Helgarpósturinn - 27.02.1981, Blaðsíða 20

Helgarpósturinn - 27.02.1981, Blaðsíða 20
Föstudagur 27. febrúar, 1981 _—he/garpósturinnL_ Sölumaður endurvakinn Gunnar Eyjólfsson og MargrétGuömundsaöttir I hlutverkum sínum i Sölumanninum, sem bæði fá mjög lofsamlega dóma hjá Jóni Viðari Jónssyni. Þjóðleikhiísið: Sölumaður deyr eftir Arthur Miller. Þýðandi: Jdnas Kristjánsson, leikstjóri: Þdrhallur Sigurðsson, ieikmynd: Sigurjdn Jdhanns- son, biíningar: Dóra Einars- dottir, lýsing: Kristinn Daniels- son, tdníist: Askell Másson. A sviði Þjóðleikhússins teygir einhvers konar húsgrind naktar þaksperrur til lofts. Hún á að sýna okkur bústað sölumanns- ins Willy Lomans, konu hans og tveggja sona, i Brooklyn, N.Y.C. Það er hægt að llta á hana sem tákn dfullgerðs húss ungrar fjölskyldu, bjartsýni og vona. Undir lokin minnir hún mann öllu fremur á brunarúst, innviði byggingar sem standa einir eftir mikinn eldsvoða. Willy Lomaner að koma heim úr siðustu söluferð sinni. Hann er andlega og likamlega ör- magna, allir draumar hans um frama i starfi og hamingjusamt fjölskyldulíf hafa snúist i and- stæðu sina. Næstu klukkutim- ana fylgjumst við með sólar- hring i lífi Loman-fjölskyldunn- ar, að viðbættum stuttum eftirleik við gröf Willys. Á þess- um degi kemst sölumaðurinn ekki lengur hjá þvi að horfast i augu viðlif sitt. Synir hans, sem áttu að leggja heiminn að fótum sér, eru mannleysur og verslun- in, sem hann helgaði lif sitt, hef- ur ekki lengur not fyrir hann. Sárast er e.t.v. að hann getur ekki kennt neinum öðrum en sjálfum sér um það hvernig komið er. 1 leikslok hleypur hann upp í bil sinn og keyrir burt Ut á þjóðveginn. Arthur Miller er mikið i mun að leiða okkur andlegt ástand Willys fyrir sjónir og i þvi skyni gripur hann til leikrænna frásagnarbragða af ætt draumleiksins. Innra og ytra álag hefur brenglað veruleika- skyn Willys og fortiðin er sifellt nærri sem ofskynjuneða endur- minning. Miller setur helstu atburði þessa örlagarika sólar- hrings á sviö með meðulum hefðbundins raunsæis, en inn á milli fléttar hann atriðum sem fara hvergi annars staðar fram en i kolli Willys sjálfs. Þannig kynnumst við lifi f jölskyldunnar á meðan allt lék i lyndi og eng- inn hafði séð i gegnum blekk- ingarnar. Ot úr skúmaskotum hugans stigur einnig ógn- vekjandi persóna, bróðirinn Ben, sem er nýlátinn, vellrikur námueigandi á Guilströndinni. Seytján ára að aldri hélt hann inn i frumskóginn og sneri aftur tuttugu og eins með fullar hendur fjár. Ben ól ekki með sér neinar tálsýnir um að verða elskaður og virtur af öðrum mönnum. Hann þekkti lögmál frumskógarins og bauð Wifly að feta i fótspor sfn. Þessar siðustu stundir sækir hann að Willy eins og draugur og Willy talar við hann eins og lifandi mann. En hann nær engu raunverulegu sambandi við þennan bróður sinn, því að Ben hefur litinn tima, er ævinlega á siðustu stundu. Willy dáist að velgengni hans, en er ekki reiðubúinn að leggja á sömu braut. Sölumann- inn draymir ekki um að verða rikur, heldur um að njóta ástúðar, vináttu og þakklætis. Hann telur sjálfum sér og son- um sinum trú um að svo sé og á þeirri lygi grundvallar hann til- veru sfna. Fá leikrit hafa notið jafn mik- illa vinsælda á seinni árum og Sölumaðurinn. Það fór sigurför um heiminn strax eftir frum- sýninguna á Broadway árið 1949 og var þá m.a. leikiö á sviði Þjóðleikhússins. En það hefur einnig