Helgarpósturinn - 16.01.1981, Blaðsíða 3

Helgarpósturinn - 16.01.1981, Blaðsíða 3
_______helgarpósturinrL hafa viljað kalla félagið Menn- ingarmafiu. Þar skyldi hún þá ekki vera komin sú alræmda mafia? Lokalimir þeir sem Helgarpósturinn hafði samband við sóru alfarið af sér slika nafn- gift. Og einnig það að Bakkus kæmi þarna meira en litið við sögu. Samt sem áður á það sér vist stundum stað að þvi er sagt er að menn týnist eftir fundi i Loka og týni jafnvel sjálfum sér. Til þess að forvitnast um af- stöðu óbreyttra Lokalima hafði Helgarpósturinn samband við Svvein Skorra Höskuldsson. En heldur var hann tregur að gefa nokkrar upplýsingar um félagið. „Þetta er nefnilega leynifélags- skapur”, sagði hann. „Þetta er næstum þvi... ja ég held að þetta sé finna en Frimúrarareglan. Ég skal nú ekki segja hvort það er voldugra. Við erum svo ungir ennþá, áhrifa okkar er ekki enn farið að gæta. Eruð þið þá á sama sviði og frimúrarar? „Við erum nú á æðra sviði. Þetta er andlegur félagsskapur sem hefur fyrst og fremst eflingu félaga á stefnuskrá sinni. Og við ræðum ýmis vandamál þarna, en ég hef ekki heimild til þess að skýra neitt frá þvi, En þetta er ákaflega göfugur félagsskapuij það má slá þvi föstu. Ákaflega uppbyggjandi fyrir þá sem i honum eru og svona styrkjandi fyrir karakterinn”. Erþettaekki forréttindafélags- skapur? „Alveg tvimælalaust. Ef einn sem fyrir er mótmælir eru menn ekki teknir þarna inn. Ég hef aldrei komist til mannvirðinga i þessum félagsskap, þú sérð hvi- likt mannval er þarna”. reglan” Ekki hver sem er og ekki konur Og áfram hélt Helgarpósturinn að spyrja Svein Skorra. Hvaða skilyrði þurfa menn að uppfylla til þess að fá að vera með? „Ég held að það sé fyrst og fremst litið þannig á að þeir fél- agar sem fyrir eru áliti þá sem ganga i félagið þeim hæfileikum búna að þeir geti tekið þarna þátt”. Er þetta ekki bara samtrygg- ingarfélag ákveðins forgangs- hóps? „Siður en svo. Þetta er eigin- lega andlegt uppbyggingarfélag og bindindisfélag, gleymdu þvi ekki. Það var hinn upphaflegi til- gangur þess. 1 framhaldi af þvi eins og oft er um bindindisfélög, tók við af þvi andleg uppbygg- ing”. Það fær ekki hver sem er að ganga i félagið? „Nei, nei, nei, nei. Og ekkert Bryndis Sehram. „Ja, já, þetta er mjög spenn- andi. Þeir taka fyrir það sem efst er á baugi hverju sinni og fá einhvern karlmann eða konu til þess að ræða það. A eftir eru siðan umræður og menn fá sér i glas. Félagsskapurinn er mjög opinn. Að visu stinga menn upp á félögum og svo eru þeir sam- þykktir inn. Þeir eru aðallega að skemmta sér þama saman. Þeir halda fundina á laugardög- um þegar helgin er framundan og ég held að þetta sé sárasak- laust. Góð andleg hressing sem gerir engum illt. Ég myndi gjarnan vilja vera i svona hópi sjálf og myndi kannski ganga i félagið ef þaö væri konum opið. Mérfinnstþað alveg fáránlegt á timum jafnréttis kynjanna að útiloka annað kyniö en leyfa hinu að vera með”. Föstudagur 16. janúar 1981 3 kvenfólk” Ertu hlynntur þvi að karlmenn rotti sig svona saman i karl- mannaféíög? „Ég læt ekkert uppi um það. Hins vegar er ég i þessum klúbbi þó hann sé svona. Þetta er ákaf- lega ánægjulegur félagsskapur”. Þið eruð ekki að flýja eiginkon- urnar? „Nei, við tökum konurnar með þarna einu sinni á ári”. Það er bara þetta eina sinn? „Já, já, en það er þó það”. Þú segir að þetta sé ekki sam- tryggingarfélag, eru ekki þarna betur megandi borgarar? „Þetta eru fyrrverandi fátækir námsmenn. Ég held við séum blankir. Ég er að minnsta kosti blankur. Það er hægt að sjá það