Helgarpósturinn - 27.02.1981, Blaðsíða 18

Helgarpósturinn - 27.02.1981, Blaðsíða 18
18 Að rimpa í gloppurnar Nú stendur yfir gjörningavika (performance) i Nýlistasafninu, Vatnsstig 3. Þvi miður hef ég ekki enn haft tök á að vera við- staddur þessar sýningar en það stendur til bóta og vonandi fá lesendur að heyra betur um þetta i næstu viku. Halda á fund að loknum gjörningunum, þar sem fjallað verður um hugtakið „gjörningur” og stöðu þessa listforms innan myndlistar. Það er mikið gleðiefni að Ný- listasafnið skuli taka til með- ferðar jafn stóran þátt i nútima- list og þessi leikræna myndlist er. Það leiðir ósjálfrátt huga manns að þeirri staðreynd, að allt of litið hefur verið gert til að kynna nýjar stefnur i listum hér á landi. Þá á ég við, að allt of litil umræða hefur farið fram um listir, þannig að fólki gæfist tækifæri til að mynda sér skoð- anir og móta hug sinn til slikra hluta. Hversu ánægjulegt sem það kann að vera, að fólk hér á landi skuli sækja menningarvið- burði i jafn rikum mæli og raun ber vitni, má ekki gleyma þvi að leggja verður rækt við upplýs- ingu. Það verður sjálfsagt hvað erf- iðast að rimpa saman þau göt sem mynduðust i islenskar listir á millistriðsárunum. Þar á ég við, að hingaö bárust tak- markað þeir straumar sem lagt höfðu undir sig Evrópu og Ame- riku og kölluðust kúbismi og súrrealismi. Fyrr nefnda stefnan skaut hér upp kollinum á kreppuárunum i verkum ungra málara en aðeins sem formræn fagurfræði án skir- skotunar til hugmynda sem að baki henni lágu. Súrrealisman man ég ekki að hafa séð i is- lenskum verkum fyrir strið og hreinan súrrealisma er vart að finna hér á landi, nema i bók- menntum örfárra rithöfunda. Ég græt ekki þennan missi stefnanna vegna, hvað þá að ég skammi islenska listamenn fyrir andvaraleysi. Slikt væri i ætt við heimskulegan hroka skort á skilningi og barnaskap. Hitt er staðreynd að án skiln- ings á þessum tveimur stefnum verður erfiðara að átta sig á listum nútimans. Kúbisminn og súrrealisminn eru eins konar skólabókadæmi til frekari glöggvunar á þvi sem er að ger- astidagiheimisjónrænna lista. Hugsum okkur mann sæm þyrfti að glima við algebru dæmi án þess að vita hvað jöfnur eru. Svipaða erfiðleika þurfa þeir að yfirstiga sem kynnast vilja list- um dagsins i dag án þess að vita hvað gerðist á fyrri hluta aldar- innar. Þvi miður dugar það skammt að vita hvernig hlutirnir lita út ef skilning á eðli þeirra skortir. Það er til litils skilnings á þyngdaraflinu, að vita að eplið datt ofan á hausinn á Newton Verra er að iistamenn og for- svarsmenn lista, hafa hunsað réttmætar kröfur manna um innsæi i hugmyndaheim sjón- mennta og jaínvel gert sér að góðu hneykslun almennings talið slikt- hnoss. Margir mætir menn telja likt og forsvarsmenn tónlistardeildar Rikisútvarps- ins, að magnið valdi straum- hvörfum i heila fólks og ekki þurfi neinna skýringa við ,,til að fjöldinn meðtaki dásamlegan elixir lista og menningar”. Það þarf bara að horfa eða hlusta lOOþúsundsiiinum og þá opnast hlið paradisar. Manni er spurn hvort þessir menn skilji nokkuð sjálfir. Það er þvi von min að Nýlista- safnið og forsvarsmenn þess sjái sinn vitjunartima og skeri uppherör gegn þeirri sjónhverf- ingarstefnusem liturá myndlist sem pipuhatt til margföldunar kaninum. „Það er þvi von min að Nýlistasafnið og forsvarsmenn þess sjái sinn vitjunartima og skeri upp herör gegn þeirri sjónhverfingar- stefnu scm lítur á myndlist sem pipuhatt til margföldunar kanin- um”. Gamlir jaxlar Phil Collins — Face Value Það eru sjálfsagt ekki margir