Helgarpósturinn - 20.02.1981, Blaðsíða 10

Helgarpósturinn - 20.02.1981, Blaðsíða 10
10 „örskömrrvu síðar vakn- aöi ég og sá ég móta fyrir manni sem haföi opnað svefnherbergisdyrnar. Ég hrópaði upp og hann sner- ist á hæli og hljóp út. Maðurinn minn vaknaði þá, en maðurinn var á bak og burt." Vornóttin er björt og hlý og flestir eru i fasta svefni — þó ekki allir. t Brekkugerði er ungur maður þar á ferli. Hann er hanskaklæddur. Skyndiiega sveigir hann af leið og upp að einu ibúðarhúsinu og tekur að klifa upp á svalir þess. Hann þvingar upp svaladyrnar og kemst inn. Læðist siðan inn i svefnherbergi húsráðenda, sem þar eru i svefni, tekur iyklakippu úr buxum. Með lyklunum opnar hann hirslur i öðru herbergi og tekur þaðan 30 þúsund krónur. Hann laumast um ibúðina ofurvarlega og siðan út aftur. Fyrsta innbrot Náttfara sumarið 1976 er staðreynd. „Var það Náttfari, sem kom inn i svefnherbergið?” sagði eitt blaðanna i fyrirsögn i júli 1976 og annað sagði i ágúst: „Er partiið ekki hér? — spurði Náttfari um leið og hann laumaðist út úr ibúð- inni”. Og hvað var máliö, hver var þessi Náttfari og hvað hafði hann aðhafst sem gaf honum at- hygli fjölmiðla og ekki siður lög- regiu allt sumarið ’76? Allt þetta svokallaða Náttfara- mál, byrjaði aðfaranótt miðviku- dagsins 19. mai. Þá var brotist inn i hús við Brekkugerði eins og fyrr greinir og stolið þaðan pen- ingafúlgu. Þaðer hins vegar ekki óþekkt fyrirbæri, að innbrotsþjóf- ar láti á sér kræla og ekki vakti þetta innbrot meiri athygli en gengur og gerist. Það er ekki fyrr en i júni og þó ef til vill aðallega seinnipart júli þetta sumar, að Náttfaramálið fór að vekja stórkostlega athygli, þvi þá urðu tið innbrot i ibúðarhús og fyrirtæki að næturþeli. Það var og hald lögreglunnar, að sami maðurinn stæði að þessum inn- brotum, — svo svipuð voru hand- brögð þjófsins. Einnig var ljóst, að þarna var fagmaður á ferð, en ekki nein fyllibytta, sem datt i hug i ölæði að drýgja tekjurnar með litt hugsuðu innbroti. Þessi innbrot virtust úthugsuö og „snyrtilega” unnin. Þjófurinn virtist ekki hafa áhuga fyrir neinu öðru, en peningum og i versta falli ávisunum, þótt hann ylli nokkrum skemmdum i leit sinni að fjármunum. Náttfarar — dagfarar Lengi fram eftir sumri stóð lög- reglan gjörsamlega ráðþrota gagnvart þessum innbrotsþjófi — sem fljótlega hlaut nafnið Nátt- fari i fjölmiðlum og manna á meðal. Og svo virtist, sem þessi iðja Náttfara hefði haft hvetjandi áhrif á aðra brotlega, þvi innbrot og glæpir af þvi taginu uröu tiðir á þessu sumri. Þá fóru „dagfarar” á kreik, menn sem laumuðust inn i ibúðir að degi til og stálu ýmsu lauslegu. Meira aö segja, voru blöðin farin aö velta þvi fyrir sér hvort „eldfari” væri kominn á stjá. Þá voru menn og farnir aö ofmeta afköst hins eina og sanna Náttfara, þvi vart mátti nokkuð gerast á sviði afbrotanna seinni rff r j-t ' Föstudagúr 20. febrúar 1981. Afbrotamál — svo óskemmtileg sem flest þeirra eru annars — hafa jafnan verið eftirsóttur blaða- matur. Líklegast er það spennunnar vegna. Hériendis eru fréttir af gangi afbrotamála yfirleitt af skornum skammti og þá fyrst og fremst vegna þagnar