Helgarpósturinn - 20.02.1981, Blaðsíða 17

Helgarpósturinn - 20.02.1981, Blaðsíða 17
-he/garþósturinn._ Föstudagur 20. febrúar 1981. 17 Atri&i úr performönsum eftir Arna Ingólfsson og Sigríði Guöjónsdóttur. Performerað í Nýlistasafninu Performansavika hófst í gær, fimmtudag, i Nýlistasafninu við Vatnsstíg og stendur hún til 25. febrúar. Þar munu fimmtán listamenn koma fram og perfor- mera og hefst athöfnin kl. 20 á hverju kvöldi. Að sögn Kristins G. Harðar- sonar myndlistarmanns, er einn tilgangur þessarar viku sá , að það er helst með svona sam- komuhaldi, sem eitthvað er gert i þessa veru hér, þvi það er of mikið fyrirtæki fyrir einn mann að leigja sér sal. Þá vekur þetta meiri athygli, þegar fleira en einn standa að svona atburði. Kristinn sagði, að það væri nokkuð stór hópur myndlistar- manna, sem hefði performerað, en enginn hefði helgað sig þessu eingöngu. ,,Enda er þetta bara eitt afbrigði myndlistar”, sagði hann, og bætti þvi við, að performans væri ekki sérstakt listform fremur en skúlptúr, heldur væru þetta meiðar af sama stofni. Um hvað menn túlkuðu i þessum performönsum, sagði Kristinn að það væri mis- munandi. Sagðist hann búast við að einhverjir væru með pólitiska skírskotun en flestir væru á f a g u r f r æ ð i 1 e g u plani. Performansinn væri búinn að lifa i ge^num tvær eða þrjár kyn- slóðir og i dag væri hann mun yfirvegaðri en fyrir svo sem tuttugu árum, þegar meiri hama- gangur var rikjandi. Þá er bara að hvetja listunn- endur að fjölmenna i Nýlista- Scifnið kl. 20 á hverju kvöldi. Biðst undan listamanna- laununum Helgarpósturinn hefur verið beðinn fyrir eftirfarandi i tilcfni af úthlutun Listamannalauna nú nýverið: Nafn mitt hefur verið nefnt með þeim sem hlutu listamannalaun i ár. Ég biöst eindregið undan út- nefningu og tilgreini tvær ástæður. 1) Ég fæ ekki séð að meirihluti nefndarmanna sé i neinu skiljan- legu samhengi við listsköpun i landinu. 2) Hin eiginlega úthlutun (2. fl) Pétur Gunnarsson er fúsk sem breytir viðurkenn- ingu í andstæðu sina. Hættum geðþóttalaunum, eflum starfslaunasjóöi lista- manna. Revkjavik, 15.02.81 Pétur Gunnarsson 7092-5958 Brimbre ttahe tjur Austurbæjarbió: 1 brimgaröinum (Big Wednes- - day). Bandarisk, árgerö 1978. Handrit: John Milius og Dennis Aaberg. Leikendur: Jan- Michael Vincent, William Katt, Gary Busey, Patti D’Arban- ville, Lee Purcell, Sam Melville. Lcikstjóri: John Milius. Leikstjóri brimgarðsins, John Milius er einn af ungu haukun- við herþjónustu. Þriðji hlutinn gerist 1968. Einn félaginn kemur heim i lik- kistunni, en hinum tókst að sleppa lifandi úr hildarleik striðsins. Fjórði hlutinn gerist svo 1974, þegar stóra aldan, sem þeir hafa lengi beðið eftir, kemur loks að ströndum Kaliforniu. Þeir reyna sig i öldunni, en nærri liggur, að einn þeirra Kvikmyndir eftir Guðlaug Bergmundsson um i Hollywood, af sömu kynslóð og þeir Coppola, Spiel- berg, Lucas og co. Auk leikstjórnar, er Milius einnig þekktur fyrir handritasmiði sina. Ef marka má þessa mynd, þá verður Milius ekki talinn merk- legur leikstjóri. Sagan hefst i Kaliforniu árið 1962, þar sem nokkrir vinir lifa áhyggjulausu lifi, hlaupa á milli strandarinn- ar, þar sem þeir leika sér á brimbrettum i öldunum, og rokna partýja. En það er aldan sem skiptir mestu máli, og not- ar höfundur breytileika öldunn- ar til að endurspegla breytingar i bandarisku þjóðlifi og breyt- ingar á afstöðu piltanna til lifs- ins. Annar hluti myndarinnar gerist árið 1965, þegar Banda- rikjamenn eru á fullu i Vietnam, og vinirnir eru kallaðir i herþjónustu. Kemur þar fram mismunandi afstaða þeirra til þess, sem er að gerast i kring- um þá. Tveir af fjórum lenda i striðinu, hinum tekst að sleppa drepi sig þar. Siðan skilja leiðir þeirra. Milius tekst á stundum að