Helgarpósturinn - 20.02.1981, Blaðsíða 20

Helgarpósturinn - 20.02.1981, Blaðsíða 20
Föstudagur 20 febrúar 1981. Holfjarpnczti trinn Spurningar um tilveruna Undanfarið hefur Valgerður Bergsdóttir sýnt teikningar i Galleri Langbrók (Torfunni). Þetta eru 15 teikningar, 14 skráðar og ein utan skrár. Þótt Valgerður hafi ekki borist mikið á hvað varðar sýningarhald, hefur hún tekið þátt i fjölmörg- um samsýningum siöastliöinn áratug, heima og heiman. Svo eitthvaö sé nefnt, þá hafa verk hennar tvivegis borist alla leið til Buenos Aires i Argentinu, á alþjóölegan grafik-biennal i þeirri borg. Valgerður, sem hefur að baki sér nám við Myndlista- og handiðaskólann og grafik-deild Handværkskolen i Osló, er þvi enginn byrjandi i faginu. Það gefur sýningin i Galleri Langbrók greinilega til kynna. Ahorfandinn stendur frammi fyrir verkum fullmótaðs lista- manns sem hafa að geyma blæ- brigöarfka áferö feitblýants, sterka uppbyggingu og ákveðna tjáningu. Það er einkennandi hve sam- stæð verk Valgerðar eru, bæði I myndhugsun og aðferð. Allar myndirnar eru byggðar á sam- spili skygginga, misjafnlega sterkra. Þessir óllku tónar ákvarða formskiptingu, enda er hér ekki um linuteikningar að ræða. Þetta eru þvi ákaflega „litografisk” verk og kemur slikt ekki á óvart, þegar gætt er aö yfirgripsmiklu starfi Valgerðar sem grafik-lista- manns. Það eru þvi skil ljóss og skugga sem laða fram hin hlut- bundnu (figilrativu) form sem hUn dregur upp i myndum sin- um. Valgerður vinnur syrpukennt og flokkast myndir hennar i seriur um einstök yrkisefni, hluti sem hljóma sem undirtónn (leitmótif) i hverri syrpu með ólíkum hætti. Þetta eru oft inn- anstokksmunir, s.s. hæginda- stóll, kistill eða fölnuð pottjurt. Þetta er heimur þess sem gjarnan dvelur innan fjögurra veggja. Einmitt,gæti einhver hugsað, . enn ein kvennalistin. Slik nær- sýni rennur langt hjá myndum Valgerðar. 1 stað hægindastóls og kistils, mætti fullt eins hugsa sér skrifstofustól og peningaskáp. Huglægt mynda- mál þessara verka nær langt út fyrir þá fjóra veggi sem eru um- gjörö þeirra. Hér er tilveran sett á metin og slikt varðar ekki einn heldur alla. En Valgerður veitir engin svör, heldur býður hún gestum að hugleiða með sér veruleikann með þvi að bregða upp táknum sinum. Og spurningar Valgerðar eru ekki ósvipaðar þeim sem Gauguin spurði fyrir tæpri öld: Hvaðan komum við, hvað erum við, hvert förum við? Munurinn ..Ahorfandinn stendur frammi fyrir verkum fullmótaðs listamanns sem hafa að geyma blæbrigðarika áferð feitblýants. sterka upp- byggingu og ákveðna tjáningu,” segir Halldór Björn Runólfsson i umsögn sinni um sýningu Valgerðar Bergsdóttur i Galleri Lang- brók. er fólginn i þvi, að Valgerður leitar ekki á lifsflótta, heldur reynir að skilja og skynja heim- inn þar sem hún er. Það má þvi segja að myndir hennar séu mjög t i 1 v i s t a r k e nn d a r (existensialiskar), vegna þess að rök tilverunnar verða einungis fundin hið innra meö hverjum og einum, óháð stað og stund. Frelsið sem við þráum og Valgerður túlkar i fuglsliki og mannshöndin plokkar af fjaðrirnar, lykillinn að lokuðum hirslum, fjöreggið og stóllinn sem „Er” og „Fer”, allt er þetta dregið fram með þrótt- mikilli og einfaldri tækni. Það sem gefur þessum teikningum Valgerðar hvað mesta gildi, er samsvörun aðferðar og mynd- máls. Þaöer likast