Helgarpósturinn - 13.02.1981, Blaðsíða 17

Helgarpósturinn - 13.02.1981, Blaðsíða 17
Jie/garpÚstUrÍnrL. Föstudagur 13. febrúar 1981 Regnboginn — Kvikmynda- hátíö. Johnny Larsen. Dönsk. Argerð 1979. Aðalleikendur: Allan Olsen, Elisebeth Nielsen. Hand- rit Morten Arnfred og Jörgen Melgard eftir sögum John Nehm. Leikstjóri: Morten Arnfred og ára i kringum 1960. Hann er úr verkamannafjölskyldu, og rekur sig á ýmsar hindranir á leiðinni inni heim hinna full- orönu, sumar greinilega óyfir- stiganlegar. Hann er rekin úr vinnu fyrir að mótmæla órétt- læti og strýkur úr hernum þegar hann sér fáránleikann þar. JOHNNY LARSEN ER GÓÐUR GÆI Danska myndin Johnny Larsen hlýtur að teljast einn af hápunktum þessarar ágætu kvikmyndahátiðar ef þeim punktum hefur ekki þegar verið útdeilt af félögum minum hér á blaðinu. Hún hlaut öll þau kvik- myndaverðlaun sem hún gat fengið i heimalandi sinu á árinu, og er það vel. Johnny Larsen er um ungan mann sem er að komast til vits „Skandinavisk þjóðfélags vandamálamynd” nálgast að vera skammaryrði um kvik- mynd á fslandi. Johnny Larsen fellur óneitanlega undir þann hátt að sumu leyti, en hún er bara svo miklu meira. Fyrst og fremst er hún saga um fólk, lif- andi fólk, sem á i hversdagslegu og venjulegu amstri, en er sögð af svo dæmalausri hlýju og með svo miklu auga fyrir smáatrið- um að unun er á að horfa. Sagan er röð af litlum smáatvikum, sem siðan mynda heilsteypta og merkilega kvikmynd. 011 tæknivinna er til fyrir- myndar, og leikurinn óað- finnanlegur, jafnt hjá ungu „áhugamönnunum” og gamal- reyndum kempum. Maður trúir þvi hreinlega ekki að óreyndu að svona mynd geti ekki gengið á almennum sýningum hér i Reykjavik. Að deyja innan frá Regnboginn, kvikmvndahátið: Óp úr þögninni (Mourir a tue- tete). Kanadisk, árgerð 1978. Handrit: Marthe Blackburn, Anne-Claire Poirier, eftir sam- antekt Andrée Major. Leikend- ur: Julie Vincent, Germain viðara samhengi með þvi að skjóta inn i mynd sina filmubút- um, sem sýna vietnamskar kon- ur þegar striðið stóð þar sem hæst, sem sýna hvernig kynfær- um ungra afriskra stúlkna er misþyrmt vegna fornra sið- Kvikmyndir____________ eftirBtorn VignrSigurpálsson Guðlón Amgrimsson og ~—------------------- Guðlaug Bergmundsson Houde, Paul Savoie, Monique Miller. Leikstjóri: Anne-Claire Poirier. Ottinn, skömmin, dauðinn. Þessi þrjú orð ganga sem rauð- ur þráður i gegnum þessa mynd. Viðfangsefni hennar er nauðgun, ekki aðeins ein nauðgun, heldur allar nauðgan- ir. Áhorfandinn verður vitni að þvi, þegar ungri konu er nauðgaö og misþyrmt, ásamt þvisem gerist á eftir. Jafnframt leitast höfundur myndarinnar við að setjaþessa einu nauðgun'i venja (sem enn eru i fullu gildi) o.s frv.. Þetta er mjög óvægin mynd og manni liður hreint ekki vel undir henni. Sýnt er fram á hvernig réttarkerfið snýst alltaf gegn fórnarlambi nauögarans, ivariasama hvernigá malum er haldið. í heild er þetta mjög sterk og áhrifamikil mynd, en ég sakna þó eins atriðis, og ekki þess minnsta: Höfundurinn veltir aldrei upp þeirri spurningu hvers vegna menn verði nauðgarar, þvi þar er rótin. Buster fer á sjóinn Regnboginn, kvikmyndahátið: Sæfarinn (The Navigator). Handarisk, árgerð 1924. i.eik- endur: Buster Keaton, Kathryn McGuire. Leikstjóri: Buster Keaton. Sæfarinn mun vist vera sú mynda Keatons, sem náði hvað mestri