Helgarpósturinn - 13.02.1981, Blaðsíða 15

Helgarpósturinn - 13.02.1981, Blaðsíða 15
15 Föstudagur 13. febrúar 1981 Jóhann Briem eftirherma: 20 RADDA MAÐUR „Ætli það séu ekki raddir rúm- lega 20 manna sem ég hermi eftir”, sagði Jóhann Kr. Briem 23 ára eftirherma og skemmti- kraftur i samtali við Helgarpóst- inn, en Jóhann er einn fárra manna, sem leggur stund á eftir- Jóhann Kr. Briem á fullu og það er greinilega Nóbelsskáldið sem á hug hans (og rödd) allan. lengi sem ég man eftir mér, en hef haft af þessu hlutastarf sið- ustu 2 árin". Jóhann kvað það mjög misjai'nt hve vel honum gengi aö ná rödd- um manna. „Stundum kemur þetta eins og skot og án fyrir- hafnar”, sagði hann, ,,en það kemur lika fyrir, að ég þarf að æfa raddirnar i fleiri vikur, áður en mér tekst að likja eftir þeim ’. Sem dæmi um þá menn sem Jó- hann hermir eftir, þá má nefna, Jónas Jónasson, Ragnar Arnaids, Ingva Hrafn Jónsson, Guðmund Jónsson, Árna Gunnarsson, Helga Sæmundsson, Haildór Lax- ness, Sigurð Sigurðsson, Ólaf Jó- hannesson og fleiri og fleiri. „Ég sem mestallt efnið sjálfur og undirtektir hafa verið góðar. Égtek að mér að koma fram hvar og hvenær sem óskaö er og býð uppá rúmlega 20 minútna skemmtiprógram með eftirherm- um og gamansögum. Fyrir það tek ég 80 þúsund krónur'. Jóhann Briem er i sima 20626, en þeir sem hringja og panta hann geta allt eins búist viö þvi að það verði rödd þekkts manns úr islensku þjóðlifi sem svarar. — GAS „Askur stenst timans tönn”, segir Hermann Ástvaldsson. Askur gefur ekkert eftir Þrátt fyrir fimmtán ár Veitingastaðir skjóta upp koll- inum á höfuðborgarsvæðinu eins og gorkúlur og margir velta þvi fyrir sér hve lengi þessi mark- aður geti tekið við. Það eru ekki mörg ár siðan grillstaðir og ódýr- ari veitingahús , þar sem fólk getur sest inn beint af götunni og keypt sér staðgóða máltið fyrir lit inn pening, fóru að skjóta rótum i borgarlifinu. En þetta hefur tekið breytingum svo ummunar, eins og raunar margt annað i borg- inni. Askur við Suðurlandsbraut var fyrstur þessara staða til að riða á vaðið fyrir 15 árum þar sem allt kapp var lagt á að bjóða upp á ódýra rétti og hraða þjónustu. Helgarpósturinn hafði samband við Hermann Ástvaldsson æðst- ráðandi hjá þeim Asksmönnum við Suðurlandsbrautina og spurði hvernig brautryðjand-: anum—Aski—hefði tekist að standast aukna samkeppni i gegnum árin. Hann svaraði: • „Það er náttúrlega ljóst að samkeppnin hefur aukist gifur- legaáþessum vettvangi hin siðari ár. Askur við Suðurlandsbraut hefur þó ætið haft fjölmarga fastakúnna og ekki verður þess vart að aðsóknin almennt minnki neitt — nema siður sé. Við gerum okkur ljóst að tslendingar eru nýjungagjarnir og vilja reyna eitthvað nýtt og þá einnig þegar þeir fara Ut að borða. Við höfum þess vegna byggt talsvert upp á þvi að bjóða upp á reglulegar nýj- ungar i matseldinni svo að fasta-^ gestirnir okkar og aðrir þurfi ekki að kvarta yfir stöðnun. Þetta held ég að fyrst og fremst hafi haldið okkur vel gangandi”. Hermannlét þesseinniggetiðað á þessu 15 ára afmælisári væri hugmyndin að brjóta upp á nýj- ungum I hverjum mánuði. „Við byrjuðum á Broasteed kjúkling- um i siðasta mánuði og þeir hafa náð umtalsverðum vinsældum. Og viö látum ekki staðar numið þar, heldur höldum áfram með nýjungar og á framfarabraut. Það þarf nefnilega alls ekki að þýða, að staður sem hefur unnið sér nafn i gegnum margra ára reynslu þurfi að staðna jafnframt sem það er ekkert sjálfsagt mál að nýr staður bjóði endilega upp á eitthvað nýtt. Ég held að þrátt fyrir okkar 15 ára aldur, þá hafi ferskleikinn og nýjungagirnin sjaldan verið meiri".Askur við Suðurlandsbraut hefur einnig talsvert fengist við heimsend- ingarnar