Helgarpósturinn - 20.02.1981, Blaðsíða 18

Helgarpósturinn - 20.02.1981, Blaðsíða 18
Forvitnilegt fræðirit Solrdn Jensdóttir: island á bresku valdsvæði 1914—1918. (6 bindi af ritröðinni Sagnfræði- rannsóknum ,ritst jóri :Þórhallur Vilmundarson). Sagnfræðistofnun og Menningarsjóður 1980. Ritröðin Sagnfræöirannsóknir lengdist um bindi á ári 1972 - 75, og nií er aftur farin að koma bók á ári, Kommúnistasaga Þórs! Whitehead í fyrra og bók Sól- ’ rúnar í ár. Eins og öll hin bindin er þessi bók rituð upp úr prófrit- gerðhöfundar, en að þessu sinni var ritgeröin samin við erlendan háskóla (London School of Economics) og birtist hér endursamin á islensku. Útgerð bókarinnar er öll vönduö, og hún er prýdd all- mörgum myndum. Rannsóknarefni Sólrúnar er samskipti Bretlands og Islands i fyrri heimstyrjöldinni, og aðal- heimildir hennar eru stjórnar- ráðsskjöl, sérstaklega bresk, einnig islensk og litillega dönsk. Meginmál bókarinnar er ekki langt, 90 siður, en á eftir fylgja töflur um utanrikisverslun, tveir áður óbirtir viðskipta- samningar Islendinga við Breta, mjög rækilegar heimildavlsanir, efniságrip á ensku, og nafnaskrá. Efnistök og framsetning eru fræðileg, allt sagt I sem stystu máli og rökstutt eftir föngum, hvorki kryddaö með sundurgerð i stil né glannaskap eða útúrdúrum i efni. Rit þessarar gerðar geta að visu orðið daufleg lesning, ef efniö sjálft lýftir þeim ekki, ef þær f jalla ekki um atburði sem eru nógu frdðlegir til aö les- andinn fái áhuga á þeim sjálfra þeirra vegna og skynji þörfina fyrir yfirvegaðan rökstuðning hverrar ályktunar. Fyrir áhugamenn um sögu tslands er efni Sólrúnar einmitt þannig farið. Striðsárin fyrri eru timi sviptinga og þáttaskila á mörgum sviðum Islandssög- unnar. (Fullveldi landsins 1918 er aðeins ein af mörgum grund- vallar breytingum sem þá urðu.) Styrjöldin sjálf hafði einkum áhrif á utanrikis- verslunina sem aftur skipti sköpum um hag og afkomu at- vinnuvega og stétta og varð aðalviöfangsefniö i Islenskum stjórnmálum. Sú samskipta- saga Islands og Bretlands sem Sólrún rekur, fjallar að mestum — og athyglisverðustum — hluta um það hvernig Bretar neyttu yfirráða sinna á hafinu til aö stjórna útflutningsverslun Islendinga og koma I veg fyrir að Islenskar afurðir kæmu Þjóð- verjum að notum i striðsrekstri þeirra. Innflutning til Islands létu þeir sig einnig varða, ýmist til að knýja tslandinga til sam- starfs um útflutninginn eða til að láta greiða koma fyrir greiða. Og i framhaldi af þessu hlutuðust þeir til um þau mál- efni sem þeim sýndist, jafnvel það hvaða embættum þýskir menn eða Þjóðverjum hollir mættu gegna á Islandi. Eigin- lega gerðust Bretar, þegar á leið styrjöldina, alvaldir á tslandi um það sem þeir töldu sér þörf að ráöa, og ekki alveg fráleitur sá óróður Þjóðverja að kalla breska ræðismanninn landstjóra á Islandi: blessunar- lega fundu Bretar sér samt hentast — eins og hernáms- veldin i siðari heimsstyrjöld — að láta Islendinga bera sjálfa áhyggjurnar af flestum sinum eigin málefnum. Ég sé ekki betur en Sólrún vinni verk sitt vel og fagmann- lega. Hún afmarkar viðfangs- efniöfremur þröngt,fer t.d. svo sem ekkert út I Islensk stjórn- mál eða þau verslunarmál sem ekki snúa beint aö stjórn- völdum, en þeim mun ógrun- samlegar vinnur hún á sinu markaða sviði. Ef ég reyni að finna að einhverju, þá get ég sagt að Sólrún hefði mátt I þetta skiptið voru mér út- hlutaðar tvær plötur, sem sómakærir poppskribentar minnast ekki á. Paradise Theatre meðStyx og ein af þessum