Helgarpósturinn - 13.02.1981, Blaðsíða 14

Helgarpósturinn - 13.02.1981, Blaðsíða 14
14______ SvfiM! „Kolkrabbi að hætti Restaurant Rán,T Réttur helgarinnar kemur aö þessu sinni frá nýopnuðum veit- ingastaö, scm hlotiö hefur nafniö Restaurant Rán, og er til húsa þar sem Skrínan viö Skóla- vöröustiginn áöur var. Eigandi Ránar er ómar Hallsson og kona hans, Rut Ragnarsdóttir. 1 stuttuspjalli við Ómar, kom fram, aö hinn nýi veitingastaður er með ýmislegt markvert i bi- gerð. ,,Við fáum mjög fljótlega til okkar kinverskan kokk, sem hefur starfað á einum albesta veitingastað Lundúnarborgar og í næstu framtíðinni verður t.d. efnt til ítalskra og franskra vikna. Það verður engu til sparað, svo þessi staður geti boðið upp á það besta i matar- gerðarlistinni. Þetta á að vera vandaður veitingastaður”, sagði Ómar. En Helgarrétturinn nefnist „Kolkrabbi að hætti Restaurant Rán” og er fyrir sex manns, Yfirmatreiðslumaður á Rán, er Frakkinn Paul Eric Calom. Hráefni: 1,2 kg. kolkrabbi, 4 stórir laukar, 3nýir tómatar eða niðursoðnir, 3 rauðar pap- rikkur, 3 grænar paprikkur, ldós tómatpúrra eöa tómatsósa, 1 1/2 lárviðarlauf, 4—5 hvit- lauksrif. Krydd eftir smekk: Timian, oregon, rosmarin, safran, salt, pipar (jafnvel sterkur cay- enne). Að auki: 3 bollar brún sósa, vatn, sítrónur, hrisgrjón, matarolia eða olivuolia. Laukinn paprikkuna, tómat- ana, kolkrabbann (sem sneiddur skal niður i renninga) og hvitlaukinn (finsaxaðan) skal steikja i sitt hverju lagi i oliunni. Siðan skal þetta allt sett i pott (nema kolkrabbinn)og i pottinum skulu vera þrir bollar af brúnni sósu og jafnmikið af vatni, auk tómatpúrru. Þetta skal siðan krydda og sjóðast við vægan hita i 45 minUtur, þá skal bæta kolkrabbanum úti og sjóða i 15 minútur til viðbótar. Framreitt með hrisgrjónum og sitrónuskifum og ágætt er að dreypa á góðu hvitvini með. Þaö eru margir illa haldnir eftir flensusendingarnar frá Rússum og Kinverjum. þessar pestir hafa lagt marga landsmenn i rúmiö, en af þeim upplýsingum sem við höfum er Ijóst aöþessir Asiu og Rússainflú- ensur hafa veriö allút- breiddar þótt þær hafi jafnframt verið vægar”, sagöi ólafur ólafs- son landlæknir, en siöustu vikur hafa afföll i skólum og á vinnu- stöðum verið allmikil vegna flensufaraldurs. Ólafur sagði það lremur sjald- gæft að læknar væru kallaðir til vegna vægra pesta af þessu tagi, en þó kæmi það íyrir. ,,Þess vegna eru okkur læknum kannski fremur ljósar afleiðingar þessara pesta fremur en útbreiðsla þeirra”. Yfirleitt liggur fólk i nokkra daga i þessum flensum og þjáist af háum hita, beinverkjum, höfuðverki og kvefi. Flensan virðist þó hverfa jafnskjótt og hún kemur, enda þótt fólki sé ráðlagt að fara sér hægt fyrstu dagana á eftir og vera inni hitalaust i einn eða tvo daga. Landlæknir var spurður hvers vegna það væru jafnan þessir sömu mánuði, nóvember, desem- ber, janúar og febrúar, sem væru skæðastir hvað fiensur varðaði. Hannsagðist nú ekki geta svaraö þvi fyrir fullt og fast, en eflaust kæmi veðurlagið og kuldinn þar inni. „Nema ef vera skyldi, að