Helgarpósturinn - 20.02.1981, Blaðsíða 14

Helgarpósturinn - 20.02.1981, Blaðsíða 14
14 Föstudagur 20. febrúar 1981. •—-helgarpásturinrL.. SKÁTASTARF „Okkur vantar alltaf mannskap” segir Guðjón. Hjá þeim koma sjóferðir í staðinn fyrir útiíegur Einn sjóskátanna, Guðjón Sigmundsson, tekinn tali ,,Það er skammarlegt að sjó- skátastarf skuli ekki hafa verið rifið upp fyrr hér á landi, þvi það ætti að höfða mjög vel til ung- menna i sjávarplássum”, sagði Guðjón Sigmundsson, einn þeirra örfáu sjóskáta, sem nú eru starf- andi. Guðjón sagði að sjóskátar hefðu átt erfitt uppdráttar, einkum vegna fjárhagserfiðleika. Þetta er dýrt sport og þvi er nú svo komið að einungis ein sveit sjó- skáta er starfandi á Reykjavikur- svæðinu með 15—20 félögum. Hins vegar er öflugt starf hjá sveitinni og stefnt að frekari upp- byggingu á næstunni. Meðal þess sem er á stefnuskránni er stofnun sérstaks sjóskátafélags, sem yngstu skátarnir gætu átt aðgang að. Nú er sjóskátasveitin aðeins ætluð 15 ára eða eldri. Yngsti skátinn i sveitinni er tvitugur og sá elsti um fertugt. Þegar sjóskátafélagið hefur verið stofnað verða yngstu skát- arnir 10 ára, eins og i öðrum félögum, og lokastiginu ná þeir 5—8 árum siðar meðal annars með töku svokallaðs þungaprófs, en það veitir réttindi á 30 tonna bát. Guðjón sagði að námsefnið yrði svipað og i Sjómannaskól- anum, en tekið á lengri tima. 1 hópi velunnara sjóskátanna eru skipstjórar og siglingafræðingar, sem munu taka að sér að kenna yngri krökkunum. Auk þess hafa þrir sjóskátanna tekið þungapróf, svo þeir geta lika kennt. Sjóskátasveitin var stofnuð fyrirrdmum tveim árum og hafa skátarnir að mestu aflað sér sjálfir sinnar siglingakunnáttu. Meðal þeirra, sem veitt hafa þeim upplýsingar eru Viggó Maack skipaverkfr. og Oli Barðdal seglagerðarmaður. Að öðru leyti hafa þeir aðallega lært af reynslunni. Frá þvi að sveitin var stofnuð hefur verið unnið að uppbyggingu bátaaðstöðu að Olfljótsvatni. Það starf er enn i gangi. Auk þess tóku sjóskátarnir að sér að sjá um vik- ingaskipið örninn, sem Norð- menn gáfu Reykvikingum árið 1974, en það var komið i talsverða niðurnfðslu. „Við höfum unnið að þvi siðan veturinn ’79 að gera skipið upp”, sagði Guðjón. „Fyrsta sumarið var þvi siglt 16 sinnum, en i sumar voru farnar um 80 ferðir á þvi. 1 framtíðinni hugsum við okkur að þetta skip verði einungis notað af dróttskátum innan sjó- skátafélagsins.” Reykjavikurborg hefur styrkt sjóskátana til þessa starfs, en m.a. höfðu seglin verið eyðilögð með málningu, sem gerði þau allt of þung. Agnar Kofoed-Hansen flugmálastjóri hefur lika verið þeim innan handar, þvi hann út- vegaði þeim aðstöðu fyrir Vik- ingaskipið á flugvallarsvæðinu. Þarna fengu þeir lánað hús, sem þeir eru núna að gera upp. „Það er sem sagt nóg að gera hjá okkur”, sagði Guðjón. „Okkur vantar bara alltaf mann- skap, bæði stelpur og stráka”. Umsjón: Sigurveig Jónsdót+ir SKÁK Konur fá bætta aðstöðu „Það er geysilegur áhugi rikj- andi hjá konunum”, sagði Sigriður Kristófersdóttir, for- maður nýstofnaðrar kvenna- deildar Taflfélags Reykjavikur i samtali við Helgarpóstinn. Kvennadeild var áður starfandi innan Taflfélagsins fyrir 5—6 ár- um, en þá var ekki boðið