Helgarpósturinn - 13.02.1981, Blaðsíða 9

Helgarpósturinn - 13.02.1981, Blaðsíða 9
—helgarpásturinrL Föstudagur 13. febrúar 1981 Lítil og stór nálaraugu „Er þetta ritstjórinn? Já, ég var að lesa þarna i Helgarpóstin- um að forseti tslands hefði verið fluttur i sjUkrabil á gjörgæslu- deildina eftir að hafa heyrt efna- hagstillögur rikisstjórnarinnar. Þiðsegið að Vigdis hafi hlegið sig máttlausa. Er þetta rétt sem þið eruð að skrifa þarna?” Röddin i blessaðri konunni nötraðiaf geðshræringu. Ég hafði ekki erindi sem erfiði að reyna að útskyra fyrir henni að þessi klausa hefði birst á sérstaklega auðkenndri siöu, Aðalblaðinu, sem öllum mætti ljóst vera, — ef hún væri lesin i heild, — að lyti ekki beinlinis lögmálum sagn- fræðilegra staðreynda. HUn sagði æf, að það væri forkastanlegt að hafa forseta tslands þannig i flimtingum. „Þið ættuð að skammast ykkar!” sagði hún og skellti á. Þeir sem standa i ábyrgð fyrir hjá Private Eye en einmitt á- hrifamenn af ýmsu tagi og ekki sist fjölmiðlamenn, sem taka sig of alvarlega. Frægasta dæmið um fréttalegar afhjUpanir Private Eye er trúlega svokallað Poulson- mál sem leiddi til afsagnar Reginald Moudlings, innanrikis- ráðherra á sinum tima. Þá var Private Eye einnig i essinu sinu i „kynvillumálinu” sem tengdist Jeremy Thorpe, fyrrum leiðtoga Frjálslynda flokksins. Að þessu leyti á Private Eye liklega bróður i franska háðblaðinu Le Canard Enchainé. Mitt á milli þessara tveggja póla i blaðinu, augljóss tilbUnings i skemmti- og ádeiluskyni og mis- vel undirbyggðra greina Ur raun- veruleikanum, er svo alls kyns glens og skens með einkalif fyrr- nefndra fórnardýra, slUður, sem hvorki virðist eiga sérstakt erindi til almennings né er ljóst hvort er lygi eða sannleikur, enda engu h'kara en Private Eyé-menn telji slikt aukaatriði. Stundum er þetta slUður um lif fólks sem varla nokkur almennur lesandi þekkir haus eða sporö á, þótt þeir sem Lundúnapóstur frá Arna Þórarinssyni blöðum fá vitaskuld upphringing- ar af ýmsum kurteisisgráðum. Sumir hringjenda hafa eitthvað um blaðið að segja. Aðrir eru bara að láta vita um liöan sina. Allt er þetta heimilislegt og þroskandi. En það varð óvenju ljóst af skrautlegum viðbrögðum viðfyrstatölublaði Aðalblaðsins i fyrra, að annars vegar finnst sumu fólki hreint ekki sjálfsagt að skrifað sé um hvað sem er i blöðum — jafnvel þótt það sé satt, en hins vegar er sumt fólk tilbúið til að trUa nánast hverju sem er i blöðum, — jafnvel þótt það sé augljóslega lygi. Smátt og smátt læra menn auð- vitað að lesa efni af þessu tagi, þótt margir komi aldrei tilmeö að kunna að meta það. Reyndar má geta þess i framhjáhlaupi, að við höfðum spurnir af þvi, að forset- inn okkar sjálfur hefði hlegið sig, — ja, ef ekki máttlausa, þá a.m.k. hlegið dátt, er hún las fyrrnefnda Aðalblaðsfrétt. Ég minnist á þessa uppákomu hér 1 LundUnapósti vegna þess að i dag á enskur ættingi Aðalblaðs- ins afmæli. Skáldaleyfisfréttasiða eins og þessi á sér nefnilega fyrir- myndir viða um lönd, og það sem meira er, — þar eru heilu blöðin sem leika sér með raunveruleik- ann á sambærilegan hátt. Mestan skyldleika á Aðalblaðið reyndar viðbandariska timaritið National Lampoon, sem margir kannast við. Hér i Englandi er það Private Eye, sem heldur upp merkinu. Upplag 140.000 eint. hálfsmánað- arlega. Liklega hefur ekkert breskt