Helgarpósturinn - 16.01.1981, Blaðsíða 7

Helgarpósturinn - 16.01.1981, Blaðsíða 7
Jie/garpásturinn É> EINVÍGI i drykkjunni innbyröis segir ekkert til um þaö hvaö mikiö er um fylleri. Sigmar: Nei, ég bara tel, aö höft og bönn leiöi ekki til minni drykkju. Halldór: Ég hygg, aö heilbrigöisstofnun Sameinuöu þjóöanna byggi á þvi sem best er hægt aö vita um þessi mál. Hún hefur nú i fyrsta lagi taliö höfuö nauösyn aö sporna viö áfengis- neyslu, og hún hefur heitið á öll sin aöildarriki aö vinna aö þvi. Hún hefur bent á leiöir til þess, og þar á meðal er að gera meiri hömlur á sölu á áfengisveitingum og hafa hátt verð á áfengi. Sigmar: Heilbrigöisstofnun Sameinuöu þjóöanna hefur sent frá sér gifurleg ósköp af upplýs- ingum. Og ég held aö þaö hafi verið skýrsla frá 1973, sem ég rakst á, þar sem þeir benda sérstaklega á hinar óliku hefðir i áfengisneyslu i hinum óliku lönd- um. Ég vildi i þessu sambandi nefna, aö ég get ekki skilið hvers vegna b jór er ekki seldur hér, þótt ég hafi heyrt ýmis rök. Tökum dæmi. Hér selur rikið brennivin. Hinsvegar fara fjölmargir fslendingar til útlanda. Þeir kynnast bjór, mörgum finnst kannski sá mjöður þægilegri en sterkari drykkir. Þaö er alveg sama hvað rikisvaldiö gerir. Ef það er almennur vilji manna, þá fá þeir sinn bjór. Hér er bruggað i eldhúsum og á baöherbergjum, og auk þess ef þú ert flugmaður eða sjómaður, þá máttu kaupa bjór. Þar af leiðandi liggja miklar birgöir af heimabruggi á heimil- um, og það er ekkert aögengi- legra en einmitt heimabruggiö. Þaö er akkúrat þetta sem skeöur i Sviþjóð, á Gautaborgarsvæðinu. Þar svinhækka þeir áfengiö hvaö eftir annaö og banna bruggun. Hvað skeður? Heimabruggið eykst. Halldór: Já, nú hafa Sviar bannað heimabruggun. En i sambandi viö bjórinn vil ég benda á eitt atriði, sem ég tel aö sé höfuðatriöi. Ljósi punkturinn i drykkjumálum okkar er sá, að almenningur telur áfengisneyslu á vinnutima og vinnustað ekki viðeigandi, ekki heppilega. En i öllum bjórlöndum er bjór drukk- inn á vinnustöðum á vinnutima. Sigmar: Þetta er ekki rétt, Halldór, vegna þess, aö ég starf- aöi i Sviþjóö á vinnustað, þar sem öll áfengisneysla var stranglega bönnuð. Ég áll t, aö þaö hafi ekki veriö minna áfengisböl þar en á þeim vinnustað þar sem ég starfa núna. Halldór: Haföi bannið einhver áhrif á þetta? Sigmar: Ég starfaði þarna i tvö ár, og ég varð ekki var við nein teljandi vandræöi. Halldór: Þá geta bönn haft þýðingu. Ég taldi það nú vera. Sigmar: Það veröur náttúrlega að setja bönn i þjóðfélaginu, til dæmis gegn þvi aö ganga á móti rauöu ljósi i umferðinni og annaö þviumlikt. En hinsvegar veröur aö athuga, þegar farið er að bera saman ísland og Þýskaland, að þar er vin- og bjórneysla svo samtengd neyslu matar. Ég hef komið inn á vinnustað i Frakklandi þar sem hver og einn er með bakka, og svo fékkstu rauðvinsglas. Þetta er svo samofið. Halldór: Ætli Mendes-France hafi ekki fallið, og stjórn hans af þvi að hann beitti sér fyrir þvi, aö skólabörn fengju mjólk i staðinn fyrir rauðvin? — Telur þú, Halldór, aö það eigi að banna áfengi? Halldór: Ég tel, aö áfengi sé þess eölis meöal vinuefnanna, aö þaö sé engu minni ástæöa til að banna það heldur en til dæmis hass og ýmislegt fleira. Hins- vegar veit ég, að meirihluti tslendinga vill eins og sakir standa vera frjáls að þvi að neyta þess. Og viö veröum náttúrlega aö beygja okkur fyrir þvi. Ég sé ekki neina rökvillu