Helgarpósturinn - 13.03.1981, Blaðsíða 4

Helgarpósturinn - 13.03.1981, Blaðsíða 4
II I M**«M1 EINVÍGI Föstudagur 13. mars 1981 *-—'— Höskuldur: Ég var að reyna að halda þvi' fram um daginn i þessu útvarpserindi, að ég héldi að það gæti leitt okkur i ógöngur, ef við miðuðum bara við málfarSnorra. Það er að segja, að við reyndum, t.d. i skólum, að leiðrétta allt sem er þess eðlis, að Snorri hefði ekki sagt það. Það gæti leitt til þess, að menn hætti að nota það mál sem þeir tala yfirleitt, noti eitt mál spari, kannski i' ritgerðum i skól- anum, en dags daglega, heima hjá sér, noti þeir eitthvert annað mál. Helgi: Já, það er alveg rétt, að pá nægir okkur ekki mál Snorra Sturlusonar alveg endalaust. Þess höfum við orðið óhjákvæmi- lega vör þessa öld, þvi það hafa borist hingað svo miklar tækni- nýjungar. Og allar tækninýj- ungar, sem breyta lifsvenjum Is- lendinga, berast okkur frá öðrum löndum. Meðan við vorum i mest- um tengslum við Dani komu þær frá Danmörku, þó að Danir væru þar aðeins milliliðir. NU berast tækninýjungar okkur mest frá hinum enskumælandi heimi. Með hinum erlendu nyjungum kemur nýr orðaforði, og þá vaknar spurningin: Eigum við að taka erlendu orðin inn i islensku, eða eigum við að biía til ný orð af is- lenskum stofni? Alla 20. öldina, og reyndar lengur, hefur rikt á tslandi svo- kölluð hreintungustefna, þ.e. reynt hefur verið af fremsta megni að mynda nýyrði í stað þess að hleypa inn tökuorðum. Danir hafa farið öfugt að. Þeir hafa ævinlega tekið tökuorð fram yfir nýyrði, jafnvel þött þau hafi verið mynduð. Fáir Danir munu tala um „fjernsyn" heldur ,,tele- vision" eða „tivi", svo og „tele- graf" og „telegram". Þetta gildir ekki eingöngu um tækniorðin, heldur varpa Danir oft frá sér gömlum og gdðum dönskum orð- Helgi J. Halldórsson g Höskuldur Þráinsson ISLENSKAN Að þessu sinni er einvfgisefni Helgarpóstsins lungumálið okkar, Islenskan. Eigum við að lialda i tengsl máisins viðfornmálið, mál Snorra Sturlusonar og taka undir orð Jóns skerinef, þegar hann sagði viðólaf Kárason, aðSnorri heitinn hafi skrifað upp alit sem þarf? Eða er nauðsynlegt að hleypa nýjum orðum og nýju tungutaki inn i málið? THaðræða þetta leiddu samanhesta sina þeir Höskuidur Þráinsson prófessor í Islensku, sem hélt ein- mittfram athyglisveröum skoðumtm á þessu iútvarpserindium daginn, og Helgi J. Halldórsson, kenn- ari við Stýrimannaskdlann og fyrrum tiinsjónarmaöur utvarpsþáttarins Daglegt mál. vegna þess að það væri til sam- svarandiorði'fornu máli. Það var raunar- hvorugkyn, „sima" en merkti allavega „þráður". En þegar það var tekið upp var það ekki gagnsætt, vegna þess að þá var það steindautt og það skilur þetta enginn maður, öðruvísi, en það sem það merkir núna. Það setur þettaenginn i samband við þetta forna orð, „þráður". Þannig að ég er ekki viss um, að orð eins og „fónn", sem hefði verið hægt að beygja „fón" og „fóni", hefði ekki verið neitt verra i' sjálfu sér. Þannig að menn fá strax á tilfinn- inguna, að það sé ekki nema eitt rétt, og eru annaðhvort hræddir, um að þeir segi sjálfir vitleysu eða að það sé náunginn sem geir það. Og það er tilviljanakennt eftir þvi' hverju menn fara, þegar þeir ákveða hvað sé rétt og hvað sé rangt. Ef þeir finna eitthvað i fornu máli, þá er þar með vist, að það sé rétt. En menn gleyma þvi stundum, að kannski hefur eitt- hvað breyst f málinu siðan, og orðið passar ekki ínn i málið að öðru leyti. Það kemur lika fyrir, að menn segja, að tiltekið orð sé „011 svona hræðsla við málið er af hinu illa"__________________ málvenja á einhverjum stað. Ég er vanur þvi' að segja, ,,Ég þori það ekki", en sumir segja „ég þori þvi' ekki". Einhverntimann heyrði ég að þetta væri alveg for- kastanlegt, það gengi ekki, snertur af