Helgarpósturinn - 16.01.1981, Blaðsíða 23

Helgarpósturinn - 16.01.1981, Blaðsíða 23
23 halrj^rpn^ti irinn Fostuda9ur 16- janúar i98i Á opnunartlmi verslana að vera frjáls, eða á hann að vera bundinn ströngum reglum? Sjálf- sagt þykir flestum þægilegt aö þurfa ekki að binda innkaup sin við hinn hefðbundna opnunartima kl. 8—18, en geta nýtt kvöldin og jafnvel helgarnar til þeirra hluta. En verslunarmenn lita öðrum augum á málin. Opnunartimi verslana er um leið vinnutimi þeirra. Það kostaði verslunar- menn i Reykjavik áralanga baráttu aö fá vinnutimann á laugardögum styttan, frá kl. sex á kvöldin til tólf á hádegi. Meðal kaupmanna eru hinsveg- ar deildar meiningar um opnun- artimann. Þótt þeir krefjist frjálsræöis á flestum sviðum styöur meirihluti Kaupmanna- samtaka Islands kröfur Versl- unarmannafélags Reykjavikur • 1 W ..\Nt fOB M t V ~ JSLjh Kaupmenn vilja ekki „óhagkvæma samkeppni" — verslunarmenn vilja hafa hemil á vinnutimanum. Fr/á/s opnunartimi — óhagkvæm samkeppni? um takmörkun á opnunartíma. Helstu rök þeirra eru þau, að það valdi óheyrilegri hækkun á rekstrarkostnaði að hafa opið á kvöldin og um helgar, og sú hækkun færi beint út i verölagið, I formi hækkaðrar álagningar. Og þótt enginn segi mönnum að hafa verslanir sinar opnar utan venju- legs verslunartima er það út- breidd skoðun meðal kaupmanna, að samkeppnin muni neyða þá til þess. „Hver vill horfa á eftir kúnnunum i aðrar búöir?”, sagði einn þeirra við mig. Opnunartimi versiana var frjáls til ársins 1971, þegar borgarstjórn setti þær reglur, sem gilt hafa fram að þessu. „Þetta fyrirkomulag virkaði eins ogglundroði og skipulagsleysi, og þaö var litill sómi að þeim bæjar- brag sem sást, þegar allar versl- anir voru opnar öll kvöld og allar helgar. Til að spara rekstrar- kostnaöinn opnuðu sumir lúgur á kvöldin, og það varö til þess, að langar biðraðir mynduðust,” seg- ir Gunnar Snorrason formaður Kaupmannasamtakanna. I Kópavogi hafa gilt sömu regl- ur um opnunartima, og i Reykja- vik. En á Seltjarnarnesi, I Hafn- arfirði og Garðabæ og Mosfells- sveit gildir einungis reglan um lokunartima klukkan hálf tólf á kvöldin. Kaupmaöur einn i Hafn- arfiröi hafði verslun sina opna alla daga vikunnar til tiu á kvöld- in, en hefur lokað klukkan átta á kvöldiri og alveg lokað á sunnu- dögum frá áramótum. Hann seg- ir, aö ástæðan sé fyrst og fremst „hrikaleg vörurýrnun”. „Ég hef aöeins haft tvo starfsmenn i búð- inni á kvöldin og um helgar, og þeir geta ómögulega séð til þess, aö fólk taki ekki vörur úr hillun- um án þess að borga þær. Auk þess hækkaði launakostnaðurinn mikiö eftir síðustu samninga og þessi yfirvinna er orðin of dýr. En ég tel hiklaust, að opnunartimi eigi aö vera eins frjáls og hægt er”, segir þessi kaupmaöur i Hafnarfiröi, og að hans mati hef- ur frjáls opnunartimi i Hafnar- firði ekki leitt til „óeðlilegrar samkeppni”. Reynslan af frjálsum opnun- artima i Keflavik var dálitið önn- ur, en honum var komiö á fyrir m A þriðjudaginn tekur kvik- myndaleikarinn Ronald Reagan við forsetaembætti Bandarikj- anna, og eins og við er að búast eru nöfn úr kvikmyndaheiminum áberandi meðal þeirra sem setja ( svip á hátiðahöld i Washington á embættistökudaginn. Sá fulltrúi skemmtanaiðnaðarins, sem Reagan valdi til að skipuleggja allt tilstandið fyrir sigurglaða repúblikana i höfuðborginni, hefur vafalaust lagt sig allan fram að gera gömlum vini til geðs, en þó hefur svo atvikast að formennska Franks Sinatra fyrir hátiöanefndinni er fyrirfram orðin fyrsti verulegi