Helgarpósturinn - 20.03.1981, Blaðsíða 2

Helgarpósturinn - 20.03.1981, Blaðsíða 2
Föstudagur 20. mars 1981 komst hUn að þeirri niðurstöðu, að ,,ekki skuli unnið að endur- skoðun bamaverndarlag'a einna sér, heldur verði samtimis unnið að endurskoðun annarra laga um félagslega þjónustu.sem sveitar- félög inna af hendi”. I desember 1978 skipaði félags- málaráðherra aðra nefnd til þess að endurskoða gildandi lög um barnavernd, meðal annars steypa saman lögum um barnavernd, dagvistun og heimilisþjónustu. Hún skilaði áliti i október 1980. Um miðjan janiiar i ár var sfðan starfshópur skipaðurtilaðannast verkið. Hann hefur frest til jafn- lengdar næsta árs til að ljúka þvi. — Núgildandi barnavemdarlög eru mesta kraðak og svo mikið bútuð niður, að það er erfitt að hafa yfirsýn yfir þau. Það er þvi ákaflega erfitt að framkvæma þau eins og þau eru, segir Jón Björnsson félagsmálafulltrúi á Akureyri, sem átti sæti i þeirri nefnd, sem endurskoðaði lögin á sinum tíma. „Neikvæð lög” — Lögin ganga út frá þvi, að barna verndarnefndirnar séu apparat, sem hægt er að leita til eftirað einhver hefur verið vond- ur við börnin sin. En þau segja ekkert um hvað á að gera við þessa foreldra, sem ekki hafa staðið i stykkinu. Þetta eru nei- kvæð lög, sem ganga fyrst og fremst út á boð og bönn, segir Jón Bjömsson. Annargalli á barnaverndarlög- unum er sá, að þau heyra undir menntamálaráðuneytið. Félags- málaráðuneytið hefur hinsvegar Hvunndags- saga úr alls- nægtaþjóð- félaginu Tvö ung börn koma heim úr skölanum á miðjum degi, en komast ekki inn, vegna þess að móðir þeirra sefur úr sér vim- una frá kvöldinu áður. Loksins þegar hún vaknar opnar hún dyrnar fram á gang rétt mátu- lega mikið tii aö kasta út hálfu fransbrauði til barnanna. Atvik eins og þetta gerast i allsnægt arþjóðfélagi nútimans. Og þetta gerist ekki bara einu sinni, heldur nánast daglega. Móðirin treystir á að nágrannarnir i blokkinni sjái um bömin, eða að þau sjái um sig sjálf, og þau ganga sjálfala allan daginn og kannski fram á kvöld, þegar móðirin er ofðin dmkkin á ný. eftir: Þorgrím Gestsson myndir: Jim Smart Á meðan halda sorgarsögurnar áfram að gerast og börnunum er ekki einu sinni búið réttarfarslegt öryggi Tvær ungar konur fara út að skemmta sér að kvöldi til og skilja sex börn eftir i ibúð annarr- ar þeirra, þaö elsta tiu ára. Þegar liða tekur á kvöldið kvarta ná- grannarnir til lögreglunnar undan mikium hávaða úr ibúð- inni. Þegar lögreglumenn koma á staöinn er elsta barniö fiúiö undan barsmiðum hinna, meö nokkurra mánaöa systkini sitt. í annarri ibúö eru ung börn i reiðileysi, móðirin hefur „skroppið á ball” og treyst á, að bömin svæfu. En þau sváfu ekki, og að lokum er gráturinn orðinn svo mikill, að iögreglan er kvödd til. Þetta er ekki tilbúningur heldur tvö nýleg dæmi úr heldur kaid- ranalegum og nöturlegum raun- veruleikanum. Það eina sem lög- reglan gat gert var að taka að sér barnfóstrustörf meðan foreldr- anna var leitað. Atvik eins og þessi koma alltof oft fyrir, og þetta endurtekur sig hvað eftir annaö á sömu heimil- unum. Það eina sem við getum gert er að kalla til barnaverndar- nefnd og börnin erukannski tekin i umsjá hennar timabundið, en við reynum í Iengstu lög að halda heimilunum saman, segir Bjarki Eliasson yfirlögregluþjónn i sam- tali við Helgarpdstinn. En oft er einmitt þrautalending sú, aö barnaverndarnefnd tekur ákvöröun um að svipta foreldra, eða foreldri, ef