Helgarpósturinn - 27.02.1981, Blaðsíða 9

Helgarpósturinn - 27.02.1981, Blaðsíða 9
9 helgarpósturinn Föstudag ur 27. febrúar 1981 til togarakaupa” „Skilyrði Þegar það kom seinast i hlut þess, er þessar linur ritar að leggja framlag sitt á hring- borðið, urðu honum skamm- degismálin efst i huga. Og það eru þau raunar enn. Að þvi leytinu virðist skammdegið árin 1980 og 1981 ætla að verða eitt allra besta skammdegi i seinni tið — enda er ekki eitt mál dottið upp fyrir, þegar umræða um annað — ekki siður merkilegt —■ er komin á hástig en jafnframt sést örla á öðrum málum úti við s jóndeildarhringinn. Og hvað hefur svo borið við siðan Gervasoni og Guðrúnar- málið stóð sem hæst? Nú vitan- lega Þórshafnarmálið, flug- skýiamáiið og náttúrlega rikis- stjórnin og hennar frammi- staða. Skal nú nokkrum linum varið til þess að fjalla um hvert þessara mála frá sjónarhóli leikmanns en mikils áhuga- manns um svona mál. Það er þá fyrst til að taka, að sá er þetta ritar, áttar sig ekki almennilega á þvi, hversvegna togarakaupin fyrir Þórshöfn og Raufarhöfn — hvort sem nú af þeim verður eða ekki — eru alltaf kennd við Þórshöfn ein- göngu. Hvers á Raufarhöfn eiginlega að gjaida? Var ekki hugmyndin sú, að bæði plássin skyldu njóta göðs af togaranum og afla hans skyldi jafnað milli staðanna? Eða hefur þetta kannski breyst eips og svo margt annað i máli þessu á undanförnum vikum og mánuðum? Eiga Þórshafnar- búar nú að sitja einir að öllu? Og i þessu sambandi vaknar sú spurning, hvers Kópasker eigi að gjalda? Eiga þeir ekki að fá að komast að i togaramálun- um? Heitir ekki fyrirtækið, sem ætlar að „kaupa” skipið „Otgerðarfélag Norður-Þing- eyinga?” Svona er vitanlega hægt að spyrja endalaust og fá engin svör. Raunar tæplega til ætlast. Það er hinsvegar málsmeð- ferðin sjálf og þá ekki síður um- ræðan um „Þórshafnartogar- ann” (sem allir virðast hafa gleymt hvað heitir), óneitan- lega verið áhugamönnum um sérkenni islenskra umræðuefna kærkominn fengur. Það hlýtur til tiðinda að teljast, að heil lög- gjafarsamkunda skuli leggjast i tvo daga i hamslausa umræðu um eitt stykki togara — og hafa vist nær allir þingmenn fjallað um málið i lengri eða skemmri ræðum. En þrátt fyrir allar þessar ræður eru menn litils visari um þaðsem sumir mundu kannski vilja kalla aðalatriði málsins. Vilja þeir á Raufar- höfn og Þórshöfn yfirleitt sjá nokkurn togara? Getur verið að það sé verið að reyna að þvinga þessum blessuðum togara upp á þá? Hvað eiga auralaus byggðalög (en manni skylst að lána þurfi allt andvirði skipsins) að gera við togara? Væri ekki nær að byrja á útgerð i smærri stil? Er til nægur vinnukraftur á þessum stöðum til þess að anna vinnslu aflans, ef úr togara- kaupunum yrði? En svo ágætt, sem þetta „Þórshafnarmál” er og hefur verið, þá má ekki gleyma að minnast á „flugskýlamálið” en kannski væri réttara að orða það sem svo, að þar hafi komið upp á yfirborðið vandamál, sem flestir kannast við úr skóla — nefnilega að breyta einingum yfir i aðrar einingar. Manni er það minnisstætt frá sokka- bandsárunum, hvernig gamla enska myntin gat vafist fyrir manni — en uppáhaldsverkefni kennara á þeim árum voru að láta menn reikna út prósentur af