Helgarpósturinn - 16.01.1981, Blaðsíða 19

Helgarpósturinn - 16.01.1981, Blaðsíða 19
helgarposturinn- Föstudagur 16. janúar 1981 Á knattspyrnuvöllum Evrópu Asgeir Sigurvinsson (knatt- spyrnuævintýri Eyjapeyjans), eftir Sigmund ó. Steinarsson og Guðjón Róbert Agústsson. örn og örlygur, Reykjavik 1980. Liverpool, alltaf á toppnum, eft- ir Derek Hodgson. Þýðing og eftirmáli: Sigurður Sverrisson. Hagprent, Reykjavik 1980. ■ vinnubrögð þeirra i þessari bók. Mest er byggt á myndefni og flennistórum fyrirsögnum og öll uppsetning efnisins er i iþrótta- siðnastil. 1 sjálfan textann er lit- ið lagt, enda verður hann nánast aukaatriði i samanburði við hiö fyrrnefnda. Frásögnin byggist á viðtölum við Asgeir sjálfan og ýmsa þá Bókmenntir eftir Sigurð Svavarsson Knattspyrnubækur Meðal þess barnaefnis sem undirritaður lá hvað mest yfir i æsku voru bækur um knatt- spyrnu og knattspyrnumenn. Þetta lá næsta beint við þar sem flestum stundum var eytt við að spila fótbolta eða horfa á fót- bolta. Nokkuð var um bækur af þessu tagi á boðstólum, þótt það hafi verið snöggtum minna en viðast erlendis. Knattspyrnu- bókunum má skipta gróflega i tvo meginflokka: 1. Skáldsögur um einstaklinga, sem sköruðu framúr i þessari iþróttagrein, s.s. Vinstri útherjinn, Baldur og bekkjarliðið og bækurnar um Steina og Danna. 2. Ævisögur einstakra afreksmanna á þessu . sviði, t.d. bækurnar um Esubio, svörtu perluna frá Portúgal, og Kevin Keegan. Þetta eru auðvitað hetjubókmenntir og höfðu lika þannig áhrif á lesend- urna. Þær leiddu mann á rósrauðu skýi inn i heim at- vinnumanna og afreksfólks og gerðu dagdraumana að stans- laustri sigurgöngu á öllum helstu knattspyrnuvöllum álf- unnar, þar sem maður sjálfur var enginn 5. flokks tappi heldur dáð stjarna. Lif atvinnumanna i iþróttum verður islenskum ungmennum stöðugt nálægara, eftir þvi sem fleiri landar leggja inn á þessa braut og svo auðvitað fyrir at- beina ensku knattspyrnunnar. Nú fyrir jólin komu út tvær bækur um knattspyrnumenn sem hér verða til umfjöllunar. Ásgeir Sigurvinsson Það fer ekkert á milli mála að Asgeir Sigurvinsson er dáðasti og frægasti iþróttamaður Islands i dag. Hann hefur náð lengra en flestum auðnast i hörðum heimi atvinnumann- anna og virðist vera sú mann- gerð sem þolir velgengni án þess að spillast. Saga hans er þvi saga fárra útvaldra, þvi hinir eru mun fleiri sem aðeins kynnast vonbrigðunum i þessu starfi. Þeir Sigmundur og Róbert hafa báðir unnið við dagblöð j lengst af og mótar það mjög 2r 1-15-44 Óvætturin. Allir sem með kvikmyndum fylgjast þekkja ,,Alien”,eina best sóttu myndum ársins 1979. Hrottalega spennandi og óvenjuleg mynd i alla staði og auk þess mjög skemmtileg, myndin skeður á geimöld án tima eða rúms. Aðalhlutverk: Tom Skerritt, Sigournev Weaverog Yaphet Kotto. tslenskir textar. Bönnuð fyrir börn. Sýnd kl. 5, 7.15 og 9,30. sem gerst hafa fylgst með hon- um og hans ferli, ásamt þvi sem greint er allýtarlega frá einstökum sögufrægum kappleikjum. Besti hluti bókar- innar er sá sem greinir frá upp- vexti Asgeirs i Eyjum og byrjun ferils hans i atvinnu- mennskunni, enda er það sú hlið sem