir lýkur sitji þeir einir eftir sem hafa svarið þess dýran eið að horfa á til enda. Hvorug þessara aðferða, sem mætti kalla dramatiska öndvert episkri, eru raunar uppgötvun kvikmyndunarmanna, heldur aldagömul arfleifð frá leikhús- inu — en kvikmyndalistin er skilgetið áfkvæmi leikhússins og kemst líklega seint frá þeim uppruna sinum. Breidd söguljóösins hefur löngum þótt Ijóður á leikhús- verkum, en hefur þó sett svip á ýmis merk skeið leiklistarsög- unnar. Sumir halda að Brecht hafi orðið fyrstur til að brjóta gegn boðoröum hinnar klass- isku leikritunar, sem best eru sett fram hjá Aristótelesi, og finna upp episkt leikhús, en sú skoðun er alröng. A miðöldum gerðu menn volduga sjónleiki upp úr heilagri ritningu sem gátu tekið allt aö fjörutiu dög- um, og var þáekki að þvf spurt hvort menn nenntu að horfa á þetta eða ekki, guös orð þurfti ekki að lifga upp og gera æsi- legt. Leikverk af þessu tagi lokká áhorfendur ekki til sin með brögöum i ætt viö dáleiðslu, heldur krefjast þau sjálfsaga og einbeitingar af þeim. Það er eins og höfundarnir viti að boð- skapur þeirra sé i senn mikil- vægur og flókinn, verði ekki meðtekinn til fullnustu nema með andlegri fyrirhöfn og þvi sé engin ástæða til að setja hann fram á alltof auðskilinn og um- búðalausan hátt. Ég hef heyrt menn stynja yfir þvi, hversu langdregin og þyngslaleg kvik- myndin Paradlsarheimt hafi verið svona ofan i jólasteik- urnar, sjálfsagt geta einnig ein- hverjir fundið að „bókmennta- legu” eðli hennar og fylgispekt við texta skáldsins. Sjálfum þykir mér lausn Hádrichs leik- stjóra á vanda formsins, hæg myndræn frásögn meö upplestri úr skáldverkinu, býsna heppi- leg, þó að e.t.v. séu nokkrir hnökrar á útkomunni. Paradisarheimt er marg- slungið skáldverk og sjálfsagt leynastiþvi álika mörg hólf og I kistlinum góða sem Steinar bóndi smiðaði og færði Dana- konungi að gjöf. Við fyrstu sýn er hún saga um örlög islensks bændafólks á siðustu öld: sé betur skoðað er hún saga allra semhafa lagtút á eyðimörkina i leit að fyrirheitna landinu. Hún er saga um hina hógværu og hjartahreinu, sem vonandi munu landið erfa og guð sjá, enda þrungin bjartsýni og lifs- trú, sem stingur mjög i stúf við bölsýni Gerplu og Brekkukots- annáls, þeirra skáldsagna sem Laxness reit næst á undan Pa ra d is a rheim t. Saga mormóna, þessa merka trú- flokks sem reisti guðs borg i gróðurvin sem Drottinn leiddi hann á i miðri sandauðninni, hefur auðsæilega gripið hinn gamla kaþólikka Halldór Kiljan Laxness sterkum tökum og i mynd hans af samfélagi þeirra, kiminni en þó einkennilega hlý- legri, endurspeglast tviræð af- staða hans sjálfs til trúarbragð- anna. Hjá þessu fóiki hefur hann sem sé fundiöþá blindu kreddu- festu, sem er svo þrálátur fylgi- fiskur hreinnar trúar, en einnig þá hjartagæsku og þolgæði, sem er sjaldgæft að finna hjá öðrum en heittrúuðum. Pislarvættið, krafan um að maðurinn sanni verðleik sinn fyrir guði með þvi að gangast undir erfiðustu þol- raunir, gengur I gegnum bókina eins og rauður þráður og er tákngert i eyðimerkurgöng- unni: af þessum sökum finnst manni sumar persónur bókar- innar eiga a.m.k. jafn mikið sammerkt með ýmsum kaþólskum dýrlingum og