Helgarpósturinn - 16.01.1981, Blaðsíða 21

Helgarpósturinn - 16.01.1981, Blaðsíða 21
Jie/gðrpóstufinn.. Föstudagur 16. janúar 1981 21 Atök og einstaklingar Stefán Júliusson Striðandi öfl Skáldsaga, 199 bls. örn og Örlygur 1980. t þessari sögu Stefáns Július- sonar er söguefnið tvennskonar. Annarsvegar er það örlög fólks og saga stéttaátaka frá þvi um 1925 og fram um 1930 i kaupstað i grennd við Keykjavik. Hins- vegar er það vangaveltur sögu- manns i nútimanum um stöðu sina og afrakstur iifs sins, vangaveltur sem fyrst og fremst eru siðíerðilegs eðlis. Aðalsöguefnið er greinilega at- burðir fortiðarinnar en það sem gerist i nútimanum er frekar rammi utan um þá sögu, væntanlega ætlaður til að færa hana nær lesanda og nútiman- um. Sögumaður sem er sonur eins atvinnurekandans og stórlram- kvæmdamannsins i bænum. Þegar hann er tiu ára bjargar ungur og vörpulegur maður honum frá drukknun og mynd- ast sterk tengsl á milli þeirra, en svo vill til að þeir eru alnafn- ar. Ungi maðurinn veröur brátt einn helsti forustumaður verkalýðsins i bænum og þar af leiðandi einnig höfuðandstæð- ingur föður sögumanns og hans félaga. Þannig er drengurinn, sögumaður, látinn fylgjast náið með átökunum i bænum i bein- um persónulegum tengslum við báðar herbúðir. Þannig verður saga stéttaátakanna ekki að- eins saga átaka milli tveggja striðandi hópa, heldur verður hún um leið saga einstaklinga og örlaga þeirra. Aðalpersónan, auk sögu- manns, er nafni hans og vinur verkalýðsforinginn ungi. Hann er hugsjónamaður sem vegna rikrar réttlætiskenndar berst af alhug fyrir að bæta kjör og rétta við hag alþýðu. Það er meira fyrirhans tilverknað’er nokkurs annars eins manns að flokkur verkalýðsins nær völdum i bæn- um. En þegar völdunum er náð koma aðrir til. Teknokratar ýta hugsjónamanninum til hliðar og efi læðist að höfundi um það til hvers hafi verið barist. Hvaða árangri barátta hug- sjónamannsins hafi i rauninni skilað og hver hafi verið hlutur hans i öllu saman. En þrátt fyrir að lesa megi eitthvað þessu likt út úr sögunni er það samt sem áður hinn mannlegi þáttur átakanna sem höfundur leggur fyrst ogfremst áherslu á. Með þvi að láta barnið og unglinginn fylgjast meðog vera i nánum tengslum við deiluaðila tekst höfundi að færa þessa sögu nærri okkur um leiö og hann gefur næma innsýn i andrúmsloft þessa tima. Á hinn bóginn finnst mér höfundi ekki takast eins vel að glæða sögumanninn i nútim- anum lifi. Bæði er að vanga- veltur hans um sjálfan sig og sitt lif verða aldrei sérlega áhugavekjandi og eins varpar það litlu ljósi á hina söguna og verður þar af leiðandi ekki al- mennilega virkt i þessari frá- sögn. Af sömu ástæðu verður fyrirferð þessa þáttar of mikil og dregur úr gildi og áhrifa- mætti sögunnar. Ekki tekst að skapa þau tengsl milli fortiðar og nútröar sem ætlunin virðist vera að gera. Striðandi öfl er þvi saga sem veitir okkur næma innsýn i áhugavert timabil i sögu þjóðarinnr, en hefur i byggingu brotalöm sem slævir áhrifamátt annars ágætrar sögu. — G.Ast. Halldór Pjetursson: Sýnir i svefni og vöku 173 bls. Skuggsjá Bækur um dulræn efni hafa löngum verið vinsælt lestrarefni hér á landi, en eitthvaö iannst mér samt útgáfa á slikum bók- menntum vera meö dauflegra móti á siðustu jolabókavertið. Ætia ég að vona að sú deyíö sé ekki merki þess að dulargáfum þjóðarinnar fari hnignandi, þvi aö illt væri ef vér misstum meö öllu samband viö annan heim. A.m.k. hef ég sjálíur alla tið* haft hina bestu skemmtan af fréttum ,,að handan", eða