Helgarpósturinn - 13.02.1981, Blaðsíða 24

Helgarpósturinn - 13.02.1981, Blaðsíða 24
® Af formannsmálum Sjálf- stæðisflokksins heyrum við siðan, að Matthías A. Mathiesen, fyrr- um fjármálaráðherra og Reykja- nesgoði, telji sig nú vera sem næst búinn að eignast formanns- stólinn i flokknum, þar sem hann sé þegar búinn að tryggja sér stuðning helstu áhrifamanna úr báðum örmum hans. Þeim sem fylgjast vel með stjórnmálaheim- inum, kemur þetta ekki á óvart, þvi að Matthias hefur gætt þess að taka enga eindregna afstöðu til deilumála flokksarmanna tveggja og yfirleitt komið fram með landsföðurlegu fasi. Stuðn- ingsmenn Matthiasar telja lika að Matthias eigi vaxandi fylgi að fagna i embættið innan helstu flokksstofnana... # Meirihlutasamstarfið i Kópa- vogi hefur löngum verið stormviðrasamt og nú er sagt hrikta i þvi enn einu sinni. I þetta sinn stendur styrrinn um fræðslu- fulltrúastarfið hjá bænum. Nýlega var auglýst eftir umsókn- um i það starf og á fundi fræðslu- nefndar i kjölfarið fór það svo að einn umsækjenda fékk fjögur at- kvæði, annar eitt atkvæði en aðrir ekkert. Siðan gerðist það hins vegar að fulltrúar Alþýðubanda- lagsins vildu ekki una þessari niöurstöðu og hafa gert kröfu um að bæjarritara verðifalið að meta hæfni allra umsækjenda upp á nýtt, horft verði framhjá Urslitum i fræðslunefnd og umsögn bæjar- ritara látin gilda. Sagt er að Alþýðubandalagsmenn hafi lagt slikt kapp á þessa tilhögun að þeir hafi jafnvel látið i það skina að þeir muni ekki lengi una sér enn I núverandi meirihlutasamstarfi, verði ekki farið að þessari ósk þeirra. Hver er svo ástæðan fyrir öllu þessu? Andstæðingar þeirra segja hana vera þá, að Alþýöu- bandalagsfulltrúarnir hafi ekki uppgötvað fyrr en eftir á að I hópi umsækjenda var systir Hjörleifs Guttormssonar. Sú fékk hins- vegar ekkert atkvæði i fræðslu- nefndinni.... 9 Miklar vangaveltur hafa verið uppi um það hver taki við ritstjórastóli ólafs Ragnarssonar á Vísi og svo margir kandidatar nefndir til sögunnar að útgáfu- stjórn blaðsins hefur naumast haft við að neita þeim. Enn er orðrómur á kreiki í þessu efni og nú nefnd Sigrún Stefánsdóttir, fréttamaður sjónvarps og __he/garpósturinrL. 9 Til tfðinda kann að draga hjá Útvegsbankanum á næstu dög- um. Bankinn hefur sem kunnugt er staðið æði veikt um langt skeið og þurft að burðast með 11—12 milljarða gkr. halla, sem veru- lega hefur raskað aílri eðlilegri starfsemi bankans. Þegar Albert Guðmundsson tók að sér banka- ráðsformennsku hjá bankanum ekki alls fyrir löngu, taldi hann sig hafa fyrir þvi tryggingu að rikisstjórnin myndi láta málefni bankans til sin taka og eyða þess- um halla með liðsinni rikissjóös. Litið hefur enn orðið um efndir i þessu máli af hálfu rikisstjórnar- innar og er Albert nú sagður vera farinn að ókyrrast mjög. Seðla- bankinn er sagður hafa aðrar hugmyndir um hvernig leysa eigi mál Útvegsbankans en Albert taldi sig hafa fyrirheit um og þyk- ir honum nú Tómas Arnason, viðskipta- og bankamálaráð- herra, vera orðinn full hallur undir sjónarmið Seðlabanka- manna. Hefur spurst út að Albert hafi i hótunum að segja af sér bankaráðsformennskunni verði ekki strax komið til móts við hann i þessu máli og þeir sem þekkja til ferils Alberts segja hann mann sem ~standi við slikar yfirlýsing- ar. Næsti bankaráðsfundur Útvegsbankans er i dag og ekki útilokað að þar verði þetta mál i brennidepli. röksemdir fyrir ráðningunni sagðar hinar sömu og þegar ólaf- ur Ragnarsson var ráðinn: Vinsæll fréttamaður plús þekkt andlit sama sem aukin söluvon. Við seljum þetta hins vegar ekki dýrara en við keyptum það og reyndar er það hald manna að varla verði