Helgarpósturinn - 20.03.1981, Blaðsíða 20

Helgarpósturinn - 20.03.1981, Blaðsíða 20
, 20 Föstudagur 20. mars 1981 Olíuvísindi: Könnun, vinnsla, viðskipti Fræg er athugasemd Trudeaus forsætisráðherra Kánada um llf fámennrar þjóöar i næsta ná- grenni við stórveldi -eins og Kanadamannai nábýli viðBanda- rikin: það er eins og að sofa hjá fil. Hversu vinveittursem hann er þér, er hann varasamur. Rumski fillinn og breyti i grandaleysi um stellingu, geturðu átt á hættu að kremjast undir. Þetta finnst Kanadamönnum og i sama streng mættum við ís- lendingar taka. Við erum kork- tappi I ólgusjó stórveldarigsins. Þess vegna er gagnlegt að fylgj- ast náið með bandariskum innan- rikismálum og átta sig á breytt- um viöhorfum þar vestra. Þaö er þvi vel, að islenskir fréttamenn hafa gert sér far um _ að greina frá yfirlýsingum og áætl- unum hins nýja Bandarikjafor- seta og ráðherra hans. Reagan og vísindin Bandariskir visindamenn eru ekkert verulega pólitiskir frekar en starfsbræöur þeirra i öðrum löndum. Þeir telja sig hafa öðrum hnöppum að hneppa en vasast i stjórnmálum. Samt gera þeir sér ljóst, að þeir eiga mikið undir skilningi valdamestu stjórnenda landsins, hugsunarhætti þeirra og viöhorfum til menningarinnar yfirleitt. Þaö er þvi alltaf uppi fótur og fit þegar nýtt fólk flytur i Hvita hús- ið og nýir ráðamenn taka við I höfuöborginni. Hér er um það að ræða, hvort fleiri eða færri mill- jónum dollara verður variö i vis- indi en áður. Verður áhuginn meiri eða minni en siðastliðin ár á þviað efla rannsóknir á einn hátt eöa annan? Nixon kallinn haföi t.d. óorö á sér fyrir skilningsleysi á nauðsyn frumrannsókna og var honum kennt um talsverðan afturkipp I þeim efnum, sem varö við valdatöku hans. Hnetubónd- inn Carter hafði hins vegar gott orö á sér meðal náttúruvisinda- manna. Talsvert hefur veriö rætt um framtiðarhorfur við valdatöku Hollywood-stjörnunnar fyrrver- andi, Reagans. Þeir kviðafullu eru þá gjarnan minntir á það, að nýi forsetinn er þrátt fyrir allt lika fyrrverandi rikisstjóri Kali- forniu, sem óneitanlega getur státað af, að vera háborg nátt- úruvisinda og heimaslóðir fleiri Nóbelsverðlaunahafa en nokkur annar biettur á jörðinni. Það hefur reyndar komið á daginn, aö Reagan hefur valið sér vel hæfa og ýtna ráðgjafa i visindum. Virðist hafa orðið átakaminni rimma milli ólikra sjónarmiða til hægri og vinstri i flokknum en togstreitan sem varö við mótun stefnunnar i öðrum málaflokkum. öldungar í olíukreppu Ekki verður hin nýja visinda- pólitik i Bandarikjunum gerð hér frekar aö umtalsefni að sinni, heldur litillega minnst á skýrslu um oliumál, sem nefnd þing- manna úr öldungadeild Banda- rikjaþings skilaði skömmu fyrir s.l. áramót. Formaður nefndar- innar var demókratinn Henry Jackson, sá er árangurslaust reyndi að veröa forseti á sínum tima — áhrifamaður I bandarisk- um stjórnmálum. Nefndin var skipuð þingmönnum úr báðum meginflokkum og mun álit nefndarinnar vega þungt, jafnvel þótt repúblikanar hafi nú tögl og hagldir. Þaö er ekki alveg út i bláinn aö minnast á oliumál i visindaþætti, þegar nánar er að gætt. Olian er hið örvandi lyf, sem rennur ört um slagæðar nútlmaþjóöfélags. Samfélagiö heimtar sina oliu og engar