Helgarpósturinn - 13.02.1981, Blaðsíða 21

Helgarpósturinn - 13.02.1981, Blaðsíða 21
hefgarpósturinn ■Föstudagur 13. febrúar 1981. ! S/ysfarir /öggunar j Alþýðuleikhúsið: Stjórnleysingi ferst af slysför- um, eftir Dario Fo. Þýðandi: Silja Aðalsteinsdóttir. Leikstjóri: Lárus Ýmir Óskarsson. Leikmynd og búningar: Þórunn Sigriður Þorgrimsdóttir. Hljóð- mynd: Leifur Þórarinsson. Leikendur: Þráinn Karlsson. Viðar Eggertsson, Björn Karls- son, Bjarni Ingvarsson, Arnar ír. A fimmtudaginn i vikunni sem leið frumsýndi Alþyðu- leikhúsið annað verkið eftir Dario Fo á skömmum tima. Ef maður ber saman þessi tvö leikrit, Stjórnleysingi ferst af slysförum og Kona, þá eru þau eiginlega bæði lik og ólik. Þau eru lik að þvi leyti að grunnað- ferðin i framsetningu efnisins er sú sama: að taka raunveruleik- ann blákaldan og skrumskæla hann litið eitt, skopfæra hann örlitið, svo að úr verður grátt en sprenghlægilegt gaman. Það er nefnilega þannig að sé horft á heiminn á ská verður býsna margt harla kátlegt, sem ekki virðist það við fyrstu sýn. Þessi verk eru hinsvegar ólik að þvi leyti að viðfangsefni þeirra og ádeiluefni eru sitt úr hverri áttinni: staða konunnar i vest- rænu samfélagi og valdbeyting og þagnarsamsæri hálf- fasistiskrar lögreglu. Stjórnleysingi ferst af slysför- um er byggt á raunverulegum atburðum. I desember 1969 sprakk sprengja i banka i Milano og lögreglan hélt þvi strax fram að þar ættu „öfga- menn til vinstri" hlut aö máli. Var fjöldi manna handtekinn og meðal þeirra Giuseppi Pinelli, járnbrautarstarfsm aöur og stjórnleysingi. Þremur dögum eftir handtökuna lá hann liðið lik á stéttinni fyrir framan lög- reglustöðina og gaf lögreglan þá skýringu að hann hefði framið sjálfsmorð með þvi að stökkva út um glugga á fjórðu hæð. Strax eftir atburðinn varð lög- reglan missaga og benti allt til þess að Pinelli heföi verið myrtur. Siðar kom einnig á dag- inn að nýfasistar höfðu framið sprengjutilræðið og enginn rök- studdur grunur heföi legiö á Pinelli og íélögum. Varð úr þessu mikið mál á Italiu, þar sem tókst að rekja saman þræði nýfasista, lögreglu, innanrikis- ráðuneytis, auðjöfra og leyni- þjónustu grisku herforingjanna sem þá riktu. Þennan nöturlega efniviö not- ar Fo og hæðist ótæpilega að lögreglu, dómurum og valdhroka um leið og hann afhjúpar i hlátrinum rótspillt valdakerfi. 1 leiksögunni er beitt gamal- kunnu trixi. Klár náungi kemst á snoðir um að von sé eí'tirlits- manns, rannsóknardómara, og bregður hann sér i þetta hlut- verk og fær hrokafulla valds- menn til að skjálla ærlega á beinunum og afhjúpar litil- mennsku þeirra. Hér er það brjálæðingur, sem gengur einmitt með hlutverkasjúkdóm, hann leikur alla sem honum dettur i hug, kemst aö þvi á lög- reglustöðinni i Milano, þangaö sem hann hefur veriö færður fyrir að leika sálfræöing, aö von er á rannsóknardómara frá Róm til að rannsakamál Pinelli. Hann kemst yfir alla pappira i málinu og bregður sér i þetta hlutverk og veltir siðan lögregl- unni upp úr missögnum og ..