Helgarpósturinn - 16.01.1981, Blaðsíða 9

Helgarpósturinn - 16.01.1981, Blaðsíða 9
9 —helgarpásturinn Föstudagur 16. janúar 1981 Byssan og jörðin geyma best Við vorum óaðskiljanlegir vinir. Þó var þetta ekki áður en kapitalisminn var fundinn upp og heiðarleg vinátta afnumin, eins og Kristinn E. lýsti i Nýjum augum.Ogvið vorum komnir úr mútum, þ.e.a.s. farnir að syngja i karlakór. Þá var það einn daginn að hann kom til min með brenn- andi spurningu á vörum: ,,Hef- urður heyrt Yesterday? — Við getum fengið það útsett fyrir kórinn ef við komum með það á nótum.” — Jú, ég hafði heyrt þetta lag, þvi einhvern veginn tókst bróður minum á óvið- ráðanlega aldrinum að komast yfir lög'bitlanna um leið og þau fóru á flot. Og þetta notalega lagi átti hann annað hvort á spólu eða plötu. Nú veit ég ekki hvort lesendur geta gert sér i hugarlund hvernig það fer fram ef tveir vinir liggja á gólfinu fyrir fram- an plötuspilara eða segulbands- tæki með nótnapappir fyrir framan sig og ætla að skrifa upp melódiu. Báðir þekkja þeir nót- ur á strengjum en hvorugur kann undirstöðuatriði tónfræði. Það voru kostulegar stundir. En eins og oft bæði fyrr og siðar leysti Jón Ásgeirsson vandann. Hann samdi að sönnu hvorki óperu né ballett i það skiptið. En hann útsetti Yesterday fyrir skólakór sinn, og þar með var málið leyst: Við vorum of aftar- lega á merinni. Stúdentakór Jóns Þórarinssonar söng aldrei Yesterday, þetta hugljúfa og merkilega lag hans Páls bitils. Þetta var á velmektardögum bitlanna og það var ekki fyrr en löngu seinna sem ég skildi að þeir höfðu skipt heila kynslóð verulegu máli: kynslóð mina. Vissulega höfðu þeir birst eins og uppreisnargjarnir strákar eru vanir: á móti öllu. Meira að segja á móti skólastjóranum sem skipaði þeim að láta klippa sig. En þeir létu ekki klippa sig. Sjálfur var ég á leið inn i menntamarinaelitu lands- ins (meira að segja gegnum LÆRÐA skólann) og lét ekki pilta frá Liverpool rugla mig i riminu — vel upp alinn ungling- inn. En skömmu siðar var sam- timinn orðinn yfirþyrmandi. Ég var sjálfur kominn i uppreisn. Kannski sást hún varla. Gat jafnvel verið i þvi einu fólgin að ganga i peysu i stað jakka eða þá með heimahnýtta þverslaufu i stað bindis. En seinna varö mér ljóst að jafnvel svona smá- vægilega uppreisn hefði maður ekki gert ef ekki hefðu áður ver- ið komnir piltar og stúlkur eins og piltarnir f jórir frá Liverpool. Vitanlega breytti enginn einn atburður gangi heimssögunnar. Vitanlega var bitlaæðið svokall- aða einungis eitt af mörgu. En árið 1968 var að nálgast og eftir á er auðvelt að sjá að fyrr höfðu ýmsar blikur verið á lofti. Það fer ekki hjá þvi þetta rif j- ist upp fyrir miðaldra manni nú þegar einn piltanna hefur fallið fyrir byssukúlu brjálæðings. Ég vona i það minnsta hann hafi verið brjálæðingur, ekki maður sem skildi að John Ono Lennon var hættulegur ráðandi aftur- haldsöflum. Ég vona hann hafi ekki verið likamningur þeirrar hugmyndar sem segir að byssan og jörðin geymi best. — Eitt Vesturheimsskot — og nöfnin raðast upp: Lincoln — Kennedy — King — Kennedy — Lennon — svo ekki séu nefndir allir hinir, karlar og konur, sem orðið hafa að lúta fyrir nefndri kenningu. — Hver veit nema Rónaldi þyki enn ástæða til að senda vinum sinum Chesterfield i jólagjöf á næstu jólum? En svo ris upp maður og skrifar heilsiðugrein i helgar- blað Visis, undirritar hana i Sviþjóð og segir að reyndar hafi bitlarnir alltaf verið að segja það sama: EKKI NEITT! — Ef ég vissi ekki að i Sviþjóð er hægt að læra einhvern allraversta Marxisma og útvatnaðasta sem um getur, en þjóðin er að flestu samt fremri öðrum evrópskum, þá kynni ég að taka undir með islensku svarthausunum. En ég þykist skilja. Og ég er orðinn nógu gamall maður til að hrista hausinn og segja: Svona leikur Saga okkur. Þó svo engum