Helgarpósturinn - 27.02.1981, Blaðsíða 11

Helgarpósturinn - 27.02.1981, Blaðsíða 11
11 holrjarpn^tl irínn Föstudagur 27. febrúar 1981 þann hlut af Háskólabiói sem litur út eins og harmonika. Að sögn Friðberts Pálssonar forstjóra hefur stöðugt lekið um kverk- arnar. En nú er búið að koma þar fyrir hitaköplum, og vonast menn til að lekinn sé úr sögunni. Flati hluti þaksins hefur hinsvegar reynst alveg þéttur, að sögn Frið- berts. Þegar húsin við Eikjuvog i Reykjavik voru byggð, siðast á sjöunda áratugnum, var sett sú kvöð af hálfu byggingayfirvalda, að veggirnir næðu 60 sentimetra uppfyrir þakið. i snjó og frosti hafa viljað myndast klakastiflur i niðurföllunum, sem hefur viða valdið leka. Hjá sumum hefur kveðið svo rammt að lekanum, að húseig- endur hafa lagt i þann kostnað að láta reisa hallandi þak ofan á þvi flata. Að sjálfsögðu var það brot á þeim kvöðum sem voru sett við skipulagningu hverfisins á sinum tima, og fyrsti húseigandinn sem lét breyta þakinu átti i nokkru stimabraki við byggingaryfir- völd. En eftir það var leiöin greið og ýmsir lögðu i breytingar, þótt dýrar væru. Einn húseigandi, sem lét breyta þakinu hjá sér fyrir tveimur ár- um segir við Helgarpóstinn að þá hafi verkið kostað um sjö til átta milljónir, eða helming þess sem húsið kostaði, þegar það var byggð árið 1967. Annar húseig- andi við Eikjuvog segir i samtali við Helgarpóstinn, að hann hafi bæðiorðið var við leka, og eins að vatnið sigi inn i veggina og valdi á þeim alkaliskemmdum. Hann hefur leitað tilboða i nýtt þak, og verkið virðist ekki muna kosta undir 10—12 milljónum gömlum krónum. En byggingar- og skipulags- yfirvöld virðast ekki sjá ástæðu til að amast við flötum þökum þrátt fyrir þessa slæmu reynslu af þeim. Fyrir tveimur árum var þó settibyggingarreglugerð bann við þvi' að bárujárn væri notað á þök sem hafa minni halla en 14 j gráður eða 1:4. Sé hallinn minni skal nota þakpappa, eða járn- plötur sem eru læstar saman. Þetta ákvæði i reglugerðinni var kannski dálitið seint á ferð- inni, þvibygging húsa með flötum þökum virðist að mestu gengin yfir og timar hallandi þaka og jafnvel brattra risa genginn i garð á ný. Þrátt fyrir þær stað- — Það voru ekki ákveðin hús sem ég hafði i huga þegar ég skrifaðium „átjánbalahúsin”, en þó nefndi ég nokkur, segir Vil- hjálmur Hjálmarsson núverandi sáttasemjari og fyrrverandi menntamálaráðherra við Helgar- póstinn. hæfingar sérfræðinganna, að flöt þök séu eins góð og hver önnur þakgerð, jafnvel betri, sé rétt að þeim staðið, virðist almenningur hafa fengið ótrú á þeim. Og skyldi engan undra, eftir alla baráttuna við lekann. ■ ’tílSíSi Vilhjálmi lljáhnarssyiii ofbauð lekinn i húsunum með flötu þökin. — Það sem varð til að ég skrif- aði þessa grein var, að á leiðinni fra Mjóafirði til Reykjavikur sá ég f sjónhendingu dæmi um skelfilegar uppákomur. A Norðfirði þar sem ég er hund- kunnugur, sá ég nýtt hús sem ég kannaðist ekki við. Þegar ég fór að hugsa málið uppgötvaði ég að það var komið nýtt þak á húsið. Þetta var nýlegt hús með flötu þaki, sem hafði fljótlega farið að leka. Þá var einhverju klesst i það, en það lak samt, og það var klætt með bárujárni, en það lak enn. að lokum