bletturinn á forsetadæmi Reagans i banda- risku almenningsáliti. Reagan nokkrum árum. Allir sáu sig knúða til að hafa opiö „eins og hinir” og þaö endaði með þvi að allir voru farnir að tapa og að lok- um ákváðu kaupmenn I Keflavik sin á milli ákveðinn opnunartima, sem þeir töldu sig ráða við. Þegar borgarstjórn Reykjavik- ur samþykkti takmörkun á opn- unartima verslana árið 1971 var jafnframt ákveðið, að þeim skyldi frjálst að hafa opið til klukkan tiu á þriöjudögum og föstudögum og frá 9—12 á laugardögum. Versl- unarmenn og kaupmenn brugðust við þessu með þvi aö setja i kjarasamning sinn ákvæöi um, að verslanir mættu ekki vera opnar lengur en til klukkan sex á þriðju- dögum. Þriöjudagssalan hefur þvi aldrei verið nema pappirs- Plagg. Meðal Sjálfstæðismanna i borgarstjórn Reykjavikur hafa löngum verið raddir um frjálsan opnunartima, og árið 1977 lagöi Davið Oddsson fram tillögu þess efnis, en hún var felld. Undanfar- in tvö ár hefur verið starfandi nefnd á vegum borgarstjórnar, sem hefur unnið að breytingum á Sinatra Embættistaka i skugga af Frank Sinatra Frank Sinatra er ekki aðeins frumherji þess söngstils sem fall inn er til að koma stúlkum á gelgjuskeiði i móðursýkisköst og yfirliö, hann er lika umsvifamik- ill fjáraflamaður á öðrum sviöum. Sú hlið starfsemi söngvarans komst i hámæli fyrir 17 árum, þegar eftirlitsnefnd meö spilavitum Nevadafylkis svipti hann leyfi til hlutdeildar I stjórn fjárhættuspilafyrirtækis i Las Vegas. Komst nefndin að þeirri niðurstöðu, að Sinatra hefði svo náin sambönd við „menn úr skipulagðri glæpastarf- semi,” það er að segja mafiunni, aö ekki væri heimilt að hleypa honum nærri jafn vandmeðförn- um atvinnuvegi og rekstur spila- víta ertalinn. Siöan hefur mikiö vatn til sjávar runnið, og nú telur Sinatra kominn tima til aö láta reyna á, hvort enn sé staðið i vegi fyrir aö hann reyni að græða fé á eignar- hlut i fjárhættuspilafyrirtækjum Las Vegas, engu siöur en á aö syngja þar fyrir jafnöldrur sinar, nokkuð komnar til ára sinna en þó enn fúsar að greiða vel fyrir að heyra hljóð úr þeim barka sem gerði þær forðum utan við sig. 1 umsókn til fylkisyfirvalda i Nevada fer Frank Sinatra þess á leit að fá heimild til aö taka þátt i stjórn og starfsemi spilavitisins Caesars Palace i Las Vegas. Og i þeim reit umsóknareyðublaösins sem ætlaður er fyrir nöfn þeirra sem umsækjandi bendir á til umsagnar um innræti sitt og hegðun, tilfærir Sinatra nafn Ronalds Reagans. Þetta þótti ekki mikið mál i sjálfu sér, enginn gerir ráð fyrir að menn spyrji kunningja sina aö þvi fyrirfram, hvort tilnefna megi þá til að gefa sér siðferðisvottorð ef þurfa þykir. Meira varð úr, þegar annað atvik bættist við. William French Smith, dóms- málaráðherra i stjórn Reagans, kom i síöustu viku fyrir þingnefnd i Washington til undirbúnings á staðfestingu Oldungadeildar þingsins á útnefningu hans. 1 yfir- heyrslum nefndarmanna yfir ráöherraefni kom i ljós, að hann haföi sótt afmælisveislu Franks Sinatra daginn eftir að kunngert var að Reagan heföi tilnefnt hann dómsmálaráðherra. Meira þurftu demókratar i dómsmálanefndinni ekki að heyra til að gera sér grein fyrir að hér var fundinn snöggur blettur á andstöðuflokknum, sem svo hátt hefur hreykt sér eftir kosninga- sigurinn i nóvember. Með nokkr- um vel völdum spurningum komu þeir þvi til leiðar, aö koma William Franch ^mith í afmælis- hóf Sinalra var eitt helsta frétta- efni i Bandarikjunum þann dag- inn. Svo er nefnilega mál meö vexti, að tilvonandi félagar söngvarans