Helgarpósturinn - 27.02.1981, Blaðsíða 22

Helgarpósturinn - 27.02.1981, Blaðsíða 22
22 Endalokin færast „Þaö eru orð sem viö setjum saman, þaö er tónlist sem viö semjum. Oröin útskýra sig sjálf. Þegar þú skiiur þau ekki, revndu þá bara aö hugsa svolit- iö. Þaö skiptir ekki máliþó þú fáir ekki alveg þaö sama útúr þeim og viö, svo framarlega sem þú færö eitthvað. Lögin eru öll mjög augljós. Þau veita fólki tækifæri til aö beita imyndunaraflinu, en þau innihalda einnig afstööu sem mikilvægt er að komi skýrt fram”. Þetta svar gaf Paul, trommari Killing Joke, i blaðaviðtali á dög- unum, þegarhann var spurður að þvi hvað tónlist hljómsveitar- innar heföi að geyma. Killing Joke er ein athyglis- verðasta hljómsveit Breta i dag. Það leikur enginn vafi á þvi. Hinsvegar er ekki svo auðvelt að brjóta til mergjar tónlist hennar og viðhorf. Samskipti Killing Joke og bresku pressunnar hafa nefni- lega veriö með endemum skrykkjótt, ruglingsleg, misskilin á báða bóga, i einu orði sagt: fáránleg. Allar þær greinar og öll þau viðtöl, sem ég hef séð um þá hafa einkennst af þessari vit- leysu: blaðamenn standa skjálfandi á beinunum, (skit- hræddir um að verða lamdir i klessu), undan „stingandi” augnaraði Jaz, hljómborðs- leikara, söngvara og aðalsprautu KJ, sem úthiiðar þá fyrir skilningsleysi, skort á imynd- unarafli og lága greindarvisitölu. Samt eru flestir sem hafa skrifað um þá sammála um að Killing Joke sé mjög merkilega hljómsveit. — O — Ekki fara miklar sögur af þvi hvernig hljómsveitin kom saman, enda vilja þeir félagar ekkert um það segja: „fortiðin skiptir ekki máli”. En það átti sér staö i júni ’79, þegar Jaz og Paul hittust fyrst og uppgötvuðu að þeir áttu margt saméiginlegt. Þeir auglýstu eftir bassaleikara og gitarleikara og fyrir valinu urðu Youth og Geordie (eftirnöfn eru lika eitt af þvi sem Killing Joke finnst ekki skiipta máli). Þegar búiö var að manna sveitina, fluttu þeir ismábæ útá landsbygginni til æfinga. Settu þar auðvitað allt á annan endann, Hávaðanefnd bæjarins fór á taugum, næstu nágrannar í sumarfri og löggan bankaði upp hjá þeim á nokkurra klukkustunda fresti. Allt um það Killing Joke yfirgáfu brátt æfingastaðinn og héldu til London með lagið Are You Receiving i farangrinum, sem vakti strax á þeim mikla athygli. Siðan hafa þeir gefið út nokkrar smáskifur, sem allar hafa styrkt stöðu þeirra meir og meir, og fyrir skömmu kom Ut fyrsta breiöskifan, Killing Joke. Tónlist Killing Joke er að mestu leyti kröftugt rokk, einhvers- staðar mitt á milli „heavy metal” og nýbylgju (minnireinna helst á Stranglers þegar þeir voru uppá sitt besta), en einnig leika þeir raggae með miklum ágætum. Þeir boða afturhvarf til einfaldari lifsmáta, burt með kerfið, óttast framtiðina ef mann- kynið heldur áfram á þeirri braut sem það er á nú, kjarnorkustriðið sem virðist vera á næsta leiti. Þessi ótti, tilfinning dauðvona manna, er það sem einkennir tónlist og texta Killing Joke fyrst og fremst. „Thefeeling of a guy in the first world var who’s just about to run out the trenches.... and he knows his life is going to be gone in ten minutes and he thinks of that fucker back in Westminster who put him in that position. That’s the felling... the Killing Joke”. Föstudagur 27. fébrúar mr hé/nRrpnc;fl jrinn maura-sexí maura-sexi