Helgarpósturinn - 13.03.1981, Blaðsíða 18

Helgarpósturinn - 13.03.1981, Blaðsíða 18
FÖstudagur 13. mars 1981 helgarpásfurínn JA PONA /SERIE Þaö hefur verið heldur hljótt i DjUpinu á þessu ári. Siðasti stórviðburðurinn þar mun hafa verið skáldavakan i jólamán- uðinum, í þann mund sem veður tók að versna hér á landi. Það er Fyrri sýning hans á kassa- verkum vakti athygli, en þá stökk Karl fram á sýningarvöll- inn án þess að gera boð á undan sér, en hann ersjálfmenntaður I myndlist. Það sem hann sýnir engin furöa þótt galleri séu ekki stööugt starfandi, gæði sýn- ingarstaöa felast vart i fjölda sýninga. DjUpið hefur og sinnt öðru hlutverki, verið jazz-kjall- ari og þar æfir trió Guðmundar Ingólfssonar reglulega, svo nokkuð sé nefnt. Þar sem þetta galleri er litiö hafa forráðamenn einkum sér- hæft staöinn I smáum sýningum og yfirlætislausum. Þaö fer litiö fyrir stórhug innan veggja DjUpsins. Miklu fremur er það einkenni staðarins, að þar sýna menn af eins konar briarii. Þetta gefur galleriinu svolitinn kæruleysisbrag og getur virkaö þægilega á þá sem ekki æskja sér mikils frama með list sinni. Þar aö auki sleppa sýnendur i DjUpinu við alls konar stimpla sem fylgja öðrum sýningar- sölum T.d. verða þeir vart vændir um aö taka sig of hátið- lega, líkt og þeir sem sýna á Kjarvalsstöðum: né nýlistaflipp likt og þeir sem sýna i Suöur- götu 7 og ekki verða þeir sakaðir um k venréttindatendensa þeirra sem sýna I Langbrók. Sá sem sýnir i DjUpinu veröur þvi seint ákærður fyrir einhvern linudans. En þetta gerir um leið sýningar galierlsins afar mis- jafnar. . NU sýnir Karl JUlkisson i annað sinn verk sin I Djúpinu. nU er af alit öðrum toga spunnið. Hér eru á feröinni 13 skUlptUrar, eins lags svifverk unninilétt og fjaöurmagna efni. Uppistaðan i verkunum eru bambusgjaröir sem Karl sveigir og teygir og bindur saman með tágum. I annan stað fyllir hann tómið milli gjarð- anna meö strengdum lakk- pappir eða fiskroði og taka verkin gjarnan á sig svip flug- fiska eða fugla. Gerð þessara ..Takist Karli því að ein- angra og auka kraftmikið eðli efniviðarins og tengja það óræðari viddum, veröur sannar- lega tilhlökkun að biða eftir næstu sýningu hans,” segir Halldór Björn um sýningu Karls Júliussonar i Djúpinu. skUlptUra er ekki ósvipuð aust- rænni blævængjagerð eöa svif- f lu gu m ód elum . Spenna bambussins er fengin meö hnýt- ingu, eða vir- og tágastreng. Þetta eru þvi þanin verk og leik- andi létt likt og flugdrekar. Greinilega er um þróun að ræða innan þessara bambuss- verka. Frá fyrstu myndunum sem eru yfrið skreytikenndar, til siðara stigs, er stór munur. Karl virðist gera sér grein fyrir þvi er á liður að sjálfur efni- virðurinn talar sinu máli burt- séð frá forminu. Þannig virka bestu verkin á áhorfandann sem nytjahlutir, en við nánari at- hugun er ekki um snjóþrúgur né Leikfélag Akureyrar: annað slikt að ræða. Þetta birt- ist i verkum s.s. nr. 8, 13, 6 og 1. Aðall þessara verka er eink- um fólginn i handbragöinu. Þar er Karl i essinu sinu og hvergi sjást hnökrar á þvi, þótt ekki sé um of mikið nostur að ræða heldur. Hitt þarf Karl að athuga betur, að efnið vinnur með honum en ekki á móti. Það er þvi' óþarft að kengbeygja bambusinn svo hann verði að fugli eða fiski. Slikt gerir ekki annað en slæva