þvi aö inni- haldið fæði af sér tæknina, rökkrið þegar svo margar spurningar lita dagsins ljós. Af gömlum hetjum og nýjum Leiklistarféla g Mennta- skólans við Hamrahliö sýnir Til hamingju meö afmæliö Wanda June, eftir Kurt Vonnegut jr. Þýðandi: Astráður Haraidsson. Leikstjóri Gunnar Gunnarsson. Leikmynd: Myndlistarfélagið. Leikhljóö Kjartan Kjartansson. Lýsing: Gunnar S. og Einar ö. Gunnarssynir. Leikendur: Karl Axelsson, Guðrún B. Erlings- dóttir, Benedikt Stefánsson, Ingólfur Hjörleifsson, Jón ólafsson, Jón Rúnar Arason, Svanhildur óskarsdóttir, Aslaug Thorlacius, Haraldur Jónsson. Það hefur ótrúlega litið verið þýtt af verkum Kurt Vonneguts á islensku, a.m.k. miðað við vinsældir hans vestra. Verk hans fjalla gjarnan um striö og ógnir, það hvernig manneskjan bregst við eyðileggingu og manndrápum. Vonnegut for- dæmir framferði bandariskra stjórnvalda gagnvart ibúum þriðja heimsins, en jafnframt nútimaþjóðfélagið i heild sinni vegna þess hve það er manneskjunni fjandsamlegt. Það er jafnan mikill húmor i verkum Vonneguts og oftar en ekki er gamanið næsta grátt. 1 leikritinu Til hamingju með afmælið Wanda June fæst höfundurinn við að rifa niður gamla striðshetju Harold Ryan og stillir andspænis henni hinni nýju hetju, þ.e. þeim sem þora að drepa ekki. Harold Ryan hefur ásamt liðsforingjanum Harper verið týndur i regnskóg- unum í 8 ár. Hann er fyrir löngu talinn af, og eiginkona hans á sér þegar tvo vonbiðla, lækninn og friöarsinnann Woodly og ryk- sugusölumanninn hýra, Shuttle. Þegar gamli Ryan birtist óvænt veröa að vonum nokkur átök milli hans og vonbiðlanna, sér- staklega læknisins. Ryan beitir ógnunum og ofbeldi, en læknir- inn orðum og að lokum verður sigur friðarsinnans ljós. Auk þessa fólks koma fram þrir framliðnir karakterar sem vitna um ástandið i himnariki og samskipti sin við Ryan. Þarna er um að ræða SS foringj- ann Sigfried von Köningswald, sem Ryan drap, þriðju eigin- konuna Mildred, sem Ryan drap einnig óbeint og litlu stúlkuna Wanda June sem látist hafði i bilslysi. Hinir framliðnu vitna oftast með eintali um ástandið. Þau lýsa himnariki sem miklum ágætisstað, n.k. risavöxnum sláboltavelli, hobbyhöll. Verkið er hlaðið grályndum húmor og á köflum drephlægi- legt. Gáskafullt Imyndunarafl Vonneguts gæðir alvarlega um- ræðu léttleika, sem skilar sér ágætlega i sýningu M.H.inga. Adeila Vonneguts kemst einnig vel tíl skila, gamla hetjan Ryan biður lægri hlut fyrir þeim sem lært hafa að elska friðinn. Drápseðlið sem reynt er að tengja við sportmennsku er fordæmt og gefið er i skyn að ibúar þriðja heimsins séu meðhöndlaðir eins og viDibráð af Ryan og kompánum, m.a. talar hann einhverju sinni um veiði á Mao-Mao, skinnið svart og skepnurnar liktust mönnum. Þá er það einnig ljós meining Vonneguts að önnur dauðsföll, sem oft eru kölluð eðlileg, séu einnig ónauðsynleg og einungis tilkomin vegna þess hve manneskjan hefur fjarlægst uppruna sinn og svivirt tilfinn- ingarnar. Sýning M.H.inga var ágæt- lega heppnuð og þeir geta vel við unað, þó hefði leikstjórinn gjarnan mátt skipuleggja af- stöðu og hreyfingar á sviði betur. Of oft kom fyrir að leik- endur töluðu inn á sviðiö, og hnakkasvipurinn er aldrei sannfærandi i leikhúsi. Hins vegar var textameðferð undan- tekningarlaust með ágætum og fólkið virtist byggja túlkun sina átraustum