Helgarpósturinn - 13.02.1981, Blaðsíða 23

Helgarpósturinn - 13.02.1981, Blaðsíða 23
23 halnarf-in'Ztl irinn Föstudagur 13. febrúar 1981 Tiðinda er að vænta af Flugleiðum i marslok. Flugleiöir — fyrírheit og framtíð Nú eru liðnir um þrir mánuðir frá því Flugleiðamálið mikla náði hápunkti sinum i deilum Stein- grims og Sigurðar um það hvor bað hinn um hvað, og um tveir mánuðir frá þvi að málið fékk af- greiðslu i' Alþingi. Siðan þá hefur allnokkurt vatn runnið til sjávar en tiltölulega fátt gerst i málum þessa risa i is- lenskum samgöngum sem frétt- næmt hefur þótt, og er kannski vel. Hann var búinn að fá sinn skammt. Litið hefur breyst i flugmálum heimsins frá þvi i nóvember. Um tima gerðu menn sér einhverjar vonir um að Ronald Reagan, hinn nýi forseti Bandarikjanna, mundi breyta hinum umdeildu reglum fyrirrennara sins um flugið, en hann hefur ekki sýnt neina tilburði i þá átt. Á meðan heldur staða minni flugfélaganna áfram að versna, og reyndar er vandséð hvaða flugfélög hafa beinan hagnað af frjálsræðinu. Hins vegar þarf ekki að leita lengi tilað sjá að hinn almenni farþegi á leið yfir Atlantshafið nýtur góðs af hlutfallslegri lækkun fargjald- anna. A meðan allur kostnaður við rekstur flugfélaganna, sér- staklega olia, rýkur upp, þá er miðaverðið nánast hiðsama. Og á meðan risarnir berjast fyrir lifi sinu á þessum stóra vigvelli, þá getur verið erfitt fyrir dverga að smjúga framhjá án þess að verða fyrir skakkaföllum. Sáralitið hefur samt sem áður breyst frá þvi var til dæmis i fyrravetur. Flugreksturinn er nánast hinn sami, þökk sé láninu frá rikisstjörninni. Að visu hefur flugi til Chicago verið hætt, en að öðru Ieyti er Norður-Atlantshafs- flugið svipað og i fyrra. Evrópu- flugið er nánast hið sama og áður. Og innanlandsflugið sömuleiðis. Félagið hefur einnig talsvert leitað eftir verkefnum fyrir flug- vélar sinar og mannskap erlend- is. Það er ekki ný bóla, og teljast sjálfsögð og eðlileg viðbrögð þeg- ar skórinn kreppir að. Flugleiðir og Arnarflug hafa um þessi verk- efni nokkurt samstarf, og hefur orðið ágætlega ágengt. Pflagrimaflugið er alltaf á dag- skrá, þó ekki sé há annatiminn núna. Samt eru nú tvær vélar i Lýbi'u, ásamt tilheyrandi mann- skap. Þá eru tiu áhafnir, hvorki meira né minna, i vöruflutninga- flugi fyrir Air India, og tvær vélar að auki. Sömuleiðis eru tvær DC áttur i leigu hjá Overseas Inter- national flugfélaginu. Þær eru einkum í vöruflutningum i Saudi Arabiu. Samkvæmt upplýsingum Flug- leiða gildir það sama á leigu- flugsmörkuðum og þeim al- mennu. Samkeppnin fer alltaf harðnandi og erfiðara að komast að. Margir berjast um sama bit- ann. Flugleiðum mun þó hafa gengið bærilega i þessum slag uppá si'ðkastið, enda kominn vinnufriður á þeim bæ, — loksins. Þegar orrahriðin stóð sem hæst hefur varla gefist mikið ráðrúm til að vinna að hinum venjulegu verkefnum. 