timasetningin væri ákveðin hjá Rússum og Kinverjúm og þeir Rússar og Kínverjar herja á landsmenn ,,Við höfum nú engar nákvæmar tölur um það, hvað Boröa- pantanir Sími86220 85660 Veitingahúsid í GLÆSIBÆ vilji reyna þyngja hjá okkur veturinn. Að minnsta kosti er það þannig, að allar þessa leiðinda- flensur koma að austan, svo i þvi sambandi er óhætt að skamma Rússana og þá þarna austurfrá”, sagði Ólafur landlæknir ólafsson. — GAS Galdrakarlar Diskótek Það er alltaf lif og fjör i félagsmiöstöövunum. Fjölbreytt starf í félagsmiðstöðvunum ,,Það eru starfræktar þrjár félagsmiöstöövar á vegum Æsku- lýðsráðs og það hefur veriö stefna ráðsins frá 1973 að byggja upp þessar félagsmiðstöðvar i hverf- um borgarinnar. t þessum húsa- kynnum hefur verið lögð áhersla á þrjú aðalatriði. t fyrsta lagi er það starf félaga, samtaka og stofnana i hverju hverfi, sem fá afnot af húsakynnum Æskulýös- ráös. t ööru lagi er þaö svokallaö opiðstarf á vegum Æskulýösráös, diskótek, opiö hús, og i þriöja lagi fer þar fram fyrirbyggjandi starf i klúbbum og hópum á meðal barna og unglinga”, sagði Ómar Einarsson, framkvæmdastjóri Æskulýösráðs Reykjavfkur, þegar Helgarpósturinn spuröi hann um þær félagsmiöstöðvar, sem ráðið rekur i borginni. Félagsmiðstöðvarnar þrjár eru Fellahellir i Fellaskóla i Breið- holti 3, Bústaðir i kjallara Bú- staðakirkju, sem rekin er i sam- vinnu við kirkjuna og Þrótt- heimar, sem reknir eru i sam- vinnu við iþróttafélagið Þrótt. Þá verða tvær nýjar félagsmið- stöðvar teknar i notkun á þessu ári, i Arbæjarhverfi og verður hún opnuð i sumar og loks er verið að breyta Tónabæ og tekur hún til starfa i haust. Aðspurður um hvort menn hjá Æskulýðsráði væru ánægðir með félagsmiðstöðvarnar og hvernig þar hafi til tekist, sagði ómar, að það væri alltaf spurning hvernig meta ætti árangur af svona starfi. Hann sagði, að það væri sitt álit, að klúbbastarfið og hópstarfið hafi gengið mjög vel og það hljóti interRent car rontaI Bílaleiga Akureyrar Akureyri Reykjavik TRYGGVA8RAUT 14 SKEIFAN 9 S. 21715 23515 S.31615 86915 Mesta úrvalið, besta þjónustan. Viö útvegum yöur afslátt á bílalelgubílum erlendis. að skila árangri, þó ekki væri hægt að mæla hann i dag. Ómar sagðist að lokum vilja benda á það, að það væri mikill misskilningur, sem margirhéldu, að þessar félagsmiöstöðvar væru almenn danshús. Þær væru litlar og miðuðust eingöngu við þarfir hverfisins, þar sem þær eru starf- ræktar. Þróttheimar er yngsta félags- miðstöðin og tók hún til starfa i júní á siðasta ári. Skúli Björnsson forstöðumaður sagði i samtali við Helgarpóstinn, að starfið væri aðallega tviþætt. Annars vegar væri opið hús á þriðjudagskvöld- um þar sem unglingar, 13 ára og eldri, gætu komið til þess að spjalla saman, horfa á sjónvarp, eða verið i leiktækjum ýmiss konar. Hins vegar væru föstu- dagskvöldin, sem væru að öllu leyti skipulögð, undirbúin og framkvæmd af unglingunum sjálfum. Innan félagsmiðstöðvar- innar væru starfandi sex klúbbar og sæju þeir til skiptis um þessi kvöld. Hefur þetta gefist mjög vel, að sögn