Helgarpósturinn - 20.02.1981, Blaðsíða 2

Helgarpósturinn - 20.02.1981, Blaðsíða 2
Föstudagur 20. febrúar 1981. Jielgarpósturinn Svipmyndir úr utanrikisþjónustunni: Haraldur Kröyer fastafulitrúi hjá Sameinuðu þjóðunum afhendir Kurt Waldheim trúnaðarbréf sitt, sendinefnd tslands á Madrid ráðstefnunni, ritarar i sendiráði tslands i Paris, þær Anna Sólveig ólafsdóttir og Gunnhildur Fannberg og sendiráð tslands i Bonn. Sendiráð íslands erlendis W mk r'í"?ív' /,'i '\V*, o V, í/ ■; '-/f<: - D, -- Gera það sem þau geta en geta þau það sem til er ætlast? Starfsfólk sendiráða tslands er- iendis er i hugum margra sveipað dýrðarljóma. Það býr i erlendum stórborgum, hefur góö laun, veif- ar „diplómatapassa” og situr dýrlegar veislur með háttsettum embættismönnum og framá- mönnum i menningarlifinu. Orðið utanrikisþjónusta eitt sér hefur yfir sér einhvern dular- fullan blæ og minnir á leyniþjón- ustur, njósnir og leyndardómsfull samskipti hátt settra embættis- manna. Og á sama hátt og við þekkjum úr erlendum njósna- sögum hafa starfsmenn Islensku utanrikisþjónústunnar sitt eigið heiti yfir deildina sina. Þeir kalla hana einfaldlega „þjónustuna” sin á milli. En starfsmenn „þjónustunnar” og sjálft utanrikisráðuneytið fá lika sinn skammt af gagnrýni. öðru hverju koma upp gagn- rýnisraddir, sem segja, að utan- rikisþjónustan sé of dýr, þar sé sóað i veislur og óhóflega iburðarmikið húsnæði. Oft er þessi gagnrýni sett i samhengi við það gagn sem sendiráðin vinna landinu á erlendum vettvangi. Að mati sumra er það i engu sam- ræmi við kostnaöinn. Aörir snúa dæminu viö og segja, að sendiráð islands erlendis geri sitt gagn svo langt sem það nái, en stjórnvöld hér heima búi bara þaö illa að þeim, að þau skorti bæði fé og mannafla til aö sinna mikil- vægum verkefnum, til dæmis á sviði verslunar og viðskipta. Ef leitað er eftir gagnrýni starfsmanna utanrikisþjónust- unnar sjálfra er hún einmitt á sömu lund. Þar er meðal annars bent á, að heildarútgjöld til utan- rikisþjónustunnar hafi i mörg ár ekki verið nema um hálft prósent af heildarútgjöldum rikisins. Raunar sé all vel búið að starfs- fólkinu sjálfu, bæði hvað varðar laun og aðbúnað allan en dagleg skyldustörf, fyrst og fremst fyrir- greiðsla og aðstoð við „landann”, og jafnvel veisluhöld, taki svo mikinn tima, að litið svigrúm sé til þess að hafa mikið frumkvæði, til dæmis til að afla nýrra markaða og efla viðskiptasam- bönö landsins. //Dýrðarljóminn" hverfur Og þá er lika stutt i, að „dýrðarljóminn”, sem umlykur sendiráðsstarfsmenn, falli um sjálfan sig. Það má allt eins orða starf þeirra þannig: Miklar annir viö afgreiðslu á „rútinumálum”, eilif ferðalög og misjafnlega skemmtilegar og oft ákaflega þreytandi veislur. Pétur Thorsteinsson sendiherra orðar það svo i samtali við Helgarpóstinn: „Samkvæmin eru ákaflega gagnlegur þáttur i starf inu.og þáö eru margir sem kunna að notfæra sér þau vel. Þar skapast tengsl milli manna, kunningsskapur og vinátta. En þetta er oft þreytandi skylda. Það er oft erfitt að fara i samkvæmi eftir erfiðan vinnu- dag, þau eru misjafnlega skemmtileg. Þetta er böl sem menn verða að búa við, þáttur af starfinu, og sá sem sinnir ekki samkvæmunum sinnir heldur ekki starfinu sem skyldi. En vitanlega eru til samkvæmi sem eru skemmtileg”, segir Pétur Thorsteinsson sendiherra. Hvert er svo starf séndiherra og annarra sendiráðsstarfs- manna? 