verið umdeilt og skoðanir á gildi þess eru skiptar. Það hef- ur verið túlkað sem ádeila á drauminn bandariska og samkeppnisþjóðfélagið, en menn hafa einnig þóst geta skil- ið það sem dulinn lofsöng um þetta samfélag. Miklu andlegu þreki hefur verið eytt i deilur um það hvort leikritið sé ekta harmleikur um nútimamanninn eða ekki. Skömmu eftir frum- sýningu þess birti Arthur Miller grein þar sem hann reynir að endurskiigreina i ljósi nýrrar lifsreynslu ákveðin lykilhugtök i harmleiksfræðum Aristóteles- ar. Þó að hann nefni Sölumann- inn hvergi á nafn i greininni er tilgangurinn augljós: að fá þessum hugtökum þá merkingu að Sölumaðurinn öðlist viður- kenningu sem fullgildur harm- leikur. Þessari tilraun Millers til að prila upp i öndvegið til Grikkjanna og Shakespeares hefur verið mótmælt af visum mönnum, sem fullyrða að sýn- ing á leikritinu geti aldrei vakið i brjósti áhorfenda þá tilfinn- ingu ógnar og vorkunnsemi, hina dularfullu hreinsun, sem sé aðalsmerki sannra harm- leikja. Ég er fyrir mitt leyti ekki þeirrar skoðunar að Sölumaður- inn búi yfir þeim eiginleikum sem lyfta verkum Grikkjanna og Shakespeares i hæðir. Þá skoðun sé ég mér ekki fært að rökstyðja i leikdómi um eina til- tekna sýningu á verkinu, auk þess sem ég skal fúslega játa að hún er fremur reist á tilfinningu en rökleiðslu. Ég held að vinsældir þess stafi einfaldlega laf þvi'að það er mjög vel saminn leiktexti og fjallar um efni sem flestir kannast við á einhvern hátt Ur eigin iifi eða annarra. Það sýnir okkur dæmi um þær flóknu og andstæðu tilfinningar sem geta leynst innan einnar fjölskyldu og eitrað lif foreldra og barna, séu þær þagðar enda- laust i hel. Mynd Millers af átökunum innan f jölskyldunnar, ekki si'st baráttu Willys og Biff, eidri sonar hans, er margslung- in og nægilega óljós til að vekja með mönnum spurningar. 1 þennan efnivið blæs hann svo lifi með lifandi persónusköpun og uppbyggingu sem vekur forvitni og spennu, jafnt i einstökum atriðum sem leikritinu I heild. Miller kann vel til verka sem leikritasmiður og hann krefst leikenda sem kunna jafn vel til verka. Það er ekki nema eðli- legt að athygli manns beinist öðru fremur að hlut leikenda i sýningunni. Og áður en ég sný mér að þvi sem mér þykir fara miður vil ég segja eftirfarandi: i fyrsta skipti á þessum raunavetri ÞjóðleikhUssins þóttist ég skynja að leikhópurinn i heild gengi að verki sinu samstilltur og fullur áhuga. Mér finnst hart að þurfa að lofa atvinnumenn fyrir hlut sem ætti að vera sjálf- sagður, en eins og ástandið hef- ur verið i Þjóðleikhúsinu er full ástæða til þess. Hér sjást engin dæmi um þann dauða rútinu- leik, sem hefur gert svo margar sýningar leikhússins óþolandi leiðinlegar. Menn vinna verk sitt auðsýnilega af alvöru og einlægni og langflestir þeirra sem eru i burðarhlutverkunum eiga marga góöa spretti, ekki sist þar sem þörf er átaks. Þetta á einkum við um þau Gunnar Eyjólfsson, Margréti Guðmundsdóttur og Hákon Waage i hlutverkum Willys, Lindu og Biffs, en af leikurum i minni hlutverkum vöktu þeir Arni Tryggvason og Randver Þorláksson mesta athygli. Það er styrkur og vandvirkni þessara leikara sem bera sýn- inguna uppi að minu mati. TUlkun einstakra hlutverka og tæknileg Utfærsla i leik er hins vegar á ýmsan hátt gagn- rýni verð. 1 texta Millers er fleira fólgið en það sem kemur beint fram i orðræðunni, þvi verður leikarinn