Helgarpósturinn - 13.02.1981, Blaðsíða 8

Helgarpósturinn - 13.02.1981, Blaðsíða 8
________________________Föstudagur 13. febrúar 1981 hnltJF*rpn<ZÍI irinn Konurí karlaveldi LJielgai-------------------- pósturínn— utgefandi: Blaðaútgáfan Vítaðsgiafi, sem er dótturf yrirtæki Alþýðu- blaðsins, en með sjálfstæða stjórn. Framkvæmdastjóri: Jóhannes Guð- mundsson. Ritstjórar: Arni Þárarinsson, Björn Vignir Sigurpálsson. Blaöamenn: Guðjón Arngrímsson, Guðlaugur Bergmundsson, Guðmund- ur Árni Stefánsson og Þorgrímur Gestsson. utlit: Kristinn G. Harðarson. Ljósmyndir: Jim Smart. Auglýsinga- og sölustjóri: Höskuldur Dungal. Auglýsingar: Þóra Hafsteinsdóttir. Gjaldkeri: Halldóra Jónsdóttir. Dreifingarstjóri: Sigurður Steinars- son. Ritstjórn og auglýsingar eru að Síðumúla 11, Reykjavik. Sími 81866. Afgreiðsla að Hverfisgötu 8—10. Sim ar: 81866, 81741, 14900 og 14906. Prentun: Blaðaprent hf. Askrift (með Alþýðublaðinu) er nýkr. 70,00 (gkr. 7000) á mánuði. Verð í lausasölu er nýkr. 6,00 (600) eintakið. tsland hetur vakið athygli vífta um heim fyrir aft vera eitt af allra fyrstu löndunum þar sem sett voru lög um jafnrétti kynjanna. íslenskar konur vöktu lika heimsathygli fyrir fimm árum, þegar þær tóku sér nánast allar fri frá störfum f einn dag, bæfti á heimilunum og á almennum vinnustöftum. Og siftast i fyrra komust islensk kvennamál i heimsfréttir, þegar kona var kosin forseti. En eru jafnréttismál kynj- anna eins vel á veg komin á tslandi og þetta gefur til kynna? 1 samantekt Helgarpóstsins um þau mál kemur i ljós, aft svo er alls ekki. Enn er þaft yfirleitt kvenfólk, sem gegnir lægst launuftu störfunum, en karlarn- ir hafa flestir ábyrgftarmestu og valdamestu stöfturnar — og þær hæst launuftu. Þetta er kannski greinilegast á opinberum skrifstofum og stofnunum. t mörgum þeirra eru konurnar meiri hluti starfs- manna og sinna flestar almenn- um skrifstofu- og afgreiftslu- störfum. Eftir þvi sem farift er ofar í „metorftastiganum” þynnist k vennahópurinn og karlmennirnir taka vift, og þegar komift er á „toppinn” er engin kona finnanleg. Meftal grunnskólakennara virftist þróunin vera sú, aft kon- urnarséu beinlinis aft taka völd- in. Ekki i bókstaflegum skilningi þó, þvi þaft eru karlmenn sem hafa víftast hvar völdin — eru skólastjórar og yfirkennarar. Einhverjar breytingar virftast þó vera aft verfta. A undanförn- um árum er eins og kvenþjoftinni hafi vaxiö þróttur. Fleiri konur sækja um ábyrgftarstöftur sem losna, og þaö er orftift algengara en áftur var aft sjá konur titlaftar fulltrú- ar efta deildarstjórar, og nokkr- ar konur gegna orftift skóla- stjóra- og yfirkennarastöftum. En þangaft og ekki lengra virðist þróunin komin. Engin kona situr i sæti forstöftumanns eða framkvæmdast jóra hinna stærri stofnana landsins, hvað þá heldur aö konur séu ráftu- neytisstjórar efta bankastjórar, hvaft þá útibússtjórar, hjá bönk- unum. Ekki er þaft til aft bæta stöftuna efta auka hróftur lands- ins i jafnréttismálum, aft þaft er sjálft Rikift, sem oftast er kvartaft yfir efta kært til Jafn- réttisráfts vegna meintra brota á jafnréttislögunum. Þar er ekki bara um aft ræfta stöftuveit- ingar, heldur beinlínis mismun- un karla og kvenna I launum. Hin heföbundna kynskipting, arfur okkar frá timum bænda- þjóftfélagsins, ætlar aft verfta erfiftur draugur að kvefta