detti i hug að halda þvi fram að bitlarnir hafi sagt eitthvað sem breytti gangi hennar, er þó jafn- fjarri sanni að hengja það allt saman á snagann hennar Nostalgiu og kalla þaö karla- raup. Ef ekki hefðu komið til þessir fjórir piltar frá Liverpool hefði visast eitthvaö annað gerst. En það voru nú einu sinni þeir sem blésu á hornið eða létu strengina gjalla. Og þaö var John sem sýndi okkur að maður átti að taka afstöðu — m .a. gegn Vietnamstriðinu. Það var hann sem lýsti frati á hernaðarbrölt og mannvigastefnu en heimtaði friðnum og ástinni rétt. Að kalla það nostalgiu að minnast þess er svik við alla mannúðarstefnu og dapurlegur misskilningur á samtiðinni. — HP. Heimir Pálsson — Hraf n Gunnlaugsson — Jónas Jónasson — Magnea J. Matthías- dóttir — Páll Heiðar Jónsson — Sigurður A. Magnússon — Þráinn Bertelsson Hringborðið I dag skrifar Heimir Pálsson með greitt fyrir mannaskiptum á þeirri tegund samninga?”. Áður en ég svara er rétt að taka fram að ég er ekki lengur i stjórn FIL og get þvi aðeins svarað fyrir mig sjálfan, þó geri ég ráð fyrir að skoðanir minar og stjórnar- innar fari saman i þessu máli. Þá vilég vekja athygli á að i spurn- ingu Jóns Viðars kemur fram sú skoðunhans að uppsagnarákvæö- in komi i veg fyrir mannaskipti i leikhúsinu. Hann vék sér hins vegar undan að rökstyðja fyrri hefur félagið aldrei haft afskipti af uppsögnum nema þegar ekki hefur verið rétt að þeim staðið. Þvi er stundum haldið fram að uppsagnarfresturinn sé of langur vegna þess að leikhús geti ekki skipulagtstarfsemi sina svo langt fram i timann að vitað sé með sex mánaða fyrirvara hvaöa leikara verður þörf fyrir 'á næsta leikári. Þetta eru haldlaus rök vegna þess að uppsagnarfrestinn er aldrei hægt að miða við það hvenær vitað er um nýtingu leikaranna á Leikarasamningar hindra ekki mannaskipti leikhúsa Enn virðist ætla að teygjast tal okkar Jóns Viðars Jónssonar um samningamál leikara viö at- vinnuleikhús. Með þessari um- ræðu erum við komnir nokkuð frá upphaflegu umræðuefni Jóns Við- ars sem var listræn stefna Þjóð- leikhússins sem hann taldi ekki nógu góða. Upphaflega kenndi hann Þjóðleikhdsst jóra um meinta óáran en þegar Þjóðleik- hússtjórisvaraði fyrir sig dró Jón Viðar I land og reyndi að koma sökinni á samninga leikara við leikhúsið. Af þvi tilefni beindi ég til Jóns Viðars þrem spurningum um þau mál sem hann vék sér undan að svara. Nú hefur Jón Viðar snúið vörn i sókn og leggur fyrir mig að svara spurningu þó mínum spurningum sé enn ósvarað. Ekki ber þetta vott mikilli sanngirni en ég mun ekki erfa það við hann og skal eiga svör hans inni til betri tima. Ég mun ekki vikja mér undan að reyna að svara spurningunni enda geröi ég mér ljóst þegar ég fór aðblanda mér I umræðuna að ég gæti þurft að styðja mál mitt rökum. Spuming Jóns Viðars er svo- hljóðandi: ,,A hvaða forsendum hefur Félag islenskra leikara hafnaöósk Þjóðleikhússins um að uppsagnarfrestur leikara á B- samningi verði styttur og þar fullyrðingar sinar um þetta eins og fyrr segir. Og nú kemur svarið: Forsenda þess að ekki hefur verið fallist á að stytta uppsagnarfrestinn er m.a. sú að hann er ekki of langur að mati þeirra sem með samn- ingamálin fara fyrir hönd félags- ins. Ennfremur er það mat sömu aðila að uppsagnarfresturinn tor- veldi ekki að mannaskipti geti átt sér stað. Lengd uppsagnarfrests er að sjálfsögðu alltaf matsatriði og getur verið mismunandi eftir starfsgreinum hvað telst eðli- legur uppsagnarfrestur. Til- gangur uppsagnarfrestsins er hins vegar öllum ljós þ.e. að gefa starfsmanni og atvinnurekanda umþóttunartima vegna breyttra aðstæðna sem af uppsögnum geta leitt. Eðlilegt er að uppsagnar- frestur leikara sé i lengra lagi vegna þess hve sérstætt starfið er og atvinnutækifæri fá. Með sex mánaða uppsagnar- fresti er reynt að tryggja