Helgarpósturinn - 13.02.1981, Blaðsíða 10

Helgarpósturinn - 13.02.1981, Blaðsíða 10
10 helgarpásturinrL_ Örlítil samantekt um andlega „brans- ann” eftir Guðjón Arngrimsson Myndir Friðþjófur ...og Sálarrannsóknarfélagiö hcfur skrifstofu viö Garðastræti. og koma aldrei aftur Hinn eini og sanni Dracula greifi var kominn af islenskum berserkjum, samkvæmt heimild- um Bram Stokers höfundar sög- unnar. Ef þær eru réttar, og það verður ekki dregið i efa, þá á þessi heldur ógeðfelldi Transil- vaniski höfðingi fullt af ættingj- um sem ganga i dag ljósiifandi um götur íslands. Þar er kannski komin skýringin á hinum ódrepandi áhuga lands- manna á dulrænum eða yfírskil- vitlegum atburðum. A atvikum sem erfitt er að finna eðlilegar skýringar á, eða fólki sem sér sitthvað sem hinn venjulegi meðaljón kemur ekki auga á. Þessi áhugi hefur fylgt þjóöinni lengi, eftir þvi sem best er vitaö. Til dæmis er orðið langt siðan Grettir Asmundarson tókst á við drauginn Glám i einni eftirminni- legustu draugasögu heimsbók- menntanna. Ennig er farið að slá i irafells-Móra og Hvitárvalla- Skottu, hvar sem þau liggja núna. Og ef þau liggja. Með árunum og eftir þvi sem þekking mannskepnunnar á ýms- um hlutum varð meiri og meiri, þá hefur þessi áhugi á lifinu eftir lifið ffnpússast og beinst inná sér- hæfðari brautir. Það er eftir öðru í nútimaþjóðfélagi. Ef öll Ijós i húsinu slökkna þá kennir fóik raf- magnsveitunni um, ekki drauga- gangi, og ef cinhver guðar á gluggann klukkan þrjú að nóttu, þá dettur fólki ekki fyrst Móri I hug, heldur að i íbúðinni fyrir ofan sé óvenju gott parti. Og það jafnvel þó sú ibúð sé á sjöundu hæð. Enginn hefur enn heyrt talaö um Breiðholts-Móra eða Selja- hverfis-Skottu. Stórmiðlarnir látnir Nú á dögum tilheyra álfar og huldufólk gömlum ævintýrum, og draugar sömuleiðis. Þó er eins og annaö slagiö komi alltaf fréttir af sliku fdlki. I Kópavoginum var til dæmis fyrir nokkrum árum hætt viö aö jafna þar hólvið jörðu eftir ótal óhöpp meöaí verka- mannanna. Slikt heyrir þó til algjörra undantekninga. Almennt verður fólk fremur litið vart við yfirnáttúrulega hluti i daglegu amstri. Nú til dags eru þeir áhugamál, alveg eins og fri- merkjasöfnun eða knattspyrna. Fólk er misjafnlega opið eða mót- tækilegt fyrir yfirnáttúrulegum efnum, eins og frimerkjum, og þvi eru sumir miklir áhugamenn, aðrir minni, og þeir eru fjöl- margir sem lita á allt slikt með fyrirlitningaraugum. Fyrir nokkrum áratugum voru til margir landsþekktir miðlar á íslandi. Lára miðill, Indriði miðill og Hafsteinn miðill, svo dæmi séu nefnd. Þá voru miðilsfundir áberandi þáttur af „skemmtana- lifi” landsins, og stórar skyggni- lýsingar voru haldnar um allt land. Þetta fólk, og ekki sist Hafsteinn, var á nánast stöðugu ferðalagi um landið að halda fundi og aftur fundi. Og það fyllti hvert samkomuhúsið á eftir öðru, eins og ekkert væri. Nú er þetta fólk allt látið. Hafsteinn lést fyrir nokkrum ár- um, siðastur stórmiðlanna. Eng- inn hefur komið i hans stað, og ýmislegt bendir til þess að dagar þeirra séu taldir fyrir fullt og allt. Það er þvi ekki að furða þótt flest- um finnist h'tið um að vera i þess- um „bransa” eftir að hann dó. Þjálfun og agi „Það er með transmiðla eins og Hafstein Ukt og góða pianista”, sagði Ævar H. Kvaran i samtali við Helgarpóstinn. „Þú sérð góðan planista og langar til að gera eins og hann. Það kemur i ljós að þú hefur þokkalega hæfi- leika, en þegar þjálfunin hefst, þá kemstu að raun um að það eina sem þú gerir i fjögur til fimm ár, er að æfa undirstöðuatriði. Þú spilar bara skala. Svona var þetta með Hafstein. Hann hafði frábæra hæfileika frá náttúrunnar hendi, en hann hefði aldrei náð þeim árangri, sem hann náði hefði hann ekki verið þjálfaður reglulega árum saman af mönnum eins og Einari Kvaran og fleirum. 