svokölluðu K-Tel plötum, Chart Explosion. Og af þvi að ég er ekki sóma- kær poppskribent, þá gaf ég þessu séns. Styx Það eru helviti margir hlutir vel gerðir á þessari plötu, á köflum liggur meira að segja við að hún sé frumleg, en það Sólrún a Jensdóttir ÍSIANDÁ BREZKU VALDSVÆÐI 1914-1918 glöggva sig enn betur á heitum vörutegunda og verslunarhug- taka sem nefnd eru i heimildum hennar. tslensk þýðing við- skiptasamninganna tveggja hefur nú verið gert áður. Hljóðfæraleikurinn er allur vandaður, skemmtilegar blástursuppfyllingar og öll stúdíóvinna og frágangur pott- þétt. Við fyrstu sýn virðist Para- dise Theatre sem ku hafa verið eitthvert tónleikahús i Chicago, ris þess og fall, vera einhvers- konar þema, plötunnar. En þegar nánar er að gáð kemur i ljós að þeir hafa nær aiveg sloppið við allt það væmnisjukk sem þvi hefði fylgt. Eins og léttri popphljómsveit USTABOMBUR Harmsaga úr Húnaþirtgum Leikfélag Akureyrar: Skáld-Rósa Höfundur: Birgir Sigurðsson Leikstjórn: Jill Brooke Arnason Leikmynd: Steinþór Sigurðsson Búningar: Freygerður Magnús- dóttir Lýsing: Steindór Sigurðsson og Viðar Garðarsson. Fyrri hluti 19. aldarinnar er timi mikilla umbrota i Islands- sögunni. Arfakóngi vorum pg stjórnvöldum hans tekst i byrjun aldarinnar að rýja þjóð- ina tveim af elstu og virðuleg- ustu stofnunum hennar, Alþingi og biskupsstólunum I Skálholti og Hólum. Setur allarar inn- lendrar valdstjórnar jafnt veraldlegrar sem andlegrar skyldi flutt til litils hálfdansks verslunarstaðar sem Reykjavik nefndist. Þjóðin, mergsogin af verslunarófrelsi, spilltri valda- stétt geistlegri sem veraldlegri að viðbættum náttúruham- förum siikum aðekki hafa dunið yfir á landi hér hvorki fyrr né siðar. En hin nýja öld boðar einnig betri tið. Þær breytingar sem gerðar voru á landsstjórn- inni i' kringum aldamótin 1800 miðuöu augsýnilega að þvi að styrkja einveldið, einveldi sem þá var þegar farið að hrikta i suður i Evrópu. Sunnan úr Frakklandi breiddust út norður um álfu nýjar kenningar um jafnan rétt allra manna, um lýðréttindi og þjóðfrelsi. Oruggt má telja að þessar kenningar hafi tiltölulega fljótt borist til Islands meðal annars með náms- mönnum úr Kaupinhöfn sem sjálfsagt hafa einhverjir að- hyllst þær. Meðal þess sem fylgjendur hinna nýju viðhorfa aðhylltust var það að færa réttarfar til mannúölegra við- horfs en verið hafði, svo og aukið frjálslyndi I siðgæðis- legum efnum, ihaldssömum sagnfræðingum á borð við Jón Espólin til hinnar mestu hrell- ingar. 1 bókmenntum og listum endurspeglast hin nýju viðhorf i rómantisku stefnunni þar sem megináherslan er lögð á óhefta tjáningu tilfinninganna, tak- markalausa fegurðardýrkun, auk afturhvarfsins til þjóðlegra menningarverðmæta. Óvist er hvort Rósa Guðmundsdóttir, oftastkennd við Vatnsenda, hafi haft einhver kynni af hinni nýju bókmenntastefnu, þó slíkt sé engan veginn útilokað til dæmis fyrir áhrif frá Natani Ketilssyni sem liklegt er að hafi kynnst hinum nýju straumum er hann dvaldist i Kaupmannahöfn. Allt um það verður að telja Rósu i hópi rómantiskra skálda, svo sterk eru hin rómantisku ein- kenni i kveðskap hennar, hömluleysi hinna riku tilfinn- inga hennarog næmt fegurðar- skyn. Einhvernveginn hefur maður það á tilfinningunni að Rósa hafi um margt verið á undan sinni samtið, og leikrit Birgis Sigurössonar verður sist tiiað draga Ur þeirri tilfinningu. Rósa verður á einhvern hátt svo hafin yfir hið meðalmennsku- lega umhveri sem hún lifir í, en verður jafnframt utanveltu við