pensum, shillingum og sterlingspundum — og íreyta kúbikfetum yfir i rúmmetra og tókst vist sjaldan. Það er þvi ekki að furða, þótt slikt vefjist fyrir mönnum beggja megin Atlantshafsins — svona reikningsþrautir hafa ætið verið notaðar til þess að fella menn á prófum — og verið einkar gagn- legar til þess — en hvort munur er á að „kyngja” rúmfetum eða rúmmetrum, þegar um flug- skýli er að ræða — skal ósagt látið. Aðalatriðið virðist það, að hvomtveggja virðist vera kyngt — án þess að mönnum svelgist á. Þriðja urr.ræðuefnið — rikis- stjórnin — lifir enn góðu lifi og er ekki unnt að fara nánar út i þá sálma að sinni. „Það lifir iengst------” o.s.frv. fari svo á næstunni, að þjóðinverði umræðulaus, þá er alltaf hægt að gripa til hennar. Að lokum langar greinar- höfund að koma á framfæri þeim þremur forsendum, sem nú virðist þurfa að fullnægja, til þess að einn staður fái sinn tog- ara — og þá jafnframt hvers- vegna Seltjarnarnes getur ekki fengið togara. 1. Engin höfn má vera á staðnum né i nágrenni hans. 2. Ekki nægilegur mann- afli til að vinna aflann. 3. Engir peningar til að borga þótt ekki værinema 1% af andvirði skips- ins. Eins og sjá má, uppfylla Seltirningar ekkert þessara skilyrða, enda skulu þeir engan togara fá! c o (/> in c i_ :0 'X3 C «o o O c 'ftJ <u tr> Hr. ritstjóri. Fyrir nokkru síðan birtust i dagblöðum greinar eftir Martein M. Skaftfells sem eru mjög svo athyglisverftar. Þar kemur m.a. fram aö lyfjakerfift kemur i veg fyrir aft kona sem hefur þrautir I öxl vegna bólgu i liftpoka, geti fengift bót meina sinna meft þvi aö banna innflutning á þeim náttúruefnum sem hafa bætt líö- an hennar, eftir aft iyfjakerfift haffti gefist upp vift þaft. Ég er ekki viss um aft fólk geri sér almennt grein fyrir þvl hvaft felst i þessu sem Marteinn M. Skaftfells er aft benda á. Þaft skiptir ekki máli hvort um er aft ræfta eitt tilfelli efta þúsund. Þaft að þá kemur i ljós aö margar aðrar viðurkenndar náttúruefnasamsetning- ar eru einnig bannaðar hér landi,og islenska lyfjakerfið hæð- ist þar með að rannsóknum t.d. breskra, rússneskra, sænskra og til þæginda, þvi hver tafla inni- heldur 50.000. einingar!? Þetta er hámarksmagn, sem erlendir visindamenn telja að geti m.a. læknað krabbamein, eins og mörg önnur Náttúruefni i stærri skömmtum heldur en hið háverð- uga lyfjakerfi telur og/eða leyfir (sjá m.a. fréttir i islenskum dag- blöðum) Það skyldi þó aldrei vera að 50.000. — eininga töflur séu dýrari heldur en 2-4000 eininga? Eitthvað virðist þetta öfugsnúið. En sagan er ekki öll sögð með þessum dæmum. Þegar að þessi mál eru könnuð nánar Lyfjakerfið og náttúruefnin sem máli skiptir er aft lyfjakerfi i frjálsu landi meinar frjálsri konu að neyta vifturkenndra Náttúru- efna sem vitaft er aft hafa linaft þjáningar hennar, undir þvl yfir- skyni m.a., aft mér skilst, aft um ofneyslu sé aft ræfta á þessum ákveftnu efnum. Þetta er undur- furðulegt þegar aft tillit er tekift til þess frá hvaöa aftilum þetta kem- ur, þvi hvaft ofneyslu viftkemur aft þá er þaft einfalt gler i þvi gler- húsi sem lyfjakerfift hérlendis býr I, þótt ekki sé tekift sterkara til orfta. Við skulum taka sem dæmi náttúruefni sem allir þekkja