1 fimm ár oftar en einu sinni i viku, i hverri viku þjálfuðu þeir Hafstein, og ekkert var látið standa i veginum fyrir þeirri þjálfun. Það þýddi ekkert að segja að eiginkonan væriað eignast barn. Ekkert fékk stöðvað þessa menn. Og svo heldur sumt fólk að það sé bara eins og hver önnur skrifstofu- vinna að vera miðill. Það er algjör misskilningur. Það er hinsvegar ekkert skrýtið að fólki skuli finnast litið um að vera, eftir lát Hafsteins. Maður eins og hann skilur eftir sig skarð, sama á hvaða sviði hann starf- ar,” sagði Ævar Kvaran. Vist er að eftir lát Hafsteins hefur ekki verið jafn auðvelt og áður að komast á miðilsfund sem eitthvað fútt er i. Opinberar aug- lýsingar um miðilsfundi sjást ekki, og stórir skyggnilýsinga- fundir eru hreinlega ekki haldnir lengur. Nú fer þessi starfsemi öll fram i kyrrþey, og þeir sem fást við miðilsstörf gera það aðeins litillega, og i hjáverkum. Til að komast á þessa fundi verður fólk þvi að vera persónulega kunnugt miðlinum, eða einhverjum nákomnum, eða þá að vera áberandi „opið” eða sálrænt. Nýalssinnar Nú eru starfandi hér tvö félög fyrir áhugafólk um sálræn fyrir- brigði. Annað þeirra er langtum stærra en hitt, með yfir fimm þúsund félagsmenn um allt land. Það er Sálarrannsóknarfélagið, sem starfar i sjö deildum. Hitt félagið er langtum minna, i raun- inni aðeins klúbbur fárra aðila sem samúð hafa með kunningjum Helga Pjeturs. Það er Félag Nýalssinna. 1 þvi eru 200 manns. „Segja má að starfseminni hjá okkur sé að nokkru leyti skipt i tvennt”, sagði Kjartan Norðdal, einn úr félagi Nýalssinna. „Við erum hér með húsnæði á Njáls- götu 40, sem við notum fyrir litla sambandsfundi, og þar að auki er hér smá búðarhola, sem við selj- um i bækur og blöð ýmisskonar sem tengjast áhugamálinu. Hins- vegar erum við svo með aðstöðu á Alfhólsvegi i Kópavogi. Okkur fannst rétt að hálda áfram hérna á Njálsgötunni, þótt aðstaðan sé kannski betri i Kópavoginum, þvi mörgum fullorðnum finnst það erfitt að fara alla leið i Kópa- voginn”, sagði Kjartan. Á vegum Nýalssinna eru reglu- lega miðilsfundir, á laugardögum á Njálsgötunni, og á mánudögum við Alfhólsveginn. Þessir fundir eru ekkert auðglýstir, enda sagði Kjartan það ekki mega, og þvi siður taka fé fyrir. Það er sitt hvor miðillinn sem stjórnar fund- unum, kona i Reykjavik og karl- maður IKópavoginum.” Sálarrannsóknarfélagið Sálarrannsóknarfélag íslands, starfar á talsvert öðrum grunni. Félagið rekur skrifstofu og heldur starfsmann, sem sér um almenn skrifstofustörf fyrir það — bréfa- skriftir, innheimtur félagsgjalda og svo framvegis. Þá eru tveir huglæknar starfandi á vegum félagsins. „Markmið félagsins er fyrst og fremst að gefa fólki sem hefur áhuga á þessum málum tækifæri til að kynna sér áhuga- málið, hittast og svo framvegis,”, sagði Guðmundur Einarsson, forseti félagsins. „Reynt er að gefa félagsmönnum sjálfum möguleika á að öðlast beina reynslu, og félagið hefur i þeim tilgangi fengið hingað til lands erlenda gesti. Enginn þarf að játast undir neina trúarjátningu tilað ganga i’ félagið, það er öllum opið. Við höfðum haldið ráðstefn- ur hér og sent fólk á ráðstefnur erlendis”, sagði Guðmundur. Nú eru i sálarrannsóknarfélag- inu 2000 manns i Reykjavik, og þrjú þúsund til viðbótar i deildum i Keflavik, Selfossi, Egilsstöðum, Akureyri, Isafirði og Sauðárkróki. Starfsemi félagsins er i góðu lagi að sögn Guðmundar, og félögum fjölgar frekar en hitt. Nú i mars er von á kanadiskum háskólaprófessor, Jerry Stein- berg hingað til lands á vegum þess. Steinberg þessi er Dream therapist, eins og það heitir á enskunni — maður sem ræður i draumum meö einhverskonar tækni sem hann hefur þróað. Siðar i vor er von á tveimur breskum miðlum til lands- ins, nánar tiltekið i april og mai. Allir þessir aðilar munu halda fjölda íunda og námskeiða með félagsmönnum Sáiarrannsóknar- félagsins, Vísindin og handan- lækningar Utan þessara tveggja félaga eru eflaust fjölmargir sem grúska i sálrænum fræðum, og þá útfrá ólikum forsendum. 1 sum- um tilfellum tengist áhuginn áhuga á trúarlegum efnum, en spiritisminn svokallaði hefur löngum verið kirkjunni eilitill höfuðverkur. I öðrum tilfellum tengist áhuginn göldrum og Nýalssinnar reka þessa smá- bókabúð við Njálsgötuna...

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.