refjar. öllu skal til kostað við leit og úrvinnslu. Merkilegar uppgötvanir hafa verið gerðar til að bæta tæknina við að finna og vinna fiknilyfið svarta, og hafa ýmis fræði notið góðs af. Má t.d. nefna verkfræði, jarðskjálfta- fræði og haffræði. Ennfremur hafa stærðfræöi- legar aðferðir við frágang mæl- inga og úrvinnslu þeirra orðið til i oliubransanum, en geysimikið magn athugana hefur hlaðist upp i oliuæði undanfarinna áratuga. Framfarir i rafeindatækni og smiði tölva hafa haldist i hendur við oliuleit og vinnslu. Sumar hinna nýju aðferða eru svo ný- stárlegar, að allmörg ár munu liða áöur en visindamenn i öðrum greinum ranka við sér og sjá sér hag I að notfæra sér snillibrögö „oliuvisindanna”, þ.e.a.s. vis- indamannanna sem hafa vaðið i peningum frá oliufélögum og rikisstjórnum og þar af leiðandi getað veitt sér allt ,,i mat og drykk” eða réttara sagt mann- afla og tækjakaupum. ÚR HElMi VÍSINDANNA Umsjón: Þór Jakobsson. Visindamenn á sviði oliuleitar og vinnslu hafa vaðið i peningum og fundiö upp mörg snillibrögð. Fílarnir tveir. Stefna Bandarikjastjórnar i oliumálum ræður þvi býsna miklu um framfarir I visindum og tækni. Af henni ræðst lika, hvernig fillinn teygir úr sér og veldur röskun I kringum sig, vilj- andi eða óviljandi. öldunganefndin fyrrnefnda býst ekki við, að oliuútflutningur frá löndunum við Persaflóa og i Norður-Afriku munu aukast. Hún gerir einnig fastlega ráð fyrir enn einni alvarlegri orkukreppu næsta áratuginn og mælir meö þvi að Bandarikin birgi sig upp. Hún ræðir brögð sem fram- leiðslulönd beita I krafti aðstöðu sinnar — pólitiskum ágreinings- efnum og kröfumálum til fram- dráttar. Nefndin óttast ennfrem- ur, að helstu neyslulöndin og aö- alkaupendur muni beita bola- brögðum i kauphlaupinu um hag- stæða samninga við framleiðslu- löndin. Sovétrikin eru gegnumlýst i nefndarálitinu og tiltektum þeirra næsta áratugina spáð eftir þvi sem unnt er. „öldungarnir” hafa stifar áhyggjur af áhrifum Sovét i Austurlöndum nær, þar, sem oliulindirnar eru mestar. Ekki bætir úr skák að dómi nefndarinnar, aö samherjar þeirra i Vestur-Evrópu kaupa æ meir af orku einmitt hjá Rússum. Samdráttur I „vanþróunarlönd- um” og vaxandi skuldir þeirra tefla öllu fjárhagslegu jafnvægi i hættu og grafa undan fjármála- kerfinu heima i löndunum. Þingmannanefndin viröist sannfærö um, að meiri háttar oliuklandur verði enn einu sinni á alþjóðlegum vettvangi áður en áratugur er liöinn. Af þeim sök- um mæla þeir með varabirgðum i stórum stil eins og áöur sagði. Sameiginleg bjargráð með þjóð- um i oliukreppu voru gaumgæfð og ráða leitað til að vinna að jafn- vægi i löndunum fyrir botni Miðjarðarhafs. Að lokum hvetur nefndin til nánara samstarfs við hin oliulöndin i Ameriku. Mexikó, Venezúela og Kanada. Mikið er i húfi og oft vandratað fyrir smáa og stóra við hróp og köll úr öllum áttum á heims- markaðnum, dropinn er dýr og stundum eldfimur um of. Mikið er fyrir haft og ný, gagnleg þekking fæst samtimis. Ný þekking og góður árangur vegur að einhverju leyti upp þá græðgi og tortryggni sem telja má helsta eldsneytið i kapphlaupinu um oliuna. Framhald af 24. siðu. Brynhildur K. Andersen, Sólvallagötu 59, Rvik. Biíi Snæbjörnsson, flugvélstjóri, Goðalandi 