Helgarpósturinn - 16.01.1981, Blaðsíða 24

Helgarpósturinn - 16.01.1981, Blaðsíða 24
•JftV ®Tómas Karlsson, sendiráös- maður i Genf, og fyrrum rit- stjórnarfulltrúi Timans, var staddur hér heima i kringum jólin. Sagt er aö hann hafi haft lit- inn frið fyrir ýmsum framámönn- um Framsóknarflokksins sem hafa lagt hart að honum að taka við ritstjórastarfinu á Timanum af Jóni Sigurðssyni sem ákveðið hefur að láta þar af störfum með vorinu... #Jakob Magnússon tónlistar- maður hefur dvalið hér heima i jólaleyfi en hann hefur verið búsettur i Los Angeles undan- farið. Þessa dagana er verið að kvikmynda sjónvarpsþátt um Jakob og tónlist hans, og stjórnar þeirri dagskrárgerö Egill Eð- varðsson fyrrum pródúsent hjá sjónvarpinu... # (Jtvarpsráðsmenn margir hugsa vafalaust útvarpsstjóra Andrési Björnssyni þegjandi þörfina þessa stundina. (Jtvarps- stjóri tók sig nefnilega til og ákvað i gær að hundsa algjörlega meðmæli meirihluta útvarpsráðs með umsækjendum um þrjár fréttamannsstöður hjá útvarpinu en taka hins vegar tillit til með- mæla fréttastofunnar sjálfrar, og réði þær Ernu Indriðadóttur og Asdisi Rafnari fast starf en Einar örn Stefnasson i sex mánaða starfið. Sex af sjö útvarpsráðs- mönnum höfðu hins vegar mælt með Asdisi Rafnar og Oddi ólafs- syni i föstu stöðurnar og Herði Erlingssyni i hálfsárs stöðuna. Fréttastofan vildi hins vegar þau Ernu og Einar i fast starf og As- disi i sex mánaða starfið, en út- varpsstjóri taldi sér ekki fært að fylgja þeimi óskum út i æsar, þar sem hvorki Asdis né Erna höfðu sótt um sex mánaða starfið en það haföi hinsvegar Einar Orn gert til vara. Engu að siöur rikir fögnuður á fréttastofu með ákvörðun útvarpsstjóra, þvi að þar hefur jafnan verið lögð áhersla á sjálfstæöi fréttastof- unnar og til þess að svo mætti verða yrðu meðmæli fréttastof- unnar sjálfrar að vega þyngra en útvarpsráðs.... #Kunnugir segja, að Albert Guð- mundsson sé farinn að ókyrrast i borgarstjórn og hafi látið þau orð falia þar við ýmsa samstarfs- menn að hann hafi hug á að draga sig i hlé frá , borgarstjórnar- vafstri, þar sem hann sé þegar kominn meö svo mikið á sina könnu svo sem tengslum við störf á þingi, bankaráðsformennsku i (Jtvegsbankanum og sitthvað fleira. Raunar hafa einhverjir fett fingur út i skipun Tómasar bankamálaráðherra Arnasonará Alberti i bankaráðsformennsk- una, og þvi einkum fundið til for- áttu aö Albert er jafnframt stjórnarformaöur eins helsta við- skiptaaðila (Jtvegsbank- ans — Hafskips... #Og af þvi hér er minnst á (Jt- vegsbankann þá heyrum við að staða hans sé enn m jög slæm, svo slæm raunar að fyrir áramótin hafi Seðlabankinn.orðiö að hlaupa undir með honum til að forða honum frá greiðsluþroti. Fróðir menn segja að öll skynsemi mæli með þvi aö (Jtvegsbankinn verði lagöur niður og viðskiptavinum hans deilt á hina rikisbankana tvo, og Seðlabankinn fái húsnæöið viö Lækjartorg til að hann þurfi ekki að reisa höll sina við Arnar- hól. En sem sagt — allan póli- tiskan vilja skortir i svo róttækar breytingar... #Það þótti óvenju rafmagnað andrúmsloftið i umræðum stjórn- málaleiðtoganna i Fréttaspegli sjónvarpsins fyrir viku siðan og þá ekki sist milli Gunnars Thoroddsen og Geirs Hallgrims- sonar. Innanbúðarmenn i Sjálf- stæðisflokknum ætla að þaö megi að einhverju leyti rekja til þess að Gunnar sé farinn að sjá að honum muni ekki takast að velta Geir úr formennskunni á næsta lands- fundi, eins og áætlunin hljóðaði upp á. Geir á að hafa veriö orðinn mjög tvistigandi um framhald formennsku sinnar fyrir ára- mótinenernú sagður vera orðinn eitilharður i þvi að gefa ekkert eftir og samhliða þvi hafa Geirs- menn hafið mikla gagnsókn fyrir hans hönd innan ýmissa stofnana Sjálfstæðisflokksins. Það hefur til að mynda vakið athygli að Styrmir Gunnarsson, Morgun- blaðsritstjóri, hefur mætt á all- margra fundi nú undanfarið og þykir hann þar hafa talað máli Geirs betur en flokksfólk hefur átt að venjast i orrahrið þeirra Gunnars og Geirs á siðustu misserum. Þykir orðiö næsta vist aö Geir muni njóta stuðnings góðs meirihluta þegar til lands- fundar kemur i vor og spurningin nú sé aðeins —• hvað gerir Gunnar?... # Stjórnmálamenn verða aðsæta þvi að njóta lítillar friðhelgi i einkalifinu. Þannig er það með Gunnar Thoroddsenog Noregsför hans, þar sem menn velta fyrir sér erindinu. Hin opinbera skýr- ing er augnaaðgerð. Hin raun- verulega er hins vegar sögð vera