Helgarpósturinn - 20.03.1981, Blaðsíða 22

Helgarpósturinn - 20.03.1981, Blaðsíða 22
— Það vantar svolítiö að geta ekki droppað inn á góðar búllur og djammað með sér betri mönnum. Á þvi mundi maður læra mest. — Maður þarf að komast til heimsborganna til að hlusta á góðan djass og kaupa sér plötur. S.F.: — Það er slæmt að yngri djass áhugamenn komist ekki inná djassstaðina hérna vegna aldurstakmarkana. — Hvernig er með fusion, eru þið hrifnir af þeirri tegund tónlistar? — Nei, við höfum litið yndi af fusion. Þeirri tónlist erum við afar fjarskyldir. — Við hlutum hins vegar á breitt bil tónlistar, klassik, allar teg. djass og jafnvel gott rokk,. — Hvað með tónlistarlifiö hér? — Það eru ekki svo býsna margar hljómsveitir sem spila. Helstareru trió Gvendar Ingólfs. Kvartett Reynis Sig. Trad- kompaniið og Bigbandið. Það eru allt of fáir sem fást við djass og ef þeir æfa litið hætta þeir fljótlega að verða frjóir. Það eru ýmsir góöir djassarar til hér, en leitt að 'þeir séu ekki virkari. Tómas kemur nú með rjúkandi kaffikönnu. Menn teygja úr sér fá sér að reykja og taka upp léttara hjal. i þágu hvers? — Getur tónlist án texta verið pólitisk? — Já, hún getur verið það. Be- bopið hafði t.a.m. mikið pólitiskt gildi á sinum tima. — Það er ekki hægt að draga tónlistina i hugmyndafræðilega dilka. — Akveðinn þjóðfélagslegur bakgrunnur skapar jú ákveðna tónlist. — Það er augljóst að djassinn er upphaflega fyrst og fremst tónlist kúgaðra blökkumanna. — NU, diskóflippið og kjörbúðartónlistin er verslunar- vara og i þágu hvers? — Hvað skiptir mestu máli i djassinum? — Annað hvort er að gefa sig úti þetta eða ekki.Tilfinningin er þaö sem öllu máli skiptir. S.V.: — En það er náttúrulega ekki hægt að blaka sér á fil- ingunni heilt kvöld. — Undirstaðan verður að vera fyrir hendi, bætir nafni hans Flosason við. — Til að spila almennilegan djass verður hugur að fylgja máli. — Og hvað stendur nú til hjá ykkur? — í kvöld verðum viö i M.H. og framundan eru nokkur kvöld i Djúpinu. 1 sigtinu eru svo tónleikaferðir i nokkra framhaldsskóla úti á landi. Að blaka sér á fílingunni i haust fór aö bera á nýrri d jasshljómsveit, Nýja kom- paniinu,hér i bæ. Þaö vekurávallt ánægju að fá ný andlit og nýja sveiflu aö hlusta á þar sem sama liöið viröist hafa setiö aö sveifl- unni um dágóöa hriö. Nýja kom- paniið skipa þeir Jóhann G. Jó- hannsson (nei, ekki sá) pianó- leikari. Siguröur sax Flosason, Sigurður G. Valgeirsson tromm- ari, Sveinbjörn I. Baidvinsson gitarleikari og Tómas R. Einars- son kontrabassaleikari. Viö hitt- umst hjá Tómasi R. eftirmiðdag i fyrri viku. — Hvers vegna hófuö þið sam- spil? T: — Þegar viö Sveinbjörn vorum úti Danmörku i sumar, spiluðum við i hljómsveitinni Diabolus In Musica. Þar var að visu djassað að vissu marki, en við vildum kasta okkur óskiptum úti djass. Nú,þar sem við vorum á heimleið og bjuggumst ekki við þvi að fleiri Diabolusar yröu á Is- landi f haust var strax fariö i það að redda mönnum í samspil. Sigurbjörn Einarsson vinur minn reddaði Jóa G. en i gegnum um- boösskrifstofu örnólfs Thors- sonar i Kaupmannahöfn var Siggi Valgeirs ráðinn. - — Tvisvar spiluöum við i Klúbbi eff ess undir nafninu Bláa bandiö, en fórum svo aö æfa á leikfangalager f miklum kulda- gjóstri. — Þar spiluðum viö yfirleitt i fjóra tima samfleitt þvi ef við stoppuðum þá kólnuðu puttarnir upp. — Sólóistinn fékk að vera fyrir framan rafmagnsofninn. — Vel aö merkja þann eina sem fannst á lagernum. — Hvar fenguð þið tækifæri til aö koma fram? — Við spiluðum svolitið i eff ess og um tima vorum viö I dans-' bransanum og komum þá fram undir nafninu sextett Jóhönnu V. Þórhalls. T: — Ég kynntist Sigga Flosa i tónheyrn i Tónlistarskóla F.I.H. á þessu timabili og heillaðist strax af hans góðu heyrn. — Við buðum Sigga á æfingu þar sem hann blés á herlúðrá. — Hann kom svo mörgum nót- um frá sér á stuttum tima að