Helgarpósturinn - 16.01.1981, Blaðsíða 17

Helgarpósturinn - 16.01.1981, Blaðsíða 17
Alþýöuleikhúsiö í nýju húsnæði: Frumsýnir tvö verkeftir Dario Fo Alþýðuleikhúsmenn standa i ströngu þessa dagana. Verift er að leggja sfðustu hönd á breyt- ingarnar, sem að undanförnu hafa farið fram i Hafnarbiöi, þar sem leikhúsið verður með starf- semi sina næstu mánuðina, a.m.k. Fimm sætaraðir hafa veriö rifnar upp svo stækka mætti gamla sviöiö og gera það að 70 fermetra sviði, auk, þess sem gerð hefur verið aðstaða fyrir leikara, ljósamenn og leiktjalda- geymsla. Hafa félagar Alþýðu- leikhússins lagt nótt við dag til að koma húsnæöinu i viðunandi horf fyrir leikstarfsemi, og að sögn Sigrúnar Valbergsdóttur, annars leikhússtjóranna, er rekstrar- grundvöllurhússins mun tryggari en áður, þegar sýningar fóru að mestu fram i Lindarbæ. Hafnar- bió tekur rúmlega helmingi fleiri \ i sæti en Lindarbær og leyfir þannig fjölmennari sýningar, sem ekki voru mögulegar áður sökum kostnaðar. En það er ekki eingöngu verið að smiða, þvi einnig standa yfir æfingar á tveimur verkum, sem verða frumsýnd undir lok þessa mánaöar. Bæði verkin eru eftir italska leikhúsmanninn Dario Fo, sem reykviskir áhorfendur þekkja nú orðið mæta vel. Fyrri frumsýningin veröur sunnudaginn 25. janúar og eru það þrir einþáttungar, sem bera yfirskriftina Kona. Leikstjórinn, Guðrún Asmundsdóttir sagði i samtali viö Helgarpóstinn, að þessir þættir væru geysilega vel skrifaöir, en þá skrifaði Fo 1 sam- vinnu við konu sina, Fröncu Rama. Sagði Guðrún, að það kæmi vel fram að hún hafði verið með honum, þvi fariö væri náið inn i sálarlif kvenna. Fyrsti þátturinn heitir Fótaferð og þar leikur Sólveig Hauksdóttir verkakonu. Áhorfendur fá að kynnast lifi hennar i hnotskurn á meðan hún leitar að lykli, sem hún hefur lagt einhvers staðar frá sér. Annar þátturinn heitir Ein. Edda Hólm leikur þar miðstéttar- konu, sem er eina ,,fina frúin” i þessum þáttum. Eiginmaður hennar lokar hana inni, þegar hann fer i vinnuna. I þættinum sjáum við hvar hún er aö ræða út um gluggann við konuna i næsta húsi, þó mann fari kannski að gruna, eftir þvi sem liður á þátt- inn, að þessi nágrannakona gæti verið hugarburður hennar. f þessum þætti fjallar Dario Fo um það, sem gerist þegar manneskja hefur ekki nein samskipti við aðra. Þriðji þátturinn heitir Við höf- um allar sömu sögu aö segja, og er leikinn af Guðrúnu Gisladótt- ur. Konan i þessum þætti er með- vituð um stöðu sina og tiiveru. Hún berst fyrir þvi að auka skiln- ing karlmannsins á samskiptum karla og kvenna og til þess, segir hún bami sinu ævintýri. Fo notar ævintýri þetta til að minna okkur á hve ævintýrin, sem við segjum börnum okkar geta verið fordómafull. Guðrún sagöi, að hún hafi aldrei komist i skemmtilegra leikstjóra- verkefni og hún þyrfti að hafa sig alla við til að fylgja hugarflugi höfundarins. Aöspurð um hvort þetta verk væri „innlegg i kvenna- baráttuna”, sagði Guðrún að svo væri. ,,Þvi meiri skilningur sem er milli kynjanna á viðkvæmustu hlutum, þvi meiri skilningur