það, leiksoppur þess og fórnar- lamb. Að skrifa leikhúsverk sem fjallar um þessa umbrotatima i islensku þjóðlifi er óneitanlega heillandi, en jafnframt erfitt. Og það er ekki að ráðast á garð- inn þar sem hann er lægstur að ætla að lýsa i skáldverki þjóð- sagnapersónum eins og Vatns- enda Rósu og Natan Ketils- son eru löngu orðin þvi hvað sem allri sagnfræði liður, þá hefur þjóðin i timanna rás búið sjálf til þáRósu og þann Natan sem hún vill. Birgir Sigurðsson hefur þvi færst mikið i fang þegar hann valdi þetta yrkisefni. Ekki er hægt annaö að segja en að hannn hafi komist allvel frá þvi. Aldarfarslýsinginsem dregin er upp I leikritinu fer að mestu leyti saman við það sem við lær- um I skólabókum okkar frá blautubarnsbeini. Annarsvegar eru það gjörspillt yfirvöld, sem mata miskunnarlaust krókinn á aðstöðu sinni, og hinsvegar mergsogin alþýðan. Ekki fer neitt á milli mála hvar samúð höfundarins er. Hér er á ferð- inni raunsæisverk sem að ýmsu leyti sver sig i ætt við slik verk frá byrjun þessarar aldar, við höfunda á borð við Gest Pálsson eða Jón Trausta. Andstæður góðs og ills eru mjög skarpar, h'tt dulin fyrirlitning á öllum yfirvöldum, hverju nafni sem þau nefnast, og að sama skapi allt að þvi barnaleg dýrkun á hreinieikanum i fari hinnar óbrotnu alþýðu. En þrátt fyrir þessi litt nútimalegu vinnu- brögð höfundar, er ekki annað hægt en að hrifast af einlægni hans og oft bregður fyrir skáld- legum tilþrifum. I verkinu er hægt stigandi dramatik sem há- marki nær i tveim siðustu atrið- unum er gerast að aflokinni af- tökunni i Vatnsdalshólum 12. janúar 1830, uppgjöri þeirra Rósu og Ólafs, eða öllu heldur endalok þeirrar vegferðar sem Rósa hafði hafið á Ketilsstöðum á Völlum 13 árum áður. Það er Jill Brooke Arnason sem leikstýrir sýningu Leikfé- lags Akureyrar á Skáld-Rósu. Henni hefur furðanlega vel tek- ist aö setja sig inn i aldarfarið á Isiandi i byrjun 19. aldarinnar, hinnar hrópandi andstæður auðs og örbirgðar, valdahroka og niðurlægingar, fláræðis og hreinlyndis. Titilhlutverkið, sjálfa Skáld-Rósu leikur Sunna Borg, og dregur upp einkar hug- þekka mynd af þessari blið- lyndu en þó viljasterku persónu sem alltaf heldur sinu striki hvað sem á gengur. Fullkomin andstaöa hennar er varmennið Björn sýslumaöur Blöndal sem frábærlega er túlkaður af Heimi Ingvarssyni. En oft verður manni á að hugsa hvort hér sé ekki helst til mikið málað i svörtuog hvitu, hvort Rósa hafi i raun verið sú flekklausa, ein- faldri sál sem leikritið sýnir. Hvergi kemur neitt fram sem bendir til þess að hún hafi ver- ið hneigð tíl vergirni, en samt eignaðist hún tvö börn i lausa- leik, og var Björn Blöndai rakið illmenni, eða var hann aðeins þjónn hins allsráðandi kerfis, sem notfærði sér þá aðstöðu sem það bauð uppá eins og raunar aldarháttur bauð. Björn er reyndar ekki eina yfirvaldið sem fær fyrir ferðina i leiknum. Hið sama má segja um Pál Mel- steð sem leikinn er af Guðmundi Sæmundssyni. Hann ersýndur sem aumkunarverður tæki- færissinni sem fyrst og fremst hugsar.um að bjarga sinu eigin skinni þó það kosti hamingju stúlkunnar sem ann honum hug- ástum. Og Hreppsstjórinn sem leikinn er af Marinó Þorsteins- syni er ekki neitt annað er naut- heimskur drykkjusvoli, sem mesta ánægju hefur af þvi að traðka á fátæklingum. Natan Ketilsson leikur Gestur E. Jónasson. Natan er marg- slungin persóna, og erfitt er að gera sér grein fyrir þvi hvort hann heldur er, misskilinn hug- sjónamaður eða ómerkilegur loddari og kvennabósi, þótt hið