almenningshylli og er það ekki undarlegt, þvi skemmtilegri mynd er vand- fundin. Buster lendir með elskunni sinni i tómu farþegaskipi úti á rúmsjó og á við margan vand- ann að glima. Ekkert er erfiðara en að vera fyndinn i langan tima, án þess að missa dampinn. Buster tekst það hins vegar furðu vel og til- tölulega litið er um dauða punkta i' myndinni. Þó svo, að mörg atriðanna komi kunnug- lega fyrir sjónir og áhorfandinn sjái i hendi sér hvað muni ger- ast, þá spillir það i engu fyrir skemmtuninni. Að siðustu er ástæða til að hvet ja alla þá sem ekki hafa enn farið að sjá Buster, að gera það strax, þvi á mánudag verður það of seint og ekki vist að hann veröi hér i bráð. Stjarna / helvíti /s/andi a//t Nemendaleikhúsið sýnir sjón- leikinn Peysufatadagur, eftir Kjartan Ragnarsson. Leik- stjdri: Kjartan Ragnarsson. Leikmynd og búningar: Magnús Pálsson. Lýsing: David Walters. Fjóla ólafsdóttir út- setti og æfði tónlist. Leikendur: Guðjón P. Pedersen, Guð- skrýddust einkennisbúningum og öpuðu sem mest eftir fyrir- myndunum i Þýskalandi, á Italiu og Spáni. Þjóðernis- stefnanátti mest itök hjá skóla- fólki, sem m.a. sýndi sig i kosn- ingum i stúdentaráð. En það var lika áriö 1937 sem kommúnista- flokkurinn kom 3 mönnum á in einnig fy rir geysilegum áhrif- um erlendrar fjöldamenningar WUFí- j Leiktist ÆmÉ eftlr Sigurð Svavarsson mundur óiafsson, Jóhann Sig- urðsson, Guðbjörg Thoroddsen, Sigrún Edda B jörnsdóttir, Július Hjörleifsson, Karl Agúst Olfsson, Hilde Helgason. Ekki veit ég hvað sú hefö aö halda peysufatadag i Versl- unarskólanum á sér langa sögu, en vafalaust er hún orðin all- löng. Þennan dag notuðu stúlk- urnar til aö skrýðast peysuföt- um og strákarnir til að prófa kjólföt, e.k. forleikur að þátttök- unni I viðskiptalifinu með þjóð- legum blæ. Kjartan Ragnarsson nýtir sér þennan dag skemmti- lega f nýjasta verki sinu, sem samiö er fyrir nemendaleik- húsið. Peysufatadagur Kjartans á sér staö á þvi herrans ári 1937. Þá voru ýmsar miður geðslegar hræringar i gangi á meginlandi Evrópu, sem vitaskuld áttu sér endurdmun hér uppi á Fróni. Þjóðernissinnar islenskir og gerðist þiggjandi erlendrar fjöldaframleiðslu. Það er þvi svo sannarlega spennandi timabil sem Kjartan krukkar nú i og með þvi að byggja á skólaæskunni nær hann að koma fyrir fulltrúum flestra þjóðfélagshópa og gefa nokkuð heillega mynd af ástandinu, þó á köflum kunni verkið að viröast nokkuð hlaðið vandamálum. í fyrri hluta verksins, kynnist áhorfandinn aðstæðum skóla- nemanna sjö, i svipmyndum sem skýra þjóðfélagsstööu þeirra og kjör. Grétar og Hjördis eru af efnafólki komin og skortir ekkert það sem talist getur til efnislegra gæða, en virðast aftur á móti ekki hafa öölast neina lifsfyllingu. Sigga og RUnar éru úr sveit, faðir hennar hefur orðiö fyrir áfalli vegna sjúkdóma i sauðfé, en pabbi hans er einn af bændunum ,,sem brugga i' friði”. Hermann og Þórður eru af verkafólki á mölinni, ákafir þjóðernissinnar sem sjá sitt fyrirmyndarriki i Þýskalandi Hitlers. Inn i þennan hóp rekst siðan drengurinn Kristján, kommún- isti, sem rekinn hafði verið úr skdla á Laugarvatni vegna stjórnmálaskoðana sinna. Auk ungmennanna kemur allmjög við sögu fraulein Schwartz, vinnukona á heimili Grétars. Yfir þessum fyrri hluta er létt- leiki, skiptingar eru örar og til- þrif i persónusköpun mikil á