Helgarpósturinn - 27.02.1981, Blaðsíða 14

Helgarpósturinn - 27.02.1981, Blaðsíða 14
14 Undur undir- djúpanna og nautalundir Helgarrctturinn er að þessu sinni fenginn frá Þráni Lárus- syni, sem starfar á ljósmynda- deild Visis. Þráinn er fyrrum nemi i matargerðarlist og býður hér uppá tvo veislurétti fyrir fjóra. Forréttinn segir hann ættaðan frá Akureyri og vera alveg sérstaklega góðan. Forréttur Undur undirdjúpanna: Pönnukökuuppskrift (sleppa sykri en nota i staðinn finrifinn sitrónubörk og sitrónusafa. Fylling: 100 g skötuselur 100 g ýsa 100 g humar eða lúða 150 g rækjur ananas (hæfilegur skammtur) paprika i krukku (hæfilegur skammtur) 1. sitróna Sósa: Soðið af fiskinum (hafið það mikið) Smjörbolla (smjörliki og hveiti hrært saman) 1 peli rjómi kjötkraftur Fyllingin er gerð á eftirfar- andi hátt: Bakaðar eru pönnu- kökur og þær látnar kólna. Skötuselurinn, ýsan og humar- inn eru sett yfir straum i köldu vatni, með fjórum sitrónubát- um. Kryddað með pipar og salti. Þegar suðan kemur upp er potturinn tekinn af hellunni og látinn standa i 20 til 30 minútur. Siðan er fiskurinn færður uppúr og látinn kólna. Þá er hann sett- ur i skál og blandaður saman, og rækjurnar settar samanvið. Ananasinn og paprikan eru söxuð i smáa bita og hrærð saman við. Magn skal haft eftir smekk. Siðan er fyllingin sett inn i pönnukökurnar og þær brotnar til hálfs. Skreytt með agúrkum og tómötum. Sósa: Fisksoðið er þykkt með smjörbollunni og látið sjóða. Þráinn Lárusson. Bragð aukið með kjötkraftinum og rjóminn hrærður úti skömmu áður en sósan er borin á borð. Og svo er það aðalrétturinn, hann kallast „Heilsteiktar nautalundir með bearnaise sósu og bökuðum kartöflum”. Nautalund sitrónupipar grillkrydd salt Nautalundin er tekin (sinin ofan á fjarlægð) og steikt á pönnu. Kryddið með sitrónu- pipar, hann er það nauðsynleg- asta, og grillkryddi.og salti. Kartöflur paprikukrydd söxuð steinselja, eða þurrkuð, salt. Kartöflurnar eru soðnar og siðan steiktar á pönnu og krydd- aðar. Steinseljunni stráð yfir að lokum. Sósa: 400 g smjör 4 eggjarauður kjötkraftur Bearnais essens söxuð steinselja eða þurrkuð. Smjörið er brætt við vægan hita. Eggjarauðurnar eru hrærðar upp, smjörinu bætt smám saman úti og hrært stöðugt. Kjötkrafturinn er settur samanvið og nokkrir dropar af bearnaise essens. Söxuð steinseljan hrærð úti. Með þessu má svo drekka hvað sem er. lllaðan er hin vistlegasta vistavera. Grísir á Óðali óðal tekur nú slfelldum breyt- ingum. Ekki er langt siðan allar innréttingar staðarins voru hreinsaðar burt og aðrar settar i staðinn, og nú hefur verið opnuð „hlaða”, þar sem áður var dans- gólfið. Hlaða þessi er innréttuð i grisa- veislustil, og sá still ber keim af spönskum stil. Veggimir eru hvitir, kannski kalkaðir, og brotnir upp með miklum trébit- um. Og á gólfinu standa svo mikil langborð, sem alls um 70 manns geta setið við. Að sögn Halldórs Arna, skemmtistjóra Öðals er hug- myndin með hlöðinni sú að þar geti hópar af ýmsu tagi fengið aö- stöðu fyrir samkvæmishald, og nú þegar hefur til dæmis Klúbbur 25 haldiö þar eina grisaveislu. Hægt er að loka hlöðuna af, þannig að gestir hennar verða ekki truflaðir af hinum gestum ööals. Sagði Halldor það upplagt fyrir minni fyrirtæki, sem ekki hefðu ráð á að halda árshátiðir, að notfæra sér þessa þjónustu, þvi hægt væri aö kaupa hlöðuna kannski frá klukkan sex til tiu, en opna siðan inn i Óðalið sjálft. Hægt væri svo að kaupa k júklinga og grisasteikur, ásamt Óðals- bjórnum sem frægur er oröinn, fyrir hagstætt verð. —GA A Rán er lögð áhersla á franskan mat og fiskrétti nýja stað með pompi og pragt fyrir skömmu og buðu þá velunnurum og blaðamönnum til herlegrar veislu. Þar var ekkert til sparað og boðið upp á lauflétt- an lystauka, forrétt, siðan sjávarrétti (þ.