011 orkan fór i spekúleringar um hvort framhald yrði á rekstrinum, eða hvort mannskapnum yrði sagt upp. Og þetta á bæði við um forstjórann og undirmennina. Kjörtimabil Frakklandsforseta er með þvi lengsta sem tiðkast i lýðræðislandi, sjö ár. Stjórnar- skrá fimmta, franska lýðveldis- ins kveður á um forsetastjórn. Forseti, kjörinn beinni, almennri kosningu, hefur úrslitavald um skipun rikisstjórnar og stjórnar- stefnu. Undanfarin sjö ár hefur Valery Giscard d’Estaing farið með for- setavald i Frakklandi. Kjörtima- bil hans rennur út i vor. Giscard hefur ekki enn gefið kost á sér til endurkjörs, en enginn efi er talinn á að sá dráttur stafi af þvi einu að forsetanum sé umhugað um að framboðstilkynning sin veki sem mesta athygli, og þvi dragist hún þangað til rétt áður en fram- boðsfrestur rennur út i mars- byrjun. Valery Giscard d’Estaing Francois Mitterand Mitterand og Giscard jafnir í upphafi kosningabaráttu Ljóst er að Giscard nýtur vald- anna, og það svo mjög að eitt helsta árásarefni andstæðinga hans upp á siðkastiö hefur verið, að framkoma og hættir forsetans minni frekar á ættborinn konung en kjörið höfuð lýðsins. Til skamms tima var gengið að þvi visu, aö ekkert fengi afstýrt endurkjöri Giscards. En tvisvar sjö ár eru fjórtán ár, og þvi nær sem kosningum dregur sér þess merki að vaxandi fjöldi Frakka elur meö sér efasemdir um að heppilegt sé að sá sem nú situr á forsetastóli skipi hann svo lengi. Horfur eru á að frambjóðendur i forsetakosningunum frönsku fylli tuginn, en af þeim hóp helt- ast allir nema tveir úr lestinni i fyrri umferö kosninganna 26. april. Þeir tveir sem mest fylgi hljóta i fyrri umferö reyna með sér i hinni siðari. Vist má heita að i þeirri úrslitaviðureign eigist þeir við Giscard forseti og Franc- ois Mitterand, frambjóðandi sósialista. Til skamms tima var álitiö, að framboð Mitterands af hálfu sósialista jafngilti þvi að endur- kjör Giscards væri gulltryggt. Mitterand er búinn að komast svo oft i úrslit i forsetakosningum til þess eins að falla i siðari umferð, að engin furða væri að leiða á honum gætti hjá kjósendum. Þar aö auki var hann aöal hvata- maöur bandalags sósialista og kommúnista, sem liggur i rústum eftir að forusta Kommúnista- flokks Frakklands vildi ekki una þvi að sósialistar efldust á kostn- að kommúnista og færu langt framúr þeim i kjörfylgi. Aðferð kommúnistaforingjanna við að eyðileggja vinstribandalagið var ekki sist að reka persónulega árásarherferö gegn Mitterand. Skoðanakannanir frameftir siöasta ári bentu til að skæðasti keppinautur Giscards i forseta- kosningum yrði efnilegasti stjórnmálamaður sósialista af yngri kynslóðinni, Michel Roch- ard. Akvaö Rochard að gefa kost á sér i forsetaframboð fyrir flokk- inn, en dró sig i hlé þegar Mitter- and tilkynnti að hann vildi enn einu sinni gerast merkisberi sósialista. Ekki gat togstreita þeirra Rochards og Mitterands um fors- etaframboðið talist gæfulegt upphaf kosningabaráttu Sósial- istaflokksins. En þrátt fyrir það hefur Mitterand sótt á jafnt og þétt, siðan hann hóf kosninga- baráttu um áramótin. Um siðustu mánaðamót voru birtar niður- stöður þriggja skoðanakannana um fylgi forsetaefna. Þeir Gis- card og Mitterand mörðu meiri- hluta sinn i hvorri skoðanakönnun en komu út hnifjafnir i þeirri þriðju. Aður höfðu farið fram aukakosningar i sex kjördæmum, sem urðu sigur fyrir sósialista og gaullista en ósigur fyrir kommúnista og UDF, flokkasam- steypu giscardsinna. Aukakosningarnar leiddu tvennt i ljós, sem getur haft mikla þýðingu fyrir úrslit forsetakosn- inganna. Það kom i ljós að kjós- endur kommúnista höfðu að engu fyrirmæli forustumanna sinna um að sitja heima i síðari kosningaumferðinni, þegar kommúnistaframbjóöandinn var Sem kunnugt er voru afgreidd lög