lögreglu, þótt viða úti f heimi gegni einmitt fjöl- miðlar mikilvægu hiutverki isamstarfi við lögreglu við rannsóknir afbrotamáia. Helgarpósturinn rífjar hér upp þjófnaðaröldu sem reið yfir borgina sumarið 1976 og var þá fljótlega ijóst að einn einstaklingur virtist þar framtakssamastur. Hiaut hann fijótlega viðurnefnið Náttfari, vegna þess að hann braust ætið inn i hibýii manna eða fyrirtæki að næturþeli. Kom Náttfari viða við þetta sumar, áður en iögregian hafði upp á honum í ágúst þetta sumar. eftir: Guðmund Árna Stefánsson myndir: Friðþjófur En þrátt fyrir þessa misheppnuðu innbrotstilraun, lét Náttfari alls ekki deigan siga þessa sömu nótt. Frá Látraströndinni hélt hann sem leið liggur að Ægissiðu og kleif þar upp á svalir eins Ibúðar- hússins og komst þar inn um glugga. Hann fór þar inn i svefn- herbergi, þar sem húsráðendur sváfu og tók þar peningaveski húsbónddns. Einnig hirti hann allt lauslegt og verðmætt úr íösku húsfreyjunnar, sem hann fann i eldhúsinu. Samtals komst hann yfir 56 þúsund gkr., en að auki fann hann lykla i jakkavasa hús- ráðanda og þar sem Náttfarivissi að þessi maður væri eigandi verslunar O. Ellingsen við Grandagarð, þá tók hann lykla þessa,yfirgaf ibúðina og fór rak- leiðis að nefndri verslun. Með lyklunum komst hann þar inn i einkaskrifstofu forstjórans og tókst að opna þar peningaskáp. í þeim skáp fann hann lykil að öðr- um peningaskáp, sem hann opn- aði lika. Þar fann hann peninga- fúlgu og allmikið af tékkum. Mun hann hafa náð i 167 þúsund gkr. i reiðufé og um 405 þúsund gkr. i tékkum. Og með þennan ránsfeng lét Náttfari þar við sitja þá nótt- ina og hélt heim. 1ÍSLENSK SAKAMÁL___________| NÁTTFARI NÁÐIST FYRIR TILVILJUN Rifjuð upp saga Náttfara sem lét greipar sópa um eignir borgarbúa sumarið 1976 part sumarsins '76, svo Náttfari væri ekki talinn koma þar nærri. En upp komast svik um siðir (eins og oftast) og i ágúst komst upp um kauða og lögreglan hafði hendur i hári 'nans. Kom þá i ljós, að á þessum þremur mánuðum, hafði Náttfari farið i 6 þjófnaðar- leiðangra og brotist inn á samtals 21 stað. Fyrst fór Náttfari af stað 19. mai eins og fyrr sagði. Siðan ieið tæpur hálfur mánuður og þá lét hann til sin taka i annað sinn. Þræddi hann þá Vesturbergið i Breiðholti og lét greipar sópa um þrjár ibúðir við þá götu. 1 þeirri ferðinni hafði hann samtals 18 þiisund gkr. upp úr krafsinu, 800 danskar krónur og þrjá minja- peninga úr gulli og silfri. Leið nú rúmur mánuður þar til Náttfari lét til sin taka á nýjan leik. Það gerði hann aðfaranótt 13. júli og fór þá inn i tvö hús viö Hvassaleiti og eitt við Brekku- gerði. 56. þúsund krónur fóru i vasa Náttfara I þeirri ferðinni. Nú fór hins vegar að liða styttri timi milli þjófnaðarferöanna og Náttfari gerðist æ biræfnari. Aö- faranótt miðvikudagsins 21. iúli braust hann inn i fjórar ibúðir við Asenda og Byggðarenda, en hafði litinn ávinning af þvi ferðalagi — aðeins 2 þúsund krónur, auk tveggja gullpeninga. Þessi rýra eftirtekja gerði það að verkum, að Náttfari var aftur á ferðinni tveimur-nóttum siðar og varð þá betur ágengt. Hann byrjaði nóttina á þvi að fara inn i hús að Látraströndinni