Is- lenskum sveitamönnum. Það er vitaskuld ekki hægt að gera þessum hlutum nein veru- leg skil i stuttri blaöagrein, sem er þar að auki skrifuð i flýti. Þeir hljóta þó að leita á hugann eftir að maður hefur horft á þessa mynd og rifjað upp fyrri kynni af skáldsögunni. Mig langar aðeins til aö minnast á eitt atriði enn, sem ég hygg að sé nokkurs vert í verkinu og varðar tengsl trúar og siðferðis. Sérhver lesandi sem gaumgæfir sögu Steinars hlýtur fyrr eða siöar að spyrja sjálfan sig, hvort Hliðabóndinn hafi raun- verulega breytt rétt þegar hann yfirgaf fólk sitt og hvarf i fjar- læg lönd, fyrst til að finna kóng, siðan til að finna guð. Hefði Steinar i Hliðum ekki betur verið kyrr heima hjá sér og af- stýrt þannig með návist sinni þvi ólani sem yfir konu hans og dóttur dynur? Spurninguna má orða almennari orðum eða eitt hvað á þá leið hvort brehnandi trú á það sem er handan þessa heims, dýpsta leyndardóm til- verunnar, réttlæti að maðurinn varpi af sér sjálfsögðum _ sið- ferðisskyldum sinum. Sören Kierkegaard svaraði spurning- unni játandi I bók, sem hann skrifaði um málið, en þar lagði hann út af sögu Gamla Testa- mentisins um sonarfórn Abra- hams; Kierkegaard taldi að sá einn myndi hljóta æðstu gæði lifsins sem væri reiðubúinn að kosta til öllu sem hann elskaði i þessum heimi. Svar Paradisar- heimtar er auðvitað ekki jafn afdráttarlaust, enda bókin skáldskapur en ekki heimspeki, þó er ég ekki viss um að niður- staða hennar liggi viðs fjarri skoðun Kierkegaards. A.m.k. samræmist Steinar i Hliðum að flestu leyti þeim fátæklegu hug- myndum sem undirritaður gerir sér um sannheilaga menn. Og vel á minnst, hvers vegna er honum valið þetta nafn og hvaðan skyldi það vera komið, péið i hinu mormónska nafni hans Stone P. Stanford? Það skyldi þó ekki vera fengið frá nafna Steinars, fiskimanninum Simoni Pétri, klettinum sem ákveðin stofnun var reist á endur fyrir löngu. Kvikmyndin um Paradísar- heimtber þess viða glögg merki að höfundur hennar hefur lagt réttan skilning i bókina. Kemur þetta e.t.v. skýrast fram i myndmáli hennar, þ.e. upp- byggingu og efnisvali mynda- tökunnar, sem er þaulhugsað og viða óviðjafnanlega fallegt. Baksvið atburðanna er vand- lega valið og ber þar mjög á grjóti vatni og himni, myndir af fuglum sem fljúga burt og ber við bláan himin ganga i' gegnum myndina eins og leiðsögustef. Falleg dæmi um táknræna myndatöku af þessu tagi er aö finna viða i' myndinni, hér ætla ég að nefna tvö úr þriðja hluta hennar, sjálfan endinn þar sem auga myndavélarinnar hvarflar upp með klettaveggjunum fyrir ofan Hh’ðar og slðan út i himin- geiminn og lok atriðisins á ánni, þegar Þjóðrekur biskup sigrar Björná Leirum og dýfirSteinari litla niður i ána. Þau voru gerð þannig, að á meðan kona Stein- ars lauk við að syngja sálminn, var brugðið upp mynd af tungli á himni, en i trúarlegum tákn- fræðum er máninn, sá himin- hnöttur, sem þiggur ljós af sólu, iðulega látinn merkja trúrækn- ina, þegar sálmurinn er dáinn út kemur svo i ljós að þetta tungl er ekki islenskt, heldur á himni Júta, fyrirheitna lands- ins. Með þessum ráðum opnar kvikmyndin okkur aðgang að þeim hólfum smiðarinnar sem dýpra liggja. Höfuðgalli