draga upp sannverðuga mynd af þjóðfélaginu i Ameriku, eink- um þó i fyrsta hlutanum. Það stafar kannski af þvi, að menn lita á þennan tima með einhverja rómantiska glýju i augunum. Heldur bregst honum bogalistin, þegar hann færist nær okkar tima. Sérstaklega virðist 1968 kaflinn, i miðju hippa og blómatimabilinu, vera skrumskældur, nema þá að Amerikanar séu jafn skrýtnir'og margir halda. Myndin er fyrst og fremst dýrkun á hetjudáðum einstaklinga (i þessu tilviki strákanna i brimgarðinum, enda eru þau atriði þau bestu i myndinni frá hendi höfundar) og „karlmannlegri vináttu”, eins og vestrarnir eru uppfullir af. Ekkert er verið að pæla i Vietnam striðinu sem sliku. Einn kemur tviefldur þaðan, annar drepst, en það er bara tækifæri til að fella nokkur tár og vera með ýmsar yfirlýsingar um vináttuna. Barnabókmenn tasaga Silja Aðalsteinsdóttir: islenskar barnabækur 1780—1979. Mál og menning 1981. 402 bls. Á sfðustu árum hefur verið mikill og vaxandi áhugi á uppeldismálum. Menn hafa rekiðsig illyrmislega á að i iðn- væddu neyslusamfélagi vestur- landa hafa komið fram stór- brestir i uppeldi heiila kynslóða. Uppeldisaðferðir sem dugaö höfðu um aldir i kyrrstæðu bændasamfélagi reyndust hald- lausar og þvi hafa menn reynt að finna aöferöir sem betur hentuðu nútimanum. Hefur þessi leit m.a. komið fram i mikilli umræðu um skólamál og margháttuðum breytingum á þvi sviði. Stóraukin ástundun sálfræði og félagsvisinda ýmiss konar er af sömu rótum, enda beina þau fræði að verulegu leyti sjónum sinum að uppeldi og mótun einstaklinganna. Einn angi þessa áhuga á upp- eldi og einstaklingsmótun eru tiltölulega nýtilkomnar rann- sóknir á barnabókmenntum og barnamenningu. í löndunum i kringum okkur hafa á undan- förnum árum birst margar merkar bækur og ritgerðir um þetta efni. Hér á landi hefur ekki verið sérlega mikið um fræðilegar rannsóknir á þessu sviði. Fyrsta verkið af þessu tagi er rannsókn Simonar Jóh. Agústs- sonar á lestrarefni og lestrar- venjum barna i Reykjavlk árið 1965 sem kom út i tveimur bindum árin 1972 og 1976 undir nafninu Börn og bækur I—11. Annað verkið um barnaefni er skrá Eiriks Sigurðssonar um Islenskar barna- og unglinga- bækur 1900—1971 sem Rit- höfundasamband tslands gaf út 1972, en hún hefur þann stóra gaila að yfirleitt vantar útgáfu- ár bókanna. En einmitt á þessum árum fer áhugi á barna- bókum vaxandi og kemur það m.a. fram I þvi að gagnrýni um þær fer að birtast i blöðunum. 1976 kemur út þriðja fræðibókin um barnaefni og sú fyrsta sem er bókmenntafræðileg rannsókn á þessu viðfangsefni. Er það kandidatsritgerð Silju Aðal- steinsdóttur, Þjóðfélagsmynd islenskra barnabóka 1960—1970. Siðan þá og reyndar aðeins fyrr hafa nokkrir stúdentar skrifað B.A. ritgerðir viö H.t. um barnaefni en aöeins tvær þeirra hafa birst opinberlega. Eru það ritgerð Sigurborgar Hilmis- dóttur um Hjaltabækur Stefáns Jónssonarí Mimi 1970 og ritgerð Auðar Guðjónsdóttur, Kristinar Jónsdóttur og Þuriöar Jóhanns- dóttur um þýddar barnabækur 1971—1975 sem gefin var út fjöl- rituð 1978. Auk þessa eru svo til nokkrar greinar i blöðum og timaritum um þetta efni. Af þessu má sjá að það er harla fátt og brotakennt sem skrifað hefur veriö um islenskar barna- og unglingabækur fram til þessa. Það er þvi mjög þarft og nauðsynlegt stórvirki sem Silja Aðalsteinsdóttir hefur ráðist í þegar hún skrifar sam- fellda sögu islenskra barnabóka frá upphafi. Bókmenntasaga Þetta verk er bókmennta- saga. Silja leitast við að sýna þá þróun sem islenskar barna- bækur hafa tekið um leið og hún flokkar þær niður i mismunandi tegundir sem hún skilgreinir vandlega. Jafnframt fjallar hún sérstaklega um helstu höfunda sem lagt hafa fyrir sig samn- ingu barnabóka. Það má þvi segja að Silja leitist við að upp- fylla