maura-sexi maura-sexí maura-sexi maura-sexí maura-sexí maura-sexí maura anum yfir smáskifur, og breið- skífan hefur trónað i efsta sætinu fyrir slikar plötur um nokkurt skeið. Eins og sjá má af textanum hér að ofan, og flestum öðrum á plöt- unni, vita Adam og Maurarnir ekki hvað minnimáttarkennd er. Þeir segjast vera stórkostlegir, boðberar tónlistar framtiðar- innar, maura-tónlistar fyrir sexi- manneskjur, sexi-tónlist fyrir maura-manneskjur, hin nýja Konungsfjölskylda i nýju sam- félagi, samfélagi maura-mann- eskjanna. Það er ekkert minna! En Adam hefur ekki alltaf verið i paradis velgengninnar. Hann stofnaði hljómsveitina árið 1976 um svipað leyti og pönkið var að halda innreiö sina á markaðinn með Sex Pistols i broddi fylking- ar. Adam kynntist þá fyrst Malcolm McLaren umboðsmanni Pistols, sem oft er kallaður guð- faðir pönksins, og varð fyrir miklum áhrifum frá hónum. McLaren gaf Adam mörg góð ráö, benti honum á leiðir til að út- færa hugmyndir sinar. Og eftir þrjú ömurleg ár hjá Adam og Maurunum, ömurleg vegna þess að umboðsmaður þeirra, Jordan að nafni, gerði þeim meira ógagn en gagn, tók McLaren hljóm- sveitina að sér. Ekki virtist það þó ætla að verða Adam til góös, a.m.k. i fyrstu, þvi guðfaðir pönksins hafði ekki lengi stýrt skipi Mauranna þegar hann varp- ekki boði nokkuð gott, einsog þar stendur. Adam hóf samstarf með gitarleikáranum Marco Pirroni, sem ma. var i fyrstu Utgáfu Siouxsie and the Banshees, og hafði stjórnað hljómsveitunum Models og Rema Rema. Þeir félagar settust niður og ákváðu að móta nýja tónlistarstefnu, mynda nýja hljómsveit með sterkt identitet. Efniðviðinn sóttu þeir i tónlist frumstæðra þjóðflokka i Afriku og indjána N-Ameriku, sem þeir blönduðu saman við hefðbundið rokk. Og, einsog vin- sældir Adams og Mauranna bera með sér, hefur þessi sérstæði kokteill heppnast mjög vel. Takt föst (enda tveir trommarar), friskleg og lifandi popptónlist, og sjálfshólið I textunum virkar fremur fyndið og skemmtilegt, jákvæður egóismi fremur en nei- kvæður. Adam, Marco og hinir maur- arnir standa nú meö pálmann i Éitek <r fyrir 9exí-manneskjur aura-tónlist Fyrir margt löngu I Lundúna- borg sat maður sem kallaður var Maurinn I þungum þönkum. Hann var að velta vöngum yfir þvl hvorum megin giröingarinnar hann væri... Sperrið eyrun... En tíminn leið og brátt varð Maurinn fimm ungir menn, með eld I aug- um. Þeir voru i engum vafa um hvorum megin girðingarinnar þeir voru. Þeir trúðu á kynllfið og gott útlit. Með eigin tónlistarstll, ófullnægðir... Sperrið eyrun (fimm stór-kostlegir).... Svona lýsa Adam og Maurarnir tilkomu sinni i breskt tónlistarlif á breiðskífunni Kings of the Wild Frontier, sem hefur notiö fádæma vinsælda á undanförnum vikum. Um tíma áttu þeir fjögur lög sam- timis hátt á breska vinsældarlist- aði Adam fyrir borð og myndaði hljómsveitina Bow Wow Wow úr þeim sem eftir voru. Það var þá sem Adam vissi ekki lengur hvor- um megin girðingarinnar hann var. En fátt er svo með öllu illt að höndunum og viröast eiga bjarta framtiö f vændum. Þeir eiga þó enn eftir að staðfesta getu sína, þvi það hefur oft skeð I poppinu að hljómsveitir eða einstaklingar slá i gegn með einni plötu, en siðan ekki söguna meir... texti: Páll Pálsson

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.