þágufallssýki. Seinna heyrði ég, að þetta væri alveg leyfilegt, vegna þess, að það væri tiðkaðá vissumstöðumá landinu. Helgi: Það er nú þetta með þágufallssykina. Ég hef vanalega svarað spumingunni um rétt og rangt mál þannig, að það sé rikj- andi málvenja, sem verði að ráða. Ég legg áherslu á það, að um, alveg að óþörfu, ef ekki af hreinni fordild. Þeir geta til dæmis ekki notað jafn hversdags- leg orð og „barnepige" og „barnetöj". Nei, „babysitter" og „babyudstyr" er miklu betra! Harðast mun þessi stefna, eða stefnuleysi Dana hafa komið niður á tæknimálinu. Mér er sagt að danskur almenningu eigi oft örðugt með að skilja, þegar sér- fræðingar eru að tala eða rita um sérgreinar sinar. Höskuldur: En þetta snertir mest það hvort við tökum upp eða bUum til ny i'slensk orö um hugtök sem ekki hafa verið til. En að öðruleytigætum við þá miðað við Snorra? Helgi: Ég held það sé mikið atriði að geta tengt saman liðna tið og lfðandi stund. Höskuldur: Ég held að þeir séu ákaflega fáir, sem vildu taka öll orð hrá og nota þau i málinu. En ég held að samt geti menn gengið of langt í þessu, ef það leiðir til þess að menn hafna einhverju orði, bara vegna þess aö þeir þykjast vita, að það sé af erlend- um uppruna þo' að það sé kannski. ekkert athugavert við það að öðru leyti, það er aö segja að það falli að íslensku beýgingakerfi og það séu ekki I þvi annarleg hljóða- sambönd. Hættan er, að menn geti gengið of langt. Það geti kannski orðið til þess, aö menn verði logandi hræddir við að nota einhver orð vegna þess að þeir vita ekki nema þau gætu verið af einhverri erlendri ætt, þó að það sjáiekkiá þeim. Þaðer þettasem ég talaði um í útvarpserindinu um daginn, að gæti gengið svo langtað það jaðraði viðkynþátta- hatur. Ég er hræddur um að.það sé jafnvel lika gengið of langt i því að segja: Tökum upp islenskt orð, þetta hérna er ekki nógu gott, því þaö er Utlent. Og eitt af þvi sem menn hafa notað í röksemd- um fyrir þvi er, að íslensku orðin, sem eru mynduð af íslenskum stofni, þau eru gagnsæ. Það er hægt að sjá á þeim hvað þau' merkja. Það er til dæmis talað. um „telefon". Ef þaö heföi verið tekið inn f fslensku hefði það farið illa. Svo tdku menn upp orðið „sfmi", og sögöu þaö gagnsætt, Hclgi: Menn þurfa að gera sér grein fyrir mismunandi formgerð mála. Það er allt önnur formgerð f islensku en til dæmis i ensku. Það er annað sem þarna kemur inn. Á seinni árum hefur verið breytt um aðferð við að kenna er- lend tungumál. Áður fyrr var mikiðstundað að þýða á islensku. Núna er þessu mikið til hætt. Meðan verið var að þýða erlendu málin á i'slensku fengu menn þjálfun i' fslensku. Þessvegna held ég að það sé aðkallandi nUna að taka beinli'nis upp kennslu i að þyða af erlendu máli á móðurmál sitt sem þátt i móðurmálakennsl- unni. — Er hægt að skipta málinu i vont mál og gott mál? Höskuldur: Nei, ég held að menn geri of mikið af því. Ég veit ekki af hverju það stafar, að menn ímynda sér oft, að það sé bara eitt rétt. Ef þU talar ööruvisi en ég þá hlýtur það að vera vit- laust, sem þU segir. Nema þá að það væri vitlaust sem ég segi. Annað hvort hlýtur að vera rétt, eða að minnstakosti betra en hitt. Maður tekur oft eftir þvi þegar verið er aö skrifa þáttum eins og þættinum Daglegt mál i Utvarp- inu, að menn eru oft bunir að svara þessu sjálfir. Þeir eru að skrifa þeim sem sér um þáttinn til að fá hann til þess að hjálpa sér að kveða niður það sem náunginn segir. Helgi: Þaö væri kannski betra að tala um skyrt mál og óskýrt mál. Málið er nú einu sinni þannig, að menn eru að reyna að koma hugsun sinni á framfæri, annaðhvort til viðmælanda eða lesanda. Það er dálitið vafasamt að tala um gott eða vont mál, þótt um það megi deila. Og það er rétt sem Höskuldur sagði, að