þau þrjú skilyröi sem góð bókmenntasaga þarf að upp- fylla: sýna þróun, lýsa bók- menntategundum og fjalla um mest áberandi höfunda. Enn- fremur er vert að geta þess að hún leggur mikla áherslu á að setja þróun barnabókanna i samhengi við þróun þjóðfélags- ins og samfélagsbreytingar. Styður það bæði og skýrir margt sem við fyrstu sýn virðist ein- kennilegt. Bókin skiptist i tólf kafla og lýsa kaflaheitin hvernig efninu er skipt niður. Fyrsti kafli heitir Til hvers er þessi bók og fjallar um heimildir, úrvinnslu og aðferöir. Annar kafli heitir Barnabækur á Vesturlöndum. Sögulegt yfirlit. Þriðji heitir 19. öldin og er þar fjallað bæði um þýddar og frumsamdar barna- bækur á 18. og 19. öld, en fjöldi þeirra er rétt um tveir tugir. Fjóröi kafli heitir Þjóösögur og ævintýri og áhrif þeirra. Töluverð nýjung er að þessum kafla þvi hér er fjallað um ýmislegt sem ég man ekki eftir að skrifað hafi veriö um á islensku fyrr. Fimmti kaflinn heitir bernskuminningar og má segja að þá sé komið aö eigin- legu upphafi islenskra barna- bóka meö höfundum eins og Sigurbirni Sveinssyni og Nonna. Silja Aðalsteinsdóttir — hefur skrifaö „mjög þarft og nauðsyn- legt stórvirki.” Sjötti kafli heitir Hvunndags- sögur og er þar fjallað um hvunndagsævintýri úr sveit og bæ. Sjöundi kafli nefnist Raun- sæjar unglingaskáldsögur. Þá erum við komin framum 1930. Sá kafli skiptist i fjóra undir- kafla sem heita Brautryðjend- urnir, Meistararnir, Lærisvein- arnir og Eftirmáli „gullaldar”. Þarna er fjallað um það sem Silja kallar „gullöld barnabók- anna”, timabiliö frá þvi skömmu fyrir 1940 og framundir 1960. Þar eru teknir fyrir höfundar eins og Gunnar M. Magnúss, Stefán Jónss, Ragn- heiður Jónsdóttir, Margrét Jónsdóttir, Loftur Guðmunds- son, Dóri Jónsson og fleiri. Attundi kafli heitir fræöi- bækur, sá niundi Ljóö og leikrit og tíundi Myndabækur handa litlum börnum. Eru þessir kaflar allir fremur stuttir. Ellefti kafli heitir Afþreyingin tekur við og fjallar mest um timabilið frá rúmlega 1950 til 1970. Er þessi kafli mjög itar- legur enda skilgreinir Silja vandlega hvað hún meinar með afþreyingarbókum og rökstyður vel hversvegna hún flokkar meginþorra bóka á þessu tima- bili til þeirra. Vert er að taka fram að Silja notar þetta hugtak alls ekki alfarið I neikvæðri merkingu eins og mörgum hættir til. Lokakaflinn heitir Nýtt raun- sæi eftir 1970 og er þar fjallað um helstu tiðindi frá siðasta áratug. Bókinni fylgir siðan summary á ensku og mjög þarfleg og góð skrá um allar útgefnar islenskar barna- og unglinga- bækur. Að lokum er svo itarleg heimildaskrá. Aðferðin SU bókmenntafræðilega aðferð sem Silja beitir i þessari rannsókn er hugmyndarýni. Það þýðir að hún leitast við að sýna hvaða hugmyndir það eru um einstaklinga og samfélag og samband þessa, sem liggja til grundvallar hjá höfundum við sköpun verka þeirra. Hún hikar ekki viö að setja fram sitt eigið gildismat og metur bækurnar, á grundvelli þess og er mjög opin- ská I viðhorfum sinum. Setur þetta sterkan persónulegan svip á verkið og er mikill styrkur þess, þvi' hún gætir yfirleitt fyllsta samræmis. Þetta þýðir jafnframtaö þeirsem vilja vera ósammála Silju ættu að eiga auðvelt með að skilgreina i hverju það liggur og er það miklu fremur styrkur en veik- leiki. 1 þessari bók er samankominn óhemjulegur fróðleikur og margt sem kemur manni á óvart. Silja skrifar lipran og lif- andi texta og er bókin þvi skemmtileg aflestrar. Þó að mér finnist Silja stund- um ganga fullhart fram i skoðunum sinum þá er ég mjög ánægöur með þessa bók. Hún er hvalreki i hendur þeirra sem veriðhafa aðuppfræða unglinga og aðra um barnabókmenntir, og reyndar allra sem kynna vilja sér ritun barnabóka á Islandi. —G.Ast.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.