um einstæða foreldra er að ræða, umráðarétti yfir börnunum. Endir á fyrsta þættií miklum harmleik, og upp- haf á næsta þætti. — Þetta eru erfiðustu málin, sem koma til okkar. Félagsmála- stofnun hefur reynt að hjálpa ein- stæðri móður með barn, gert mik- ið fyrir hana, en hún hefur verið kærð fyrir misþyrmingar á barn- inu eða vanrækslu. Máiið er kannað, lögfræðingur og sálfræð- ingur hafa gert skýrslur þar sem manneskjan er metin. Það endar oft með þvi aö hún er svipt um- ráðaréttinum yfir barninu um lengri eða skemmri tima, oftast þar til það er orðið 16 ára, segir Bragi Jdsepsson formaður barna- verndamefndar Reykjavikur. Harmleikur Það er einmitt þarna, sem harmleikurinn hefst stundum fyr- ir alvöru. Fósturforeldrar eru fundnir, en það er undir hælinn langt hvernig þeir reynast, og aö sögn Braga er ekki óalgengt að börnin leiti til foreldra sinna á ný, jafnvel mörgum árum siðar. Sé um að ræða óskil- getið barn einstæðrar móður bæt- ir það ekki úr skák, að réttur föðurins er enginn samkvæmt gildandi lögum um vernd barna og ungmenna. Að sögn Bjarka Eliassonar komá feðurnir einmitt oft við sögu i slíkum málum og biðja jafnvel um aðstoð. Enda þótt þeir væruhæfaritilað sjá um börnin en mæðurnar er lagalegur réttur þeirra enginn, þótt í fram- kvæmd sé stundum leitað til þeirra. — En vanræksla.jafnvel likam- legrar meiðingar eru ekki alltaf það versta, segir formaður barnaverndarnefndar. — Það versta er andlega of- beldið, sem getur birst i ýmiss konar myndum, og þá jafnvel hjá fólkisem á nóga peninga og hefur það ágætt. Alvarleg átök milli foreldra og hótanir um misþyrm- ingar og öskur á smábörn geta haft afdrifarikari áhrif en þótt þau vaöi i skit og brennivini. Og ekki sé talað um kynferðislegar misþyrmingar og annað kyn- feröissukk fyrir framan augun á þeim.Þetta geristiöllum stéttum þjóðfélagsins, þótt það komi helst upp á yfirborðið hjá smælingjun-t um. Hinir betur settu geta haldið þvi leyndu þannig aö við kom-i umst aldrei inn i málin. En þetta kemur fram i viðræöum við ung- linga. Ekki bara lög Mál sem þessi verða að sjálf- sögöu ekki eingöngu leyst með lagabalkum. Eða eins og Jón Björnsson sálfræðingur og félags- málafulltrúi á Akureyri segir i samtali við Helgarpóstinn: „Foreldrar ætla sér ekki að vera vondir við börnin sin, þótt þeir lendi í vandræðum sem oft eru timabundin. Og ég vil halda þvi fram, að ýmsir opinberir og hálf- opinberir aðilar, sem eiga ýms- um skyldum aö gegna við börn og unglinga, eigi oft ennþá meiri sök, þegar þeir standa ekki við á nefnd ofan þessar skuldbindingar. Þarna á ég meðalannars við dagvistunar- mál og leik- og tómstundaaðstöðu við skóla”, segir Jón Björnsson. En barnaverndarstarf þarf þó að grundvallast á lögum. Um það gilda margir og miklir lagabálk- ar, sem margir hverjir eru komn- ir til ára sinna, þeir elstu eru frá árinu 1921. Það vantar þó ekki, að ýmis af þessum lögum hafa verið til endurskoðunar. Frumvarp til bamalaga, sem gert er ráö fyrir að leysi af hólmi marga þessara lagabálka, var fyrst lagt fyrir Alþingi árið 1976. Það hefur tekið miklum breytingum i meðförum þingsins, en hefur enn ekki verið samþykkt. „Mesta kraðak” Ariö 1974 var skipuð nefnd til að endurskoða lög um vernd barna- og ungiinga, eða barnaverndarlög- in svonefndu. Nefndin skiláði áliti og drögum að nýjum lögum árið 1979 — á barnaári. En jafnframt v i' i

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.