verður á mannréttindum almennt, ekki bara réttindum kvenna,” sagði hún. Leikmynd er gerð af Ivan Török, leikhljóð og tónlist er i umsjá Gunnars Reynis Sveins- sonar og David Walters sér um lýsinguna. Siðara verkið, sem frumsýnt verður eftir Dario Fo er Stjórnleysinginn ferst ,,af slys- förum” i leikstjórn Lárusar Ýmis Óskarssonar. Verk þetta er upphaflega skrif- að sem debatverk á Italiu vegna ákveöins atburðar, dauöa stjórnleysingja, sem var i yfir- heyrslu hjá lögreglunni vegna sprengjutilræðis i Milanó I desember 1969. Eftir þriggja daga yfirheyrslur flaug hann út um gluggann, og spurning er hvernig fór hann út um glugg- ann? Lögreglan gaf út þá tilkynn- ingu, að hann hafi framið sjálfs- morðog siðar komu ýmsar skýr- ingar á þvi hvernig þetta gerðist. Aðalpersóna leikritsins er brjálæöingur, sem haldinn er þeirri áráttu að vilja alltaf vera Evrópubúarnir Europeans) Bresk-indversk. Argerð 1979. Handrit: Ruth Prawer Jhabvala eftir skáld- sögu Henry James. Leikstjóri: James Ivory. Aðalhlutverk: Lee Remick, Robin Ellis, Wesley Addy. ,,Við verðum að fara aö öllu með gát. Við eigum eftir að veröa fyrir hinum undarlegustu áhrifum”. Eitthvað á þessa leiö kemst. aðorði íupphafihinn stif- pressaði heimilisfaöir ættarset- urs i Nýja-Englandi nitjándu aldar sem er sögusvið bókar H . James og myndar James Ivory. Þá halda innreið sina i þetta einkar siðfágaða og bælda fjöl- skyldulif tveir evrópskir ætt- ingjar i visitasiu og raska þeirri svæfandi ró sem þar hefur rikt i langan tima. Óneitanlega verð- ur blessað fólkið fyrir einhverj- um áhrifum, bæði gestgjafar og gestir, en þegar upp er staöiö virðast þau þó ekki ýkja meiri en þau sem rekja má til einsog staups af þurru sérrii. James Ivory er sérstætt fyrir- bæri i kvikmyndagerð, Amerikani sem gert hefur flest- ar myndir sinar á Indlandi I samvinnu við Ruth Prawer Jhabvala, sem einnig skrifar handrit þessarar. Engin þess- ara mynda hefur „slegiö I gegn” viðskiptalega, en Ivory nýtur virðingar fyrir þá þraut- seigju að halda sinu striki. Kunnasta mynd hans mun vera „Savages” (Villimenn) en sið- menning af óliku tagi virðist Ivory hugleikið viðfangsefni. 1 Evrópubúunum er allt alveg vaöandi i siðmenningu. A gamla ættarsetrinu fara af stað ótal ástarsögur sem flestar eiga þaö hins vegar sammerkt aö i þeim gerist akkúrat ekki neitt. Bless- að fólkið er svo últrakúltiveraö aö það þorir ekki að fara úr öllu þessu blúndu og knipplinga- verki. Stundum stendur maöur sig aö þvi að óska þess aö fólkið drifi sig i gufubað, eða á ærlegt fylleri, bara til aö eitthvað færi nú að gerast. En þvi miður: Það talar ekki saman nema yfir breiðan sófa eöa heilt pianó. 