8, Rvik. Christel Þorsteinsson, flugfreyja Hjaröarhaga 36, Rvik. Dagfinnur Stefánsson, flugstjóri i stjórn Fiugl. Haukanesi 26, Garðabæ Daniel Pétursson, flugstjóri, Sunnuflöt 32, Garöabæ Dóra Hannesdóttir, Skólagerði 38, Kópavogi Einar Guðlaugsson, flugvirki. Melbæ 3, Rvik. Einar Guðmundsson, flugvélstjóri, Hæöarbyggð 18, Garðabæ Elias Guðmundsson, flugvélstjóri Brautarlandi 22, Rvik. Erla Emilsdóttir, Kambsvegi 12, Rvik. Finnbjörn Þorvaldsson, skrifst.stj. Hótel Esju Blikanesi 7, Garðabæ. Flemming Hólm, fulltrúi — fyrr- verandi innra eftirlit Flugl. Langholtsvegi 161, Rvik. Frantz HSkonsson, flugmaður, Alfaskeiði 92, Hafnarfiröi Garðar Þorsteinsson, stýrimaður Hjarðarhaga 36, Rvik. Geir R. Anderscn, auglýsingastj. fyrrum fulltrúi hjá Flugleiðum Sólvallagötu 59, Rvik. Geir Hauksson, flugvélstjóri, Sævangi 37, Hafnarfirði Gerhard Olsen, flugvélstjóri Lynghaga 2, Rvik. Guðlaug Gu nnarsdóttir, flugfreyja Kötiufelli 1, Rvik Gulaug Hallbjörnsdóttir, Reynimel 84, Rvik. Guðlaug ólafsdóttir, flugfreyja, Borgarholti 7, Mosfellshr. Guðmundur Jónasson, sérleyfishafi Miklubraut 5, Rvik. Guðrún Jóhannsdóttir, flugfreyja Seljalandi 5, Rvik. Gunnar Geirsson, framkvstj. Heiðargerði 120, Rvik. Gunnar A. Ólason, Goðatúni 6, Garðabæ Gunnbjörn Vatdimarsson, flug- maður, Breiðvangi 7, Hafnarfirði Gunndór Sigurðsson, flugmaður Garðaflöt 35, Garðabæ. Hallbjörn Sævars, Heiðargötu 9, Keflavik Halldór Friðriksson, flugvélstjóri Aratúni 5, Garðabæ Halldór Ingólfsson, flugmaður Látraströnd 42 Seltj.nes. Halldór Þorsteinsson, flugvirki New York Harald Snæhólm, flugstjóri Sunnubraut 12, Kópavogi Haraldur Tyrfingsson, Vesturbergi 115, Rvik. Helga K. Ottósdóttir, flugfreyja Stigahlið 6, Rvik. Hildur Jordan, flugfreyja Laugarteigi 23, Rvik. Hilmar Bergsteinsson, flugstjóri, Dalalandi 4, Rvik. Hilmar Leósson, flugstjóri, Fornastekk 15, Rvik. Hörður Eiriksson, flugvélstjóri Blönduhlið 10, Rvik. Ingi Olsen, flugmaður Hörgslandi 10, Garðabæ Ingvar Þorgilsson, flugstjóri, Holtageröi 41, Kópavogi tslaug Aðalsteinsdóttir, sölustjóri Lindarflöt 32, Garðabæ Jóhann G. Sigfússon, flugstjóri, Stallaseli 6, Rvik. Jóhanna Kristjánsdóttir, flugfreyja Grenimel 47, Rvik. Jóhannes V. Haraldsson, flugmaður Fellsmúla 7 Rvik. Jón G. Agústsson, Álmholti 7, Mosfellshr. Jón Júliusson, deildarstjóri, Hlyngerði 8, Rvik. Jón H. Júliusson, flugvélstjóri Skólagerði 38, Kópavogi Kristján Þórðarson, flugvélstjóri Langholti 12, Keflavik. Kristjana M. Thorsteinsson, Haukanesi 28, Garðabæ Lárus Eggertsson, fyrrv. hús- vörður Flugl. Hliðargerði 26, Rvik. Lilja Enoksdóttir, Þinghólsbraut 6, Kópavogi. Lilja Siguröardóttir, flugfreyja, Alfheimum 4, Rvik. Magniis Guðmundsson, fyrrv. flugstjóri Safamýri 27, Rvik. Malfríður G. Hðkonsson, Alfaskeiði 92, Hafnarfirði. Martin Petersen, Safamýri 18, Rvik. Ólaf Olsen, flugstjóri, Þinghólsbraut 6, Kópavogi Ólafur P. Erlendsson, fulltr. Flugleiðum Tunguvegi 34, Rvik. Ólafur Friðfinnsson, deildarstj. Stjórahjalla 13, Kópavogi Ólafur A. Jónasson, flugvélstjóri Rauðalæk 50, Rvik. ómar Steindórsson, flugvélstjóri Baugholti 9, Keflavik Óskar G. Sigurðsson, bókari Flugleiðum, Hraunbæ 2, Rvik. Pálmi Sigurösson, fiugstjóri Akraseli 6, Rvik. Pétur