i skattskránni. Þetta er fyrst og fremst andlegur félagsskapur. Ég lit þannig á. Þetta er bindindisfélag og andlegt upp- byggingarfélag”. Og meira varð vart togað upp úr SveiniSkorra um áratuga veru hans i Leynifélaginu Loka, enda sagði Sveinn um leyndina sem yfir félagsskapnum hvildi;„Þetta er leynifélagsskapur og þá reynir hann náttúrulega að halda sér leyndum. Það á einhvern tima að hafa komið til tals að veita konum inn- göngu i félagið. Það var Þorleifur Haukssonsem þá var forseti sem átti upptökin að þvi. Hann vildi vikka út reglurnar um inntöku félaga. Það fékk vissan hljóm- grunn meðal félaga en ekki meirihluta. „Menn báru allt mögulegt fyrir sig, en fyrst og fremst tannst mér þetta vera ihaldssemi”, sagði Þorleifur. „Lokihefði verið svona uppbyggður alla tið og ætti að vera það áfram”. Þorleifur kvaðst hafa hætt i félaginu upp úr þessu og væri hann sennilega dottinn út eða af- limaðureins og það væri kallað. Ekki vildi hann meina að það væri erfiðleikum bundið að kom- ast inn i félagið. En það færi að einhverju leyti eftir fjölda félaga hverju sinni, hvort auðvelt væri að komast inn eða ekki. Helgarpósturinn hafði frétt það á skotspónum að einkum hefði það verið Páll Heiðar Jónsson sem hefði verið þvi mótfallinn. „Hvernig á maður að hafa veriðmótfallinn inngöngu kvenna i eitthvert félag sem maður hefur aldrei heyrt neitt um*voru þau svör sem Helgarpósturinn fékk frá Páli Heibari, þegar þetta var borið undir hann. Frá saurlifi og svalli inn á göfugri brautir Eins og fyrr sagði var Ölafur Mixa einn af stofnendum Loka. Og hann tók ekki illa þeirri mála- leitan Helgarpóstsins að skýra frá stofnun félagsins sem átti sér stað i Þýskalandi fyrir 20 árum siðan. „Þetta var stofnað sem bindindisfélag”, sagði Ölafur. „Það var úti i Mtinchen, sem þá kallaðist náttúrulega Munka- þverá. Kveikjan að stofnun hóps- ins var svona ástand sem menn eru stundum i, andlega mjög langt niðri og mjög opnir fyrir nýjum hugdettum. Það má segja að hann hafi orðið til i móral. Það eldhús TRÉKÓ baðinnréttingar TRÉKÓ fataskápar Trékó TRÉSMIÐJA KÓPAVOGS HF AUÐBREKKU 32 KÓPAVOGI SÍMI 40299 Innlimun útlima hafði verið mikill gleðskapur hjá námsmönnum á þjóðhátiðar- daginn 17. júni og mórallinn sem fylgdi i kjölfarið var i samræmi við það. Og svo var það að mig minnir 23. júni árið 1960 að við sátum fimm saman á öldurhúsi, ég, Gisli Alfreðsson leikari, Hall- dór Hannesson, Ari ólafsson og Gylfi Isaksson sem allir eru verk- fræðingar. Við húktum þarna yf- ir diskunum og þá segir einn upp úreins manns hljóði. „Eigum við ekki að stofna bindindisfélag?” Og á þessum stað ákváðum við uppbyggingu félagsins. Það skyldi leitast við að beina kröft- um ungmennanna, Islendinganna sem þarna voru, frá saurlifi og slarki inn á göfugri brautir. Og staðreyndin var sú að það var al- vara i þessu öðrum þræði. Það var kominn losarabragur á Islendinganýlenduna og það var grundvöllur fyrir einhverjum breytingum þar á. Við sömdum lög félgsins og nafnið kom á stundinni. Loki, sem er skamm- stöfun fyrir kennisetningu félags- ins eða móttó. Hún er algjört leyndarmál og var hvislað i eyra þeirra sem i félagið gengu. En hana hefur aldrei mátt segja upphátt. Félagar i Loka kölluðust limir og voru þeir sem i félagið gengu innlimaðir, en þeir sem úr þvi gengu útlimaðir. Svo var haldin limaskrá félagsins og seremóniur og hefðir ýmiss konar i heiðri hafðar. Yfir þessu hvildi mikil leynd sem ég held að hafi verið einhver þörf fyrir seremóniur. Við notuðum t.d. mjög fornt orðalag. Konur voru aldrei kallaðar