litið hefur boriö á til þessa. Þá kemur einnig ýmislegt for- vitnilegt fram i viðtölunum við kappann, þó að minu viti hefðu höfundarnir mátt nálgast þetta efni á gagnrýninn hátt. Asgeir er sýndur á sjóskiðum, veiðum, i golfi og á ferðalögum, þ.e.a.s. glæsilegt ytra borðið, en sáralit- ið er minnst á skuggahliöarnar, þ.e. ófrelsið kröfuhörkuna og erfiðið. Þetta má þó e.t.v. skýra á þann hátt að ferill Asgeirs hef- ur til þessa verið ein samfelld sigurganga, sem fáa skugga hefur borið á. Lang lakasti og sisti hluti bókarinnar er sá sem fer i að greina frá einstökum kappleikjum. Ifyrsta lagi vegna þess að þessir leikir eru flestum enn i fersku minni og i öðru lagi vegna þess að i þeirri frásögn er hlutur félaga kappans i lands- liðinu mjög fyrir borð borinn. Raunar einkennir siðara atriðið frásagnir af hópiþróttum i öllum islenskum fjölmiðlum. Höfundarnir segja i formála: „Lif atvinnuknattspyrnumanna er ekki eintómur dans á rósum. Þeireru ekki „frjálsir” menn — þeir verða að fara i einu og öllu eftir duttlungum félagsins og hlýða boðum þess og bönnum i hvivetna....” Þetta er sannar- lega rétt og satt, en hinsvegar er ég næsta viss um að þeir ung- lingar sem lesa þessa bók sann- færist um hið gagnstæða. Liverpool Knattspyrnan á Bretlands- eyjum er fyrst og fremst iþrótt verkamannanna og lægra miöstéttarfólks. Sem slik er hún geysilega áhrifamikið tæki. Það er þvi ekki alveg út i hött þegar Derek Hodgson segir i bók sinni að Karl gamli Marx hefði sagt „Knattspyrnan er ópium fólks- ins” ef hann hefði alist upp i Liverpool á þessari öld. Hodgson segir sögu Liverpool 2-21-40 i lausu lofti (Flying High) \ X. Stórskemmtileg og fyndin litmynd, þar sem söguþráð- ur „stórslysamyndanna” er i hávegum hafður. Mynd sem allir hafa gaman að. Aðalhlutverk: Robert Hays, Juli Hagerty, Peter Graves. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Mánudagsmyndin: Evrópubúarnir (The Europeans). Aðalhlutverk: Lee Remick, Robin Ellis, Wesley Addy. Sýnd kl. 5, 7 og 9. félagsins frá byrjun i bók sinni. Það er sagt frá vexti félagsins, sigrum þess og afturbata- timabilum, stjörnum þess og áhangendunum frægu, The Kop. Hodgson reynir að setja þessa sögu i þjóðfélagslegt samhengi og visa til sögulegra atburða, en fyrst og fremst er þetta þó saga einstaklinga sem skarað hafa framúr, leikmanna, þjálfara og framkvæmdastjóra. Forvitnilegasti hluti þessarar bókar er aö minu mati sá sem fjallar um áhangendur félagsins, tryggð þeirra og áhugi er með ólikindum. Allt veröur að taka mið af knatt- spyrnunni, stéttabaráttan hvað þa annað. A kreppuárunum komu allt að 45000 manns á Anfield, þrátt fyrir að fólkið ætti vart fyrir mat. Raunar eru áhangendurnir mest karlmenn og knattspyrnan hefur þvi eflaust orðiö til að viðhalda kynjamisréttinu. En hvað um það, breski fótboltinn er merki- legt þjóðfélagslegt fyrirbæri, sem er verðugt rannsóknarefni. Rétt er aö benda á óafsakan- lega villu i bókinni um Liverpool. Þar er skráður þýðandi Sigurður Sveinsson, en hið rétta er að þýðandi og höf- undur eftirmála um tvö siöustu árin er Sigurður Sverrisson blaðamaður á DB. Finnst mér réttast