þetta er mjög áberandi i bréfum tii st jórn- enda þáttarins Daglegs máls. Menn vilja fá alveg ákveðinn Ur- skurö á því hvað er rétt og hvað er rangt. Og mér er ákaflega illa við það þegar menn eru að segja, að ekki sé hægt að segja hlutina á tvo vegu. Höskuldur: Ég held að menn fái þetta Ur uppeldinu i skólunum. Kennarinn les ritgerð, strikar i hana og segir: Þetta er vitlaust. Þyðir það til dæmis, að um leið og t.d. 51% af þjóðinni er farið að segja „mér langar" sé það þar með orðið rétt? Helgi: Já, kannski rösklega 50%. Eða að allir séu farnir að segja það. Það er kannski rétt að ræða stafsetningu út frá þessu. NU er það orðin rikjandi mál- venja um allt land að hafa U á undan ng og nk. Samt righalda menn i það að hafa ekki brodd yfir u-inu. Og það stingur mig alveg sérstaklega, þegar verið er að tala um UMFl, þ.e.a.s. Ung- mennafélag Islands. Þarna þyrfti endilega að vera Ú svo það verði borið rétt fram. Þetta er Ung- mennafélag Islands og ætti þvi að skammstafa það ÚMFt. Höskuldur: Mig langar til að bæta þvi við þetta hvað er rétt mál og hvernig á að bregðast við þessu. Ég hef heyrt marga mál- verndarmenn segja, að það sé ekki hægt að taka mark á svona prósentum, sem ég var að tala um áðan. Það sé ekki það sem við þurfum. Við reynum að halda i gamlar málvenjur, vegna þess að við viljum varðveita samhengið við fornmálið. Við spornum við breytingum vegna þess að málið breytist hægt, og ef málið breytist hægt getum við haldið áfram að lesa Snorra og Njálu og allt þetta. En spurningin er þessi, ef við leggjum ofurkapp á það að halda samhengi við fornmálið, hvort við, að það hafi alltaf verið nokkur brögð að þvi. Málfar breytist dálitið með aldrinum og mér finnst nU gaman að sumu i málfari unglinga, eins og skvisa og gæi. Það gefur fjölbreytni. Höskuldur: Ég held að það sé hægt að ganga of langt i þessu. Þegar menn eru að veita fræðslu um málið i' skólum þarf lika að leggja áherslu á það hvernig málið er nUna. Þegar verið er að halda f gamlar venjur er lfka spurningin hvernig það er 'sett fram. Það er talað um að menn séu illa talandi ef menn tala ekki eins og viðmiðunin er. Það hefur verið of litið gert af þvi að fræða menn um það hvernig mál breyt- ist. 1 staðinn hafa menn verið hæddir og spottaðir fyrir málfar sitt svo þeir haldi, að annaðhvort kunni þeir ekkert i málinu, eða þeir fyllast af einhverjum upp- reisnaranda. 011 svona hræðsla viðmálið er af hinu illa, og það er best að fara sem lengst frá þessu. Helgi: Ég kannast nU ekki við þetta. Ég hef alla tið kennt i Stýri- mannaskólanum, og þar eru menn orðnir nokkuð fullorðnir. Þessvegna er ég kannski nokkuð einangraður. En ég held nú ekki að menn séu hræddir við málfar sitt. Við málhreinsunarmenn eða málverndarmenn höfum verið sakaðir um, að við vekjum mál- ótta, og þetta á sérstaklega að vera lítt menntað fólk, sem á að vera þanníg, kúgað af okkur mál- hreinsunarmönnum. En þetta er ekki reynsla min, t,d, frá bréfum sem ég fékk i þáttinn Daglegt mál, þvi'ég fékk einmitt flest bréf frá li'tt menntuðu fólki og það var ekkert að skammast sin fyrir málfar sitt. Mér finnst það hafa farið framhjá hlustendum, að ég deildi lang mest á lærða menn og ég held að tungunni stafí mest hætta af mál- fari þeirra, miklu meiri heldur en unglinganna. Höskuldur: Ég veit dæmi þess, að harkaleg málhreinsunarstefna i skólum gæti valdið þessu. Ég hef orðið var við þetta, að ef gengið er hart fram i þessu, að vera alltaf að leiðrétta málfar manna og kannski stundum að gera gys að mönnum, skamma þá fyrir að segja einhverja vitleysi, þessa margnefndu þágufallssýki eða eitthvað annað, getur það valdið öryggisleysi. Máliðer svo mikill parturaf mönnum sjálfum. Þeir koma í skólann með ákveðið mál- far, sem er að hluta