leikur- um öryggi i starfi sinu og þá er átt við að þeir geti með nokkru öryggi vitað um stööu sina á at- vinnumarkaöinum með sæmileg- um fyrirvara en ekki að tryggja að þeim verði ekki sagt upp. Það hefur aldrei verið ætlun FIL að torvelda leikhúsum að gera breytingará leikarahópnum enda næsta leikári. Reynslan sýnir að yfirleitt er ekki einu sinni vitað við upphaf leikárs hvaö hver leik- ari á að gera á leikárinu og verður oft ekki ljóst fyrr en á miðju leikári, I verstu tilvikum ekkifyrren i lok leikársins. Þetta geta þeir lausráðnu leikara vitnað um sem falast hafa eftir vinnu i leikhúsum og leikhússtjóri ekki einu sinni getaö svarað þeim hvort þeim sé ætlað verkefni i leikriti sem á að fara i æfingu innan fárra daga. 1 framhaldi af þessu má nefna að það hefur verið yfirlýstur til- gangur þessa langa uppsagnar- frests að knýja á leikhúsin um skipulagningu lengra fram i tim- ann en verið hefur. Þess sjást þó harla litil merki að þessi viðleitni muni bera árangur, og varla von til þess. Leikhús ákveður nefni- lega i fæstum tilfellum uppsagnir og ráðningar með hliðsjón af þvi hvernig leikarar muni nýtast á næsta ári eingöngu. Miklu fremur ræðst ákvcýðun leikhússins af þvi hvernig þeir hafa nýst leikhúsinu á undangengnum leikárum og hvernig útlit er fyrir að þeir muni nýtast til frambúðar. Möguleikinn til uppsagna og mannaskipta er vissulega fyrir hendi, það er hins vegar fram- kvæmdaratriði og háö ákvörðun leikhússtjórna hvort og hvernig VETTVANGUR NdurfaieMnUm' ~ f>rt •• 0 ÞW 'e.khusld er strtr s,ofnun • vofum.-íghefh^ mj* iui h 3 n-V"nt!u -1 slarfs- 'i Nm Þ s<>m skipulag ' limann virilis, vcra S Srotakennt. w-ssir mulaS; Þeir sem nu raou úinni i Þjóftleikhtisinu viröast s vegar hafa gefió upp alla von , só aft nálgast þessi rkmift og lata hji —’ !)nn ‘ - • Clf VANGUF, iftbrógftum ellausi su.'^n^Tn,, alvktir eru hvorki óhugsandi lonsson. leikhúsfra ftingur. „ ihaldi aí þcim viftbrögftum •ns i utvarpinu heíur fengift. ft u. h >ta in t inb til . ngir leikhuss -—rr su ...» wúsmannl ' virhrs> h'?,lu pjóMHkh ahlla r,.m 1 w Þj041" urió 0 mein v»ó Spurn- •ngar... SV' islensk ^'’sam l>anntg óratuí sektari þjóft'*' scis iari Þjóólei, -,iva 11 ,aS r V "' ístræna )óta ver ...... .. lann hefi h.s *•■ SVOr þpaódr-^.f úareóu., »n t tilcfnj af ,,r ■ •tnnssonar ^ < ln Jóns vi*__ Jf*!*1"* '-’ dev : !'anRi Helftar! Jónssoij ,föræ»t uni ?raf"sem ha„ ^ förna til a, ■Samt virðist rg»- a.m.k halda Þeirri úonuni tilupp ,sem kynnu uT Þusanna k veö. a6.e,iis einn t eekstur „K J “mia Sja|fra , v»ft sogu sá möguleiki er nýttur. Það að mannaskipti hafa verið fátiðari en Jóni Viðari likar á sér aðrar orsakir og fullyrðingar um að þar sé samningum leikara um að kenna eru einber fyrirsláttur. Það sannast best á því að þrátt fyrir sex mánaða uppsagnarfrest hefur leikurum verið sagt upp störfum og aðrir ráðnir i þeirra stað. Minna má á að Þjóðleik- húsið sagði upp tveim leikurum i hitteðfyrra og réði aðra i staðinn. Þá hefur Leikfélag Akureyrar tvivegis sagt upp öllum leikurum sinum og ýmist endurráðið þá eða ráðið nýja. Fleira mætti tina til sem styður þá afstöðu FIL aö vilja ekki stytta uppsagnarfrestinn á B-samningii Þjóðleikhúsinu en ég læt þetta duga i bili. Vona ég nú að málið hafi skýrst fyrir Jóni Viðari og hann sjái að þetta ákvæöi i samn- ingum leikara er dcki orsök þess sem honum finnst vera að i at- vinnuleikhús un um. P.S. Jón Viðar segir aö ég brigsli honum um aðtala af vanþekkingu um samningamál leikára og verð ég að gera athugasemd viö það. Ég hef e.t.v. ekki tjáö mig nógu skýrt í siðustu grein minni en meining mln var sú að brigsla Jóni Viðari um að tala af van- þekkingu um öll innri mál at- vinnuleikhúsanna, ekki bara samningamálin. Sigurður Karlsson leikari.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.