grunni. óþarft er að telja upp nöfn, hópurinn sem slikur stóð sig vel og ég held ekki að nokkur þurfi að sjá eftir kvöldstund i Vonnegut og M.H.inga. Þýðandinn Astráður Haralds- son er kornungur maður, nemandi við skólann. Hann kemst mjög bærilega frá sinu. Tungutakið var laust við alla uppskrúfun og virtist fara bæri- lega i meðförum leikenda. Astráöur staðfærir þýöingu sina og tekst það oftast ágætlega, en sum staðar miður. Ljónynjan trygga Er það islenskri óperumennt til framdráttar að fá aðsenda vfga- hnetti, spyr Arni Björnsson m.a. iþessari umsögn um óperutónleika Sinfónóniu hljómsveitarinnar. Beethoven samdi aðeins eina óperu, og það var honum næst- um um megn. Óperán fæst nefnilega öðrum tónlistarform- um fremur við lifandi fólk. En þessari blöndu af villimanni og ofurmenni var aldrei sýnt um aö umgangast fólk. Það var svo litilmótlegt. Þessvegna eru aðalpersónurnar i Lenonóru Fidelio naumast af okkar veika holdi og blóði, heldur upphafnar fyrirmyndir trúfesti, þraut- seigju, frelsisárst, fórnfýs áræði og göfgi, enda merkja nöfn hennar nánast ljónynja og tryggð. Það er mas. búinn til fyrirmyndar ráðherra! Allt er þetta heldur við lengd og oft þungt i vöfum. Það er þvi skár kostur að flytja verkiö án sviðsetningar, þar eð næstum er dapurlegt að horfa á veslings söngvarana i leikklæðum og sviðsmynd likt og vængstýfða fugla sakir hreyfingarleysis. Wagner tók ofurmennskuna aö visu eftir Beethoven, en hann var jafnframt mikill leikhúsmaður. Hann sagði lika um Leonórufor- leikinn nr. 2, sém er e.k. efnis- yfirlit, að hann segði hvað segja þyrfti. óperan sjálf væri óþörf á eftir honum. Þar kunni Beet- hoven nefnilega til verka i dramatikinni. Hvaö sem öllu þessu liöur er músikin vitaskuld stórbrotin. En það hefur liklega verið grundvallarmisskilningur að nota hana i óperu. Enda virðist Beethoven aldrei hafa orðiö ánægður með þetta verk sitt og jafnvel iðrast þess að hafa nokkru sinni byrjað á þvi. Hann gat ekki hrist ariur og dúetta framúr erminni einsog Rossini eöa Mozart, heldur þurfti að umskrifa þetta alltað 18 sinnum. En þetta varð hann þó endilega aö prófa. Fæðingarhríðir. Fyrst var nú að finna texta, sem hann gæti unað við. En það var ekki auðvelt. Fram til hinstu stundar gældi hann t.d. við þá hugmynd að tónsetja Fást Goethes. Seinna datt hon- um i hug ópera um Atla Húna- konung. Það er dágaman að imynda sér, hver ósköp hefðu orðið úr þeim fyrirtækjum. Og hvað Wagner hefði þurft að gera til að yfirganga þau. Skáldið Grillparzer bauðst lika til að semja fyrir hann texta um Melúsinu i álögum (slanga), en það hentaði ekki. Loks leist honum á Fidelio. Hann var upphaflega svo til kominn, að franska skáldiö Bouilly samdi texta, sem Pierre Gaveaux gerði úr óperuna Leo- nóru og sýnd var i Paris 1798. Nú var þessum texta snúið yfir á itölsku og Ferdinand Paér gerði við hann óperumúsik og vakti hvorttveggja mikla lukku. Vinarleikhúsmaöurinn Joseph Sonnleithner sneri textanum svo úr itölsku á þýsku, og þannig kynntist Beethoven honum og varö hrifinn af. NU hófst stórorrusta á músikvigvellinum, en loks var fyrsta gerö fullbúin og átti aö heita Leonóra, þvi að hún var hetja hetjanna i huga Beet- hovens, þótt hún kallaðist Fidelio dulbúin sem kallmaður. En þá var forleikurinn eftir. Beethoven spilaði þann fyrsta fyrir nokkra kunningja, sem fundu honum flest til foráttu. Meistarinn urraði og knurraði, kallaði þetta „bölvaða forleik- inn” og bjó til Leonóruforleik nr. 2.