Helgarpósturinn - 20.03.1981, Blaðsíða 17

Helgarpósturinn - 20.03.1981, Blaðsíða 17
17 Ágreiningur virðist uppi innan sjónvarpsins hvort vidióið eigi að leysa filmuna algjörlega f hólmi. Tækniþróun hjá sjónvarpinu: Videó inn — filman út Þær hugmyndir hafa komið upp innan sjónvarpsins, að á næstu þrem til fimm árum, verði að mestu eða öilu lögð niður vinna með filmu innan stofnunarinnar, en í staðinn eingöngu unnið með myndsegulböndum. Yfirverk- fræðingur sjónvarpsins telur það óhjákvæmilegt, ef tslendingar eigi að fylgja tækniþróuninni i heiminum i dag. Forstöðumaður kvikmyndadeildarinnar er hins vegar ekki alveg á sama máli og telur það vanhugsað að leggja filmuna alveg niður. Þá munu kvikmyndagerðarmenn vera á sama máliog telja þessa fyrirætl- un hættulega kvikmyndagerð I landinu. „Það er min trú, og fleiri, að þróunin i heiminum sé svo ör frá filmu yfir i elektrónik, að við get- um farið að hugsa fram fyrir okkur, og i staðinn fyrir að endur- væöa kvikmyndadeildina með miklu af dýrum búnaöi, þá heldur að keyra þetta út eins og það er og reikna meö að verði skipt yfir”, sagði Hörður Frimannsson, yfir- verkfræðingur sjónvarpsins, þeg- ar hann var spurður um þessar hugmyndir. Hörður sagði, að lengra væri málið ekki komið enn, en niður- staðan af fundinum var sú, að lagðar yrðu fram nákvæmar kostnaðaráætlanir og hugmyndir um þetta, áður en það yrði frekar rætt. Sjónvarpið hefur þegar stigið skref i þessa átt, þvi erlendar fréttastofur eru þegar farnar, eða um það bil að hefja að senda er- lendar fréttir á kassettum. Sagði Hörður, að þetta væri ekki bara hugmynd komin frá þeim i is- lenska sjónvarpinu, þvi þetta væri að gerast um allan heim. Amerika, Afrika og Asia hefðu þegar skipt yfir fyrir tveim árum, en Evrópa væri núna fyrst að koma inn i myndina og það byggði á þvi', að það hefði þurft að fá þetta viöurkennt sem standard hjá öllum sjónvarpsstöðvum. Nú væri svo búið að fá þetta sam- þykkt sem EBU standard. ,,Úr þvi það er búið að neyða okkur til að kaupa þennan búnað vegna erlendu fréttanna, má segja að þaðsé fyrsta þrepið i leiö að hinum búnaðinum, þvi nú þurfum við ekki að bæta við nema beranlegri myndavél og beran- legu segulbandi, þvi vinnslutækin eru komin. Við erum þegar búnir aðkaupa eina slika myndavél, en segulbandið kemur ekki fyrr en eftir einn og hálfan mánuð. Við fáum aðra myndavél fljótlega og annað beranlegt segulband og þá erum við byrjaðir að fikra okkur inn á þessa braut, þó að það sé enn á tilraunastigi. Við þurfum Skemmtileg skötuhjú Tölvutrúlofun (A Perfect Couple) Bandarik. ÁRGERÐ 1979. Handrit og leikstjórn: Robert Altman. Aðalhlutverk: Paul Dooley og Marta Heflin. Kvikmyndir og músik hafa allt frá upphafi talmyndanna verið óaðskiljanlegir föru- nautar. TheJazzsingers markaði upphafið að þessari trúlofun og allt siðan hefur verið geröur aragrúi söngva- og tónlistar- mynda. Samt sem áður hefur samband þessara tveggja list- greina ætið verið dálitið vandræðalegt. Ég á þó ekki við notkun á tónlist til áhrifsauka i kvikmyndun heldur þegar söngur og tónlist er hluti af söguþræðinum. Þá gerist það venjulega að tónlistaratriðin standa ein sér, það verður að rjúfa frásögnina til að koma þeim að og þar með raskast eftirliking raunveruleikans sem flestar kvikmyndir byggjast á. I útlandinu i sumar sem leið sá ég hins vegar tvær kvik- myndir, sem voru einkum at- hyglisverðar fyrir þá sök að þar lögðu höfundar þeirra sig alla fram um að fella tónlistarat- riöin