Það geta allir átt bráð- skemintilega og eftirminnilega kvöldstuud i Alþýðuleikhúsinu við að horfa á þessa sýningu á Stjórnleysingi ferst af slys- föruni". segir Gunnlaugur Ast- geirsson i uinsögn um siðari Dario Fo sýninguna i Hafnar- biói. rangfærslum sem skjallestar eru. Úr þessu verður einn alls- herjar farsi. Leikstjórinn helur valið þá eðlilegu leið að stilfæra persón- urnartölvertmikiðiýktum leik. Þráinn Karlsson leikur brjálæðinginn, sem er stærsta hlutverkið, af miklu ljöri og atorku. Þarf hann aö taka mörgum hamskiptum á sviðinu og tekst það yíirleitt mjög vel. Þó er hin þróttmikla og sterka rödd Þráins ekki alltaí nógu blæbrigðarik til að öll gervin Leiklist eftir Gunnlaug Astgeirsson Jónsson, Elisabet B. Þórisdótt- sem hann bregður sér i veröi fullkomlega skýrt afmörkuð. Viðar Eggertsson bregður upp m jög skemmtilegri mynd af byrókratiskri undirlægju og Bjarni Ingvarsson og Björn Karlsson verða á sviöinu hold- gervingar fasiskra lögreglu- þjóna, annar heimskur en hinn útspektíleraður. Og svo er það þessi Arnar Jónsson. Þaö er engu lagi likt i hvaða kvikinda liki sá maður getur brugðið sér. Eða eins og ein vinkona min sagði .,Það er alveg ótrúlegt að einn af myndarlegustu mönnum bæjarins skuli verða þannig á sviðinu að maður segir bara BJA." Leikmynd Þórunnar Sigriðar Þorgrimsdóttur undirstrikaði vel andrúmsloftið, blá og köld, og búningarnir lögðu áherslu á innræti persónanna, ýmist svartir eða gráir. Hljóömynd Leifs Þórarinssonar magnaði vel upp sýninguna og gal henni sterkan hljómrænan bakgrunn. Þýðing Silju Aðalsteinsdóttur var sprellliíandi og braösmellin og átti stóran þátt i aö gera sýn- inguna eins góða og raun bar vitni. Það geta allir átt bráð- skemmtilega og eítirminnilega kvöldstund i Alþýöuleikhúsinu við að horfa á þessa sýningu á Stjórnleysingi ferst al slysför- um. Og vel að merkja: svonalagað gerist ekki bara i útlandinu.G.Ast. Markó/fa í Vers/ó Leikhópur V.i. 1981: Markólfa eftir Dario Fo. Þýðing Signý Pálsdóttir. Leikstjóri: Jón Júliusson. Leikmvnd: Agúst Baldursson. Leikendur: Jóhanna Jónas- dóttir, Helgi Jóhannesson, Eyj- ólfur Sveinsson, Ásgeir Guð- mundsson, Helga Hanna Sig- urðardóttir, Guðlaug Rún Mar- geirsdóttir, ólafur Haraldsson. Afram með Dario Fo. Uppfærsla leikhóps Versl- unarskólans á Markólfu eftir Dario Fo er fjórða sýninga á verki eftir hann hér i bænum á minna en hálfum mánuði, og ætli það sé ekki von á