að forráðamenn Hag- prents biðji afsökunar opinber- lega á þessum sóðaskap. } Sími 11384 Jólamynd 1980 Heimsfræg, bráðskemmti- leg, ný, bandarisk gaman- mynd i litum og Panavision. International Film Guide valdi þessa mynd 8. bestu kvikmynd heimsins s.l. ár. Aðalhlutverk: Bo Derek, Dudley Moore, Julie Andrews. Tvimælalaust ein besta gamanmynd seinni ára tsl. texti Hækkaö verð Svnd kl. 5, 7.15 og 9.30 *ÖS 1-89-36 Bragðarefirnir SBlRCER Geysispennandi og bráð- skemmtileg ný amerisk- itölsk kvikmynd i litum með hinum frábæru Bud Spencer og Terence Hill i aðalhlut- verkum. Mynd er kemur öll- um i gott skap i skammdeg- inu. Sama verð á öllum sýningum. Sýnd kl. 5, 7.30 og 10. Lokaorð Það er ljóst að þær bækur sem hér hefur verið fjallað um verða ofarlega á óskalista þeirra ung- menna sem hafa hugann allan . við fótbolta. Má i raun segja aö þær fylli i eyðu sem veriö hefur til staðar i islenskri barna- og unglingabókaútgáfu. Það skal þó á það bent að gefnu tilefni aö vanda þarf þessa útgáfu sem kostur er, þótt útgefendur geti gengið að áhuganum sem visum. Frá Warner Bros: Ný amerisk þrumuspenn- andi mynd um menn á eyöi- eyju, sem berjast við áður óþekkt öfl. Garanteruö spennumynd, sem fær hárin til að risa. Leikstjóri Robert Clouse (geröi Enter The Dragon) Leikarar: Joe Don Baker... Jerry Hope A. Willis ... Millie Richard B. Shull ... Hardi- man Sýnd kl. 5 - 7 og 9 tslenskur texti Bönnuð innan 16 ára. „Ljúf leyndarmál" (Sweet Secrets) Erotisk mynd af sterkara taginu. Sýnd kl. 11. Stranglega bönnuö innan 16 ára. NAFNSKÍRTEINI ' Sfmsvari sfmi 32075.' Xanadu Viöfræg og fjörug mynd fyrir fólk á öllum aldri, sýnd með' Dolby stereo hljómflutningi, Sýnd kl. 5 og 7. Á sama tíma að ári Thcy couldn't havc cclcbrdted hctppici .innivcrsdries if thcy wcrc indfiicd lo cach olher. Ellen Burstyn Alan Alda “,SaiiK.‘ ‘TÍ iiK'.'.Vcxt ''V-ar" Ný bráöfjörug og skemmti- leg bandarisk mynd gerö eftir samnefndu leikriti sem sýnt var viö miklar vinsældir i Þjóðleikhúsinu fyrir nokkr- um árum. Aðalhlutverkin eru i höndum úrvalsleikar- anna: Alan Alda (sem nú leikur i Spitalalif) og Ellen Burstyn. Islenskur texti. Sýnd kl. 9 og 11. _ S 19 OOO ■ salur Sólbruni Hörkuspennandi ný bandarfsk litmynd, um harðsnúna trygg- ingasvikara, meö FARRAH FAWCETT feguröardrottn- ingunni frægu, — CHARLES GRODIN — ART CARNEY. Islenskur texti — Bönnuð inn- an 16 ára. Sýnd kl. 3, 5, 7, 9 og 11. salur JASSSÖNGVARINN NEIL DIAMOND LAURENCE OLIVIER THE JAZZ SINGER Frábær litmynd — hrifandi og skemmtileg meö NEIL DIA- MOND - LAURENCE OLI- VIER. Sýnd kl. 3.05, 6.05, 9.05 og 11.15. ■salur Landamærin EU.Y SAVALAS DANN'Y Dt LA PA2 EDDIt ALBERT THt BORDER USA' Sérlega spennandi og viö-! burðahröð ný bandarisk lit- . mynd um kapphlaupið við að komast yfir mexikönsku landamærin inji i gull- landið. TELLY SAVALAS DENNYDELA PAZ EDDIE ALBERT. Leikstjóri: CHÍllSTOPHER LEITCH Islenskur texti — Bönnuö börnum — Hækkað verð. Sýnd kl. 3.10, 5.10. 7.10, 9.10 og 11.10. salur HJONABAN D MARIU BRAUN Hið marglofaða listaverk FASSBINDERS Sýnd kl. 3, 6, 9 og 11.15.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.