upp á kennslu. Að sögn Sigriðar lognað- ist starfið þvi fljótlega út af. Nú hefur kvennadeildin tekið upp skákkennslu á hverju fimmtu- dagskvöldi i húsnæði Taflfélags- ins. Kennari er Bragi Kristjáns- son. „Þarna höfum við fengið sömu aðstöðu og karlmennirnir og ég vona að árangurinn láti þá ekki á sér standa”, sagði Sigriður. „Hingað til hafa konur staðið karlmönnunum langt að baki i skákinni. Ég veit ekki hver ástæðan er, hvort þær gefa sér ekki tima i þjálfun eða hvort þær eru haldnar minnimáttarkennd. En hver sem ástæðan er, held ég að það sé meiri von um árangur, þegar konurnar hafa tækifæri til að tefla út af fyrir sig”. Sigriður kvaðst sjálf hafa teflt mikið fyrir nokkrum árum. Hún var i eldri kvennadeildinni, en þegar hún lagðist niður hætti Sigriður mikið til að tefla. „Ég er að byrja aftur núna og hef agalega gaman af. Við teflum talsvert saman hjónin og eins tefli ég við dóttur mina”. — Hvað er svona skemmtilegt við skákina? „Sennilega er það það hve mikið þarf að hugsa við hana. Skákin skerpir heilastarfsemina og ef maður ætlar að ná árangri er þetta stöðgur lærdómur”, sagði Sigriðurog kvaðst að lokum vilja hvetja konur til að mæta inn á Grensásveg á fimmtudags- kvöldum, þvi enn vantar flerri félaga. Þess má geta, að skák- kennslan er ekkert siður fyrir byrjendur en lengra komna, svo þarna geta allir komið. Kvennadeild Taflfélags Reykjavikur I fullum gangi. Forgjafartafl Eitt af þvi sem golíiþróttinni er talið til gildis — og það með réttu — er forgjafarkeríi þaö sem þar er notað og jafnar mun- inn milli góðs golfmanns og annars slakari, þannig að þeir geta háð tvisýnan leik þrátt er nú aflagður að mestu, þó hefur verið teflt með forgjöf á þessari öld og er ef til vill enn einhversstaðar. Þegar heims- meistari i skák heimsótti Is- lands i fyrsta sinn, en það var Alexander Aljekin árið 1932, Skák: Goðmundur Arnlaugsson — Spll: Frlðrlk Dungal — Söfnun: AAagnl R. AAagnússon — Bliar: Porgrlmur Gestsson Skák I dag skrifar Guðmundur Arnlaugsson um skák fyrir styrkleikamuninn. 1 skák tiðkaðist mjög að gefa forgjöf á átjándu öld og langt fram eftir þeirri nitjándu. Al- gengast var að sá sem forgjöf- ina gaf hefði hvitt og gæfi ridd- ara eöa hrók, eða jafnvel meira, ef munurinn var mikill. Þá var drottningarriddari hvits eða drottningarhrókur tekinn af borðinu áður en taflið hófst. önnur forgjöf varaðgefa peð og leik sem kallað var. Þá hafði gjafarinn svart og tefldi án peðsins á f7. Einnig mátti gefa peö og tvo leiki. Þá fékk hvitur að leika tveimur leikjum áður en svartur byrjaði. Þessi siður tefldi hann hér fjöltefli, en eng- um datt i hug að fá hann til að tefla á skákmóti, til þess var timinn of naumur og yfirburðir hans of miklir. En hann kom i heimsókn til Taflfélags Reykja- vikur og tefldi þar hraðskákir við Eggert Gilfer og gaf honum riddara i forgjöf. Gilfer var þá besti hraðskáksmaður okkar Is- lendinga, en engu að siður var forgjöfin mátuleg, Aljekin vann álika margar skákir og hann tapaði, aö þvi er mér var sagt nokkru eftir þetta. Þetta dæmi sýnir hve skákstyrkur hins al- menna skákmanns hefur aukist, nú mundu snjöllustu skákmeist- arar heims ekki leika það að gefa bestu mönnum okkar ridd- ara