niöur. Þaft er þeim mun undarlegra sem þaft er almennara, aft islenskar konur „vinniúti”, eins og þaft er kallað. En liklega er sannleikurinn sá, aft þar sem ekki er hreina uppgripavinnu aft fá láta konur sér yfirleitt lynda aft taka þaö sem í bofti er — bara til aft fá eitthvaö. Þau sömu störf taka karlarnir ekki i mál aft stunda, vegna þess hversu lág launin eru. Þeir hafa ekki efni á því. Og þeir eru nú cinu sinni fyrirvinnur heimilisins! A meftan þessi hugsunarhátt- ur rikir verfta konur áfram upp til hdpa láglaunafólk. En þegar þær fara aft gera kröfur til mannsæmandi launa og brjótast til áhrifa í karlaveldinu, eins og þegar er farift aft bera á, verftur hætt aft lita á þær sem annars flokks vinnukraft hvaft laun snertir. En þegar þessi hugsuna rháttur breytist fer jafnréttisbaráttan að bera árangur, fyrr ekki. Þorrablót og gestakomur Tfmi þorrablóta og slíkra mannafagnafta er upp runninn og sennilega langt kominn þegar þetta kemur á prent. Raunar hef- ur ævinlega verift tekift forskot á sæluna hvaö þorrablót varftar i Vestmannaeyjum og menn stund- um vart búnir aft ná sér eftir áramótagleöskap þegar þorra- blót hafa duniö yfir i stundum tveimur til þremur vikum áftur en bóndadagur birtst á almanaki. Hér ræður að nokkru það að mönnum þykir matur sá er fram er borinn í slíkum hófum yfirleitt bera af öðrum mat, en öllu ríkari þáttur í þessu bráftræöi hefur þó vafalaust verift sá, aft vertift er venjulega i fullum gangi á sjálfum þorra, þá voru loðnuskip einnig austan viö land á þeim tima og þótti sjálfsagt aö þessir aðilar fengju aft njóta súrmatar áður en vertift hæfist. Raunar hefur sá skrýtni siður æ meir rutt sér til rúms aft meft hin- um hefftbundna þorramat (sem er raunar ekkert annað en gamal- gróin islensk fæöa og var étin árift um kring) er farift aft bera fram rétti sem ég efast um aö forfeður okkar hefftu borift kennsl á. Þessi matur er ýmist ameriskrar eða evrópskrar ættar og misjafnlega mikið i hann lagt. Fyrir einu efta tveimur árum var skrifari Eyjapósts i þorrablótsnefnd og voru matföngin pöntuft frá Reykjavi'k. Tveir heljarmiklir pakkar komu meft flugi daginn fyrir hátiftina og kynnti nefnd sér aft ' sjálfsögftu innihald þeirra samdægurs. Fyrst i stað áleit nefndin aft vitlaus sending heföi komift til Eyja, þvi aft uppistaftan i fyrri pakkanum var kjúklingar og nautasteik aft ameriskum hætti. Þó tók steininn úr þegar heill poki af frönskum kartöflum birtist sem meðlæti i þorrablót. Undir þessari send- ingu tók svo loks aö örla á súrmeti og öftru sliku. Hringt var i ofboði til sendanda og spurst fyrir um kjúklinginn og nautift og var svarift á þá leift að föst venja væri orftin hjá fyrirtækinu aft hafa ákveöinn skammt af sliku meft öllum þorramat.þar sem vaxandi fjöldi fólks kynni ekki aft meta islenskan mat af gamalli gerft og vildi hafa sinn kjúkling og franskar. Þa’ setti skrifara Eyjapósts hljóftan. Sú spurning vaknaði og er raunar vakandi enn, hvort virkilega fyrirfinnist talsverftur fjöldi tslendinga sem ekki getur lengur lagt sér til munns mat á borð vift hangikjöt og sviö, vift skulum láta súr- matinn liggja milli hluta. Þaft skal tekið fram aft nefndin var einhuga um aft kjúklingur og naut skyldi ekki fram borift meft hinum eiginlega þorramat. Var þessum tveimur skepnum skákaft á borft úti i horni ásamt