blað fengið á sig jafn mörg meiö- yrðamál og Private Eye. Núna þegar fimm hundraðasta tölu- blaðið kemur Ut, er vitaskuld haldið upp á afmælið með tilheyr- andi skepnuskap, en þvi er hins vegar ekkert hampað sérstaklega að fjárhagslega hefur Private Eye aldrei staðið betur. Astæðan: Ótti við að slikt verki hvetjandi á meiðyrðamál og kröfur um miskabætur. Private Eye er stórundarlegt blað. Annars vegar eru afar vel skrifaðar en ófyrirleitnar skop- stælingar og skopádeilur á ýmis- legti opinberu lifi á Bretlandi, og eru það einkum f jölmiðlamenn og stjórnmálamenn og konungsfjöl- skyldan sem fyrir þessu verða. Hins vegar eru svo alvarlegar greinar afhjUpanir byggöar á ó- staðfestum heimildum sem stundum valda miklu fjaðrafoki og hefðu hugsanlega aldrei séð dagsins ljós ef ekki hefði komið til glannaskapurinn i Private Eye. Af þessum þætti blaðsins eru Private Eye-menn hvað stoltast- ir, sem sýnir að jafnvel þeir taka sig alvarlega sem blaðamenn, þótt engir séu vinsælli skotmörk skrifa viðkomandi slUöur þekki það, þ.e. slUður um fjölmiðlafólk. Ég fæ t.d. ekki séð að islenskir blaðalesendur hefðu sérstakan áhuga á að lesa um að Guðlaugur Bergmundsson hafi bitið frænku sina i lærið á Hótel Borg eða að Guðjón Arngrimsson héldi við dóttur sýslumannsins á Seyðis- firði eða, til að hafa þetta eins fráleitt og hugsast getur, að Björn Vignir Sigurpálsson hafi tekið til á skrifborðinu sinu. Ég fæ ómögu- lega séð að þetta eigi erindi á prent þótt hafa megi i flimtingum innanhUss. En svona fréttaflutn- ing má fá af ensku fjölmiðlafólki i Private Eye (sjá klausuna um MagnUs Magnússon). Og það er opinbert leyndarmál, aðmörgu af þessu efni er laumað aö blaðinu frá blaðamönnum á öðrum blöðum, sem annað hvort eru að ná sér niðri á einhverjum eöa koma áleiðis á prent einhverju sem þeir hefðu ekki getað fengið birt heimafyrir. En oft er það lika iandsfrægt fólk sem verður fyrir barðinu á blaðinu. Ég man t.d. eftir þvi, að i fyrra sagði Private Eye frá þvi, að pólitiskur monthani, sem heitir Roy Hattersley og við þekkjum sem einn aðalsamn- ingamann bresku rikisstjórnar- innar i þorskastriðinu en er nú innanrikisráðherra i skuggaráðu- neyti Verkamannaflokksins, stæöi i ástarsambandi við nafn- greinda konu. Fylgdu heimilis- föng og ýmsar upplýsingar grein- inni, og ókunnugum lesanda gert ókleift að átta sig á þvi hvort hér var sagt satt eða logið, burtséð frá þvi' hvort ástarlif Roy Hattersley komi nokkrum manni við eða ekki. Hin kaldrifjaða hnýsni i einkalif fólks er helsta tromp þeirra mörgu sem vilja leggja sem flestasteina i götu þessa blygðun- arlausa blaðs. Richard Ingrams, ritstjóri Private Eye, sem sagður er sannkristinn maður og nánast púritanskur i lifnaðarháttum og lifsviðhorfum, svarar þessu þannig, aö ekki sé gott að vita fyrirfram hvenær einkalif fólks i áhrifastöðum fer að skipta máli i opinberu lifi þess, og ef hann er spurður hvort ekki væri þá rétt af blaðinu að kanna betur sannleiks- gildi slúöursins áður en það er birt, svarar hann þvi einfaldlega til, aö ekki þjóni neinum tilgangi að hringja i fólk og spyrja hvort saga sé á rökum reist, sem það muni visa á bug hvort sem hún er sönn eða ekki. Og þetta sjónarmið skilja blaðamenn mæta vel. Lika á Islandi. Þó kemur fyrir að Private Eye hætti við að birta háðsglósur um einkalif fólks af siðferðilegum