viö rekstur Caesa.rs Palace hafa iafnt og hann verið orðaöir við mafiutengsl, og það ekki fyrir 17 árum heldur i október i fyrra. Þá hafnaði fjárhættuspilastjórn New Yersey umsókn frá bræörunum þessum reglum. „Viö þóttumst finna inn á þaö hjá verslunar- og kaupmönnum, að samþykki borgarstjórn meiri rýmkun á opnunartimanum en þeir telja æskilegt yröi það gert aö engu i kjarasamningum. Þaö varð þvi aö finna málamiðlun,” segir Björgvin Guömundsson borgar- fulltrúi Alþýöuflokksins, en hann átti sæti i þessari nefnd. Málamiðlunin var siðan til af- greiöslu hjá borgarstjórn I gær. Hún er á þá lund, að frjálst er að hafa opið tvö kvöld á viku, en þó ekki lengur en til klukkan tiu, damtals átta klukkustundir. A laugardögum er gert ráð fyrir föstum opnunartima kl. 9-12, en það var frjáls opnunartfmi áður. Telja m á, aö þetta siðarnefnda sé afturför i baráttu verslunar- manna fyrir styttum vinnutima. En það er hluti af málmiöluninni, þvi borgarstjórn „keypti” laugardagsopnunina fyrir laugardagslokun i þrjá mánuði á sumrin i stað tiu laugardaga áð- ur. Til viðbótar þessu getur sérstök nefnd veitt leyfi til aö hafa eina til tvær verslanir af hverri tegund opnar kl. 12—16 á laugardögum. Þetta ákvæði er skiliö á þann veg, aö -veita megi leyfi til tveggja matvöruverslana, en einni af hverjum hinna. Auk þess má sækja um leyfi til að hafa versl- anir opnar ótakmarkaðan tima um helgar i þeim tilgangi einum að sýna vörur, en ekki selja þær. Þetta er talið nægja til þess að fólk geti skoöaö dýrari vörur og gert verösamanburö i ró og næöi utan vinnutima sins. A hinn bóg- inn sýnir reynslan aö aðrar versl- anir en matvöruverslanir eru fæstar opnar utan hins hefð- bundna opnunartima, kl. 8—18 eöa á laugardögum. Verslunarmannafélag Reykja- vikur hefur ákveðið að fallast á þessar nýju opnunarreglur. Þó telja forráöamenn þar, að með þvi hafi þeir teygt sig eins langt og mögulegt er. „En okkur þótti það þess virði að fórna nokkru fyrir laugardagslokun I lengri tima á sumrin”, segir Elís Adólfsson hjá VR. YFIRSÝN Clifford og Stuart Perlman um leyfi til aö reisa og reka spilaviti i Atlantic City, sem nú veitir Las Vegas harða samkeppni i at- vinnugreininni. Synjun umsóknar þeirra var rökstudd með aö þeir hefðu orð á sér fyrir mafiutengsl. Perlman-bræður eru stofnendur fyrirtækisins Caesars World, sem er aðaleigandi Caesars Palace. Vitnaleiöslur til undirbúnings afgreiöslu á umsókn Sinatra um spilavitisieyfi i Nevada áttu að fara fram fyrir áramót, en var frestað til 11. febrúar að ósk umsækjanda. Komið hefur á dag- inn að bandariska alrikislögregl- an FBI, hefur tekið öll gögn um feril Sinatra til nýrrar skoöunar og ætlar að byggja á þeim álits- gerð handa fjárhættuspilayfir- völdum i Nevada. Eftir vitnisburð Smith ráðherraefnis er ljóst, að dómsmálanefnd öldungadeildar- innar óskar eftir að fá i hendur eintak af álitsgerðinni. Sinatra-málið getur þvi hæg- lega dregið dilk á eftir sér, en fleiri blikur eru á lofti við embættistöku Regans. Hann hef- ur marglýst yfir að meginmark- mið sitt verði að gera ráöstafanir sem dugi til að hleypa nýju fjöri i bandariskt atvinnulif með styrkri og markvissri fjármálastjórn. Komiö er á daginn að greiðslu- halli á yfirstandandi fjárhagsári fer langt fram úr áætlunum og stefnir i 60 milljarða dollara. Hefur þaö orðið til að komin er upp deila milli Reagans fjármálaráðherra og Stockmans hagsýslustjóra, um hvort þessar breyttu horfur geri fært að standa við fyrirheit Reagans forseta um skattalækkun sem nái