frönskum kart- öflum og gátu grillaftdáendur laumast I þaft svo litift bæri á. Siftan hefur ekki verift pantaftur þorramatur frá þessu fyrirtæki. En fleira gera menn sér til af- þreyingar i Vestmannaeyjum á þorra en éta súrmeti og kjúk- linga. Á dögunum boftafti formaftur eins stjórnmálaflokks- ins komu sina til Eyja og er þaft út af fyrir sig gott og gleðilegt aft flokksformenn skuli muna eftir hjörð sinni, þótt ekki séu kosn- ingar i nánd. Vissulega þarf aö stappa stálinu i menn milli kosn- inga og gæta þess að menn sofni ekki á veröinum efta afvega- leiöist. Æftsta ráft flokksins tók á móti formanni og snæddi meft honum dögurft (ekki vitum vér hvort etinn var kjúklingur efta súrmeti). Þá var haldinn fundur meft formanni og brá þá ýmsum i brún sem hlýða vildu á speki leifttogans. t ljós kom aft fundur þessi var ekki ætlaöur hinum almenna flokksmanni, heldur var einungis boftiö til hans æftsta ráftinu (matargestunum) og næstasftsta ráðinu og hvarf marg- ur reiftur frá fundarstaö. Nú segja illar tungur, aft flokksmenn þessa stjórnmálaflokks i Eyjum séu flokkaftir eftir gæðamati i þrjá flokka. I hæsta gæðaflokk komist þeir sem bæfti séu hæfir til aft éta meft formanni og hlusta á hann. t annan flokk fari þeir sem ekki eru hæfir til að éta meft formannien eru hæfir til afthlusta á hann. Og i þriöja flokk fara svo þeir sem hvorki eru hæfir til aft éta meft formanni né hlusta á hann en teljast hæfir til að kjósa hann þegar eftir er leitað og seljum viö þessa sögu ekki dýrar en hún var keypt. Aft öftru leyti hefur mannlif i Vestmannaeyjum gengift stóráfallalaust þaft sem af er ári þrátt fyrir myntbreytingu, manntal og aftra óáran. HÁKARL Allaballar og Óli Jó Afmælisrifrildi Stjórnarliftarhéldu upp á ársaf- mæli rikisstjórnarinnar meft venjulegum hætti. Fyrir rikis- stjórn og þingflokkum hennar lágu fyrir tillögur Seölabankans um vaxtamál. Alþýftubandalagift lýsti sig alfarift andvigt tillögun- um og kraföist lækkunar bæöi innláns- og útlánsvaxta. Hluti af þingflokki Framsóknarmanna krafftist þess aft ekki yrftu skert þau útlánskjör, sem landbúnaftur og sjávarútvegur fá nú á hluta > afurfta- og rekstrarlána sinna. Er þar um aft ræfta hin svokölluftu viftbótarlán bankanna vift endur- kaupalánin, er Seölabankinn leysir til sin. Dæmift gekk ekki upp og um lausnir á þvi var þjarkaft i marga daga, þar til tekin var sú ákvörftun til bráöa- birgfta, aö fullnægja loforftinu um verfttryggingu 6 mánafta spari- innlána, án þess aft hreyfa útlána- kjörin. Bankamenn hrista nú höfuft sin i örvæntingu og segja aft þessi ákvörftun muni setja bankakerfiö i mikinn vanda siftar á árinu — vanda, sem bankarnir séu mis- jafnlega færir um aft mæta. T.d. geti Útvegsbankinn alls ekki starfaft skv. þessum kjörum, nema eigandi hans, rfkissjóöur, leggi honum til nokkra milljarfta króna annaft hvort beint úr rlkis- sjófti efta meft þvi aft ábyrgjast lántöku til hans? Bankamenn segja þetta dæmi- gerfta Thoroddsen-lausn: „Mála- miftlun meft þversögnum” — lausn, sem ekki gangi upp, enda hafi forsætisráftherrann aldrei botnaö I fjármálum. Vísisbomban t byrjun vikunnar varpafti svo dagblaftift VISIR nýrri sprengju inn á gólf stjórnarheimilisins. Bomban var frétt um gerö sprengjuheldra flugskýla á Keflavikurflugvelli og fylgdi henni staöfesting utanrikisráö- herra á þvi, aö