1 lögum um utanrikis- þjónustu tslands frá 1971 segir: „Utanrikisþjónustan fér með utanrikismál og gætir i hvivetna hagsmuna Islands gagnvart öðrum rikjum. Hún skal einkum gæta hagsmuna tslands að þvi er snertir 1) stjórnmál og öryggis- mál, 2) utanrikisviðskipti og 3') menningarmál. Utanrikisþjón- ustan annast i umboði forseta samningagerðir við önnur riki, nema þar frá sé gerð undantekn- ing i lögum eða forsetaúrskurði. Þá skal utanrikisþjónustan einnig veita rikisborgurum vernd og aðstoð gagnvart erlendum stjórnvöldum, stofnunum og ein- staklingum”. Mikið að gera hjá sendi- herrum En hvernig er starf sendiherra i framkvæmd? Við spyrjum Pétur Thorsteinsson að þvi, en hann gegndi starfi sendiherra erlendis i 16 ár og er nú „sendiherra i fjar- lægum löndum” með aðsetur i Reykjavik. „Það fer mjög eftir löndum. 1 Moskvu, þar sem ég var lengst, má segja, að megnið af starfinu hafi verið i sambandi við við- skiptamál, viðskipti milli Sovét- rikjanna og Islands fóru þá ein- göngu i gegnum opinbera aðila. Þar þurfti sendiherrann að annast alla megin viðskipta- samninga og undirsamninga allt árið, og sjá um framkvæmd þeirra. Seinna var ég stuttan tima i Bonn i Vestur-Þýskalandi, en þar er talsvert um fyrirgreiðslu i sambandi við viðskiptamál, meðal annars landanir islenskra skipa. Þá voru á döfinni ýms póli- tisk mál milli rikisstjórnanna, sem mikill timi fór i. Þá var ég þrjú ár i Paris, og ég hef aldrei haft eins mikið að gera og þá. Það var ekki bara Frakk- land sem tilheyrði þvi embætti, heldur lika Belgia, Lúxemborg, Júgóslavia og Efnahagsbandalag Evrópu. Auk þess var ég fulltrúi Islands hjá Nató, OECD og UNESCO. Margar þessara stofn- ana eru i sömu borginni og oft margir fundir samtimis, og stóöu stundum fram á nótt. Yfirleitteru menn sendiherrar i mörgum löndum i einu. Við höfum nefnt Frakkland, sendi- herrann i Sovétrikjunum hefur jafnframt Rúmeniu og Ungverja- land, Búlgariu, A-Þýskaland og Mongóliu og sendiherrann i Genf hefur Egyptaland, Eþiópiu og Tansaniu, fyrir utan það, að hann hefur mest að gera i sambandi við Efta og ýmsar stofnanir Samein- uðu þjóðanna, sem hafa aðsetur i borginni. Á Norðurlöndunum er óvenju mikið að gera, en þar er mjög mikið um ýmisskonar fyrir- greiðslu fyrir landann, sem er eðlilegt vegna þess hvað margir Islendingar búa i þessum löndum, og auk þess eru mikil samskipti milli Norðurlandanna á vegum hins opinbera. Það er þvi mikill misskilningur, að það sé litið að gera hjá sendiherrum”, segir Pétur Thorsteinsson. Aðstoðarmenn sendiherranna eru ýmist nefndir sendiráðs- ritarar eða sendiráðunautar. Að sögn Péturs fara titlarnir eftir starfsaldri, en um verkaskipt- inguna milli þeirra og sendiherr- anna segir hann: Flesir úr //þjónustunni" „Það fer eftir atvikum hvaða störfum þeir gegna. Ef um er að ræða sendiherra, sem hefur ekki mikla reynslu i þjónustunni, kemur meira i hlut aðstoðar- mannsins. Og ef sendiherrann fer i fri eða er frá af öðrum ástæðum gegnir aðstoðarmaðurinn starf- inu fyrir hann”. — Þú talar um sendiherra, sem ekki hafa mikla reynslu i störfum i utanrikisþjónustunni. Hver er afstaða ykkar, sem eru „aldir upp” i þjónustunni til pólitiskra veitinga á sendiherraembættum? „Megin reglan er sú, að sendi- herrar séu teknir úr utanrikis- þjónustunni. Afstaðan er almennt sú, að það sé miklu æskilegra að skipa menn, sem hafa reynslu i þessum málum. En pólitiskar veitingar geta verið réttlætan- legar i einstaka tilfellum. Yfir- leitt höfum við þó horn i siðu póli- tiskra veitinga, þær fækka meðal annars tækifærum starfsmanna þjónustunnar til að fá sendiherra- stöður. Mest rútína Island hefur ekki sendiráð nema I niu löndum, og i hverju sendiráði eru einn til tveir aðstoðarmenn sendiherra, eftir umfangi starfsins, og einn til þrir ritarar, allt konur. En auk sendi- ráðanna eru nokkrir fastafull- trúar alþjóðasamtaka og 150 ræðismenn i 50 löndum. Þeir siðastnefndu eru allir ólaunaðir, nema einn. Það er ívar Guðmundsson i New York. Hann eftir Þorgrím Gestsson

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.