sem á annað borð fylgjast með rokktónlist, sem vita,ekki að PhilCollins ertrommuleikari og aðalsöngvari hljómsveitarinnar Genesis. Það verða þvi áreiðan- lega margir sem bera þessa fyrstu sólóplötu hans við það sem hann hefur verið að gera með þeirri hljómsveit. Það gera sér sjálfsagt færri grein fyrir þvi að Collins hefur lamið húðir fyrir fleiri en Gene- sis á seinni árum. 1 fyrsta lagi spilaði hann inn á nokkrar plötur með hljómsveitinni Brand X, sem hann reyndar stofnaði til að spila annars konar tónlist en þá sem hann var að leika með Genesis. En Collins hefur komið viðar við en i þessum tveimur hljómsveit- um, þvi hann hefur verið mjög afkastamikill session maður og sem slikur spilaö meö mörgum góöum manninum. Hann hefur t.a.m. leikið með Elliott Murphy, Brian Eno, Robert Fripp, Peter Gabriel, John Martyn og svo svona til gamans má geta þess að hann lék einnig á plötu Jakobs Magnússonar, Horft i roðann og hann á sér þann draum stærstan aö fá i ná- inni framtiö aö leika meö Pete Townshend, David Bowie og Weather Report. Meö þetta i huga kemur Face Value manni ekki svo mjög á óvart, nema ef vera skyldi fyrir þær sakir aö hún er betri en bú- ist haföi verið við. Tónlistin á plötunni er svo ólik þvi sem Genesis hafa verið aö gera aö lagiö Behind The Lines, sem einnig er aö finna á siðustu Genesis plötu, Duke, er svo til óþekkjanlegt hér, þar sem búið er aö funka það upp og blásar- arnir dr Earth, Wind & Fire bdnir aö ljá þvi sinn sérstaka blæ. Lagið In The Air Tonight, sem likist töluvert þvi sem Peter Gabriel er að gera á sinni þriðju plötu, var gefið út á litilli plötu. Þetta er gott lag og ekki erfitt aö imynda sér af hverju það hefur oröið jafn vinsælt i Bretlandi og raun ber vitni. FSca. Otsetningar á plötunni eru flestar mjög skemmtilegar og lausar viö ofhlööun, þ.e.a.s. ef undan eru skilin tvö lög þar sem leiöinlegar strengjaútsetningar eyöileggja mikiö fyrir. Lagiö The Rood Is Leaking er aftur á móti gott dæmi um einfalda en góöa útsetningu þar sem aöeins er notaö planó, banjo og slide gitar. Fyrri hlið plötunnar er mjög góö og fjölbreytt, en heldur fat- ast honum flugiö á þeirri seinni þó vissulega sé þar einnig góða punktá að finna. A Face Value koma ýmsir kunnir gestaleikarar við sögu og má þar nefna bassaleikarann Alphonso Johnson, saxófón- leikarann Ronnie Scott, fiðlar- ann L. Shankar, Eric Clapton og blásararnir úr Earth, Wind & Fire, svo sem áður er getið. Phil Collins kemur ekki ein- ungis á plötunni fram sem trommuleikari og söngvari, heldur kannski enn frekar sem þokkalegur pianóleikari. Þó ekki betri en það að hann getur brotiðallarreglur hljóðfærisins, eða eins og hann orðar það sjálfur.sá sem ekki kann regl- urnar hefur engar reglur til að brjóta. Face Value er tvimælalaust plata sem vert er að gefa gætur, hvort sem þú ert Genesis aðdá- andi eöa þolir ekki hljómsveit- ina. Phil Collins er nefnilega maöur sem hefur miklu meira að segja en hann getur gert innan þess þrönga stakks sem Genesis setur honum. Steve Winwood — Arc Of A Diver Stevie Winwood er i dag ekki nema 32 ára gamall. Já, ég segi ekki nema, vegna þess að það ,eru liðin heil sextán ár frá þvi hann sló fyrst i gegn meö laginu Keep On Running, þá sem með- limur Spencer Davis Group. Þá hljómsveit yfirgaf hann árið 1967 og stofnaöi siöan eigin en henni var gefið nafniö Traffic. Þeirbyrjuöu sinn feril mjög vel og á stuttum tima áttu þeir ein þrjú hit lög þ.e. Paper Sun, Hole In My Shoe og Feeling Allright. Þaö var aftur á móti alltaf ein- hver órói innan hljómsveitar- innar