myndarinnar er hins vegar að mi'nu mati ónóg persónuleikstjórn. Persónu- sköpun Halldórs Laxness er ekki beinlinis raunsæisleg og þvi skiptir miklu að leikstjórinn leggi með leikaravali og fyrir- mælum drög að leikstil, sem samsvari á einhvern hátt ýktum og Ivið tröhauknum mannlýs- ingum bókarinnar. Ég fæ ekki séð að þetta hafi verið gert, heldur syngi hver með si'nu nefi og það misvel. Mér virtist sem aðeins tveir leikarar hefðu fundið i sjálfum sér einhverja brú að þeim mönnum sem þeir voruaðtúlka: Jón Laxdal i hlut- verki Steinars bónda og Þórður B. Sigurðsson i hlutverki Björns á Leirum. Á Jón hefur þegar verið boriö veröskuldað lof fyrir frammistöðu hans og hef ég litlu að bæta við það. Mér hefur aldrei fundist Jón „sterkur” leikari og efast um að honum henti að sýna mikil innri átök, en þess gerist raunar ekki þörf hér. Leikur Jóns i hiutverki Hliðabóndans ber vitni um skilning á þessum manni, auð- mýkt hans og þrá eftir þvi sem æðst er. Þórður B. Sigurðsson lýstieinnig vel með útliti og per- sónuleik þeim hrikalega Bimi á Leimm sem fer aö visu heldur illa að ráði sinu en á þó i sér brot af þeirri barnslund sem þarf til að iðrast synda sinna og gera yfirbót. Af öðrum leikurum sé ég helst ástæðu til að nefna Friðu Gylfadóttur i hlutverki Steinu. Henni er að visu margt áfátt i tæknilegum efnum, ekki sist þeim sem taka til fram- sagnarinnar, en engu að siður tókst henni vel að sýna ómeð- vitað sakleysi og barnslegan þokka stúlkunnar, t.d. i yfir- heyrslunni hjá sýslumanninum. Hjá mörgum leikurum vottaði allt of mikið fyrir óvissu gagn- vart textanum, sumir reyndir kraftar eins og Gunnar Eyjólfs- son, Róbert Arnfinnsson, Helgi Skúlason, RUrik Haraldsson og Helga Bachmann virtust ein- faldlega stjórna sér sjálfir, og eru kannski ekki með öllu óvanir slikum vinnubrögðum af fjölum leikhúsanna. Að lokinni sýningu þriðja þáttar á nýársdag var sýnd hálffurðuleg heimildamynd um Halldór Laxness, enda reyndist höfundur hennar hafa fremur skringilegar hugmyndir um skáldið. Hélt hann greinilega að Laxness skrifaði talmál og væri sósialrealisti sem fjallaði eink- um um fátæklinga i uppreisnar- hug. Ljósi punkturinn i mynd- inni var glettnisleg tilraun Hall- dórs, púandi stórsigar, til að koma manninum I skilning um að svo væri ekki, sem eitthvað virtist ganga treglega, þvi að þegar sambandsley sið var sem verst fann Halldór sig knúinn til að lýsa þvi yfir að hann væri ekki terroristi! Sem beturferer kvikmyndin Paradisarheimt gerð af öllu meiri skilningi á þeirri veröld sem Halldór Lax- ness hefur skapað i bókum sín- um. Að vísu þarf ekki að efast um að bókin verður lesin löngu eftir að þessi kvikmynd er fallin i gleymsku, en eins og sakir standa er hún til vitnis um að Halldór Laxness hefur ekki aðeins ort um óréttlætið á jörð- inni, heldur einnig farið að dæmi ýmissa frægra manna sem uppi voru i forneskju og gengu á hólm við guð sjálfan. Það leyndi sér ekki i fyrrnefndu sjónvarpsviðtali hversu pirr- aður Halldór Laxness var á þjóöfélagslegri þráhyggju spyrilsins gagnvart skáldskap hans, og vinni myndin um para- disarheimt Steinar i Hliðum gegn svo einhæfum skilningi á verkum Laxness hefur hún tæp- lega verið