að bæta þvi við sem á tæknimáli er kallað „undir-texti” athafna og likam- legrar tjáningar, sérstaklega er mikilvægt að öll likamleg hugs- un sé ljós og taki mið af þvi sem röddin miðlar. Persónur Millers eru flestarmótsagnakenndar og margklofnar i afstöðu sinni, inn á við jafnt sem út á við, og það er þessi togstreita sem gerir samskipti þeirra svo áhuga- verð. Sé textanum fylgt alltof ákaft eftir, yfirborðsmerking hans ein höfð að leiðarljósi er hætt viðað flestþað sem að baki býr verði óskýrt eða hverfi. Afleiðingar slikra vinnubragða geta orðið þær að persónulýs- ingar verði flatar, öll finleg bíæ- brigði fari forgörðum og leikur- inn fái á sig nokkuð grófgert yfirbragð. Kveði rammt að slík- um „texta-leik” skynjar áhorfandinn ekki að hver einasta setning er athöfn sem á sér forsendu i ákveðnu sálrænu munstri, munstri sem er sifelld- um breytingum undirorpið. Það vantar þvi miður talsvert á að þessi innri gerandi komist nægi- lega skýrt til skila i sýningu ÞjóðleilúiUssins á Sölumanni og er þar sjálfsagt bæði við leikendur og leikstjóra að sak- ast. Gunnar Eyjólfsson er gott dæmi um leikara sem leggur rika áherslu á raddlega túlkun i leik sínum. Leikur hans er áhrifamestur þegar örvænting Willys kemur i ljós og hann tjáir hana í orðum. Hann er frábær i uppgjöri Willys við vinnu- veitanda sinn og niðurlægingu hans þegar á leikinn liður lýsir hann á gripandi hátt. Hins. vegar megnar Gunnar siður að fá mann til að trúa á þreytu Willys og uppgjöf, — en til þess hefur tUlkandipersónunnar ekki annað tæki en likama sinn. Hugarórar Willys verða ekki skiljanlegir, sjáuin við ekki að maðurinn er að þrotum kominn, en á Willy Gunnars verður ekki annað séð en hann sé i hinu ágætasta formi. Kraftur Gunnars, sem veikir persónu- tUlkunina i ýmsum atriðum fyrri hlutans verður þó aðal- kostur leiks hans i seinni hlutan- um, þar sjást dæmi tæknilegrar snilli og máttugrar túlkunar, sem er fátið á Islensku leiksviði. Margrét Guðmundsdóttir er Linda Loman. Ég hef oft dáðst að þvi hversu hátt þessi leik- kona getur stemmt sig án þess að verða fölsk og I túlkun sinni á Lindu sýnir hún þennan hæfi- leika á glæsilegan hátt. Ég efast um að Margrét geti lýst nokk- urri persónu með neikvæðum formerkjum, en Linda hennar er full móðurlegrar hlýju og styrkleika. Það má kannski gera mynd þessarar konu eitthvað dekkri — þvi að vist elur hún á lifsfiótta og óraunsæi manns sins og sona — en engu að siður verður leikur Margrétar að teljast með þvi besta i þessari sýningu. Hákon Waage og Andri örn Clausen eru Biff og Happy, syn- ir Loman-hjóna. Biff er flókin persóna, haldinn djúpstæðri sektarkennd vegna mistaka sinna og þess vegna stöðugt i varnaraðstöðu gegn umhverf- inu. Hákon á vissulega erfitt með að sýna okkur innra ástand þessa manns, eins og fleiri er hann of bundinn við textann, en i sumum dramatiskum atriðum, t.d. þegar hann hittir föður sinn á hótelherberginu og i loka- uppgjöri fjölskyldunnar, býr leikur hans þó yfir áhrifamætti sem ég hef ekki fundið fyrir áður hjá þessum leikara. Nýliðinn Andri örn Clausen á aftur á móti mikið ólært og beit- irallt of grófum meðulum i leik sinum.Hann virðist ganga út frá þvi að Happy sé ákveðin „týpa”, kærulaus kvennabósi og framagosi, og sýnir persón- una i lítt geðfelldu ljósi. Leikur af þessu tagi hæfir litt' i leikriti á borð við Sölumann og hef ég grun um að hér