andlitslyfting. Gárungarnir halda sér hins vegar enn viö augna- aögeröinaog segja Gunnar hafa ráöist i hana til að auka viðsýni sina, svo hann megi betur sjá yfir riki sitt — Island Danmörku og Frakkland. #Tveir kunnir leikarar eru sagðir vera farnir aö hugsa sér til hreyfings frá leikhúsum sinum. Þannig mun Arnar Jónsson ætla að segja starfi sinu hjá Þjóðleik- húsinu lausu aö loknu þessu leik- áriog Hjalti Rögnvaldsson vera á förum frá Leikfélagi Reykja- vikur... ® IngiR. Helgasoner eins og allir vita einskonar allsherjarreddari Alþýðubandalagsins en hann rekur einnig samhliða þeim út- réttingum lögfræðiskrifstofu af töluverðri reisn. Nú heyrum við innan úr verkalýðshreyfingunni að sumum sé farið að finnast Ingi R. helst til duglegur i lögmanns- störfunum, þvi aö hann sé á góðri leið með að verða lögfræðingur ýmissa helstu lifeyrissjóða verkalýðshreyfingarinnar og nú siðast hafi hann tekið að sér lög- fræðistörf fyrir lifeyrissjóð Dagsbrúnar. Þetta mun vera all- góð tekjulind fyrir lögfræðinga, þvi aö i þessu felst m.a. inn- heimta á vanskilum og öllu þvi til heyrandi... #Einleiörétting. Við höfðum það fyrir satt i siöasta blaði aö Þor- steinn Pálsson væri farinn að hugsa sér til hreyfings frá Vinnu- veitendasambandinu og ætlaði I pólitikina af fullu. Þetta er ekki satt að þvi er okkur er nú tjáð... #Sumar fréttir fara hljótt. Þannig hefur ekkert heyrst um atburð er átti sér stað sl. þriðju- dag i Eimskipafélagsportinu niður viö höfn. Fimm tonna tankur, fullur af eiturefni sem notaður er við framleiðslu á þynni, féll til jaröar með þeim af- leiðingum að tvö tonn af efninu sluppu út og mun vist aðallega hafa horfiö út i buskann en af- gangnum munu starfsmenn öryggiseftirlitsins hafa komið i örugga vörslu... # Eins og fram kemur á forsiðu Listapóstsins i dag hefur Þjóð- leikhússtjóri svipt Helgarpóstinn frumsýningarmiðum gagnrýn- enda á þeirri forsendu að reglur hússins heimili ekki að sömu út- gáfunni séu veitt tvenn pör af miðum. Alþýðublaöiö hafi nú tekið upp fasta leiklistargagnrýni og veröi látið duga aö afhenda þvi blaði miða. Nú heyrir Helgar- pósturinn að þessi rökstuöningur Þjóðleikhússtjóra sé ekki traust- ari en svo, að rikisútvarpið, sem ílelgarpásturinn hlýtur að teljast ein „útgáfa”, fái hvorki meira né minna en tólf miða á frumsýningar i Þjóðleik- húsinu. Það er greinilega ekki sama hver útgáfan er.... # Ekkert lát er á aðsókninni að Þorláki þreytta hjá Kópavogs- leikhúsinu, og er nú verið að taka stykkið upp enn einu sinni. Þeir hjá Kópavogsleikhúsinu hafa brugðið á það ráð vegna eftir- spumarinnar að setja upp sjálf- virkan simsvara, sem tekur við miðapöntunum. Þetta hófst i gær og mun i fyrsta skipti sem islenskt leikhús tekur til þessa ráðs... #Gagnrýnin umfjöllun á listum hefur ekki verið fyrirferðarmikil i dagskrá rikisf jölmiðlanna, hvorki sjónvarps né hljóðsvarps. Hljóðvarpiö hefur þó sótt i sig veðrið að undanförnu og með til- komu Morgunpóstsins á sinum tima var kominn kjörinn vett- vangur til sliks. Þáttur Sigmars B. Haukssonar, A vettvangi, hefur nú tekið við þvi hlutverki og er ekki ofmælt að segja, að sú gagnrýni á þvi, sem efst er á baugi i listalifinu, hafi vakið mikla athygli og deilur, einkum leikhúspistlar Jóns Viöars Jóns- sonar. Hefur gagnrýni Jóns Við- ars verið talin of hörð af þeim, sem starfa innan leikhúsanna. Þeir, sem hafa verið viðkvæmir fyrir þessari gagnrýni, geta huggað sig við það, að innan skamms mun annar gagnrýnandi koma til starfa á móti Jóni Viðari, sem ekki getur annað þessu al- einn. Sigmar mun nú vera að leita með logandi ljósi að þessum sam- starfsmanni. En Sigmar ætlar ekki að láta þar við sitja, þvi hann hefur i hyggju að taka upp mynd- listargagnrýni i þætti sinum og einnig mun Leifur Þórarinsson, sem hefur fjallað um tónlist i þættinum með viötölum við lista- menn, taka til viö að gagnrýna á næstunni. Sigmar mun þvi brátt hafa komið sér upp alhliða gagnrýnendahópi, þvi fyrir voru bæði bókmennta og kvikmynda- gagnrýnendur. Við biðum spennt eftir útkomunni. LAUGARDAG OG SUNNUDAG FRÁ KL. 1-6 Sýndar veröa allar 1981 árgerðirnar: Nýi MAZDA 323 sem kosinn var bíll ársins í Japan, MAZDA 626 í nýju útliti með fjölmörgum nýjungum og auknum þægindum og MAZDÁ 929 L, lúxusbíllinn sem er í senn aflmikill og ótrúlega sparneytinn, en samt á viðráðanlegu verði. BÍLABORG HF. Smiöshöföa 23.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.