og var einn meðlimur hennar, David Mason, sifellt aö koma og fara. Endaöi þaö meö þvi aö Winwood gafst upp og hélt til liös við gamlan vin sinn Eric Clapton og stofnuöu þeir hljómsveitina Blind Faith. En sú hljómsveit entist ekki lengi og áriö 1970 endurstofnaði Win- wood þá Traffic og starfaöi hún Föstudagur 27. fe'brúar 1981- hQlgarpásturinn Johanna, Svembjörn og Aagot úr Diabolus in Musica meö eina af brotnu plötunum. Hrakningar Diobolus á enda: PLATAN KEMUR ÚT í byrjuKi MARS Það hefur ekki litið gengið á hjá þeim félögum i Diabolus in Musica að koma út plötunni þeirra, Lifið i iitum. Helgar- pósturinn hitti að máli þrjú þeirra, þær Jóhönnu Þórhalls- dóttur og Aagot óskarsdóttur, og Sveinbjörn 1. Baldvinsson, og bað þau að segja atla sólarsöguna. „Platan var tekin upp i ágúst i fyrra og samkvæmt samningi átti að afhenda hana um miðjan október”, sögðu þau. Platan var tekin upp í Danmörku, en pressun fór fram i Ungverjalandi. Þegar hún svo kom ekki á tilsettum tima, og farið var að athuga hverju sætti, var sagt, að vöru- billinn hafi tafist á leiðinni, og þannig gekk það i nokkrar vikur. „Það er ekki fyrr en i desember að málin taka að skýrast. Þá upp- lýstist það, að vegna klaufa- skapar, hafi flutningafyrirtækið, sem flytja átti plötuna til Kaup- mannahafnar ekki fengið tilkynn- ingu þess efni. Okkur var þá sagt, að hún hafi legið tilbúin i einn mánuð”. Platan kom svo til Kaup- mannahafnar um miðjan janúar, og fyrir tæpum tveim vikum var upplaginu komið i Ms. Selá. Þá gerðist það, að óveðursnöttina allt fram til 1975.voru þó tiöar mannaskiptingar i hljómsveit- inni, þó segja megi að kjarninn þ.e. Winwood, ,Jim Capaldi og Chris Wood, héldist allt til loka. Winwood hefur litið gert siðan Traffic leið. Arið 1977 gaf hann þó út sóló plötu, en siðan höfum við mátt biða i rúm þrjú ár eftir annarri. Nýja platan heitir Arc Of A Diver og leikur Winwood þar á f-ÞJÓÐLEIKHÚSIfl Dags hríðar spor föstudag kl. 20 sunnudag kl. 20 Fáar sýningar eftir. Sölumaður deyr 4. sýning laugardag kl. 20 Uppselt. Oliver Twist laugardag kl. 15 sunnudag kl. 15. Ballett Isl. dansflokkurinn undir stjórn Eske Holm ásamt gestadansi Auðar Bjarnadótt- ur. Frumsýning þriðjudag kl. 20.30. 2. sýning miðvikudag kl. 20. Litla sviðið: Líkaminn, annað ekki (Bodies) sunnudag kl. 20.30 Fáar sýningar eftir. Miðasala 13.15—20. Simi 1- 1200. öll hljóðfæri sjálfur, auk þess sem hann var sjálfur upptöku- maður og náttúrlega upptöku- stjóri. Winwood hefur i áraraðir verið talinn til merkari manna rokktónlistarinnar og einmitt þess vegna er ekki laust við að maöur hafi orðið fyrir dálitlum vonbrigðum með þetta nýja af- kvæmi hans. Þessi orð má þó ekki taka sem svo að Arc Of A Diver sé ekki góð plata. Það er bara þannig að þegar maður á borð við Stevie Winwood sendir frá sér plötu, að maður tali nú ekkium eftir þriggja ára hlé, þá vill maður eitthvað meira, eitt- hvað ævintýralegra. Tónlistin á Arc Of A Diver er gott full- orðinsrokk, létt og rennur vel i gegn án nokkura stórátaka. En Winwood er fær um að gera miklu betur. Það hefur hann sýnt áður og ég vona að svo verði aftur. leikfElag 2(23^ REYKJAVlKUR Ofvitinn 142. sýning i kvöld kl. 20.30. þriðjudag kl. 20.30. Rommí 49. sýning laugardag kl. 20.30 miðvikudag kl. 20.30. ótemjan sunnudag kl. 20.30 fimmtudag kl. 20.30. Miðasala i Iðnó kl. 14—20.30 Simi 16620. i Austurbæjarbiói laugardag, siðasta miðnætursýning kl. 23.30. miðvikudag kl. 21.00. Miðasala i Austurbæjarbió frá 16—21.00 Simi 11384

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.