þann sem Wagner var sem hrifnastur af. I þann mund leit óperustjórinn inn til hans og sagðist vera búinn að auglýsa verkið undir nafninu Fidelio. Beethoven styggöist enn við, og sagði að forleikurinn skyldi þó heita Leonórahvað sem tautaði og raulaði. Tvisvar sinnum til hef ég reynt Ekki var öllum raunum lokið. Frakkar hertóku Vinarborg viku fyrir frumsýninguna 5. nóvember 1805. Aödáendur Beet ■ hovens voru flestir burtflúnir, og ekki urðu nema 3 sýningar fyrir hálftómu húsi og niðursall- andi gagnrýni. Vorið eftir var aftur reynt að koma Fidelio á fjalirnar. Kunningjum tókst hið ótrúlega: að telja meistarann á að létta ögn yfir þyngslalegustu atriðunum (sem honum fannst auðvitað allsekkert þung). En þá fannst honum hann lika þurfa nýjan forleik, og þvi varð til hið sinfóniska ljóð, Leonóru- forleikur nr. 3. Og nú fékk óperan aftur að heita Leonóra. Nú voru aðdáendurnir aftur komnir til Vinar og fleira i hús- inu, en samt ekki nóg til aö Beethoven þættist fá næga greiðslu, sem var jú prósentur af miðasölunni. Hann sakaði óperustjórann um að snuða sig, en sá benti vinsamlegast á tóma almenningsbekkina. Mig varöar ekkert um einhvern fjölda, ég skrifa músik fyrir tdnlistarunn- endur, sagði meistarinn, tók allar nótur eftir tvær sýningar og bannaði frekari uppfærslu. En i þriðja skipti þá fór langt- um betur með þessa tróöu gulls. Ariö 1814 voru enn framdar gagngerar upplifgandi endur- bætur og 4. forleikurinn skrif- aður. Nú fékk allt að heita Fidelioog var sýnt 22 sinnum á 7 mánuðum. I þessari gerð þekkj- um við verkið, sem siðan hefur verið vinsælt viöfangsefni á þýsku óperusviði, en siður annarsstaðar. En okkur er spurn, hvernig hinar gerðirnar voru, ef þessi er sú léttfættasta. Upphefð að utan? Flutningur þessa þrekverks tókst aö flestu leyti vel i Há- skólabiói 12. febrúar eftir þvi sem unnt er að ætlast til. Sin- fóniuhljómsveitin Karlakór Reykjavikur Söngsveitin Fil- harmónia og Jean-Pierre Jac- quillat skiluðu sinu ágætlega, enda er þeirra hlutverk mun að- gengilegra en einsöngvaranna. Þeir eiga viö mikinn vanda að striöa, en sigruðust allir á honum með sóma og skikk, enda þótt bassinn Manfred Schenk eigi þeirra mest hrós skilið. Það er einsog rödd hans gæti fyllt allan heiminn. Astrid Schirmer og Bent Norup gerðu það lika gott. Hún með feiknahljóðum, hann bæði með rödd og látbragði Elin, Sigurður og Kristinnkomust lika þokkalega frá sinum stuttu ætlunar- verkum. Hinsvegar var tenór- inn Ludovico Spiess ekki til sér- staks eyrnayndis. Gott var þó fyrir hann að vera ekki i sviðs- mynd. Það hefði getað orðið hlátursefni að hugsa sér þann mann vera að sálast úr langvar- andi hungri. Nú er það menningarpólitisk spuming, hvort rétt sé að flytja inn söngvara i fjögur helstu hlutverkin, þegar okkar eigin fólk fær alltof sjaldan að spreyta sig. Vissulega er gaman að heyra afburðamenn fást viö stór verkefni og gott til viðmið- unar. Spurningin er, hvort sé is- lenskri óperumennt meir til efl- ingar: að láta aðsenda viga- hnetti birta okkur, hversu fara megi aö, eða leyfa okkur sjálfum að þroskast við átökin. Hvorttveggja þarf auðvitað til. En i hvaða hlutföllum?

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.