aukið við yfirbygg- ingu blaðsins um sinn eða fyrr en birtir til i fjármálum blaðsins og Ellert Schram einn látinn duga þangað til. Nema hann sé farinn að hugsa sér til hreýfings... ™ En hvað um ólaf Ragnars- son?Hvað hyggst hann fyrir? Við heyrum að hann sé sestur niður við að skrifa bók og sé jafnframt með áform uppi um að setja á laggirnar eigin bókaútgáfu I kjöl- farið... ® Við getum ekki látið hjá liða að minnast aðeins á sjónvarpið frekar. Við heyröum, að fjárhagsvandi þess sé slikur um þessar mundir og fullljóst sé að ekki verði hjá þvi komist að skerða dagskrána eitthvað frá þvi sem nú er. Til að mynda getur allt eins farið svo strax I næsta mán- uði að eftirmiðdagssjónvarp- ið á sunnudögum með HUsinu á sléttunni og fræðslumyndaflokki I kjölfarið verði fellt niður. A sama hátt getur aiít eins farið svo aö hoggið verði eitthvað i eftir- miðdagsdagskrána á laugardög- um, þ.e.a.s. iþróttaþátturinn styttur og barnamyndaflokkurinn felldur niður. Frekari skeröing er siðan til athugunar, svo sem að bæta við öðrum sjónvarpslausum degi... ® Það getur ýmislegt grátbros- legt gerst i starfi lögreglunnar. Einn þekktasti lögreglumaður landsins, Sæmundur Pálsson rokkari með meiru og fyrrum einkavinur Bobby Fischers, nú lögregluþjónn á Seltjarnarnesi, lenti I þvi fyrir nokkrum vikum, að handtaka mann úti á Nesi. Þessi sami maður var hins vegar ekkert á því að láta handtaka sig, enda þótt hann hefði sannanlega gerst brotlegur við lögin. Hann hijóp þvi undan Sæmundi, sem rétt náði i öxlina á honum. Sá brotlegi streittist hinsvegar eitthvað á móti, og svo fór að Sæ- mundur hrasaði i hálkunni og reif liðpoka 1 hné. Þrátt fyrir æpandi sársauka í fætinum, tókst þó Sæmundi að handsama manninn og koma á hann handjárnum. Sæmundur ók siðan með fangann á lögreglustöðina við Hverfis- götu, en þegar þangaö var komið var fótur Sæma svo illa farinn, að hann gat vart stigið niður. Þá var fanginn hins vegar orðinn fullur samviskubits, sýndi sitt betra eðli og studdi Sæmund siðustu skrefin inn á stöð. Það þótti vist ýmsum broslegt að sjá hlutverk snúast við á þennan hátt. ® Kvikmyndagerðarmenn og kvikmyndahúsaeigendur hafa hafið viðræður, þar sem ætlunin er að koma sér saman um al- mennan samning um sýningar á islenskum kvikmyndum I kvik- myndahUsunum. Er þetta gert i þvi skyni m.a. að kvikmynda- gerðarmenn geti gert ráð fyrir dreifingu þegar I upphafi, þegar reikna á Ut kostnaðaráætlun myndanna og til þess, að hver sé ekki að makka i sinu horni um kjör o.s.frv... Ráðgjafaþjónusta / tileíni 25 ára afmælis Verzlunarbank- ans á þessu ári hefur hann sett á laggirnar nýja þjónustu sem nefnist Hagdeild heimilisins. Aðalverkefni hennar er ráðgjafaþjónusta. Þangað geta viðskiptavinir bankans, einstaklingar sem fjölskyldur, leitað til þess að fá upplýsingar og ráðgjöf um flest það sem varðar peninga- og bankamál. Upplýsingamappa og greiðsluáætlun Aukþessarar persónulegu ráðgjafa- þjónustu sem veitt erí öllum afgreiðslum bankans eiga viðskiptavinir nú einnig kost á að taka heim með sér nýstárlega möppu. Hún hefur að geyma ýmsar upplýsingar sem til gagns mega koma, s. s. um sparnað og sparn- aðarleiðir, útskýringar á reikningsaðferðum og skattalegri meðferð sparifjár og vaxta. Einnig fylgja möppum þessum sér- hönnuð eyðublöðþar sem fólk færir inn greiðsluáætlanir og leiðbeiningar um hvern- ig best verður að þeim staðið. Erþettaþíndeild? Viljirþú þiggja góð ráð og sýna fyrir- hyggju í fjármálum þá er Hagdeild heimilis- ins þín deild. Kynntu þérþessa nýju þjónustu Verzlunarbankans -þú ert alltaf velkominn. VŒZlUNflR BANKINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.