011 myndin er meira og minna bælt Lee Remick fer vel meö hlut- verk bældrar kniplingakonu I The Europeans. fjas,sem sumt verður i meðförum Ivorys og leikara svolit- ið fyndið fjas, en mestan part bara fjas. A einum punkti verö- ur öll þeSsi náttúrulausa bæling svo þrúgandi og óbærileg fyrir eina konuna, aö hún rýkur inn i svefnherbergið sitt, fleygir sér i rúmið og öskrar hátt og snjallt oni sængina. Og sængin bælir auðvitaö öskrið. Þetta var fremur gott atriði. En þaö segir sitt um myndina, að áhorfanda hennar langar mest til að fara að dæmi stúlkunnar. Evrópubúarnir er vissulega þaulhugsuð mynd. Hún er yfir- máta listræn og myndræn og falleg og fin. En hún er lika dáldið leiðinleg. —AÞ. Lýst eftir gufubaði Háskólabió, mánudagsmynd: ( Th e Lýst eftir biúndum Tónabió: The Betsy Bandarisk. Argerð 1979. Hand- rit: William Bast. Walter Bern- stein, eftir sögu Harold Robb- ins. Leikstjóri: Daniel Petrie. Aðalhlutverk: LaurenceOlivier, Tommy Lee Jones, Robert Du- vall, Lesley Anne Down, Katha- rine Ross. Vilji menn fá aðra hliö fjöl- skyldulifs en býðst i mánudags- mynd Háskólabiós þá er upplagt að bregöa sér i Tónabió. Maöur þarf sko ekki aö óska eftir gufu- baöi þegar horft er á The Betsy. Það væri frekar að maður ósk- aði eftir dálitilli siðfágun Ev- rópubúanna, — nokkrum blúnd- um og knipplingum i staðinn fyrir bera rassa. Harold Robbins er elstur amerisku snobbsorphöfundanna og kallar einsog Arthur Hailey og Sidney Sheldon hafa fylgt i dollaraþakin spor hans. Viö- fangsefni þessara manna eru einatt lifsreynslusögur úr heimi kapitaliskrar sam- keppni — sögur af fólki sem brýst til auðs og metorða, bar- áttu þess til aö halda i völdin og dollarana og stormasömu og fremur subbulegu heimilislifi þess. The Betsy er svona i nám- unda við Hjól eða Bilaborgina eftir Hailey og Fram yfir mið- nætti eftir Sheldon, — fjallar um valdastreitu i amerisku bif- reiöaveldi og þá ógeðfelldu fjöl- skyldu sem þvi stjórnar. Nóg er af baktjaldamakkinu, framhjáhaldinu, blóðskömm- unum, morðum og sjálfs- moröum og ööru þvi sem af- þreyingariönaður kvikmynda og skáldsagna þrifst á um þessar mundir. Af þessu geta menn haft lúmskt gaman, en allt er hér óvenju svæsið og sóðalegt. Framleiðsla myndar- innar er auövitað faglega af hendi leyst, og leikarar gera stundum furðu vel viö þaö sið- litla lið sem hún segir frá. En það lyftir henni ekki af lágu plani. — AÞ. Edda Hólm á æfingu I Konu eftir Dario Fo aö leika einhver hlutverk. I upphafi leiksins er hann handtek- inn af lögreglunni og færöur til yfirheyrslu. A lögreglustöðinni fréttir hann, að væntanlegur sé rannsókna rdómari vegna stjórnleysingjamálsins. Sér hann sér þá leik á borði og bregður sér I enn eitt hlutverk. Veltir hann lög- reglumönnunum siöan upp úr öll- um þeim útgáfum, sem þeir hafa komið meö vegna dauða stjórnleysingjans. Lárus Ýmir sagði, að leikritið væri farsakennt, en reynt væri að gefa þannig mynd af lögreglu- mönnunum, að svona menn gæti maður átt von á að hitta inni á lögreglustöð og með þeim vildi maður ekki vera einn i herbergi, þó þeir séu ýktir og stíliseraöir. „Til þess.verður maður að halda þeim á einhverjum raunveruleg- um grunni”. sagði LárusÝmir. Leikenduri Stjómleysingjanum eru Bjarni Ingvarsson, Arnar Jónsson, Viðar Eggertsson, Björn Karlsson. Elisabet Þórisdóttir og Þráinn Karlsson. Leikmynd er eftir Þórunni Sigriði Þorgrímsdóttur. Þjóðleikhúsið sviptir