unnin fyrir gýg. og uppfletibækur Fjölfræði- Þorsteinn Jósepsson og Steindór Steindórsson : Landið þitt, 1. bindi A-G örn og örlygur 1980. Steinar J. Lúðviksson: Hvað gerðist á islandi 1979 Myndaumsjón: Gunnar Andrés- son Örn og Örlygur 1980 Heimsmetabók Guinness. Ritstjórn: Norris Mc Whirter Ritstjórn Islensku útgáfunnar: Örnólfur Thorlacius og Steinar J. Lúðviksson. örn og Örlygur 1980. Þessar þrjár bækur sem hér eru teknar saman eiga þaðsam- eiginlegt að þær eru ekki bækur sem maður tekur og les frá upp- hafi til enda heldur eru þær bækur sem maöur tekur og skoöar, flettir og les stöku kafla eða þaðsem maður rekur augun i hverju sinni. Þær eru i raun- inni ótæmandi og hægt að hafa ómælt gaman af að fletta þeim. Landið þitt Hér er um að ræða fyrsta bindi af fjórum i' nýrri útgáfu af þessu verki. Við snöggan samanburð á þessari útgáfu og eldri útgáfum af Landið þitt er það tvennt sem maður rekur augun i. t fyrsta lagi hefur atriðis- oröum fjölgað verulega. Þetta fyrsta bindi er 278 siður, en bók Þorsteins Jósepssonar með sama nafni er öll 424 siður, þannig að miðað við þá bók er um þreföldun að ræða á efnis- magni. Auk nýrra efnisatriða hefur einnig sumt eldra efni verið aukið og endurbætt. t öðru lagi hefur myndefni verið aukið verulega og i þess- ari bók eru einungis litmyndir, en engar slikar voru i eldri út- gáfu. Eru litmyndirnar mjög fallegar og höfuðpryði bókar- innar. Þessi bók er þvi mjög falleg ogi' henni er óhemjumikill stað- fræðilegur og sögulegur fróð- leikur. Annáll 1979 Bókin Hvað gerðist á tslandi 1979 er annáll þess árs i máli og myndum. Hún er 237 siður i stóru broti. Bókinnni er skipt i 16 kafla eftir efnisatriðum og þeim sviðum þjóölifsins sem at- burðir snerta. Upphafskaflarnir heita t.d.: Alþingi — stjórnmál, Bjarganir — slysfarir, Bók- menntir — listir, Dóms- og sakamál, Eldsvoðar, Fjöl- miðlar, Flugmál, Gesta- komur — heimsóknir, Iðnaður, o.s.frv. Bókin er fyrst og fremst skrá yfir atburði og sem slik er hún mjög itarleg. Hinsvegar er ekki i henni að finna útlistanir eða ályktanir um atburðina. Mér sýnist bókin traust heimildarrit þar sem maður getur gáð að þvi hvað gerðist og hvenær á árinu 1979. Hei ms metabók in. 1 formála fyrir þessari nýju útgáfu á Heimsmetabók Guinness segir örnólfur Thorla- cius: „Likast til ber að lita á Heimsmetabókina öðru fremur sem skemmtilesefni, i það minnsta er hér margt harla skemmtilegt aflestrar. Hinu ættum við ekki að gleyma að bókin er jafnframt náma af að- gengilegum og traustum fróð- leik af hinum óliklegustu svið- um”. (bls 5). Ég held að óhætt séað taka undir þessi orð örn- ólfs og hafa þau fyrir satt, enda er hann einn af örfáum fjölfræð- ingum i gamalli og góðri merk- ingu þess orðs sem við eigum. Rétt er að vekja sérstaka at- hygli á þvi' að mikil vinna hefur verið lögð i að safna islensku efni til bókarinnar og eykur það mjög fróðleiksgildi bókarinnar fyrir lslendinga. Ég lagði ekki i að telja efnisatriðin sem koma fyrir en bókin er 352 siöur i stóru broti með fremur smáu letri og útfrá þvi ætti að vera ljóst að efni hennar er mikið að vöxtum ekki siður en að fjölbreytni. G.Ást.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.