var sett á það nýtt þak með risi og öllu og þáhætti það loksins að leka 1 Reykjavik kom ég svo i nýtt hús sem hafði verið byggt yfir tæki Styrimannaskólans og þau lágu undir skemmdum vegna leka. Þá varð mér að orði að húsið væri eins og tágahripi andskot- ans, en það er gamalt orðtak að austan. Að lokum var svo komið að ég var farinn að horfa upp i loft ef ég kom til dæmis i fallegt félags- heimili og viðast sá ég gula flekki i loftunum eftir vatnsleika. Svo varð það einhverntimann eftir að ég varð ráðherra að ég skrifaði bréf til hönnuðar ein- hverrar opinberrar byggingar og orðaði það svo að húsið skyldi vera einfalt að gerð og með vatnsheldu þaki, segir Vilhjálmur Hjálmarsson fyrrverandi menntamálaráðherra um skoðun sina á flötum þökum. Vilhjálmur Hjálmarsson fyrrverandi menntamálaráðherra um ??átjánbalahúsinTT: „Eins og tágahrip andskot' ans" Torfi Bryngeirsson, þaksmiður og viðgerðarmaður: „Flötu þökin standa fyrir sínu” — Min reynsla af flötum þökum er góð að vissu marki. Þau eru eins góð og aðrar þakgerðir, ef þau eru unnin eins og verklýsing segir til um, segir Torfi Bryn- geirsson, sem lengi hefur fengist við að leggja þök og gera við. — Flötu þökin standa alveg fyrir sinu, en þó er tilgangslaust að hafa of litinn halla á móti suð- austanáttinni. Þá hentar gamli byggingarstillinn með bröttum þökum okkur best. A stórbyggingar henta ris hins- vegar ekki. Vegna þess hvað hafið er mikið verða þökin að vera slétt, og þau hafa lika staðið sig mjög vel, mörg hver. En þá má heldur ekkert spara. Ef lögð eru þrjú pappalög, brædd ofan i heitt asfalt og möl sett ofan á svona steinar eins og Páll Berg- þórsson sýndi okkur i sjónvarpinu á dögunum og sagði að hefðu fokið á hann, á þaö að halda. En það vill oft brenna við, að fólk villspara og setji kannski eitt pappalag i staðinn fyrir þrjú. Það er ekki nema hálfnað verk og menn vakna fljótlega upp við það að allt er farið að leka. Frá- gangur á köntum er lika geysi- mikið atriði en það viD einmitt brenna við, aö þar fari að leka. Sé rétt að farið er pappinn sennilega það besta sem við get- um haft hér og þaö má benda á að pappaþökin stóðu sig best i fárviðrinu um daginn. Járnið stendur fyrir sinu, en það er til- gangslaust að nota það, ef hallinn er of litill. Að visu vill pappinn veðrast. Yfirleitt er veðrunar- þoliðgefiðupp 15ár, en hér endist hann varla lengur en 12 ár. Þó endumýjaði ég i fyrrasumar þak, sem var orðið 17 ára gamalt og var ekki farið að leka, segir Torfi Bryngeirsson þaksmiður og -við- gerðarmaður. Torfi Bryngeirsson segir, að flötu þökin standi fyrir sinu, sé notað rétt efni, og þau séu gerð á réttan hátt. Tridex: Það nýjasta frá Ring Master. Tölvustýrt. Tvímælalaust fullkomnasta innanhús talkerfi í heiminum í dag. Dujllex: (hátalandi og lágtalandi) 2-100 númera mögu- leikar.Allskyns aukabúnaður fáanlegur t.d. beint samband við talstöðvar í bílum. dióstofanbf AFBORGUNARSKILMÁLAR GRÁFELDUR HE #V BANKASTRÆTI SÍMI 26540. Þórsgötu 14 ■ Sími 14131:11314 Innanhúskerfi frá Ring Master Simplex: (hátalandi) hentar fyrir minni fyrirtæki, allt að 10 númerum. Hundruð kerfa í notkun í landinu

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.