frumleika verk- anna og gefa þeim óþarflega skrautlegt inntak. Miklu fremur væri vert að kryfja til mergjar tviskinnunginn sem sprettur af fyrstu áhrifum þeirra, tengslin viö frumstæða nytjahluti og spennuna sem myndast þegar menn sjá að svo er ekki. Þá mundi efni og form vera i mun ljóðrænna samhengi og verkin öðlast meiri frumstæðan kraft. Þetta held ég að Karli skiljist þegar áðurnefnd verk eru at- huguð. Þau hafa yfir sér ein- hvern austrænan biæ, helst jap- anskan og hafa að bera mun meiri þróunarmöguleika en marka má af heild sýningar- innar. Takist Karli þvi að ein- angra og auka kraftmikið eöli efniviðarins og tengja það óræð- ari viddum, verður sannarlega tilhlökkun að biða eftir næstu sýningu hans. „Bjartsýnir á áframhaldið" segir Theódór Júlíusson Leikfélag Akureyrar tók til starfa að nýju i siðustu viku eftir nokkurt hlé vegna fjárhagserfið- leika, er það frumsýndi leikritið Ská.ld-Kósu eftir Birgi Sigurös- son. Helgarpósturinn hafði sam- band viö Theódór Júliusson, varaformann leikfélagsins og spurði hann hvernig fjárhags- grundvöllurinn væri. Theódór sagði, að orðið hefði að draga starfsemina töluvert saman. Núna væru einungis þrir á föstum samningi sem leikarar og tveir i hlutastarfi. Fjárhagur- inn væri langt frá þvi að vera góður, en hins vegar gengi það, miðað við að starfsmenn væru ekki fleiri. Um áframhald á starfseminni, sagði Theódór, að bráðlega yrðu hafnar æfingar á öðru leikriti, en ekki yrði leikið meira i vetur. Hins vegar væri þaö meiningin að hefja næsta leikár með pompi og pragtog ráða fleira fólk til starfa, þannig að fastráðnir við leikhúsið næsta haust veröi átta manns. Theódór sagði, aö þeir hefðu viljað byrja leikárið á verki, sem hefði erindi til fólksins, og jafnvel .islensku. Þess vegna hefði Skáld- Rósa orðið fyrir valinu. En leikrit þetta fjallar um þær þjóðfrægu persónur Nathan Ketilsson og Skáld-Rósu, sem fyrir löngu eru orðnar þjóðsagnarpersónur hér. ..Við vissum af bvi. að við gætum fengið töluvert af fólki. sem áður hafði starfaö með leik- félaginu, til liðs við okkur. Þá fannst okkur ástæða til að taka nokkuð mannmargt leikrit”, sagði Teódór, en alls koma 17 leikarar fram i sýningunni i 22 hlutverkum. Theodór sagði, að sýningin hefði fengið góðar viðtökur og hefði spurst vel um bæinn. Hann ætti þvi von á, að aðsókn yrði góð. Aðspurður um hvort hann væri bjartsýnn á aö starfsemin gengi núna, sagðist Theódór vera það. ,,Ég held, að þetta leikár komi þokkalega út, þvi við höfum náð þannig samningum við fólk, að Skáld-Rósa kemur til með að koma þokkalega út fjárhagslega. Þvi er ekki að neita, að þaö kom þó nokkuð út úr viðræðunum við bæjaryfirvöld og riki á siðastliönu sumri og hausti, en samt sem áður má ekki stoppa. Það þarf að halda þessu vakandi áfram”, sagði Theódór. Hann sagöist vilja itreka það, að atvinnuleikhús yrði ekki rekið á Akureyri i þeirri mynd, sem það er núna. Það væri ekki grund- völlur að byggja starfsemina á fólki, sem ynni úti i bæ, heldur þyrfti að vera ákveðinn kjarni, eins og áður, þó hann væri ekki stærri en átta manns og að þvi yrði stefnt. „Viö höfum von um að fá fólk i þessi störf. Bæði eru að útskrifast nýir leikarar og eins höfum við heyrt af leikurum, sem eru nú þegar i starfi, sem hafa áhuga á að koma hingað norður” sagði Theódór Júliusson. Aðdragandi og upphaf atómskáldskapar Evsteinn Þorvaldsson: Atómskáldin — Aðdragandi og upphaf modernisma i íslenskri ljóðagerð. Fræðirit 5. 