Helgarpóstinn frumsýn- ingarmiðum gagnrýnenda Þjóðleikhúsið hefur tilkvnnt Helgarpóstinum að blaðið sé hérmeð svipt þeim frumsýning- armiðum sem leiklistargagn- rýnandi þess hefur hingað til notið. Er þvi borið við að „regl- ur hússins” heimili ekki að „sama blaðið” fái tvö pör af miðum. Alþýðublaðið hafi ný- lega tekið upp reglubundin skrif um leikhús og miðarnir muni framvegis fara til þess. Rit- stjórnHelgarpóstsins telur þetta furðu sæta ef tekið er mið af þvi hversu mikinn áhuga blaðið hef- ur reynt aö sýna leikhúsi og leiklist frá upphafi. Þessi ákvöröun forráðamanna stofn- unarinnar verður ekki skilin á annan veg, en þann, að góðri samvinnu blaðsins og leik- hússins hvað snertir kynningu og umfjöllun um starf þess sé slitiö. Helgarpósturinn mun hins vegar hér eftir sem hingað til birta umsagnir gagnrýnenda um sýningar leikhússins, þótt fyrirgreiðslu þess sé lokiö. Leiklistargagnrýnendur okkar eru Jón Viðar Jónsson, Gunn- laugur Ástgeirsson og Siguröur Svavarsson. — Ritstjórar. „Tengist dægurþrasinu" segir Jón Hjartarson um revíu sem hann er að skrifa með Þórarni Eldjárn „Revian byggist á atriðum, sem tengjast daglega lifinu og dægurþrasinu. Við tökum fyrir það helsta, sem er að gerast I samtimanum”, sagði Jón Hjartarson leikari i samtali við Helgarpóstinn, en siðan i haust hefur Jón, ásamt Þórarni Eldjárn unnið að gerð revlu fyrir Leik- félag Reykjavikur. Hann vildi þó ekki skýra nánar frá efninu. Jón sagði, að revian, sem enn hefur ekki hlotið nafn, væri langt komin og myndu æfingar byrja undir næstu mánaðamót, og frumsýning yröi liklega i lok mars. Eins og I öörum revium verður jöfnum höndum talað mál og sungið. Tónlistin er „gripin af götunni”, og verða það ýmis lög, sem fólk þekkir, bæði gamlir og nýir slagarar. Þá veröur kannski einnig tónlist samin sérstaklega fyrir uppfærsluna. Leikstjóri reviunnar verður Guðrún Asmundsdóttir, en ekki hefur veriö skipaö i hlutverk. ,,Kvörtum ekki undan aösókn'' segir Tómas Zoega hjá Leikfélagi Reykjavíkur „Tölur, sem þarna eru bornar saman éru ekki sambærilegar. Aðsókn hér geturekki orðið meiri en hún er vegna stærðar hússins”, sagði Tómas Zoega, framkvæmdastjóri Leikfélags Reykjavikur, I samtali við Helgarpóstinn, vegna fréttar sem birtist i Morgunblaðinu á þriðju- daginn um minnkandi aösókn að leikhúsum borgarinnar. Tómas sagði, aö frá þvi aö Leikfélag Reykjavikur varö at- vinnuleikhús fljótlega eftir 1960, hafi sætanýting yfirleitt verið 95%, þannig að áhorfendafjöldi i Iðnó gæti aldrei orðið meiri en 45—47 þúsund manns, af tækni- legum ástæðum. Hins vegar færi heildar áhorfendafjöldi mikið eft- ir þvi hvort leikfélagið væri með sýningar i Austurbæjarbiói. Aðsókn færi þvi ekki minnkandi, heidur væru umsvifin misjöfn, þar sem ekki væri tæknilega möguleiki að vera alltaf með sýn- ingar I Austurbæjarblói. „Viö getum ekki kvartað undan litilli aðsókn, og þaö sem er af þessum vetri, er hún I þeim toppi, sem viö eigum aö venjast”, sagði Tómas Zoega.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.