á mat og Hermann sagði okkur að lokum eina góða sögu i þvi sambandi: „Við höfum ávallt sent mat um allt höfuðborgar- svæðið og jafnvel út á land. Einu sinni gerðist það t.d. að maður kom til okkar og sagðist vilja kaupa mat, sem senda ætti til Isa- fjarðar. Maður var sjálfur að vestan og hafði verið i bænum i nokkra daga og var á leið heim þann sama dag. Hann vildi þvi gjarnan koma konu sinni á tsa- firði þægilega á óvart og bað okkur að senda dýrindissteikur með siðdegisvélinni, þannig að steikurnar bærust til hans og kon- unnar um kvöldverðarleytið. Þetta gerðum við og Flugleiðir fluttu steikurnar og þær voru komnar á borð hjá Isfirðingnum og fjölskyldu hans um kvöldið. Daginn eftir hringdi siðan þessi sami maður og var mjög þakk- látur og sagði sendinguna hafa gert lukkii hjá sér og fjölskyld- unni!! —GAS Það vantar ekki lifið og þaðan af siður l'jörið á Akureyri. Á hraðferð um Akureyri „Ekki eru allar ferðir til fjár”, sagði flugstjórinn „Þreifandi bylur á Akureyri og ekki hægt að lenda. Við verðum þviaösnúa við og til Keykjavik”. Ekki burðugt upphaf á Akur- eyrarferð og óánægjustuna leið uin flugvélina frá farþegum. i farþegahópuum voru nokkrir blaðamenn á leið norður i fylgd með Sveini Sæmundssyni blaða- fulltrúa Flugleiða og tiigangurinn meö ferðinni var að kynnast lítil- lega nokkrum þeint akureysku fyrirbrigðum sem gera bæinn að eftirsóttum fcrðamannabæ. En það var langt þvi frá, að ferðin væri úr sögunni, þótt fyrsta atlaga hefði misheppnast. Siöar þennan föstudag, var aftur haldið af stað og nú gekk allt aö óskum. Fokker — vélin lenti mjúklega á Akureyrarflugvelli eítir 50 min- útna fíug. Og næsta sólarhringinn voru blaðamenn íerjaðir fram og til baka um Akureyrarbæ og þaö var sitthvað að gerast. Strax og lent hafði veriö, var stefnan tekið á Sjálfstæðishúsið. Þar i kokteil- boð á vegum bæjaryfirvalda og siðan á skemmtikvöld hjá feröa- skrifstofunni Úrval á sama stað. Eldsnemma morguninn eftir var mannskapnum komiö upp i rútu. Veðrið: Glampandi sol og 12 stiga frost. Veður sem viö Sunniend- ingar fáum alltof sjaldan að upp- lifa. Ekið sem leiö liggur niöur i Slipp. Þar var veriö aö ýta ný- smiðuöum togara á flot og Akur- eyringar fjölmenntu á þessum laugardagsmorgni. Og frá Slippnum var stefnan tekið upp á við og keyrt upp i Hliðaríjall. Þar var ekki fámenn- inu fyrir aðíara og ungt fólk á öli- um aldri — fr.á 2ja ára upp i sjö- tugt — brenndi niöur hliðarnar á blússandi ferð. Þaö var hreint lurðulegt að sjá hvað þau yngstu voru örugg þar sem þau brunuðu niður á fuilri ferð með sveigjum og beygjum og stöðvuðu siðan á punktinum. „Þetta er i blóöinu á Akureyr- ingum", sagði einn innfæddur. „Þaö er enginn maöur með mönnum hérna fyrir norðan nema hann geti staöiö skamm- laust á skiðum niöur meðal- brekku”. Og eítir að hala teygaö ferskt og heilnæmt fjallaloftið (eins og þarstendur) þá var stelnan tekin niður I bæ. Fariö i Smiðjuna og hádegisverður snæddur. Eftir uppbyggilegar umræður um framtið Akureyrar sem íerðamannabæjar kvöddust menn og blaðamenn drifu sig út á llugvöll, um borö og i loltið. Stuttri en ánægjulegri heim- sókn til Akureyrar var lokiö. Vissir þú að það eru 10 þúsund félagar í VR? Magnús Ag. Magnútson, fjármálastj&ri skipafélags. Krittín Brynjólftdóttir, flugafgreiðsluma&ur. Haukur Haraldtton, afgreiösluma&ur í kjötverzlun. Áta Gunnartdóttir, símavörður á bifreiðastöd. Jón Magnútton, afgreiðslumaöur í varahlutaverzlun. Þau eru í stærsta launþegafélagi landsins, Verzlunarmannafélagi Reykjavíkur vióskipti &verzlun VR er leiðandi afl í launþegamálum og innan þess er fólk úr meira en 70 starfsgreinum

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.