og fæst m.a. úr lýsi, en það er A-vita- min. A-vitamin, sem að lyfjakerf- ið hefur varað við að fólk neyti i stærriskömmtum vegna þess hve hættulegt það sé. Það hlýtur þvi að vera stórhættulegt að taka mikið af lýsi, en það lætur nærri að aðeins 1-2 gr. af Ufsalýsi sé fullur dagskammtur samkvæmt „kenningunni”, ca. 2-4000 alþjóða einingar. Það eru 220 gr. I lýsis- flöskunni! Lyfjakerfið hefur þvi gert A-vitamin reseptsskylt og fengið um leið þá stórsniðugu hugmynd að gefa okkur 10-20 daga skammt i einni töflu, okkur ameriskra lyfjakerfa sem hafa náttúruefni á frjálsum markaði i samræmi við margra ára rann- sóknir. Þegar við leiðum svo hug- ann að þvi aö okkur er ma. öllum frjálst að drepa okkur á ofneyslu tóbaks og áfengis, sem hér er selt á frjálsum markaði og að mörg okkar eru beinlinis notuð sem til- raunadýr við ofneyslu á allskonar superlyfjum, sem nánari rann- sóknir leiða svo oft I ljós að eru meira eða minna hreinn óþverri sem jafnvel getur drepið okkur fyrr heldur en þeir sjúkdómar sem að þau eiga að lækna, að þá kemst tæpast hjá þvi að menn fari aðspyrja sjálfan sig hverra hags- muna sé raunverulega verið að gæta hér. Það er ekki hagur okkar al- mennings að byggja fleiri spitala með nýjum og nýjum Supertækj- um. Það er hagur okkar að þurfa ekki að fara inn á spitala. Það er ekki hagur okkar að vera meira eða minna gangandi gervi-lyfja- tilraunadýr. Það er hagur okkar að þurfa ekki á lyfjum aðhalda og geta neytt þeirra náttúruefna sem okkur er eðlilegast að neyta, til þess ma.a að fyrirbyggja sjúk- dóma. Það er ekki hagur okkar að neyta tóbaks og sterkra vina. Það er hagur okkar að neyta þeirra náttúruefna sem likaminn þarfn- ast og skortir svo mjög, m.a. vegna þess að hann fær ekki nóg af slikum efnum I þeirri fæðú sem fólk almennt neytir nú til dags. Er það hagur okkar að hafa lyfjakerfi sem ekki virðir rann- sóknir erlendra lyfjakerfa? Sem ekki virðir rannsóknir heims- frægra visindamanna og þar á meðal Nóbelsverðlaunahafa? Sem ekki virðir þann sjálfsagða rétt okkar að ákveða sjálf hvað náttúruefna við neytum eða ekki neytum? Er það hagur okkar að á skipulagðan hátt reynir lyfjakerf- ið að koma i veg fyrir, eða kemur i veg fyrir, að almenningur fái upplýsingar um þær náttúruefna- samsetningar sem fáanlegar eru erlendis og einstaka sinnum hér- lendis. Svona til málamynda I þvi trausti að almenningur almennt fái ekkert um það að vita? Þaö er auðvelt að kanna þetta meö þvi að fara t.d. i einhverja Náttúrulækningabúð og sjá t.d. Kinverskt Ginseng þar sem limt er yfir upplýsingar um efnið. Nú, eða spyrja A afgreiðslufólkið um 7 | / VETTVANGUR Þaft rikir neyftarástand á einu svifti þjóðfélagsins. Þetta neyftar- ástand hefur verift á dagskrá I fjölmiftlum undanfarin ár og um- ræður um þaft fara vaxandi. Þaft neyftarástand sem hér um ræftir er sá aðbiínaður sem aldraft fólk þarf aft búa vift. Umræftur um þetta málefni fara fram á málefnalegan hátt, gagnstætt þvi sem yfirleitt gerist þegar rætt er um þjóftfélagsmál. Allir eru sammála um vandann ogýmist er beitt venjulegum efn- Leggjum spilin á borðið islegum rökum efta skirskotað til siftferftislegra sjónarmifta. Vift þetta situr. Ég td aft hugsanlega