328 bls. Rannsóknarstofnun i bók- menntafræði við Háskóla ts- lands Hið islenska bókmennta- félag 1980. NU eru liöinu.þ.b. 30 ár frá þvi að mikil umbrot áttu sér stað I islenskri ljóðagerð. Þær nýj- ungar sem þá komu upp mættu mikilli andspyrnu og þótti mörgum sem vegið væri aö rót- um menningararfleifðarinnar. Nú hafa flestir fyrir iöngu sætt sig viö þessar breytingar og margir hafa lært að njóta skáld- skapar sem bregður út af hefð- bundnu formi og tjáningar- máta. Skammaryrðið atóm- skáld sem eitt sinn var notaö skáldunum til hnjóðs hefur ööl- ast sess sem bókmenntafræði- legt heiti á ákveönum hóp skálda. Þaö eru skáldin sem gáfu Ut sinar fyrstu bækur kringum 1950 og er kjarni þess hóps Stefán Höröur Grimsson, Hannes Sigfússon, Jón Óskar, Einar Bragi og Sigfús Daðason. Þdtt undarlegt megi viröast, ber stundum við að menningar- legt nátttröll reki upp opinber gól og fjargviörist út af þessum breytingum skáldskaparins, breytingum sem á sinum tima voru dhjákvæmilegar og nauð- synlegar. Hver kynslóö hlýtur að endurnýja listina i sinni mynd og umfang breytinganna, endurnýjunarinnar, er afleiöing annarra breytinga I samfélag- inu. Aldrei i Isiandssögunni hafa orðið jafn miklar breyt- ingar á jafn mörgum sviðum á eins skömmum tlma eins og ár unum I kringum seinni heim- styrjöldina. Þvi þarf engum að koma á óvart þó að miklar breytingar og nýjungar komi fram i listum i kjölfar slíkra samfélagsbreytinga. Aðdragandi. Þaö er mjög timabært verk sem Eysteinn Þorvaldsson hefurráðist i, aö kanna aðdrag- anda, upphaf og eðli modern- isma i islenskri ljóðagerð. Það var mikil þörf á að fyrir al- menningssjónir kæmi verk þar sem skýrt er Ut á aögengilegan og um leið strangfræöilegan hátt, hvaö það var sem gerðist i ljóðageröinni og hversvegna það gerðist. Bók Eysteins skiptist i tvo hluta. Fyrri hlutinn er fyrst og fremst bókmenntasaga. Þar er i' upphafi litið á skil- greiningar nokkurra fræði- manna á þvi hvað sé modern- ismi. Modernismi er eitt af þessum hugtökum sem erfitt er að skilgreina nákvæmlega, þó að menn séu með nokkuö skýra sameiginlega hugmynd um hvaö i þvi felst. Siðan er fjallaö um upphaf modernisma á Vesturlöndum og gerð grein fyrir nýjum hreyf- ingum I listum sem fram komu i upphafi þessarar aldar. Einnig er fjallað um helstu frumkvöðla modernismans á 20. öld eins og Pound, Eliot o.fl. 1 þessum alþjóölega inn- gangskafla er viða seilst til fanga og ég hef ekki séð á einum stað betur gert grein fyrir þessu viðfangsefni. Að þessum alþjóölega inn- gangi, slepptum tekur við um- fjöllun um nýjungar I íslenskri ljóðagerð fram að atómskáld- unum. Eru þar athugaðar helstu nýjungar sem fram hafa komið allt frá Jóhanni Sigurjónssyni og fram að Steini Steinarr og Jóni Ur Vör. Þá kemur greinargerð fyrir menningardeilum og ástandi á fimmta áratugnum þegar varð- hundar „þjóðlegrar menn- ingar” hófu herferð „gegn klámstefnu og klessugerð” i myndlist og var þaö einskonar undanfari deilunnar um skáldin seinna. Næst gerir Eysteinn grein fyrir atómskáldunum, bæöi sem hóp og einstaklingum og fjallar einnig um samherja þeirra i skáldskapnum. 