i þvi, aö úr þvi þjóöin á annað borö vill hafa þetta, aö rikiö selji það. Enda veitir rikinu ekki af aö hafa þessa tekjustofna að einhverju leyti til að mæta öllum þeim útgjöldum sem það veröur aö bera vegna þess aö drukkiö er i landinu. Sigmar:Ég tel nú, aö rikiö ætti ’ Fösfudagur 16. janúar 1981 ekki aö selja áfengi, þaö væri hægt aö ná þeim tekjum inn á annan hátt. Auk þess tel ég aö þeir sem kaupa áfengi,og það er nú stór hluti þjóðarinnar sem gerir það án nokkurra hörmunga, eigi að hafa sama rétt og aðrir neytendur i þjóðfélaginu. En það má vel vera, að það væri skást, ef áfengi hefði aldrei komið til sögunnar. En Halldór, má ég spyrja þig einnar spurningar? Hvernig stendur á þvi, að bindindishreyfingin skuli vera svo veik eins og raun ber vitni? Haildór: Ja, hvernig ætli standi á þvi? Þetta er i stórum dráttum sama þróun og hefur verið I öðr- um löndum, drykkjuskapur hefur aukist, menn oröið fráhverfandi bindindi. Til dæmis i Noregi og Sviþjóö, eins og hér á landi, beittd verkalýðshreyfingin sér fyrir bindindi framan af Öldinni. Ég sé nú ekki aö það sé mikið eftir af þvi hjá verkalýðshreyfingunni hér, frekar heldur en annars- staðar. En þaö er komið aftur- hvarf núna i Noregi og Sviþjóö. Ekki mikið innan verkalýös- hreyfingarinnar, en svona almennt. Sigmar :Það sagði mér kennari i skóla úti á landi, aö þar hafi verið farin herferö i skólanum til aö fá unglingana til aö hætta aö reykja. Þau tóku þvi yfirleitt vel. Hinsvegar var erfiðara aö fá þau til að hætta aö bragða áfengi. Þetta er mjög merkilegt. Halldór: Það er náttúrlega einn munur þarna á. Reykingar eru fastur daglegur vani. Hitt á bara að vera til hátiðabrigða. Sigmar: Ég tel, að þessir litlu vinveitingastaðir i Reykjavik, hafi verið til mikilla bóta. Ég minnist þess, að þegar maöur var aö fara á böll eins og i Þórscafé, meðan vinveitingar voru þar ekki, þá var fólk að smygla þessu inn i örvæntingu. Annaö er, aö þegar áfengi er hækkaö gifurlega, sýnir það sig, að fólk situr heima og drekkur eins mikið og það get- ur mögulega i sig látiö, vegna þess hvaö áfengiö er oröiö dýrt á veitingahúsunum og fer meira og minna ofurölvi á þessa staöi. Vissulega ber aö hafa aðgát i þessum efnum, eins og varðandi akstur, en hinsvegar hafa þessi bönn og hækkanir eiginlega eingöngu haft skaðleg áhrif. Halldór: Mér skilst, aö i seinni tið hafi áfengisverö verið látiö fylgja kaupiagi. Sigmar: Ég var einmitt að fletta þessu upp einhverntimann og mér skilst aö áfengi sé á svip- uðu veröi, en ætli það sé ekki vegna þess aö fjárhagur manna almennt hefur versnað. Og þegar fólk frá þessum löndum kemur til dæmis til Kanarieyja, þar sem vin er ódýrt, er það eins og beljur þegar þeim er hleypt út á vorin. Drykkjan er svo óstjórnleg, að Norömenn, Danir og Sviar uröu að setja á fót sérstakan spitala til að taka á móti fólki sem var búið að drekka sig i hel hálfpartinn. Hinsvegar sýnir það sig, að Bandarikjamenn og fólk sem kemur frá öðrum löndum þar sem áfengisverð er ekki eins svinslega hátt hefur ekki þessi vandamál. — Það er sagt, að tiu prósent þeirra, er smakka áfengi, veröi áfengissjúklingar. Er áfengið svo mikils viröi fyrir hin 90 prósent- in, að það sé réttlætanlegt að fórna þessum tiu? Halldór: Þeir láta sig einu varöa þessi tiu prósent og segja: Þeir koma okkur ekki viö, þeir veröa aö hafa sinn stjórnarskrár- lega rétt til að fara til helvitis! En önnur tiu prósent