sé þörf á aft reyna nýjar leiftir I áróftrin- um. Það er ekki nóg aft allir séu sammála. Þegar neyðarástand rikir, verftur að snúast vift því á þann einan hátt sem gefur árang- ur. Þetta virftist ekki eiga aft gera. Við viljum sem sagt ekki borga. Enginn vill fórna neinu af stund- arhagsmunum sinum fyrir þetta málefni. Þetta er mikil skamm- sýni. Undanfarna áratugi hefur verið niðst á öldruðu fólki á nær öllum sviðum. Þjóðfélagið hefur skammtað þvi hungurlaun. Þjóð- félagið hefur látið ræna það sparifé sinu. Þjóðfélagið hefur látið stafla þvi á stofnanir. Þjóð- félagið hefur látið einstaklinga búa með gamalmenni eins og sauðfé og kýr. Þjóðfélagið hefur nánast ekki gert neitt i málefnum aldraðra annað en að bjarga þvi að gamalmenni deyi beinlinis á almannafæri. Þetta eru stað- reyndirnar i hnotskurn. Margir sem þetta lesa vita það kannski ekki að nánir ættingjar þeirra hafa orðið að búa við and- legar misþyrmingar á stofnun- um. Þeir vita kannski ekki að þeim hefur verið staflað saman eins og sild i tunnu og ekki fengið nema takmarkaða hjúkrun. Þeir vita kannski ekkiað Island er lik- lega eina landið i Vestur-Evrópu þar sem öldrunarlækningar eru ekki kenndar i læknisfræðinni. Þeir vita það kannski ekki að i námsskrá hjúkrunarskólanna er þessum þætti harla litið sinnt. Þeir vita það kannski ekki að meginþorri dvalarheimila er rek- inn í afar lausum tengslum við hið almenna heilbrigðiskerfi. Kannski vita lesendur þetta ekki og ýmislegt annað sem ekki er plásstilað reifa hér. Þeir vita þá ekki heldur hvað biður þeirra þegar þeirkoma á ellialdur. Þeir vita ekki að ef ekki verður um gjörbreytingu að ræða verða per- sónueinkenni þeirra þurrkuð út og þeir verða keyrðir áfram eins og kjúklingar i nýtisku búi ef vel tekst til. Matur og hirðing — búið. Ég held að það sé kominn timi til að taka umbúðimar utanaf umræðum um málefni aldraðra. Ég held að kominn sé timi til að leggja spilin á borðið og viður- kenna að við þurfum að borga nú þegar nokkra milljarða til að skapa ytri skilyrði fyrir umönnun aldraðra. Og ég held að við ættum að gera þetta strax. Ég held að við ættum að standa fyrir þjóðarvakningu núna. Við ættum að Utvega fé nú þegar til að byggja upp i lotunni B-álmu Borgarsjúkrahússins. Það kostar kannski eins og einn skuttogari. Við ættum að láta hlutlausa er- lenda aðila gera úttekt á ástandi öldrunarhjúkrunar og umönnun- ar gamalmenna. Siðan eigum við að lagfæra það sem þarf. Og ef við höfum enga almenna skynsemi ogenga siðferðiskennd, þá ættum við að skrifa aldur okk- ar sjálfra á blað og reikna út hvað langur timi liður þangað til við megum sjálf búast við að lenda inni á kjúklingabúinu. Kannski yrðum við þá það hrædd að seilst væri eftir buddunni. Og eitt að lokum: Gerum okkur fulla grein fyrir þvi' að þó að við höldum að eigin fjármunir geti foröað okk- ur frá þeim örlögum sem margt aldrað fólk verður að hlita, þá er það blekking. Okkur verður öllum raðaö upp og settur á okkur smekkurinn hvort sem við þurf- um hann eða ekki. Þó undarlegt kunni að hljóma þá rikir alger jöfnuður hvað þetta varðar á þessum stofnunum i þjóðfélaginu. Hrafn Sæmundsson.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.