frá Alþingi i desember þess efnis að rikissjóður lánaði félag- inu 12 milljónir dollara (60 milljónir nýkróna), og sömuleiðis að rikið gengist i bakábyrgð fyrir Norður-Atlantshafsfluginu. Rikið mun semsagt greiða það fé sem tapast, þar sem þvi flugi var ekki hætteir.s og til stóð á sinum tima. En þessi aðstoð rikisins var háð skilyröum sem fjárhags og við- skiptanefnd Alþingis setti á sin- um tima. Skilyrðin voru sjö tals- ins: 1. Aukning hlutafjár rikisins i 20% verði komin til framkvæmda fyrirnæsta aðalfund. — Þessi lið- ur hefur ekki verið neitt vanda- mál, enda aðalfundur ekki verið haldinn. 2. Starfsfólki verði á sama tima gefinn kostur á að eignast hlutafé fyrir amk. 200 milljónir gkr. þannig að það nái einum starfs- manni ist jórn. — Ekki vandamál heldur. 3. Aðalfundur Flugleiða verði haldinn fyrir lok febrúar 1981 og kosin ný stjórn i samræmi við breytta hlutafjáreign. — Þetta er vandamál. Nú nýlega samþykkti Steingrlmur samgönguráðherra, að i stað aðalfundarins verði haldinn hluthafafundur, en það er talsvert annað. A aðalfundi eru reikningar bornir upp, og ný stjórn kosin m.a. á grundvelli þeirra. Það er óleyst vandamál hvernig fara á að þvi að kjósa eða velja á einhvern hátt nýja stjórn- armenn, en væntanlega mun koma fram á þeim fundi — sem unnt er að boða með aðeins viku fyrirvara — samþykkjanleg til- laga frá stjorninni um leið til þess. 4. Starfsmannafélagi Arnar- flugs verði gefinn kostur á að kaupa hlutFlugleiða i Arnarflugi. — Þessi liður hefur sömuleiðis gengið brösulega. Samningavið- ræður hafa farið fram en engin niðurstaða fengist: 5. Ársfjórðungslega verði rikis- YFIRSÝN stjórninni gefið yfirlit yfir þróun og horfur i rekstri Flugleiða — á þetta reynir ekki fyrr en i mars—april. 6. Fram fari viðræður milli rikisstjórnar og Flugleiða um nýjar hlutafjárreglur. — Þessar viðræður hafa farið fram. 7. Norður-Atlantshafsfluginu verði haldið fjárhagslega að- skildu, eins og frekast er unnt. — Þetta mun ekki vera neitt vanda- mál. Það vantar semsagt aðeins uppá að Flugleiðir hafi getað staðið við þau skilyrði sem sett voru, og samkvæmt upplýsingum Ólafs Ragnars Grimssonar hefur fjármálaráðuney tið tekið þá ákvörðun að siðasti þriðjungur upphæðarinnar veröi ekki greidd- ur fyrr en staðið hefur verið við öll skilyrðin. En stóru spurningunni er enn ósvarað — verði henni nokkurn- tima svarað. Það er ekki vitað hvernig horfurnar i Norður- Atla ntshafsfl uginu eru, eða hverjir möguleikar Flugleiða til að halda lifi eru. Það er ekki vitað hvort rikisaðstoðin var gálga- frestur, eða hvort hún var það sem vantaði til að koma fótunum undir fyrirtækið aftur. Enn hefur ekki verið gengið i að kanna þau mál ítarlega, en nú nýlega voru ýmsum hlutlausum aðilum send einskonar útboð i þá könnun. Þau fyrirtæki eru bandarisk, nema eitt sem er hollenskt. Þegar sam- ið hefur verið við eitt þessara fyrirtækja er von á niðurstöðum að skömmum tima liðnum. Hér heima er svo von á annarri könnun. Að sögn Ólafs Ragnars Grimssonar hafa þingmönnum borist fjölmargar kvartanir yfir þjónustu Flugleiða á öllum leið- um, og innan tiðar, sagði hann, að tekin verði ákvörðun um úttekt á þvi hvernig þjónustunni er hátt- að. eftir Guðjón Arngrimsson úr leik heldur fóru á kjörstað og kusu frambjóðendur sósialista i þeim mæli sem dugði til að tryggja