eigi vafasöm leikstjórn hlut að máli. Andri örn á eflaust eftir að vaxa sem leikari, en þá held ég að hann verði að vinna hlutverk sin á annan hátt en hér hefur verið gert. Arni Tryggvason hefur oft sýnt, þótt i' smáu sé, hvilikur snilldarleikari hann er: það ger- ir hann einnig I hlutverki Charleys, eina vinar Willy Lomans. Árni er einmitt einn þeirra fágætu leikara sem geta sagt mikið án þess að opna munninn, ekki sist með hjálp svipbrigðanna. Atriði þeirra Gunnars á skrifstofu Charleys i 2. þætti er eitt fallegasta atriði sýningarinnar, og er það ekki sist hnitmiðuðum leik og mannUðlegri nærfærni Árna Tryggvasonar að þakka. Rand- ver Þorláksson leysti hlutverk Bernards, sonar Charleys, einnig mjög vel af hendi, Bernard varð i höndum hans ein geðugasta mannlýsing leiksins. SU gagnrýni sem ég hef beint að leik i sýningunni hittir vita- skuld i einhverjum mæli leikstjórn Þórhalls Sigurðsson- ar, að hve miklu leyti á ég erfitt með að segja. Þeir gallar sem ég hef lýst hér stafa ekki af ónógum leikgáfum, heldur af takmarkaðri þjálfun og trúlega af æfingatækni, sem einskorðar sigóeðlilega mikið við hinn tal- aða texta. Ég er viss um að á öllu þessu mætti ráða bót á, væri raunverulegur vilji og aðstæður fyrir hendi I Þjóöleikhúsinu, hvort svo er veit ég ekki Ég hef sterka tilhneigingu til að halda að utanaðkomandi leikstjórar gætu fengið meiru áorkað i þessu efni en þeir sem nú eru fastir innanhússmenn i ÞjóðleikhUsinu, ekki sist erlend- irgestaleikstjórar. Með þessum orðum vil ég ekki varpa rýrð á verk Þórhalls, en Sölumaður mun vera stærsta sviðsetning hans til þessa. Sýning hans er samstæð heild og heldur athygli manns óskiptri þá þrjá klukku- tima sem hún varir. Staðsetn- ingar hans eru yfirleitt hnökra- lausar og myndræn uppbygging fáguð, sérstaklega fannst mér samspil lýsingar og tónlistar vekja hugþekk áhrif. Ekki fæ ég skilið við þessa sýningu án þess að þakka dr. Jónasi Kristjánssyni þýðingu hans á leiknum, en málið á henni er i senn lipurt og kjarn- gott. Jónasþýddiallmörg leikrit hér á árum áður, en mun ekki hafa fengist við slikar þýðingar um skeið: ég held að islensku leikhUsi væri ólitill fengur að þvi ef hann tæki upp þráðinn að nýju og héldi áfram að koma erlendum leikhúsverkum i islenskan búning. Sýning Þjóðleikhússins á Sölumanni Millers ber þess glögg merki að listamenn leik- hússins hafa fullan hug á þvi að sigrast á þeirri kreppu sem hef- ur sett svip sinn á framleiðslu hússins um langt skeið. Enn sem fyrr verð ég þó að setja spurningarmerki við verkefna- val Þjóðleikhússins. Úr þvi leit- að var á vit bandarískra leik- bókmennta held ég hægt hefði verið að finna ýmis stórbrotnari og óvanalegri viðfangsefni en leik Millers um Willy Loman. Ég vil þannig leyfa mér að minna á að höfuðsnillingur bandariskrar leikritunar, Eu- gene O’Neill, liggur að mestu óbættur hjá garði hér norður frá, en bestu verk hans held ég séu ólikt rikari að skáldskapar- gildi, mannlegu innsæi, og harmrænum þunga en leikir Millers. Vonandi á sú tið eftir að koma að Þjóðleikhúsið verði þess megnugt að leiða slikleik- ræn og bókmenntaleg stórvirki fram til sigurs. JVJ ... I fyrsta skipti á þessum raunavetri Þjóðleikhússins þóttist ég skynja að leikhópurinn í heild gengi aö verki sinu samstilltur og fullur áhuga”. ' Leíktist eftir Jón Viðar Jónsson

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.