fyrirhugaftar væru framkvæmdir vift skýlisbygging- ar undir Phantom-orrustuþoturn- ar, er á vellinum eru. Reyndar kom I ljós, aft hér var ekki um sérlega merkilegar byggingar aft ræöa, heldur þokka- leg skýli utan um fluvélarnar til aft verja þær fyrir vindum og seltu Sufturnesja. Þau dugftu samt sem efniviftur I pólitlska sprengingu meftal allaballa. Kall- aftur var saman skyndifundur I þingflokki allaballa, þar sem Ólafur Grlmsson útbýtti ein- tökum af VIsi og hófst siftan sam- lestur þingmannanna. Nema Garftars Sigurössonar, sem les á svolitift öftrum hrafta en þeir hinir I seinni tift. Eftir fundinn var svo hafist handa um aft koma skoft- unum ólafs á framfæri, bæöi I Visi og I ríkisútvarpinu. Lagöi óli þar áherslu á andstöftu sina og þeirra félaga gegn hernum, —■ ef almenningur skyldi vera búinn aft gleyma henni. Orðum sinum til áherslu lét hann svo fylgja hótun um slit á stjórnarsamstarfinu. Þekkir sína heimamenn En utanrikisráftherra, sem eitt sinn var póitiskur guftfaftir nafna slns Grimssonar, þekkir slna heimamenn af löngum og nánum kynnum. Hann veit sem er, aö Ólafur er stöftugt aft reyna aö sanna félögum sinum I Alþýftu- bandalaginu, aft hann sé ekki framsóknarmaöur inn vift beinift og af þvi stafar fjölmiftlunargleöi hans, þar sem hann reynir stöft- ugt aö vera meiri kommi en hinir. óli Jó lýsti þvi yfir afdráttar- laust, aft ráftherrum allaballa væru ráöherrastólarnirsinir kær- ari en svo, aö þeir létu einhverjar skúrbyggingar á Keflavikurflug- velli hræöa sig frá þeim. Oli Jó reiknar meft þvl, aft alla- ballarmuni gera einhverja bókun I rlkisstjórninni, en siftan muni framkvæmdirnar hafa sinn gang. Hinir öldnu vinir allaballa i austri munu tæpast nenna þvi aft vera meft kurteislega ýtni við þá i tilefni málsins. Ákvörðun í virkjunarmálum Þrýstingur um nýja ákvörftun I virkjunarmálum eykst nú dag frá degi. Iðnaftarráftherrann, sem farift er aö kalla „Hellesen”, hefur enn ekki getaft gert upp vift sig, hvaft gera eigi, en nú viröist sem Norftlendingar ætli aft taka af honum ómakift. Innbyröis deilur Húnvetninga um Blönduvirkjun og samþykkt Fjórftungssam- bands Norölendinga gegn stór- virkjunum og stóriftju ætla aft taka af honum glæpinn, aft þurfa aft hafna Blönduvirkjun. Væntan- legt frumvarp hans um virkj- unarmál mun þvl afteins ná til tveggja virkjana, þ.e. Fljótsdals- virkjunar og virkjunar vift Sultar- tanga, sem gerft yrfti I áföngum. Tveir ráftherranna, þeir Pálmi Jónsson og Ragnar Arnalds eru harla óhressir meft þessi málalok, en þeir fá ekki ráftift vift sérvizku Páls Péturssonar og félaga hans, sem telja aft sauftkindin eigi aft sitja fyrir i þjóðmálum tslend- inga — hafa algeran forgang eins og landhelgismálift forðum. t tilefni af deilunum um Blönduvirkjun og þaft fóöurgras, sem hún kann aft spilla, hefur glöggur maftur bent á, aft ef hægt væri aö skerfta sauftfjárrækt bænda um 30% meö þvi aö setja nokkrar heiöar og dali undir vatnsforftabúr virkjana, mætti spara verft virkjananna,upp á til- tölulega skömmum tima meft lækkun á útflutningsbótum til sauftfjárbænda. Þaö er þvi ekki aft furöa, þótt þeir séu andvlgir þvl, aft missa þann nær tak- markalausa aftgang, sem þeir hafa aft vösum skattgreiftenda meö aftstoft hinnar helgu skepnu, sauftkindarinnar. Hákarl.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.