hann fékk strax ærlega ráöningu. Byrjað á öfugum enda — Hvað spilið þiö? — Við spilum standarda, þ.e.a.s. heföbundin djasslög frá 5. og 6. áratugnum, mest be-bop. Þá fer hluturfrumsamins djass vax- andi á efnisskránni. Þar gætir áhrifa nýrri stefna innan djass- ins. — Af hverju eruð þiö ekki ein- göngu mcð frumsamin lög? — Það skiptir ekki máli hvaða lag maður spilar. Það er hægt að spila lag á óendanlega marga vegu. Standardareru lög sem eru spiluð út um allar jarðir og stór hluti af tungumáli djassins. Maður verður að vera samræðu- hæfur. Laglinan er svo litill hluti af heildinni. Það er improvisa- sjónin sem gildir. — Menn verða að þekkja sina heimabyggð. Sumir falla i þá gryfju að fara beint úti það að spila t.a.m. spuna án þess að kunna nokkuð i hefðbundnum djassi. Byrjað á öfugum enda. — Okkar still kemur þegar fimm einstaklingar hittast. Við reynum aö vera opnir og mætast einhvers staðar á miðri leið. Við komum úr mismunandi tónlistar- umhverfi, klassik, rokki, djassi, gömlu dönsunum, lúðrasveitum og ragtime. S.V.: — Þá lærði ég dans hjá Rimor Hansen. — Þar var lagöur grunnur að ryþmatilfinningu hans, bætir Tómas grafalvarlegur við. andi. Allt er unnið i samvinnu. Þó svo að einn komi með laglinu, þá eru allir með i þvi að skapa heild- ina. — Við erum jú einlægir stuðn- ingsmenn Samvinnuhreyfingar- innar. (Þeir lita niður á gúmmi- skóna). — Islenskir djassistar hafa gert of mikið af þvi að mæta beint á staðinn og spila. — Orsökin er kannski sú að megnið af islenskum djassistum eru miðaldra menn i fullu starfi, sem eru i leiðinni aö fást við allt annað. — En þar er margt góðra manna. Bóhematýpan dauð — Kikkið er að æfa saman, það þéttir heildina. — Já, menn geta þá komið með jákvæða gagnrýnispunkta á æf- ingum. — Hve stlft æfiö þiö? — Minnst þrisvar i viku og aldrei skemur en 3 tima i senn. Það er grundvallarforsenda þess að einhver árangur náist. — Er hægt að gerast atvinnu- djassari hérna? — Það er hægt að gerast at- vinnutónlistarmaður en djassari ... guð minn góður! — Popparar fá lélegt kaup, en ég held að djassarar fái enn. verra. — Menn verða ekki feitir af djassi. — Atvinnumöguleikar eru eng- ir. Með vaxandi djassáhuga er kannski möguleiki fyrir topp- menn að vinna aö þessu i hluta- starfi. — Menn þurfa lika að taka að sér önnur djobb, — Við erum t.d. allir i einhverju öðru, segja þeir glotta ndi. — Það er jú sjens að spila sving og dinnerdjass fyrir fólk sem nennir ekki að hlusta. Manni dettur það jafnvel stundum i hug. — Eins og aðrir djassistar bindum við miklar vonir við það húsnæði sem Satt, Jazzvakning og Visnavinir eru að koma i gagn- ið. Draumurinn er að sjálfsögðu litill Montmartre með bjórsölu. — Það mætti kannski reyna að komast inni Hollywood sem einhvers konar fyrirbæri eins og Módelsamtökin. En við litum samt alls ekki eingöngu á okkur sem kyntákn! — Við lifum undir mark- miðinu: Spilum fyrst, dópiö svo. Eftir þaö getum við kannski farið — spjallað við félagana í Nýja kompaníinu X—B — Eftir hverju eruð þiö að levta I tónlistarsköpun ykkar? — Kikki. — Og stemningu. Toppurinn er að spila þar sem allir eru i stuði. Þar sem sameigin- legur andi myndast við góðar aðstæður. — Já, þegar hver styrkir annan og ýtir uppávið. — Þegar það er dimmt^pakkað og heitt. — 1 Djúpinu og á tónleikum. Ekki þegar við erum bakk- grándshljómsveit, Jóhanna. — Innan hópsins rikir góður að kalla okkur djassista! —- En án grins, gamanlaust og i fullri alvöru Jóhanna, menn eru farnir að trúa meira á vinnuna. Þaö veröur enginn djassisti að sjálfu sér. Fólk þarf skólun. — Bóhematýpan er dauð. Hlustum jafnvel á rokk — Hvernig er þaö meö ykkur, eruö þið allir að læra? Flestir okkar hafa tónlistar- menntun. Allt sem maður hefur lært kemur til góða. — Þó að það sé hollt að hlusta á plötur þá lærir maöur mikið meira af samspili.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.