á.m. kolkrabba), þar næst aðalrétti (fjóra valkosti), þá desert og loks kaffi að hætti Ránarinnar. Góður málsverður það. Eftir þá reynslu af Ráninni er óhætt að fullyrða að maturinn og þjónustan á Ráninni standa vel fyrir sinu. Og verðið virðist vel viðráðanlegt. Ómar Hallsson og Rut Ragnarsdöttir hafa viða komið við i veitingahúsabransanum og þvi öllum hnútum kunnug. Þau ráku Valhöll á Þingvöllum á siðasta sumri og þvi mun fram- haldið þegar vorar. Þá hafa þau um nokkurra ára skeið staðið framarlega i rekstri Þórskaffis og verið með ýmsar nýjungar þar á bæ. Það eru sem sé engir aukvisar, sem nú láta til skarar skriða með opnun Ránarinnar og að sögn Ómars er ýmislegt i deiglunni i rekstrinum, svo sem franskar, italskar og kínverkar vikur, svo fátt eitt sé talið. Nýjasta veitingahúsið: „Ekki rándýrt á Ráninni” j i kartöflur. En á siðustu árum hefur orðið gjörbreyting á. Með aukinni umræðu um hollustu og heilbrigði hefur fólk snúið sér að „Það er ekki rán að borða á Rán, því verðið á réttunum hjá okkur cr yfirleitt 50% ódýrari, en gengur og gerist á hinum svoköll- uðu „finni” veitingahúsum bæjarins,” sagði ómar Hallsson eigandi Ránarinnar, við Skólavörðustiginn, — nýjasta veitingahúsi borgarinnar.” Og ekki er maturinn siðri en annars staðar,” bætti síðan ómar viö. ,,og þaðan af siður þjónustan.” Ómar og kona hans, Rut Ragnarsdóttir, sem er hans hægri hönd í starfseminni, opnuðu hinn Eins og á alvöru veitinga- htísum, er að sjálfsögðu hægt að lepja dýrindis guðaveigar með matnum — allt frá vatni út i það sem mun sterkara getur talist. „Það er ekkert rándýrt á Ráninni, aðeins ódýrt og gott. Og við siglum bjartsýn fram á við,” sagði Ómar á Ránni, sem tekur að sjálfsögðu nafn af sjávargyðjunni margfrægu. GAS. „Við getur fengið hvað sem er, hvaðan sem er, og hvenær sem er”, sagði Þorvatdur Þorsteins- son framkvæmdastjóri sölufélags garðyrkjumanna þegar Helgar- pósturinn spurði hann hvernig gengi að fá hingað grænmeti svona i byrjun góu. Það er ekki langt siðan fátæk- legt var um að litast á grænmetis- hillum verslana á þessum árs- tima — fátt var til annað en Jim Smart finnst grænmetið gott Nóg af ormalausu grænfóðri: Hvað sem er, hvaðan sem er grænfóðrinu I æ rikari mæli, þannigað nd þykir svara kostnaði að flytja hingað jurtir sem fyrir nokkrum árum voru nánast óþekkt fyrirbæri á Islandi. Kina- kál, Is-salat, avocato, eggaldin — þetta er allt hægt að fá i stærri verslunum, að minnsta kosti hérna á höfuðborgarsvæðinu. Hann er þvi æði langur listinn yfir það grænmeti sem fæst að staðaldri á Islandi, burtséð frá þvi hvort vetur er eða sumar. Grænmetisverslun landbúnaðar- ins flytur inn algengari tegund- imar eins og kartöflur, hvitkál, gulrdfur, lauk, rauðkál og gul- rætur — en Sölufélagið sér um innflutning á til dæmis tómötum, gúrkum, salati, sveppum, sellerfi, rósakáli, papriku, spinat og maís, auk áðurnefndu tegund- anna og nokkurra til viðbótar. Að sögn Þorvalds er talsvert stór hluti sjaldséðari tegundanna seldur til veitingahúsa, sem öll eru farin að leggja mikla áherslu á að bera fram grænmeti með mat.SU tið er liðin að tómatbátur á disk var talinn meira en nóg. Grænmetið kemur til Islands viðsvegarað. Stærstur hlutinn fer aö visu i gegnum Holland, en þangað kemur td. selleriið frá Israel. Aðallega kemur græn- metið frá Miðjarðahafslöndun- um, en einnig frá Bandarikjunum og Mexikó. Allir ormar og allar pöddur eru skilin eftir. —GA

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.