hinum, ungu leikurum. Aherslan er lögð á:að sýna stéttaandstæðurnar og það óbrúanlega bil sem skildi verkafólk frá eignastéttunum. Oft á tfðum er þessi umræða spaugileg úr hófi þrátt fyrir al- vöruna sem undir býr. Þegar kona útgerðarmannsins hug- leiöir misskiptingu auðsins verður henni að orði: i.Rfkidæmi og gæska virðast bara fara saman. Þú sérð nú hverjar gefa til góðgeröarstofn- ana! ” Seinni hluti verksins lýsir samkvæmi peysufataungmenn- anna á heimili Grétars en þangaö kemur Kristján i boði Hjördisar. Þýska vinnukonan þjónar þeim til borðs, en sam- kvæmið verður kindarlegt þegar það kemur upp úr dúrn- um aö hún er gyöingur. Þegar hér er komið sögu er timabært aö fara að niöast á kommanum og þjóðernissinnarnir taka til óspilltra málanna. Óþarft er að lýsa þeim ljóta leik nánar en i heildina er þessi þáttur áhrifa- Nýja bió: Brubaker. Banda- risk. Argerð 1980. Handrit: W.D. Richter. Leikstjóri: Stuart Rosenberg, Aðalhlut- verk: Robert Redford, Jane Alexander ofl. A kvikmyndahátið er ekki að finna eina einustu nýja banda- riska kvikmynd. Það ætti i sjálfu sér ekki að koma svo mjög að sök, þvi að þangaö sækja venjulega islenskir kvik- myndahúseigendur lifsviður- væri sitt eins og glögglega má sjá þessa dagana. A miðri kvik- myndahátið treysta bióeigendur vfgstöðu sina með þvi að hafa á boðstólum hiö fjölbreytilegasta úrval af bandariskri ■ kvik- myndaframleiðslu - Tónabió með Manhattan Woody Allens, Austurbæjarbió með Tengda- pabba Peter Falk og Alan Arkin. Háskólabió með dægi- legan afþreyjara og nú siðast Nýja bió með Brubaker Robert Redfords. Brubaker er um margt óvenjuleg kvikmynd af banda- riskri afurðað vera. Hún fjallar um „Litla Hraun” i bandarisku fylki sem verður þó að teljast hreint helviti i samanburði við hliðstæðuna hér fyrir austan fjall. Ungur umbótasinnaður fangelsisstjóri (Robert Red- ford) er ráðinn til að taka við fangelsinu og á það að vera skrautfjöður i hatt fylkis- stjórans. Brubakar heldur inn- reið sina i fangeslið dulbúinn sem fangi og kemst þannig sjálfur að raun um að ástandiö er ekki glæsilegt. Þegar hann svo byrjar róttækar umbætur, vinnur hann fljótlega fangana á sitt band en byrjar um leiö að stiga illilega á tær ýmissa kerfiskalla og góðborgara, sem matað hafa krókinn á margvis- legri spillingu kringum starf- semi fangelisins. Brubaker er þannig ádeilu- mynd og gefur oft hrikalega lýs- ingu á meðferðinni á föngum. Myndin er lika óvenju löng eöa 2 og 1/2 timi en heldur þó athygl- inni býsna vel. Myndin fer heldur ekki troðnar hollywood- slóðir að þvi leyti að hér finnum við ekkert eiginlegt ástarsamband og samband Brubaker viö Lillian, ráðgjafa fylkisstjórans (Jane Alexander) snýst aðallega um fangelsismál og hvað sé framkvæmanlegt við rikjandi þjóðfélagsaðstæður. En annað er samkvæmt formúlunni. Myndavélin leikur jafnan lengi við karlmannlegt sólbrunnið andlit stjörnunnar, Robert Redfords og þaö fer ekkert milli málahver á að bera þessa mynd til sigurs i - áhorfendasölum um viða veröld. Það er ekki efnið heldur Robert Redford. Fagmennskan er þó i fyrirrúmi eins og vænta má i ameriskri mynd og boðorð bandarisks kvikmyndaiðnaðar — „aksjón” lætur aðstand- endum myndarinnar greinilega betur en að koma fræðilegum rökræðum til skila. En hvað um það — Brubaker er i alla staði mjög frambærileg mynd og heiðarlegt