þeim sigur. Hitt atriðið sem aukakosningarnar leiddu i ljós er að kjósendur gaullista eru svo andsnúnir giscardsinnum, að mikill hluti þeirra velur heldur frambjóðanda sósialista i siðari kosningaumferð. Svo á að heita, að flokkur gaull- ista, RPR, og giscardistafylk- ingin UDF myndi saman þing- meirihluta og standi -að baki rikisstjórninni sem með völd fer i umboði forseta. Sú samstaða er þó frekar i orði en á borði. Horfur eru á að þrlr gaullistar verði i framboði gegn Giscard i forseta- kosningunum, og sá þeirra sem liklegastur er til aö hljóta veru-. legt fylgi, Jacues Chirac borgar- stjóri i Paris, er svarinn ó\inur forsetans. Skoðanakannanir benda til að i siðari kosninga- umferð geti Mitterand hlotið álika mörg atkvæði guallista og Giscard. Sigurhorfur forsetans veltp sem sé að verulegu leyti á þvi, að Georges Marchais, foringja og forsetaírambjóðanda komm- únista, takist að gera Mitt- erand sem mestar skráveifur i báöum kosningaumferöum. Marchais hagar málflutningi sinum þannig, að ljóst er að hann býr sig undir aö hvetja kjósendur kommúnista til að sitja heima i siðari kosningaumferðinni, en i þvi felst óbeinn stuðningur við Giscard. A hinn bóginn hefur for- setinn á ýmsan hátt auðveldað Marchais að halda saman sinu liöi, sem skýrast kom fram i með- ferð rlkisfjölmiðla á uppljóstr- unum um vafasama fortiö kommúnistaforingjans. Mesti vandi franskra sósialista I málflutningi til stuðnings for- setaframboði Mitterands er að setja fram á trúveröugan hátt hversu hann hyggst standa að stjórnarmyndun aö unnum sigri i forsetakosningunum. Mitterand ætlar að rjúfa þing og efna til nýrra kosninga jafnskjótt og hann eftir Magnús Torfa Ótafsson tekur við forsetaembætti, til að fá kjósendum tækifæri til að velja þing i samræmi vð þann þjóðar- vilja sem fælist i kosningu hans. Enginn gerir þvi skóna að sósial- istar nái þingmeirihluta, og þótt forsetastjórnin franska þurfi ekki endilega að styðjast við meiri- hluta á þingi, getur andsnúinn þingmeirihluti gert henni afar erfitt að stjórna. Marchais foringi kommunista hefur skákað i þessu skjólinu i málflutningi sinum, lýst yfir að kommúnistar snúi sinu fylgi þvi aðeins til Mitterand i siðari kosningaumferð, að fyrir liggi fyrirheit um að þeir hljóti mörg og voldug ráðherraembætti að kosningum loknum. Horfur á að Mitterand verði skuldbundinn kommúnistum að kosningum ioknum eru að sjálfsögðu visasti vegurinn til að fæla gaullista frá að styðja hann gegn Giscard i siðari umferð. Lionel Jospin, framkvæmda- stjóri Sósialistaflokksins, tók á þessu máli i sjónvarpi fyrir skömmu, og setti kommúnistum kosti. Kommúnistaflokkur sem snúið hefur baki við vinstri sam- vinnu og Evrópukommúnisma en horfið aftur til skilyrðislausrar fylgispektar við sovétstjórnina er alls ekki stjórnhæfur, sagði Jospin. Þvi aöeins kemur til mála að veita kommúnistum áhrif á landstjórnina i Frakklandi, að þeir taki sinnaskiptum, fordæmi innrássovétmanna i Afghanistan, krefjist aö sovétstjórnin fjarlægi SS-20 eldflaugarnar sem hún beinir gegn Vestur-Evrópu og styöji málstaö verkalýðsins i Pól landi gegn ofbeldishótunum Rússa. Samvinna sósialista og gaull ista á þingi að unnum sigri Mitterands er þvi kostur, sem sósialistar vilja að komi fyllilega til greina.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.