Skúla. Klúbbarnir taka fyrir ýmis vandamál, sem unglingarnir hafa áhuga á að kynnast og velta fyrir sér. Sem dæmi má nefna, að tekin hafa verið fyrir áfengismál, af- brotamál, kynfræðsla og fleiri. Þá hafa unglingarnir gefið út 16 siðna blað einu sinni, Heimapóst- inn, sem þau hafa algjörlega unnið sjálf, og er meiningin að áframhald verði á þvi. Einnig fara krakkarnir í ferðalög tvisvar öl þrisvar á vetri. Skúli sagði, að aðsókn unglinga að staðnum hafi verið góð og mun betri en gert var ráð fyrir. Hins vegar væri ekki mikið um starf frjálsra félaga úr hverfinu. Meðalaldur þeirra, sem sækja Þróttheima er 13—15 ára, en þó kemur þangaö eithvað af 17—18 ára unglingum, og einu sinni i mánuði er haldinn dansleikur fyrir lð—12 ára. t sumar er svo meiningin að efna til námskeiða fyrir börn úr hverfinu innan ramma sumar- starfs félagsmiðstöðvarinnar. ..Reynslan hefur verið góð. Það hefur verið lögð aðaláhersla á að hafa þetta staö fyrir unglingana og það hefur sýnt sig, að þau kunna að meta það og nýta stað- inn vel”, sagði Sverrir Friðþjófs- son, forstöðumaður Fellahellis, en Fellahellir er elst félagsmið- stöðvanna, tók til starfa i nóvem- ber 1974. Eins og i Þróttheimum, eru starfandi klúbbar i Fellahelli, þar sem unglingarnir taka fyrir mál, sem þeim er ofarlega i huga, og fengnir eru sérfræðingar i heim- sókn, eða farið á staði, þar sem hægt er að fá upplýsingar um við- komandi efni. Sverrir sagði, að á undanförn- um þrem til fjórum árum hefði veriðgifurleg aukning i aðsókn að staðnum, og i fyrra komu þar rúmlega 67 þúsund gestir. Þá sagði Sverrir, að einnig væri Fellahellir með starf fyrir yngri krakkana, frá 10—12 ára, þar sem þau gætu verið i borðtennis, plastmódelsmiði og öðru tóm- stundastarfi. Bústaðir tóku til starfa árið 1976 og sagði Hermann Ragnar Stefánsson forstöðumaður, að starfið hafi fariðhægt af stað, en siðan hafi orðið gifurleg aukning i öllu starfi og gestafjölda. Hann sagði, að siðan skólinn i hverfinu varð einsetinn, hafi verið tekið til bragðs að opna miöstöðina kl. 15 á daginn og sé geysimikil aðsókn milli 15 og 18, þar sem krakkarnir koma saman til að tefla, spila eða rabba saman. Auk hins hefðbundna klúbba- starfs og diskóteks, sagði Her- mann Ragnar, að stór liður i starfsemi þeirra væri sumar- starfið. Krakkar á aldrinum 6—12 ára koma þangað á hverjum degi í júni og júli og ágúst og eru allan daginn. Þetta starf byggist fyrst og fremst á veðrinu. Ef gott er veður, er farið með krakkana i leiki utanhúss, gönguferðir og safnferðir, en haldið til innan dyra þegar illa viöraöi. Sagði Hermann Ragnar, að þetta væri geysilega vinsælt og væri ekki hægt að anna eftirspurn. Hermann Ragnar sagði, að hann legði áherslu á að foreldrar og aðstandendur unglinganna kæmu og kynntu sér starfsemi þá, sem fram færi i Bústöðum og hefði hann i þvi skyni efnt til kynningarkvölda einu sinni á ári. Hann teldi það æskilegt, að for- eldrar kynntusér betur starfsem- ina og sæju með eigin augum hvernig krakkarnir hefðu það.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.