framtak. —BVS. OVÆNTUR HITCHCOCK Kvikmyndahátið mun nokkuð óvænt sýna mynd eftir Hitchcock, sem ekki var i fyrirfram gerðri dagskrá. Það er Jamaikakráin, sem hann gerði áriö 1939, og er hún siðasta myndin, sem hann gerði iEnglandi. Myndin er feng- in hingað að tilstuðlan Raymonds Rohauers. Aðrar breytingar á dagskrá hátiöarinnar eru þær, að vestur- þýska myndin i Hjarta hvirfil- bylsins og ungverska myndin Trúnaðartraust komust ekki til landsins af óviðráðanlegum or- sökum. Dreifingaraðili þýsku myndarinnar neitaði að senda hana hingað á þeim forsendum, að hún væri seld til Danmerkur og ungverska myndin týndist á leið hingað frá kvikmyndahátið i Ind- landi. „Uppsetning verksins er mjög skemmtilega unnin og óhætt er að fullyrða að sýningin er sigur fyrir nemendaleikhúsið semán efa er metnaðarfyllsta leikhúsið á landinu i dag,” segir Sigurður Svavarsson i umsögn sinni um Peysufatadag Kjartans Ragn- arssonar. mikil lýsing á þvi hvernig ung- menni geta skrumskælst er þau innbyrða lifsviðhorf sem þau hafa ekki þroska til aö meta hlutlægt, lifsviðhorf sem eru manneskjunni fjandsamleg á allan hátt. 1 leikskrá er sérstaklega tekið fram að persónur og atvik leiks- ins eigi sér engar fyrirmyndir i raunveruleikanum. Þetta er örugglega rétt, en hitt er ég viss um að ýmsir fulltiöa tslend- ingar sjá i þessari sýningu ó- þægilega mikið af sjálfum sér og þeir mega lika skammast sin. Erfitt getur reynst að meta hversu raunsönn sú mynd er sem brugöið er upp i Peysufata- deginum, en hún virkar sann- færandi. Adeilan er hörð en er ágætlega rökstudd og þjóð- félagslegur bakgrunnur er trú- veröugur. Kjartan kemur boö- skap sinum að með þvi aö láta ungkommann Kristján og óspilltu sveitastúlkuna Siggu fylgja gæfuhnoðanu út úr þessu verki. Blindaðra þjóðernissinn- anna biður það eitt aö niöast um stund á „júöakelllngunni” og kveljast siðan við tilhugsunina um bernskubrek sin. Auð- mannabörnin eru engu betur sett og finna engan tilgang með lifinu. Uppsetning verksins er mjög skemmtilega unnin og óhætt er að fullyrða að sýningin er sigur fyrirnemendaleikhúsiö, sem án efa er metnaðarfyllsta leikhúsið á landinu i dag. Leikstjórn Kjartans er góð og hann nýtur einnig dyggrar aðstoðar góðs fólks. Ég má til með að minnast sérstaklega á þátt Fjólu Ölafs- dóttur sem útsetti og æfði tón- list, sem er mikið notuð i sýn- ingunni. Leikendurnir voru reyndar búnir að sýna það i ts- landsklukkunni að söngur var þeim velgefinn, en i þessu verki er söngur og tónlistarflutningur I einu orði sagt frábær. Andrews-systur og Comedian harmonists birtast ljóslifandi á sviðinu og söngatriðin verða til þess að blær sýningarinnar er léttur og revfulegur, án þess að nokkurn tima gera hinn alvar- lega undirtón hornreka. Sýningin I heild bar yfirbragð fagmennsku og kröfuhörku, engir áberandi hnökrar voru á henni. Þessi sjö manna hópur er svo sterk heild að óþarft er að tina til afrek hvers einstaklings. t tslandsklukkunni sýndi þetta fólk hversi það er megnugt og þessi sýning staðfestir þá skoðun. Það var ánægjulegt að sjá hve Július haföi bætt viö sig frá fyrri sýningum. Aður virtist hann veikasti hlekkurinn, en nú var hann fallinn inn i hina sterku heild. Vonandi gefst þessu fólki öllu tækifæri til að sinna list sinni i framtiðinni. SS

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.