eðlilega inn i frásögn myndanna. önnur þessara mynda var Fame Alans Parker (Midnight Express) en hin skötuhjúin fullkomnu hans Altmans. I báöum tilfellum heppnaðistþessi viðleitni i aöal- atriðum, þótt báðar myndimar væm um margt gallaðar að öðru leyti. Tölvutrúlofun Altmans snýst um árekstra milli gamla timans og hins nýja. Ungur maður og ung stúlka, sem bæði eru i' leit að lifsförunaut, eru leidd saman fyrirtilstuölan hjónabandsmiöl- unar, sem lætur tölvu draga saman væntanlega maka. Skötuhjúin koma úr gjöróliku umhverfi — hann er sonur gnsks auðjöfurs, sem dýrkar húsbóndavald sitt og klassiska tónlist, en hún býr i kommúnu með félögum sínum i rokk- hljómsveit þar sem hún er ein af söngvurunum. Hann er gamal- dags en hún hálfgert blóma- bam, hann þykist hafa allt á hreinu en hún er reikul og óörugg. Samband þeirra er lika heldur brösótt og vandræðalegt, svo að lengst af verður ekki annað séð en tölvan blessunin hafi gert meiriháttar mistök. Altman notar tónlistina sem tákn til aö undirstrika þessa tvo gjöróli'ku heima, sem skötu- hjúin eru komin frá, eða öllu heldur öfugt — skötuhjúin sem tákn þessara tveggja óliku tón- listarstefna sem ráða rikjum um þessar mundir — klassik- innar og rokksins. Og þrátt fyrir margháttaða árekstra þeirra á milli er niðurstaðan þó sú, að þessar tvær greinar sama meiðs hin alvarlega, fræðilega, kraftmikla, stefnuvillta lág- menningarlega músik — séu þegar allt kemur til alls hin full- komnu skötuhjú, sem hvort um sig muni geta bætt hina upp. Þessi gamansama táknmáls- dæmisaga Altmans sótti harla vel að mér, kannski vegna þess að þessi „etiska” togstreita milli hámenningartónlistar og lágmenningarmúsikur hefur alltaf heillað mig, og einnig vegna þess að ég er i meginat- riðum sammála niðurstöðu Altmans. En ég geri mér lika grein fyrir að Tölvutrúlofun er varla i röð merkustu mynda Altmans heldur lit ég fremur á hana sem saklaust og skemmti- legt hliðarspor þessa kynlega kvists bandariskrar kvikmyndagerðar, sem þarna nær einhvern veginn aldrei full- komlega tökum á efninu — en frumleikinn er i góðu lagi hér sem endranær. —Bva meiri búnað til að geta lagt alveg niður filmuna, enda er ekki verið að tala um að leggja hana niður fyrr en eftir þrjú til fimm ár”, sagði Hörður. Hann sagði þó, að sjónvarpið myndi eiga kvikmyndavélar áfram, en ekki yröi miðað viö að vinna neitt að ráði með þeim, nema þá i sérstökum tilfellum. Hörður sagöi, að það mætti ekki gleyma þvi, að kostnaður við hrá- filmu hafi verið yfir hundrað milljónir króna á siðasta ári og yrði enn hærri á þessu ári. Þegar tillengri tima væri litiöværi þessi skipting yfir i myndsegulbönd spamaður, en ekki á næstu 3—5 árum, meðan sjónvarpið væri að tækjavæöa sig. „í raun og veru skiptir það okkur ekki öllu máli hvort þetta er ódýrara eða dýrara, þetta er þróunin i heiminum og við hljót- um að fylgja henni. Við getum ekki verið einir á báti”, sagði Hörður Frimannsson, yfirverk- fræðingur sjónvarpsins. „Okkur finnst þetta ekki skemmtilegt og ekki vera raun- hæft, eins og það er lagt fyrir”, sagði Þórarinn Guðnason, for- stöðumaður kvikmyndadeildar sjónvarpsins, þegar hann var spurður álits á þessum hugmynd- um. Hann sagði að sér fyndist þetta dálitið vanhugsað og á þessum áformum væru vissir annmarkar. Þetta heföi verið skipulagt á hin- um Norðurlöndunum, en þar heföi það ekki náö fram að ganga. Þórarinn sagði, að myndsegul- bandatæknin hlyti að taka yfir fyrr eða seinna. Filman og video