allt lrá þvi ég gley pti i mig drauga- sögur og miðlabækur i barn- æsku. En liklega er nu samt staöreyndin sú að þær kynslóðir sem eru aldar upp i upplýstum húsakynnum séu mun áhuga- lausari um þessi efni en menn fyrri tiðar. Sögumenn Halldórs Pjeturs- sonar i þessari nýjustu bók hans eru i öllu falli töluvert við aldur, flestir fæddir um og upp úr sið- ustu aldamótum. Bókin skiptist i tvo hluta, er sá fyrri safn drauma en hinn siðari dul- rænna sagna og hefur Halldór skráð þessar frásagnir upp eftir ýmsum körlum og konum. Hann ritar einnig formála fyrir bók- inni og ræðir þar vitt og breitt um trúarleg og siöræn eíni. Kemur þar m.a. fram að hann er býsna hallur undir skoöanir Nýalssinna og hefur á fundum þeirra átt tal við ýmsa látna merkismenn, svo sem Bólu-Hjálmar, Arngrim lærða og Ölaf Thors. Um markmið bókar sinnar er hann hins vegar nokkuð sagnafár, en þó skilst manni helst að frásagnir hennar eigi að auka likurnar á „fram- Hfi”, guðlegu skipulagi i tilver- unni og þviumliku. „Sann- leikurinn mun þó vera sá, að i raunsé ekkertdularfulit til. Það vantar bara lykilinn aö leyndar- dómnum". segir hann á einum stað i bókinni og vonast greini- lega til að þann lykil megi finna með „visindalegum" aðferðum. „Mörgum bestu mönnum sýnist að hráskinnsleikur okkar mum, ef ekkert breytist, ná sinu há- marki. Eitthvaö nýtt og öílugt þarf að gerast og margt bendir til, að duliðjan gæti þar veitt mikinn styrk, ef réttilega væri unnið. Gætum við fengiö vis- indalegar sannanir lrá ibúum úti i geimnum, sem lengra eru komnir, mundi þaö verka sterkt. Við heimtum sannanir og það með réttu lyrir öllum uppfinningum, en um manninn sjálfan, tilveru hans og hvaö um hann verður, eigum við bara aö styðjast við barnatrú. Getur þetta samrýmst æðstu veru þessa hnattar';" segir hann i formálanum, en fræöir lesendur þvi miður ekki á þvi hverjar séu þessar visindalegu aðferðir og hvað þær eigi að sanna nánar tiltekið. Margir munu vera þeirrar skoðunar að aldrei geti verið við neitt annað aö syðjast en barnatrúna i þessum efnum, en i sliku deilumáli verður ekki tekin afstaða hér. En þó að þessi bók búi ekki yfir sérstöku visindagildi i min- um augum breytir það engu um að ég las mér hana til skemmt- unar, ekki sist frásagnirnar i seinni hlutanum. Margir draumanna sem frá er sagt i fyrri hluta bókarinnar virtust mér hins vegar eiga litið erindi fyrir almenningssjónir sakir óskiljanleika. En þarna eru einnig fyrirboðadraumar af þvi tagi sem Kreud alneitaöi og er alltaf fróðlegt aö heyra um slikar kynjar. Halldór Pjeturs son er ágætlega ritfær, eins og best sýnir sig i söguþáttum seinni hlutans, þar sem eru skráðar frásagnir af einkenni- legum atvikum og sýnum. Segir þar á ljósan og lifandi hátt frá góðum og illum skiptum manna við huldar verur og væri vissu- lega eftirsjón að slikum frásagnarefnum úr islensku þjóðlifi. JVJ Lausn á síðustu krossgátu k m D A 6 s • S 'fl L fl 5 fl 5 '1 R fl K ö P R S P R £ r r F 1 5 K u P 5 'fl / 5 Ý K / N K fl u V p R ■ r fl R r fl 2 £ r r u P L fl 7 L r fí ÍY fí F L £ / r fí fl '/ R £ / R £ 2» L p á u L fl N N fl N D /9 r R O / N £) U m 8 p D U G <3 £ N V fí R £ R N S K R R R U 5 L / N N R. / r fl R J N N n • H n 5 fl R fl L 3 'fí 2> fl fl L / N fí fí 5 P R £ K 'o K fl /3 K £ L L u R L / (3 6 U R P o K p K fl R L 8 U p fl N 5 fl u m fl / L L /V J • fl £ li nn ■ 6 n U m • N n ffí 6 fí U R • fl fí K fl u fí • 5 N u £> / • fl P 'fl Ur öðrum heimi KROSSGÁTA

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.