fleirum. Markólfa er eins og SS rakti hér i siðasta blaði i umsögn um sýningu Hdlmara á verkinu, eitt af eldri verkum Fo. Þetta er hefðbundinn ærslaleikur þar sem fólk er alltaf að fela sig inni 'i skáp, detta á rassinn, setjast ofani vaskafat og þessháttar að viðbættum misskilningi og alls- kyns bellibrögðum sem beitt er til að ná ástum ráðskonunnar ráðriku, sem unnið hefur stóra vinninginn i happadrættinu. Persónurnar eru meira og minna þekktir skopgervingar mannlegra eiginleika og lasta. Það er þvi sjálfgefið að þetta verk er tilvalið verkeni fyrir litt þjálfaða áhugahópa þar sem i sýningu á þvi reynir miklu meira á leikgleði og fjör en dramatiska persónusköpun. Þetta tvennt, leikgleði og fjör, var einmitt til staðar i sýningu leikhóps V.I. Leikhópurinn hafði ótvirætt mjög gaman af þvi sem hann var að gera og það smitar ótrúlega vel út i salinn. Ég er þó ekki frá þvi að leikendur hefðu haft gott af þvi að leikstjórinn hefði tuktað þau svolitið betur til, þvi þau voru óþarflega hrá á sviðinu. En þrátt fyrir þetta stendur þessi sýning sem skólasýning vel fyrir sinu og er tilvalin fyrir börn og unglinga að sjá. — G.Ást Lausn á síöustu krossgátu • V G £ u ‘í /n 'fí fí • 5 t L u R / N N ð ir> fl K fí <5 V fí fl r fl ð r ú Ö 5 L fí V / L a P r 0 S 5 fí N 5 r £ R K G ‘fl L fl 5 r 3 'fí K fí R fl /y O K £ / i< fl R fí K fl // t/ fí 5 fí R 5 J> • r ú L / P fl N fí R S fl V ö K U L L 5 l< 1 P fl K / /V /V Ö T u K T u m L fl 'fí R • 'i Ð fl H / IZ r N 6 • 5 r '3 R fí K /? £ / íV fl £ ! R fí N ú U K B y V / B V J u R l 5 K Æ N fí 5 m 'fl 3 fí R V 1 5 r K K o r 5 /< fl R. R í£ L £ B D J /? /í J / 'fí 5 r L fl U 5 fl N r fí K * ' R / r fl K '! N u N fl fí r N fl K R fl I ^Li p) T7 l~i . 1 1 1—r^—i—1—T-1—r 1 I ^ |—L , 1 —i-. ■ 1 —C._,Lq J—1 1 1 1 1 r~ i—1 i 1 i1 1 ;1 i KROSSGATA HRRPI mYtrr MRKj R m'fí l HoiVR ftflívm FLOTT fíKl- LR S /fífíLrri VB/ÐfíR. FfíLR/ fvorr SvF/fi fllZ BJN 8EJTTR VÉlL Hb?UR BSPfí /?, FÓTurn ÍKRiFaV HfíPP PvfíGPi ~r~ t/j%y\ fíörv -_r~ ' T V \ y ^ ÍjV $ OBKfí FuoifíP f'T x7wr. ° iMW—' s: fúSkt 1 íi|/ 5fí/TWL- BRLYr /Nó VEIKi iiW V/NltUR V'fíV Fd6LR Hlj'oJ) f/kvm ■f)5TRL. -pyfí/T) 57/MS á'oVfl ÓKOPfí Hflpp ip r ÝfílDPj9 _>££— lZ>Kfí nnNCfíR Mjö/3 SfBRK uR jrruíe rllt £/N$ u/n 5 fímóT f/E-DV UR BUNW DK'rn /ny/Vúft f ' ■ ÝI<T SKOflfí RfíLLR OLPUt/fí lyipNfí ifíBBPR FlÝtir NJSfl FoRfl WlNNU SfíiriUK L'fí G FóTfíN r/tfíÐK fíVJ BlN MTT S/ZV9 Kfíl-Dft q/vbsr föyyniÐ - | TO!?5L TfíUáfí \ BTD. TuLVRf] tfiKPim 5TU.LT Upp SPJOTÍ ru-u r/9 • ÖSKfl fl'ft Æ£>/ BKK/ meÐ f I?Ö6ú fv/vuR RGJ/R VofíDfííl venju/i SUWD ‘ó'TlíVÚ 'ftVÖXj UR HV/LD/ F\lM V«E6 UR Tfl/vr/fí SKRfíN GfíLDfy KVBNÞj

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.