yrðu að fá aö þróast hlið viö hlið áfram, þvi ekki væri hægt að leggja annað niður og taka hitt upp í staðinn, þróunin væri ekki komin þaö langt. Ónafngreindur kvikmynda- gerðarmaður hefur haldið fram þeirri skoðun, að það sé ekkert einkamál sjónvarpsins að leggja niður alla vinnu með filmu, held- ur væri hér á ferð menningarpóli- tiskt mál, sem snerti alla kvik- myndagerö i landinu og þyrfti að ræða þetta i miklu víðara sam- hengi. Þórarinn var spurður að þvf, hvort hann liti á þetta sem innanhússmál sjónvarpsins. ,,Ég treysti mér ekki til að svara þvi. Upphaflega var sjón- varpinu uppálagt að styðja við kvikmyndagerð i landinu, en það hefur ekki verið staðið við það eins og ástæða væri til en alla vega verður það ekki gert, ef filma verður lögð niður hér i sjón- varpinu”, sagði hann. Þórarinn sagðist telja það, að ekki væri ástæða til að leggja filmuna niður i hvelli, vegna þess að videóið væri að koma. Það væri mál flestra, sem hann hefði séð fjalla um þetta erlendis, að ekki værikomið að þvi, að videóið leysti filmuna af hólmi. Hins veg- ar sagði hann aö allt útlit væri fyrir að þessi breyting kæmi til framkvæmda, þviaðnokkru leyti væri búið að kaupa tæki til að mæta henni. íguðana Umræðuþættir sjónvarpsins i vetur hafa verið ákaflega mis- jafnir. Þáttur Gunnlaugs Stefánssonar um kirkjuna s.l. bænum ræðustjórinn fyrirfram i sam- tölum við viðmælendur i inn- slögum að vera búinn að finna nákvæmlega út kjarna þess sem þriðjudagskvöld verður þó að teljastiröðhinna áhugaveröari. Gunnlaugitókst heldég, þrátt fyrir dálitiö stiröa stjórn á stundum, að velta upp öllum helstu spurningum sem vaknað hafa um kirkjunnar starf á þessum siðustu og verstu tim- um. Hinsvegar bar þátturinn öll hin sömu merki alltof mikilla of- hleðslu langra viðtalsinnslaga er einkennt hafa fyrir umræöu- þætti vetrarins, og hefur gert þá alla þunglamalegri en þurft hefði að vera. Innslög sem þessi eiga að vera örstutt og hnitmiö- uð og notuð til þáttaskila i umræðunni og beina henni inn á nýjar brautir. Yfirleitt finnst mér þessir umræðuþættir sjónvarpsins með þvf marki brenndir að of litiö er lagt I undirbúning þeirra og forvinnslu. Ef vel á að vera eiga umræöustjóri og stjórnandi upptöku að vera bún- ir að gera sér fyrirfram hug- mynd um uppbyggingu þáttar- ins, strúktúrinn, gera þátttak- endum i umræðunni, grein fyrir þvi með góðum fyrirvara inn á hvaða svið verði komið og helst að renna I gegnum heilan þátt i æfingu. A sama hátt þarf um- þeirhafa til málanna að leggja og taka siðan upp nákvæmlega það og ekkert nema það, sem hann notar siðan til að leiða umræöuna þegar á hólminn er komið. Aöeins þannig veröur einhver mynd á umræðuþáttum af þessu tagi. Á hinn bóginn geri ég mér mæta vel grein fyrir þvi að svonalöguðu er auðvelt að slá fram en -erfiðara að framkvæma. Starfsmönnum sjónvarps er sjaldnast skammtaöur langur tfmi til þáttagerðar i þessum dúr og auk þess eru lausamennsku- greiðslur sjónvarpsins ekki svo rikulega framreiddar að nokk- ur umræðustjóri tæki i mál aö leggja á sig alla þá vinnu viö þáttinn sem þyrfti ef vel ætti aö vera. Það að stöku sinnum tekst að búa til liflega umræðuþætti, er þess vegna oftast einungis glöpalán — undantekning sem sannar regluna. Niðurstaðan verður þvi vafalaust óbreytt ástand — sjónvarpið mun halda áfram aö senda út umræðuþætti með þessu sama sniði. En I guðana bænum — fækkiö þá og styttiö innslögin. —BVS.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.