tekið i arf frá foreldrum eða eldri systkinum. Ef tekið er hart á mönnum og gert gys að þeim fyrir málfar þeirra finnst þeim það vera árás á sig og kannski lika þá sem þeir lærðu þetta af. Menn segja kannski „mér langar" af þvi að móðir þeirra segir það og hugsa sem „Kæri mig ekkert um að íslenskan fari í slóð dönskunnar" það séu ekki málfræðingar sem bUa til málið og málfræðina, heldur lesi þeir málfræðina Ur málinu eins og það hefur verið. Og ég held, að flestir viðurkenni, að hér á landi séu mállýskur eftir landshlutum. En hitt er annað mál, að með Utvarpi og sjónvarpi verður óhjákvæmilega samein- ing. Það er t.d. greiniiegt, að vestfirskan er á undanhaldi hjá ungu fölki. Það er ekki nema gamalt fólk, sem heldur henni, og þeir sem vilja gera það, reyna allt til þess að halda henni. En það er þetta með föllin. Það getur vel verið, að það hafi verið barist óþarflega hart gegn þágufalli. Þetta hefur verið langt og mikið strfð. En það er oft svo, að það er barist harðast um smáatriði, en stærstu atriðin aftur látin eiga sig. Ég held að aðalatriðið þarna sé, að við hóldum aðgreindum geranda, þolanda og þiggjanda. En það er kannski álitamál. Af hverju á að segja „mig langar" en aftur „mér leiðist?" Höskuldur: Þaö sem ég hafði mestan áhuga á, þegar ég flutti þetta erindi i' Utvarpið um daginn, var aö fá menn til að velta þvi fyrir sér, að það er ekker't gefið hvernig á að skera Ur svona hlut- um, og það væri ástæða til þess að menn ræddu þetta. Og Helgi nefndi þarna rikjandi málvenju. það verði til þess, að málið I skól- unum verði i samhengi við forn- málið en Ur samhengi við nUtima- málið, sem er talað utan skólans. Helgi: Ég er nú ekki viss um það. Ég held, að það sé ekki gjá milli skölans og almenns talmáls og milli bókmennta og málsins sem talað er. Ef menn eru vel lesnir tala þeir upp Ur bókmennt- unum. Höskuldur: Er þá ekki komið tilbUið mál? Helgi: Nei, mönnum er orðið þetta eiginlegt. Þeir eru búnir að lesa svo mikið af þessum texta. Er þetta ekki einmitt tilgang urinn með bókmenntalestri i skól- um? — En er þetta ekki úr takti við málið einsog það er talað, t.d. á Hallærisplaninu — unglinga- málið? Helgi: Ég veit ekki hvort það þarf að vera svo alveg Ur takti við það. Ég held að það sé alveg nauðsynlegt að halda þarna tengslunum. Ég er alls ekki að halda þvi fram þvi sem Jón Skeri'nef sagði, að Snorri hafi skrifað allt sem þurfti að skrifa. En ég held að fornmálið sé sá grundvöllur, sem við eigum að byggja á. Ég hef þvi miður aldrei verið á Hallærisplaninu. En það getur vel verið, að unglingar tali annað mál en fullorðnir. Ég byst svo, að hUn kunni þá ekkert i is- lensku. Helgi: Það er kannski vegna þess.að ég hef aldrei kennt ungl- ingum, en ég kannast ekkert við þessi vandamál, sem Höskuldur nefnir, t.d. þessa þágufallssýki. Við skulum nefna annað, sem snyst um það hvort á að hafa áhrif á málþrdunina eða ekki. Þið kannist við flámælið svokallaða. Það var snUistgegn þessum rugl- ingi i og e og u og ö meðal annars til að halda þessu einkenni máls- ins þannig að islenskan færi ekki sömu leið og danskan. Þetta tókst. En nU risa menn upp og andmæla þessu! Höskuldur: Röksemdin sem menn höfðu fyrir þessu var sú, að þetta væri Ijott. Það er eins og alltaf þegar einhver talar öðru- vi'si en aðrir, þá finnst mönnum það ljótt. Ég held ekki að það sé verjandi að berjast gegn málein- kennum vegna þess að mönnum finnist þau ljdt. Helgi: Ég er þeirrar skoðunar, að það eigi að lita á málið sömu augum og þjóðfélagið. Ég vil hafa afskipti af þvi' hvernig þjdðfélagið þrtíast. Ég er lika andvlgur mál- reksstefnunni, og ég held að það hafi verið alveg rétt stefna að hamla gegn þessari sérhljóða §

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.