konur, heldur hof- róður. Þaðvar ekki gengið á fundi heldur blót, og ýmislegt fram eft- irþeim götunum. Lokasenna, bók félagsins var skrifuð á mjög upp- skrúfuðu máli. Þetta var mikil bók og merkileg heimild, en hún hefur þvi miður glatast.” að merg málsins. Þetta var bindindisfélag með takmörkuðu áfengisleyfi. Menn máttu drekka hálfan litra af öli á dag. En það var harðbannað að safna upp magni þannig að þó menn drykkju ekki skammtinn sinn af öli einn daginn, máttu þeir ekkert drekka meira þann næsta. Ef menn voru að ljúka prófum eða áttu afmæli voru gerðar undan- tekningar, en reglurnar giltu aðeins innan marka Munkaþver- árborgar. Ef menn hins vegar brutu reglurnar og fóru yfir strik- ið skriftuðu þeir og borguöu sekt- ir. Það voru stighækkandi sektir, þannig að við endurtekin brot hækkuðu þær”. Eitt allsher jar syndafall Ólafur sagði sektirnar hafa runnið i svokallaðann Lokasjóð, en það var menningarsjóður félagsins, honum var varið i menningu að sjálfsögðu. Til þess að fara i óperur, leikhús, söfn og þess háttar. „Önnur tekjulind þessa sjóðs var mætingarskortur á hin viku- legu Lokablót. Þau voru haldin á laugardögum á mismunandi veit- ingastöðum. Þá voru tekin fyrir ákveðin umræðuefni, sem ein- hver limanna bryddaði upp á. Fyrir bragðið varð þetta ákaflega menningarlegt og mætingaskylda var mjög ströng. Og ef menn komu of seint gildnaði Loka- sjóður. Menn tóku þetta mjög hátíðlega og þetta var haldið. Þetta varðlika til þess að við hitt- umst reglulega og hafði ýmsar spaugilegar hliðar. Ferðir mann út úr bænum jukust mikið, ferða- lögurðu tiðari og það þótti ágætt. Eitt sinn tók hópurinn sig saman og fór i.ferðalag til þorps þarna i nágrenninu. Þegar komið var út fyrir borgarmörkin tóku allir upp sinn bjór og fóru að drekka. Þá kom i ljós að við vorum ekki komnir alveg út fyrir. Það varð þvi eitt allsherjar syndafall og allir skriftuðuog Lokasjóður varð mjög digur. Einnig tóku menn upp á þvi að hittast milli ellefu og eitt á kvöldin og tóku þá fyrri bjórinn fyrir miðnætti, en þann seinni eftir það”. Samlokurog meinlokur Ólafur sagði að Loki hefði blómstrað i Munchen. Menn hefðu sifelllt styrkst i tilgangi félagsins en þegar fram k liðu stundir var farið að gera ýmsar tilslakanir j H> á reglunum. Menn L_/ eftir Ernu Indriðadóttur og Guðmund Árna Stefánsson Aðkallafélaga limi átti að sögn ólafs ekkert skylt við orðið getnaðarlim, karlmennskutákn- ið, heldur tengdist það orðaleik þeirra Lokamanna. Til þess að útlimur fengi inngöngu i félags- skapinn urðu allir félagarnir að leggja blessun sina yfir innlimun hans. Að henni fenginni var út- limurinn innlimaður með viðhöfn. Hann varð á fundi að halda lof- ræðu um sjálfan sig i hálftima. Og þvi meira sem hann gortaði og þvi meiri hreystiverkum sem hann laug upp á sjálfan sig, þvi betri rómur var gerður að máli hans. útlimur þurfti við inngöngu einnig að hafa yfir sáttmála félagsins og skriftafaðirinn hvislaði kenniorðinu, sem aldrei mátti segja, upphátt i eyra hans. „Embættismaðurinn skrifta- faðir skráði Lokasennu”, hélt Olafur áfram. „Það var einnig i hans verkahring að hlusta á skriftir limanna. Og þá er komið TRÉKÓ Páil Heiðar Kristján Bersi Jónsson. ólafsson. S i g m a r B . Hauksson. Sveinn Skorri Höskuldsson. Ólafur Mixa. Talstöðvaklúbburinn BYLGJAN Klúbbur fólks á öllum aldri, sem hefur áhuga á talstöðva- viðskiptum og líflegu félagslífi. Allar upplýsingar um klúbbinn er að fá í símum 231 10, 45821 og 41247 frá kl. 20 til 22 öll virk kvöld

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.