Helgarpósturinn - 20.02.1981, Blaðsíða 22

Helgarpósturinn - 20.02.1981, Blaðsíða 22
22_____________________________________________________Föstudagur 20, febrúar 1981. holrj^rpn^flirinr} Ekki er langt siðan við borgar- börnin fengum tækifæri til að hlýða á hljómsveitina Amon Ra á Hótel Borg. Það er mál manna að sjaldan eða aldrei hafi veriö jafn kátt á hjalla á þeim annars ágæta stað. Nú, nú, ég er svo heppinn að umboðsmaöur hljóm- sveitarinnar Amon Ra Jón nokkur Rafnsson, syngur með mér í kór einum hér i bæ. Brást hann að vanda vel viö er ég lagöi inn viðtalsbeiðni mina og klukku- stund siöar sat ég inní stofu á Miklubraut 76 ásamt félögum hljóm s veitarinnar tittnefndu. Þeir féiagar rekja ættir sinar til Norðfjarðar, þótt ekki sjáist i fljótu bragði norðfirsk sérein- kenni.... og þó.... tAmonRaeru þeir: Pétur á Kviabóli, lemur á pottlok og kökudunka, Mummi frá Sóltúni, blæs i allskyns Norðf jaröarhorn og flautur, syngur og spilar á hijómborð, Sigg; long 5 Heiðargerði, er á slef- beyglu (en það orð er noiao yfir saxófóninn hans), Hörður á Geitasekk sér um pianódeildina auk þess sem hann tistir og gefur frá sér sýrenuvæl, að ógleymdum bræðrunum i Skuggahlið, Guðjóni gitarleikara og Jóni bassaleikara. Allir radda þeir, hver með sinu nefi. Fyrsta spurningin brennur nú á vörum mér og hiö formlega viðtal hefst. — Hvenær var hljómsveitin stofnuö? — Hún var upphaflega stofnuð fyrir 10 árum siðan. Það verður stórafmæli i júni. — A þessum tiu árum hafa ver- ið eitthvað i kringum 23—40 manns i hljómsveitinni, þó að við höfum ekki ennþá farið úti það að teikna ættartré. Það er aðeins einn maður sem hefur verið með frá upphafi, Pétur á Kviabóli. Hljómsveitin hefur verið i þessari mynd frá þvi i vor. Moðrokk — Hvernig tónlist flytjið þið? — Moðrokk — Moðrokk? — Já, ef þú veist ekki hvað þaö er þá geturðu flett þvi upp i orða- bókinni. 1 orðabók menningarsjóðs stendur: moð, -s h: Heyúrgangur, leifar af gefnu heyi. — Moðrokkið hefur orðið til i sveitinni og virkar mjög vel á skepnur. Við höfum lika spilað fyrir sveitavarginn og tónlistin hefur þróast á sveitaböllum. Nú athugum viö hvernig borgarbörn- in taka henni. — Annars er Norðfirðingum hálf illa við okkur. Þeir brenndu t.d. ofan af okkur húsnæðið og vilja okkur sennilega ekki aft- urtil sin. — Það bendir nú til þess að moðrokkið sé ekki eftirsóknar- vert. — Hvernig er að spila á sveita- böllum, er það eins slæmt og af er látið? — Sveitaböllin eru mjög mis- jöfn. Ýmist er sveitavargurinn með kossaflens ellegar það er slegist. Það er örugglega best að fara ekkert nánar úti þá sálma. — Semjið þið tónlistina sjálfir? — Það sem ekki er stolið er frumsamið. '— Eigið þiö einhverjar fyrir- myndir? — Það er erfitt að segja eitt- hvað ákveðið um það. — Eigum við ekki að segja Gulli gullræningi og Systir Sara? Sara og Jónas — Já, Systir Sara. Þeir styttu nafnið i Sara útaf of háum auglýs- ingakostnaði. Siðan fór hljóm- sveitin á hausinn og þeir félagar stofnuðu meðal annars Hljómbæ. Og nú er Hljómbær kominn á hausinn lika og þeir sem skulda Sigga long ennþá einn mikrófón. — Var það útaf of háum auglýsingakostnaði sem þið ætl- uðuð að stytta Amon Ra i Amma. — Við erum ekkertfarnir að auglýsa þannig að það vandamál er ekki ennþá fyrir hendi. En við frestuðum öllum nafnabreyt- ingum. — Upphaflega