i forgjöf. Um daginn sá ég auglýst for- gjafarmóthér þar sem forgjöfin er með þeim hætti að sá sterkari gefur timaforgjöf, hefur þá minni umhugsunartima en and- stæðingurinn. Þetta er mjög sveigjanlegt form forgjafar og verður gaman að sjá hvernig það reynist. A siðari hluta átjándu aldar og framan af þeirri nitjándu var Frakkland íorystuland skákar- innar. Þar voru snjöllustu skák- meistararheims, fyrst Philidor, sem einnig var vinsælt tónskáld. Philidor var tvimælalaust sterkasti skákmaður sins tima, hann tefldi með forgjöf einnig fjöltefii og blindskákir og skrifaði merka bók um skák- tafliö. Eftir frönsku byltinguna hraktist hann tii London og dó þar 1795. Arftaki Philidors var Deschappelles, mikill furðufugl og gortari, sem þóttisthafa lært að tefla á einum degi og orðið þá þegar svo snjall að honum hefði ekkert farið fram siðan! Engu að siöur, verðum við að trúa þvi að hann hafi verið góður skák- maöur, um það bera þær skákir hans sem varveist hafa vitni. Hann neitaði yfirleitt að tefla við aðra án forgjafar og gaf þá venjulega peð og leik. Þegar hann réði ekki lengur við efni- legasta nemanda sinn, Labour- donnais, með þessari forgjöf, hætti hann við skákina en sneri sér að vist i staðinn. Sagt er að hann hafi orðið auðugur maður á þvi að tefla vist upp á peninga, og frægt bragð i vist er við hann kennt — Coup de Deschappelles. Um 1820 lögðu tveir bestu skákmenn breta leið sina til Parisar i þeim tilgangi að tefla við Deschapp- elles. Það voru þeir Lewis og Cochrane. Deschappelles gaf þeim að sjálfsögðu forgjöf. Gegn Lewis tapaði hann einni skák en gerði tvær jaíntefli, en hann vann gegn Cochrane. Sagan segir að Cochrane hafi orðið svo styggur við tapiðað hann hafi skorað á Deschapp- elles án forgjafar og gengið þá betur en fyrr! En kannski hefur einhvern gaman af að sjá eina skákina sem Dechappelles vann af Cochrane með forgjöf. Baráttan er nokkuð jöfn fram eftir skák- inni, en undir lokin bindur svartur enda á taflið með skemmtilegri fléttu. COCHRANE — DESCHAPP- ELLES (forgjöf: peö og tveir leikir, takið peöið á f7 af borðinu áður en skákin hefst). 14. KÍ2-0-0 15. Kg3-Rg6 16. b4-a5 17. Bd2-axb4 18. Bxb4-Rxb4 19. axb4-Dxb4 20. Hbl-Ha3+ 21. Kh2-De7 22. Hxb7-Dh4 23. Hxd7-Df2 + 24. Bg2-Hxh3 + 25. Kxh3-Dh4 mát. 1. e4- 2. d4-e6 3. f4-d5 4. e5-c5 5. c3-Rc6 6. Rf3-cxd4 7. cxd4-Db6 8. Rc3-Bd7 9. a3-Rh6 10. h3-Rf5 11. Re2-Bc7 12. g4-Bh4 + 13. Rxh4-Rxh4 Og nú skulum við lita á eina af forgjafarskákum Morphys, er hann tefldi við æskuvin sinn Maurian i New Orleans 1857 um svipað leyti og hann vann sigur á fyrsta skákþingi Bandarikj- anna. Þessi skák er tefld i hin- um létta og leikandi stil Morphys: hann fórnar mönnum sinum hverjum á fætur öðrum og mátar að lokum á fallegan hátt, það er auðvelt að njóta hennar enn i dag. PAUL MORPHY — MAURIAN (hvitur gefur riddara i forgjöf, takið Rbl af borðinu). 1. e4-e5 2. f4-exf4 3. Rf3-g5 4. Bc4-g4 5. d4-gxf3 6. Dxf3-d5 7. Bxd5-c6 12. Khl-Dxe4 13. Hael + -Dg6 14. Hxe7+-Kf8 Ef Rxe7, þá Bh6+ og mátar i næsta leik. 8. Bxf7 + -Kxf7 Bd6+ °R vinnur (Rf6 16. Hxf6 + -Dxf6 17. De8 mát. 9. Dh5 + -Kg7 10. Bxf4-Be7 11. 0-0-Dxd4 +

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.