Einarsson, Há&arbyggð 18, Garðabæ Pétur Lúðvik Marteinsson, flug- maður, Vesturvangi 15, Hafnarf. Ragnar Jón Magnússon, flugvélstjóri Laugarásvegi 75, Rvik. Reynir Eiriksson, flugstjóri, Langholti 23, Keflavik Sigfús K. Magnússon, hlaðmaður Hr^unholti 2, Gerðum Garði. Sigriður Kristjánsdóttir, Fornastekk 15, Rvik. Sigrún Pálsdóttir, flugfreyja Safamýri 36, Rvik. Sigurbjörn Björnson, hlaömaður, Háaleiti 37, Keflavik. Sigurður Gunnsteinsson, bislstj. Flugl. Hliðarvegi 18, Kópavogi. Sigurður Magnússon, fyrrv. blaöafulltrúi Eskihlið 23, Rvik. Sigurhanna Gísladóttir, Viðjugerði 4, Rvik. Skúli Guðjónsson, flugmaður. Melbæ 27, Rvik. Skúli Magnússon, flugmaður, Bólstaðarhlið 15, Rvik. Smári Karlsson, flugstjóri, Hátröð 9, Kópavogi Stefán Gislason, fiugstjóri, Sogavegi 109, Rvik. Stefán Vilhelmsson, flugvélstjóri, Móaflöt 23, Garðabæ Susann Thorvaldsson, flugfreyja, Stóragerði 15, Rvik. Sveinn R. Eyjólfsson, framkv.stj. Kvisthaga 12, Rvik. Sölvi Stefánsson, flugvirki, Heiðarbóli 59, Keflavik. Þóra Guðmundsdóttir, 1 flugfreyja, Hjallabraut 35, Hafnarf. Þóra Sen, flugfreyja, Miklubraut 40, Rvik. Þórður Finnbjörnsson, flugstjóri, Hrauntungu 44, Kópavogi. Þórður Kristensen, bifvélavirki, Flugl. Bogahlið 22, Rvik. Þórir Óskarsson, flugstjóri, Stóragerði 11, Ruik. Ósmekklegur tilbúningur Prá þýsk-íslenska t yðar annars ágæta blaði — 11. tölublaði 13. Tnars 1981 — er farið afar frjálslega með frásögn af árshátið Þýzk-islenzka h.f., er haldin var fyrr i þessum mánuði. t frásögn yðar segir m.a.: „Töluvert orð fer nú i borginni af góðri gleði sem forráðanfenn Þýzk-islenzka h.f. héldu nýverið. Go-go stúlkur styttu mönnum stundir og farið var i samkvæmisleiki með góðum verðlaunum á borð við 1000 krónu hárþurrkur”. Alls ekki verður skilið til hvers svona gróusaga er prentuð i blaði yðar. Ekkert orð hefur farið um borgina vegna árshátiðar Þýzk-islenzka h.f., ekki fyrr en Helgarpósturinn birti umrædda frásögn. Engar Go-gó súlkur styttu mönnum stundið á árshátið Þýzk-Henzka h.f. Engin verlaun á borð við 1000 krónu hárþurrkur voru veitt á árshátið Þýzk-islenzka h.f. Arshátiðin stóð frá kl. 19.00—23.00 og fór i alla staði vel og prúðmannlega fram. Þaðer sem sé ekkert fréttnæmt við árshátiðina, nema misskiln- ingur blaðamanns Helgarpósts- ins. Þegar visvitandi er hallað réttu máli, sem i þessu tilfelli, er vegið að virðingu margra og enginn skilningur borinn fyrir tilfinning- um þeirra er vegið er að. Það er þvi ósk vor að þér birtið i blaði yðar leiðréttingu á frásögn þessari og vel væri við hæfi aö forráðamenn og starfsmenn Þýzk-Islenzka h.f. fengju af- sökunarbeiðni frá Helgarpóstin- um vegn$ þessa atviks, þannig að fullar sættir megi takast milli aöila. F.h. Þýzk-islenzka h.f. Ómar Ktistjánsson framkvæmdastjóri. Helgarpósturinn hefur sannfrétt að go-go-stúlkunum hafi verið ofaukiö I frásögn blaösins og biðst afsökunar á þvi. Aðalatriði þessa máls cr hins vegar spurn- ingim hvort það geti talist siðferðilega rétt af bankastjórum viðskiptabanka fyrirtækja að þiggja boð á innanhúsfagnaö af þessu tagi og vitum við ekki betur en það sé i hæsta máta óalgengt að bankastjórar sæki árshátiðir fyrirtækja.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.