á Sel- tjarnarnesi. Þar losaöi hann lamir af glugga á bakhlið hússins, teygði hendina innfyrir og opnaði svaladyr. Og inn fór hann, rótaði i skrifborði i stofu hússins, en fann ekkert þar. Þótti honum þá ráð að lita inn i svefnherbergi hússins, en þar sváfu húsráðendur svefni hinna réttlátu. En við skulum nú heyra frásögn konu þeirrar sem i húsinu bjó og rúminu svaf á Látraströndinni þegar þessir at- burðir voru að gerast. //Hrópaöi upp!" „Viö sváfum hjónin, þegar ég vaknaði við eitthvað þrusk. Ég taldi þetta ekkert vera og sneri mér á hina hliöina og fór að sofa aftur. örskömmu siðar vaknaði ég siðan við það, að dyrnar á svefnherberginu voru opnaðar. Það var mjög skuggsýnt i her- berginu, en ég sá móta fyrir manni, sem hafði opnað dyrnar og var kominn i gættina. Mér brá að sjálfsögðu mjög og hrópaði upp yfir mig. Ég held ég hafi hrópað, „hver er þarna”, eða eitthvað i þá áttina. Við þessi hróp snerist maðurinn á hæli og hljóp út. Maðurinn minn vaknaði að sjálfsögðu við þennan hama- gang og hljóp út á eftir honum, en þá var hann á bak og burt. Þetta gerðist allt mjög snöggt og vegna rökkurs gat ég ekki séð manninn vel. Hins vegar sýndist mér hann vera ungur, grannur og dökkvaxinn. Ég varsem betur fer aldrei beðin um að bera kennsl, á þann mann sem siðar var hand- tekinn vegna þessa innbrots og fleiri. Ég man það, að mér varð mjög illa við þessa óboðnu heimsókn og gat ekki hreyft legg né lið fyrstu minúturnar á eftir. Lá bara i rúminu hreyfingarlaus.” Þannig hljóðaði frásögn konu á Látraströnd, sem fékk Náttfara inn á svefnherbergisgólf til sin en hrakti hann á braut með hrópum. Náttfaraæði gripur um sig Eftir þessi innbrot kom mikill kippur i lögreglurannsóknina á þessum Mðu næturinnbrotum.Var fólk varað við.og beðið að kanna gaumgæfilega læsingar á glugg- um og á svaladyrum, en Náttfari hafði yfirleitt þann háttinn á, að fara inn um glugga eftir að hafa brotið stormjárnin á þeim, eða þá eftir að hafa brotið upp læsingar á svalahurðum. Þá var fólk einnig beðið að hafa augun hjá sér og láta lögregluna vita, ef það yrði vart við grunsamlegar manna- ferðir. Fjölmargir „góðkunningjar” lögreglunnar voru yfirheyrðir vegna þessara innbrota, en eng- inn var handtekinn og litið miðaði i rétta átt við rannsókn málsins. Greip lögreglan þá til þess ráðs, að sitja fyrir kauða. Voru fjöl- margir óeinkennisklæddir lög- reglumenn sendir i Ibúðahverfi borgarinnar, bæði á bilum og fót- gangandi. Attu þeir að fylgjast með mannaferðum og ef heppnin yrði með, handsama Náttfara i ránsferð. Þá voru og lögreglu- menn staðsettir á stöðum þar sem vel sást yfir hverfi borgarinnar og lágu þeir þar meö sjónauka og fylgdust með mannaferðum. Náttfari hér og þar — hélt fólk Um mánaðamótin júli/ágúst stóð þessi herferð sem hæst, og mikil taugaveiklun hafði gripið um sig meðalhúseigenda. Hundr- uðir simhringinga bárust til lög- reglunnar, frá fólki sem taldi sig — Hann fór inn í svefn- herbergi, þar sem húsráö- endur sváfu og tók þar peningaveski húsbóndans og einnig lykla, sem hann notaði til að opna f yrirtæki sem húsbóndinn átti. —

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.