þeirra sem áfengi venjast, i vestrænum lönd- um, drekka sér til skaða á ýmsan hátt. Tjóniö og vandræöin og bölvunin eru ekki eingöngu bund- in viö alkóhólismann. Viö vitum um hóp ungra manna, sem hefur fariö sjálfum sér og öðrum aö voða, löngu áður en þeir urðu alkóhólistar. Kannski á fyrsta fylleriinu sofna menn útaf utan- dyra og vakna ekki aftur. Sigmar: Mér skilst, að einn helsti menningarsjúkdómurinn sé, að menn éta sig i hel, svo ég minnist ekki á reykingarnar. Þaö er þvi miöur erfitt aö stjórna þvi meö boöum og bönnum, aö menn haldi I sér lifinu. Ég held, aö hérna þurfi annað i baráttunni við áfengið en einhliða áróður og hækkanir. Það er fyrst og fremst fræösla, sem þarf, og gera ungu fólki kleift að skemmta sér án áfengis. — Sigmar minntist á, að hann teldi bindindishreyfinguna orðna veika. Hvernig á hún að starfa til þess að ná árangri? Halldór:Hún verður náttúrlega að starfa sem bindindishreyfing, hún er ekki bindindishreyfing annars. Ungmennafélagshreyf- ingin var sterk á timabili. Hvers vegna er hún það ekki ennþá? Hún var bindindishreyfing fram- an af. Ungmennafélag Islands tók algjörlega upp skuldbindingar- heit templara og gerði að sinni skuldbindingu. Sigmar: Sú hreyfing sem hefur gengiö einna best i baráttunni við Bakkus konung á siðustu árum er SAA, fyrrverandi drykkjumenn. Það eru menn sem hafa kynnst þessu böli, og þeir hafa unnið alveg gifurlegt starf. Og mér finnst það athyglisvert, að þessir menn eru öfgalausir, og margir hverjir á móti þessum sifelldu boðum og bönnum, sem templ- arar eru að boða. llalldór: Mér finnst það ekki allskostar gott þegar SÁA-menn eru aö lýsa þvi yfir, að þeir telji það sitt ævilán, aö þeir séu alkóhólistar. Og ég veit ekkihvort það er þetta sérstaka öfga- og ofstækisleysi er það sem við höfum óskað eftir. Nú má vel vera, að ýmsir menn hafi 7 þroskast á ýmsan hátt i sambandi við sinn drykkjuskap og afturhvarf frá honum, og það er náttúrlega ágætt i sjálfu sér. En að það sé nauðsynlegt að liggja i stjórnlausu fyllerii árum saman til þess að geta fengið svona almennan félagslegan þroska og kunna að meta samhjálp og góðvild og samstarf. Það kannast ég ekki við. , Sigmar: Ég held nú, Halldór, að þú hafir eitthvaö misskilið þá. Ég hef ekki heyrt þetta af þeirra vörum. En ég legg bara enn einu sinni áherslu á, að þau höft sem eru i þessum efnum verði tekin til rækilegrar endurskoöunar. Þak hf. auglýsir Þak sumarhús Hefjið tímanlega undirbúning fyrir næsta sumar og kaupið ÞAK sumarhús nú til uppsetningar næsta vor. Athugið okkar hagkvæmu skilmála. Hringið strax í dag og fáið nánari upplýsingar. Heimasímar. Heiðar 72019, Gunnar 53931. ÞAKHF Sími 53473 Vidkynnum Tonna-Tak límið sem límir alltað þvíallt! FJÖLHÆFT NOTAGILDI. Tonna Takið (cyanoacrylate) festist án þvingunar við flest öll efni s.s. gler, málma, keramik, postulín, gúmmí, eik, gerviefni, teflon o.fl. Lítið magn tryggir bestan árangur, einn dropi nægir í flestum tilfellum. EFNAEIGINLEIKAR. Sérstakir eiginleikar Tonna Taksins byggjast á nýrri hugmynd varðandi efnasamsetningu þess. FÆST í BYGGINGA- OG JÁRN- VÖRUVERSLUNUM UM LAND ALLT. Það er tilbúið til notkunar sam- stundis án undanfarandi blöndunar og umstangs. Allt límið er í einni handhægri túpu sem tilvalið er að eiga heima j við eða á vinnustað. HEILDSÖLUBIRGÐIR:^í?í!!® TÆKNIMIÐSTÖÐIN HF S. 76600

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.