á- stæðum. En þetta er afar sjald- gæft.Eitt af þessum fáu tilvikum var þegar Bernadette Devlin eignaðist barn utan hjónabands. Þá gróf Private Eya upp mynd af henni að tala við Harold Wilson, fyrrum forsætisráðherra og setti inn á hana svohljóðandi samtal: Wilson: En hvers vegna ætlarðu að kalla hann Harold? Devlin: Af þvi hann er svoddan bastarður (Because he’s a little bastard = skepna/ bastarður). Núna blygð- ast Ingrams sin fyrir að hafa hætt við að birta myndina. Frá sjónarmiði Private Eye- manna er aðaltilgangur blaðsins að skemmta þeim sjálfum. Og aðaltilgangur þess sem kaupir það er að skemmta sér. Yfirleitt er þeim tilgangi vel þjónað. NUna er til dæmis i gangi bráðfyndin framhaldssaga i Familie Journal- stil um ástir Karls prins og Diönu kærustu hans. En vinsælasta efni Private Eye um þessar mundir er tvimælalaust hin svonefndu „DearBill”-bréf, sem skrifuðeru i nafni, — og óþökk, — Denis Thatchers, eiginmanns Margaret Thatcher, forsætisráðherra, og stiluð á gamlan vin hans. Þar er lýst lifinu I Downingstræti 10 frá sjönarhóli Möggu-maka og er það ir oui oi aiaaciic mighl be compared. Irts Page Gibson's Breaking as Best Newcomer 'op-punk fall-out and ttíon's primal screanj DER WALKERi lard , very expensiíe. it is seen in tlie <Mork of on comes íimri tlie :. The lone atecursor sticated soiíety was tickerbockJrs in one another, l«s i'air tnd clieckcll stockings mucli adnfred by issoni said.tcould the Duke olWindsor ilting in equl lagazine Walsh, Martin en, A. Claypool. ntries r urtner Daa news ior narris. ms sec- retary Jane Dillon has left the company and returned to her husband after an estrangement, forgoing a generous salary of around^UjJittÚrtwiuMUiaaAdtete-a-tete luncjjí^lfraainners with her 1 ces like Lockets and The MirabeTl ''his unlimited WTV expense account (n<% to be closed). Ar cn American friend tells me of boorish behaviour by Magnus Magnusson while promoting his cliche-ridden Vikings! series m the US. While on an internal flight, Magnusson was asked to put away his pipe, since pipes and cigars are banned under US aviation law. The Icelander complained bitterly, saying he was being ‘discriminated against’. At the next stop, he demanded that a special aircraft be chartered in order to allow him to smoke his foul shag in peacea The request was, of course, denied. # Lord Whelks is under a clout^TTrafal- gar House. The seafood-guzzJp^&fFóugh his friend- ' board member Lord Greed, persuaded Ihe company to put up a large sum of money to make the epic film ‘Raise the Titanic’. As all cineastes will now know, this picture would have more accurately been titled 'Sink the Titanic'. T /iec/»o /-»*> tha f 1 9 *v> illinn cncsn nro óborganlegur texti. Svo viðlesin eru þessi bréf, að nærri siðustu helgi i breska þinginu, sagðist leiðtogi Verkamannaflokksins, Michael Foot sem ekki á sjö dag- ana sæla um þessar mundir frek- ar en frú Margrét, hafa það eftir áreiðanlegum heimildum i Downingstræti að forsætisráð- herrann væri óþarflega bjartsýnn I yfirlýsingum sinum um Utlitið i efnahagsmálum. Svo kom á dag- inn að þessi áreiðanlega heimild var siðasta „Dear Bill”-bréfið I Private Eye. Margaret Thatcher mátti eiga það, að hún hló dátt, svo og stór hluti þingheims. Gaf Foot i skyn að rikisstjórnin væri svo upptekin við að lesa „Dear