siðarnefnda virðist liklegra undir lokin. Hugsanlegt er að hann hafi i raun verið hvort tveggja, en að það hafi verið kringumstæðurnar sem sneru honum til hins verri vegar. Aðrir leikarar en hér hafa verið nefndir skila sinu yfirleitt með prýöi. Hér skal þó sérstak- lega nefna Theódór Júliusson sem leikur Ólaf, mann Rósu. Hann er þessi sauöarlegi bónda- :|-WÓÐl£IKHÚSH8 Dags hríðar spor i kvöld kl. 20 Sölumaður deyr Frumsýning laugardag kl. 20 2. sýning sunnudag kl. 20 Oliver Twist sunnudag kl. 15 Litla sviðið: Líkaminn annað ekki sunnudag kl. 20.30 Fáar sýn- ingar eftir Miðasala 13.15—20. Simi 1-1200 Leiklist eftir Reyni Antonsson helgarpásturinn sýnir vissa ónákvæmni I þessum efnum, sem sennilega er alveg meinlaus I ritgerðinni sjálfri (hlutir eins og vegabréf fyrir leiðarbréf), nema þar sem talað er um skreið — hana framleiddu Islendingar ekki fyrr en löngu seinna — og hlýtur aö eiga við þurrfisk, þ.e. salt- fisk. Af ályktunum gæti ég helst fett fingur út i það hve mikið Sólrún gerir úr sölu Islenskra afurða tíl Þýskalands 1914 - 16 án þess að fara skipulega út i ihvaða vörur þar komi til greina og I hvaða magni. En heildar- dómar yfir þessari fyrstu bók Sólrúnar Jensdóttur sagn- fræðings hlýtur að verða mjög lofsamlegur. Hún velur merki- legt rannsóknarefni, afmarkar það skynsamlega og vinnur einkar skilmerkilega úr efnivið sinum. _ HSK. sæmir eru textarnir allir létt- hallærislegir, og mátulega heimskulegir, og Styx hafa ekki dottið i þá hvimleiðu gryfju að þykjast hafa einhverjar mein- ingar. I heild má segja að hér sé á ferðinni plata sem ekki ætti að meiða hljóðhimnurnar i nein- um, enda hefur hún þann kost, að hægt er að spila hana lágt. Chart Explosion Ég skil nú eiginlega ekki hvernig hægt er að koma jafn ó- likum pólum eins og t.d. Cliff Richard, Bob Marley og Ian Dury, fyrir á einni plötu. En þeir hjá K-Tel eru auðsjáanlega skilningsrikari en ég. Þetta fyrirtæki virðist sér- hæfa sig i einmitt þessu, takið ca. 20 lendahristara, styttið þá, svo þeir komist fyrir á einni plötu, klinið ketsji nafni á allt klabbið, og eftir tvö, þrjú giös, rennur þetta allt saman ljúflega rétta boðleið, inni hausinn, og niður i lappirnar. durgur sem svo oft kemur fyrir i íslenskum skáldskap, minnir nokkuð á nafna sinn úr Heiðar- býli Jóns Trausta, sem einnig var neyddur til að ganga að eiga konu sem ekki elskaði hann til að bjarga valdsmanni úr klfpu.og þess má geta svona i framhjáhlaupi að ýmislegt er likt með persónunum Höllu og Skáld-Rósu. En ólikt ólafi Jóns Trausta, býr úlfur undir sauðar- gæru manns Rósu. Hann reynist maður tii að risa gegn örlögum sinum þrátt fyrir meðfætt hug- leysi. Leikmynd Steinþórs Sigurðs- sonar er i fyllsta samræmi við hinn raunsæislega anda verks- ins, að undanskildum öðrum þætti. Þar hefði hún að skað- lausu mátt vera mun natúr- aliskri og minna stilfærð, og á stundum var lýsingin full fjar- stæðukennd. En þrátt fyrir þessa smávægilegu hnökra er hér um mjög eftirminnilega sýningu að ræða, sýningu sem gefur innsýn i löngu liðna tima, en sem öllum ætti að vera hollt að hyggja ef framtið skal byggja. LEIKFELAG MM REYKJAVlKUR WfkWp Ofvitinn 140. sýning i kvöld kl. 20.30 þriðjudag kl. 20.30 Rommý Laugardag kl. 20.30 miðvikudag kl. 20.30 ótemjan 10. sýning sunnudag kl. 20.30 Bleik kort gilda fimmtudag ki. 20.30 Miðasala i Iðnó kl. 14—20.30 Simi 16620. Austurbæjarbió laugardag kl. 23.30 Miðasala i Austurbæjarbió frá 16—21.00 Simi 11384

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.