ætluðum við aldrei að koma fram undir sama nafninu, en hættum við. Við vildum ekki vera að spilla fyrir nýjum óþekktum hljómsveitum. — En talandi um auglýsingar, þá má það alveg koma fram að við vorum með fréttatilkynningu, sem birtist i öllum blöðum nema Dagblaðinu. — Það er örugglega honum Jónasi að kenna. Hann eralltaf að skrifa niðgreinar um blessaða bændastéttina. — Við túlkum þetta i það minnsta bara á einn veg. At spille paa det — Hver sér um textagerö? — Við erum t.d. með texta eftir þjóðskáld Norðfirðinga, H. Baker. — Hver er það? — Hann er fyrrverandi skáti og núverandi framkvæmdastjóri. Það var hann sem stofnaði knatt- spyrnufélagið Baker United. Við erum allir i þvi félagi. Mottó Baker United er „Man skal spille paa det”. Við höfum allir mjög góöa reynslu af þvi félagi. — Ójá. En veistu ekki hver H. Baker er? Hann vann 2. verðlaun i hæfileikakeppni fyrir ljóðið Hríslan við veginn. Hrislan við veginn hefur verið vegin en hvoru megin við veginn hefur hún verið vegin? — Svo er Einar Már Guðmundsson einn af þeim sem hafa gjörsamlega fallið fyrir okkur. Við höfum gert það fyrir hann að semja tónlist við skáld- skap hans. Og ekki má gleyma Paul Cocaine, sem er hálfbróðir Einars Más. Hann hefur samið góð ljóð sem við höfum notað óspart. Mummi og Matthis hafa einnig þýtt ljóð i sameiningu. — Hefur tónlist ykkar einhvern boðskap? — Eigum viðnokkuðaðvera að ljúga einhverju. Það er betra að láta ekkert uppi. — Er ekki ætlunin að fara úti plötubransann? — Plötuútgefendur eru nú þegar farnir að streyma að knékrjúpandi, biðjandi um efni á plötur. En við höfum hugsað okkur að biða með það, jafnvel þótt við eigum efni á margar breiðskifur. Ætli við hinkrum ekki þartil lögin hitta i mark. Þau eru það langt á undan sinni sam- tið. — En við notum allir júgur- smyrsl við varaþurrki. — Einmitt það já. Stóri draumurinn — Okkar stærsti draumur er að halda tónleika á Hólatjörnum i Norðfirði. Þar er vatn i kvos uppi fjallshlið. Fjallshliðin er alveg kjörin áhorfendasvæði. Staðurinn er alveg frábær svo og skjólsæll. — Akrópolis hugmyndin er sennilega komin þaðan. — Við imyndum okkur tónleikana þannig, að við komum á fleka uppúr tjörninni. A sin hvorum endanum standa saxó- fónleikararnir á öðrum fæti og uppúr saxófónunum þeytast griðarstórir gosbrunnar. — Ætli við gerum þetta ekki i sumar. Þetta er bara spurning um framkvæmdaatriði. — Það var gifurlega hátiðleg athöfn þarna i sumar. Það var útför folalds. Gott ef að þær sögur ganga ekki ennþá að við höfum drepið folaldið, þó að okkur þyki ótrúlegt að fólk skuli trúa sliku. Það var heljarmikil likfylgd og prestur var séra Árni Þor- steinsson. Siðan voru sungin lög einsog Ég berst á fáki fráum og Það er svo geggjað að geta hneggjað. — En það var ferlegt puð að bera folaldið. — Þið hafið verið atvinnuspila- menn i sumar? — Jájá, við æfðum á daginn og spiluðum svo um helgar. En það varekkikvalarlaust. Við vorum á reikningi i Kaupfélaginu og þurft- um svo að stela rabarbara þegar kaupfélagið lokaði á okkur. — En er ekki viðtalið að verða búið? — Jú, ekki nema að þið vilduð segja eitthvað að lokum. — Pétur vilt þú ekki segja eitthvaö? — Hvað á ég að gera þegar búið er að ræna hljóöfærunum? eftir: Jóhönnu Þórhallsdóttur myndir: Friddi

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.