Bill” aö hUn mætti ekki vera að þvi að stjórna landinu. Svipaða aðferð notaði Private Eye I stjórnartið Wilsons þegar það birti Dagbók frú Wilsons og gerði m.a. óspart grin að ljóða- gerð Mary Wilson sem fræg var á slnum tima. Þessi „dagbók” varð svo vinsæl að uppúr henni var samið heilt leikhúsverk, sem einnig náði hylli. Hvað gerðist á Islandi ef Aðalblaðið færi að birta dagbók Völu Thoroddsen? Það er ekki óeðlilegt að ýmsir vilji setja einhvers konar beisli á blað sem er jafn óháð öllu nema eigin sérvisku, fordómum og kimnigáfu. Helsti andskoti Private Eye um þessar mundir er Sir James Goldsmith, milljóna- mæringur, sem m.a. gefur Ut fréttatímariti ð Now! Fyrir nokkrum árum höfðaði hann hvorki meira né minna en á sjö- unda tug meiðyrðamála gegn blaðinu, En eins og venjan er með slik mál, þótt á þvi séu undan- tekningar, fer ákærandinn verr Ut Ur þeim en sá ákærði. Þeir sem fylgjast með fjölmiðl- um og þeir sem starfa við fjöl- miðla þurfa einlægt að spyrja sig hversu langt eigi að ganga i að færa Ut mörk þess sem má lesa, þess sem má birtast. Sama gildir um svokölluð yfirvöld. Ritskoðun er nánast sigilt umræðuefni, og á að vera það. Takmörkun tjáning- arfrelsis, bein og óbein, hefur ein- mitt verið óvenju virkt rökræðu- efni hér á landi undanfarið. Dæmi um beina takmörkun á þessu frelsi er hitamál er komið er upp Framhaldsaga um Kalla Breta- prins og Diönu i Fameliens Journal — stil. innan BBC, þar sem æðsti yfir- maður þessarar rikisstofnunar, Sir Ian Trethowan hefur æ ofan i æ beitt valdi sinu, — væntanlega vegna þrýstings einhvers staðar frá — til að ritskoða og jafnvel banna flutning dagskrárefnis nú siðast sjónvarpsþátt um starf- semi bresku leyniþjónustanna. Dæmi um óbeina takmörkun á tjáningarfrelsinu er deilan sem staöið hefur um kaup ástralska blaðakóngsins Rupert Murdoch á hinu virðulega stórblaði The Times. Þótt Murdoch lofi öllu fögruliggur hann undir rökstudd- um grun um að láta ritstjórnar- legt frelsi The Times og Sunday Times ekki i friði, ef af yrði, en hann er frægur fyrir að græða á æsifréttablöðum með áherslu á ofbeldis- og kynlifsfréttir. Ef Murdoch eignast Times ræður hann yfir meira en 30% af dag- blaðamarkaðinum i Bretlandi. Afstöðu Private til þessa máls má sjá á meðfylgjandi forsiöu á sið- asta blaði, þar sem þeir eru sam- an Murdoch og William Rees- Mogg, ritstjóri Times. Á slikum timum er ómetanlegt að hafa blað, hversu gallaö, ó- fyrirleitið og blygöunarlaust sem það nU annars getur verið, sem birtir nánast hvað sem er. Ég held, — og geri mér um leið ljóst að margir eru mér ósammála, — að þegar á allt er litið, ekki sist mannkynssöguna, sé niðurstaðan i eilifðarumræðunni um tjáning- arfrelsi og takmörkun þess sú, að heillavænlegra sé að birta frekar helmingi meira en helmingi minna. Jafnvel þótt i leiöinni brotni nokkur egg sem hefðu átt að veröa hænur. En eins og sagt var um byltinguna: Það þarf að brjóta egg til að búa til omme- lettu. Fátt er Privatc Eye heilagt. Landi okkar, Magnús Magnússon, sjón- varpsmaður hjá BBC með meiru fær þessa kveðju i siðasta tölublaði. Ég er nú ekki betur gefinn en svo, að mér er alls ekki ljóst hvort þessi saga um átök pipureykingamannsins Magnúsar við bandariska flug- féiagið á að vera alvarlegur sannleikur eða fyndinn lygi.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.