aftur til áramóta. Vill Stockman halda fast við loforðið en Reagan ráð- herra fresta fyrsta áfanga skatta- lækkunar fram á mitt árið. Strax eftir kosningasigur Reagans gætti þess aö barist var um sál hans. Annars vegar voru stefnufastir hægri menn, sem En aö mati verslunarmanna er vinnutimi þeirra óheyrilega lang- ur, ef opnunartiminn er allur nýttur, mun lengri en flestra annarra starfsstétta á landinu, aö minnsta kosti i þjónustugreinum, eöa 62 timar. Og hvað um rétt þeirra til að versla i fritima sin- um? Aö sögn Reynis Ármannssonar hjá Neytendasamtökunum hefur hann orðið var við mikla óánægju fólk's með þann stutta opnunar- tima, sem gilt hefur. „Þaö er þvi sjálfsagt að rýmka hann og sjá til meö framhaldið aö fenginni reynslu”. En það er lika skoðun Neytendasamtakanna, að kosti frjáls opnunartimi hækkaða álagningu, sé það ekki þess virði. Þegar ég bar hættuna á þvi undir Björgvin Guömundsson, sem er formaður Verðlagsnefndar, sa*gði hann það alls ekki koma til greina. „Sé ekki hægt aö reka verslun við frjálsan opnunartima meö óbreyttri álagningu er ekki heldur hægt að reka hana á venjulegum opnunartima”, sagði hann. Það eru heldur ekki allir kaup- menn á móti frjálsum opnunar- tima verslana. Sú afstaða fer þó ekki eftir stærð verslananna. Hin- ir yngri I hópi smærri kaupmanna eru reiðubúnir til að leggja á sig nauösynlega aukavinnu, sem þvi fylgir, og af hálfu eigenda stór- markaðanna er að minnsta kosti Pálmi Jónsson i Hagkaupum fylgjandi frjálsum opnunartima. Það er þvi fyrst og fremst verndun á vinnutima verslunar- fólks sem ræður afstöðu VR, og kaupmenn eru hræddir við að neyöast út i „óhagkvæma sam- keppni”. Það eru llka sterk rök,' að verði allar verslanir meira og minna opnar öll kvöld og helgar svipað og hefur verið i nágranna- byggðalögum Reykjavikur yrði rekstrargrundvöllur þeirra likasttil hæpinn. Við neytendur mætti þá segja: Skipuleggið inn- kaupin betur, ef nýju reglurnar nægja ykkur ekki. eftir Magnús Torfa ólafsáon mestan þátt áttu i útnefningu hans i forsetaframboð, en hins vegar miöjumenn, en fylgi þeirra tryggði honum kosningu. Svo er að sjá að þessari togstreitu hafi lokiö með sigri miðjumanna, þeg- ar Caspar Weinberger land- varnaráðherra fékk þvi ráðiö, að næstráðandi hans verður Frank Carlucci, sem hægri menn telja með engu móti eiga heima i stjórn Reagans, vegna starfa hans i utanrikisþjónustunni og yfir- stjórn leyniþjónustunnar á veg- um stjórnar Carters. Demókratar hafa enn meirihluta i Oldungadeild þings- ins, og höfðu forustumenn þeirra i hótunum að reyna aö stöðva útnefningu Alexanders Haigs hershöföingja i embætti utan- riksiráðherra vegna ferils hans i þjónustu Kissingers og Nixons. Sú viöleitni viröist nú hafa oröiö að engu,en yfirheyrslur um starf Haigs i Hvita húsinu meöan forsetaferill Nixons var i fjör- brotunum út af Watergate uröu til þess aö litt var grennslast eftir sjónarmiðum nýja ráöherrans varöandi brýn úrlausnarefni i skiptum Bandarikjanna við önnur lönd. Hann gat þvi látið sér nægja að lesa yfirlýsingu um þörf Bandarikjanna fyrir hern- aðarmátt til að fylgja stefnu sinni fram. Svo vill til að Weinberger land- varnarráðherra er frægur niður- skurðarforkólfur frá þvi hann var hagsýslustjóri hjá Ford. Er þvi haft á orði i Washington, aö i stjórn Reagans komi, aö best veröi séð, upp sú undarlega staða, að utanrikisráðherrann berjist fyrir hækkuðum herútgjöldum en landvarnarráðherrann leitist viö að halda þeim niðri.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.