1 framhaldi af þessu er siðan fjallað um or- sakir og upphaf atómkveð- skapar hér á landi. Þessi kafli finnst mér i rýrasta lagi, en geri mér jafnframt grein fyrir þvi að það er mikið álitamál hversu langt skuli gengið i að rekja or- sakir breytinga af þessu tagi. í siðasta kafla fyrrihlutans er greint frá þeim opinberu deilum um skáldskap atómskáldanna sem spruttu upp árin 1951—1954. Er þessi kafli skemmtilegur og frdðlegur og er það þarft verk að draga saman meginatriði þessara deilna. Er það mest gert með þvi' að tina til beinar tilvitnanir I einstaka höfunda, flestum andstæðingum skáld- anna til litillar frægðar. 1 fyrri hlutanum er sem sagt rakinn aðdragandi breyting- anna sem verða á skáld- skapnum kringum 1950 og jafn- framt gerö grein fyrir skáld- unum sjálfum og umræðunni, deildunum, sem spruttuupp um verk þeirra. Skáldskapurinn. Seinpi hluti verksins er bók- mennta fræðilegur. Þar eru vandlega skilgreind hver eru einkenni modernra ljóða og siðan athugaö hvernig þessi ein- kenni birtast i ljóðum atóm- skáldanna. Það yrði allt of langt mál að rekja þessar skilgreiningar hér. Þó eru nokkur meginatriöi sem vert er aö taka fram. Þeir sem deildu á atómskáld- in einblfndu fyrst og fremst á ytri formseinkenni ljóöanna, stuðla, höfuðstafi, rlm og upp- setningu. TrUa sjálfsagt margir þvi ennað þettaeða réttara sagt skortur á þessu séu helstu breyt ingarnar sem uröu. En það er mikill misskilningur. Eysteinn sýnir mjög skipulega fram á að það eru önnur einkenni sem skiptamiklumeira máli. Skiptir þar mestu máli að skáldin taka upp nýja tjáningaraðferö sem felst i þvi að tala beint til les- enda meö myndum, gera mynd- irnar miðlægar i allri gerð ljóðs- ins, i stað þess að nota myndmál til skrauts og skýringar eins og áður var mest tiðkað. Einnig brjóta þeir verulega mál- notkunina með röskun setninga- skipunar, málfarslegri sam- þjöppun, margræðni og óvænt- iiÞIÓÐLEIKHÚSK) Gestaleikur listdansarar frá Sovétrikjun- um (Bolsoj, Kief og fl.) 3. sýning i kvöld kl. 20 Uppselt 4. sýning sunnudag kl. 20 Upp- selt Aukasýning mánudag kl. 20. Sölumaður deyr 8. sýning laugardag kl. 20 Uppselt þriðjudag kl. 20. Oliver Twist sunnudag kl. 15. Dags hríðar spor miðvikudag kl. 20. Siöasta sinn. Miðasala 13.15—20. Simi 1-1200. um tengingum, visunum og ýmisskonar nýgjörfingu. Einnig verður töluverð breyting á yrkisefnum og viðhorfum skáld- anna. 011 þessi atriði fjallar Ey- steinn um á mjög skipulegan og skýran hátt og er þarna margt að finna sem kemur á óvart. Ég þykist vera betur að mér um viðfangsefni þessarar bókar en flest annað. Ég fullyrði að hér er komiö grundvallarrit i bókmenntasögu islendinga á 20. öld. Þetta verk uppfyllir bæði ströngustu visindalegar kröfur og er vel læsilegt og aðgengilegt öllum sem áhuga hafa á ljóðum og ljóðagerð. Frágangur bókarinnar er til fyrirmyndar. Aftaster nafna- skrá, itarleg heimildaskrá og loks summary á ensku. — G.Ast. leikfélag REYKJAVlKUR Rommý i kvöld kl. 20.30 uppselt miðvikudag kl. 20.30 Ofvitinn laugardag kl. 20.30 uppselt þriðjudag kl. 20.30 ótemjan sunnudag kl. 20.30 Miöasala i Iönó kl. 14—20.30 Simi 16620. i Austurbæjarbió i kvöld kl. 21.00 Miðasala i Austurbæjarbió frá kl. 16-21.00. Simi 11384.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.